Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 35
Morgunblaðið/Anna G. Olafs.
RÚNA Aysegul og Dagbjörg Vesile, dætur Halíms A1 og Sophiu Hansen á heimili sínu í Istanbúl 1992.
STEINAR WAAGE
desember að þær væru þar þá enn.
„Ég hefi lofað guði okkar að
hjálpa þeim til að alast upp í tyrk-
nesku kerfi og tyrkneskum siðum,
og að þær menntist vel og giftist.
Við höfum okkar siði“, segir hann.
En mun hann hafa afskipti af
því hverjum þær giftast? Fyrst seg-
ir hann að þær ráði því sjálfar, en
bætir svo við. „Ég vil ekki að þær
giftist einhveijum vitleysingum,
sem drekka og dópa. Dóttir mín
velur mannsefnið, en ég verð að
hjálpa henni við valið. Já, auðvitað
get ég bannað þeim, ég er pabbi
þeirra.“
Sjálfráða 18 ára
Hann segir að þær verði sjálfráða
18 ára gamlar. En ef þær kjósa þá
að fara til íslands, geta þær það?
„Það getur vel verið. Ég get ekkert
ákveðið það fyrirfram."
Það er hringt og Halím segir að
trúarlegt sjónvarp, Message 1, sé
að biðja hann um að koma í þátt.
Það leiðir talið að fyrri sjónvarps-
þáttum um mál þeirra Sophiu. Hann
harðneitar því að hafa orðið fyrir
aðfinnslum frá trúbræðrum sínum
eftir þátt í þeirra sjónvarpi. Af
hverju vildi hann ekki koma með
dætur sínar í Arena sjónvarpsþátt-
inn? Lét þær bara tala við mömmu
sína í síma? Margir þóttust merkja
það að þær segðu það sem fyrir
þær væri lagt af ótta við Halím.
Jafnvel að þær hafi lesið upp af
blaði? Og að ekki hafi verið eðlilegt
hvernig dæturnar höfnuðu móður
sinni, sögðust ekki vilja sjá hana.
Halím fullyrðir að þær hafi talað
frá eigin brjósti og bætir við: „Ves-
ile er unglingur og hörð stelpa. Hún
segir það sem henni sýnist. Hún
segist vel vita að þetta sé móðir
sín, en þola bara ekki að hún komi
svona fram við okkur, eins og hún
orðar það. Hin er mildari. En báðar
eru þær reiðar mömmu sinni og
deila á hana,“ segir Halím undir lok
viðtalsins.
Eftir að hafa heyrt viðhorf
Halíms Als til þessa mikla deilu-
máls, sem allir íslendingar hafa
fylgst með svo lengi, er erfitt að
sjá fyrir endalok þess. Hvort þessar
tvær telpur, sem hafa eytt hálfri
ævi sinni í íslensku umhverfi og
öðrum sex mótunarárunr við svo
gjörólík áhrif og aðstæður, eigi ein-
hvern tíma eftir að snúa aftur til
íslands.
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN ^
SÍMI 551 8519 ^
STEINAR WAAGE
s
KOVERSLUN
SÍMI 568 9212 ^
Þú fœrð bœkling með pöntunarseðli
í nœstu verslun!
setur brag á sérhvern dag!