Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 41 AÐSEMDAR GREINAR Saklaust ofríki Þjóðleikhúsið og Leiklistarráð MIKIÐ fjaðrafok hefur orðið útaf um- mælum mínum í blaða- viðtali fyrir skömmu, þar sem ég benti á að það væri óeðlilegt að Þjóðleikhúsið hefði tögl og hagldir um út- hlutun ijár til megin- þorra fijálsrar leiklist- arstarfsemi, þ.e.a.s. leikhópa sem eru í samkeppni við hinar opinberu leiklistar- stofnanir um áhorf- endurna. Framkvæmdastjórn Leiklistarráðs bregst feikna hart við gagn- rýni minni og birtir yfirlýsingu í Mbl. 18. þ.m. undir mjög svo kurt- eislegri fýrirsögn: „Rangfærslur Brynju Benediktsdóttur". Úr því að tveir menn af þremur, sem ráðstafa öllu þessu fé á vegum hins opinbera, eru starfsmenn Þjóðleik- hússins, getur Brynja Benediktsdóttir ekki séð að það sé ofmælt hjá sér að þetta ofurvald Þjóðleikhússins yfir annarri leiklistarstarf- semi en sinni eigin, kunni að vera verðugt athugunarefni fyrir Samkeppnisráð. Eitthvað hefur vafist fyrir fram- kvæmdastjórnarmönnum að finna haldgóðar varnir, þvi að í yfirlýsing- unni er gripið til þeirrar ódrengilegu aðferðar að leggja mér orð í munn, sem alls ekki finnast í viðtölum mínum við fjölmiðla, og svo hamast þeir við að snúa útúr eigin upp- spuna. „Rangfærslur“ mínar eru „hraktar“ í sex liðum. í fyrsta lið er hneykslast á að ég haldi því fram að „Leiklistarsamband Is- lands kjósi Leiklistar- ráð“. Þetta hef ég aldrei látið mér um munn fara og sé þess heldur hvergi stað að blaðamenn hafi haft það ranglega eftir mér í viðtölum. Önnur atr- iði í málflutningi þre- menninganna eru ekki vandaðri, byggjast á tilbúningi og hártog- unum. Þessir embættis- menn Leiklistarráðs forðast kjarna málsins eins og heitan eldinn, sem sé þá staðreynd að Þjóðleikhúsið hefur tvo menn af þremur í fram- kvæmdastjórn ráðsins. Eru þeir sannarlega báðir úr hópi nánustu samverkamanna Stefáns þjóðleik- hússtjóra. Framkvæmdastjórn Leiklistarráðs er hinn faglegi um- sagnaraðili menntamálaráðuneyt- isins við úthlutun fjár til leiklistar úr Listasjóði (hundrað mánaðar- Iaun) og skipar nefnd þá (að meiri- hluta til sjálfa sig) sem úthlutar öllu fé til leiklistarstarfsemi at- vinnufólks utan fastra stofnana. Úr því að tveir menn af þremur, sem ráðstafa öllu þessu fé á vegum hins opinbera, eru starfsmenn Þjóðleikhússins, get ég ekki séð að það sé ofmælt hjá mér að þetta ofurvald Þjóðleikhússins yfir ann- arri leiklistarstarfsemi en sinni eig- in, kunni að vera verðugt athug- unarefni fyrir Samkeppnisráð. Það er broslegt og tæpast svara- vert þegar annar framkvæmda- stjórnarmannanna kveðst ekki vera fulltrúi Þjóðleikhússins, held- ur tilnefndur af öðrum aðila. Eftir stendur auðvitað að hann hefur áratugum saman verið í föstu starfi við Þjóðleikhúsið, sem auðvitað getur ekki samkvæmt lögum átt nema einn formlegan fulltrúa í ráðjnu. Ég er ekki að ætla þeim Þór- halli Sigurðssyni og Hávari Sigur- jónssyni, að þeir séu ófærir um að taka faglegar ákvarðanir né að þeir séu viljalaus verkfæri þjóðleik- hússtjórans. Það er hins vegar at- hyglisvert, eftir það hvað þeir hafa gert litið úr tengslum sínum við Þjóðleikhúsið, að þeir skuli fyrstir manna hlaupa til varnar, þegar andað er á húsbónda þeirra. Höfundur er leikstjóri. Brynja Benediktsdóttir 3^ [Vá tbtna Tilboð 20% afsláttur Verð frá kr. 2.450. Sníðum þær í gluggann þinn. 1 Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, f FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333. FÍeSta víngerðarefni Nú loksins faraíverð og gæði samai Eitt af vinsælustu vingerðarefnum á Norðurlöndum er nú komiðtil íslandsA Verðdæmi: Rósavín 1.700 • Hvítvín 1.700 * Vermouth I.900! Ath. 30flöskurúreírmi lögn %#IAY1 Laugarnesvegi 52, * sími 533 1888, FAX, 5 HöfujTueinnig víngexðarefi ..rauövin, sérréog púrtvín. %%epílum I póstkröfu Skógarmanna I DAG KL. 14:00 í dag, sumardaginn fyrsta, verða Skógarmenn KFUM með kaffisölu til styrktar starfinu í Vatnaskógi. Kaffisalan verður í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg og hefst kl. 14. Um kvöldið verður Skógarmannakvöldvaka á sama stað sem hefst kl. 20:30. Vinir Vatnaskógar eru hvattir til að fjölmenna. Skógarmenn KFUM Holtavegi 28, 124 Fteykjavík Símar 588 8899 & 588 1999 Tekið er við skráningum í Vatnaskóg í síma 588 1999 í dag og næstu daga. Aukabúnaönr á mynd: Sóllúga i VATNAGARÐAR24 S: 568 9900 / dag - Sumardaginn fyrsta frá kl. 13-17 Dagana 24. apríl til 3■ maí* aukum við búnað Honda Civic og Honda Accord um 120.000,- kr. Óbreyttur verðlisti Kynnum stórglœsilegt Sumartilboð HOMDA ............................✓ ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.