Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ I fi, % im 1 1 I il ílif; K M i jgS Í’ I I' I |k 1 , ; iV'fi ,11 Við hreinsum til fyrir sumarið og veitum 50% afmælisafslátt* aföllum útsöluvörum frá 25. apríl til 3. maí. Mikið úrval af vönduðum vörum, t.d flís- og hlífðar- fatnaður frá Karrimor og North Face, skíða- fatnaður, Rossignol skíðabúnaður, snjóbretta- búnaður, gönguskór, húfur, hanskar og margt fleira. Tilboðin hafa aldrei verið betri! -SKAKAK fKAMÚK Snorrabraut 60*105 Reykjavík • Sími 561 2045 Póstsendum samdægurs *Staðgreitt LISTIR Af englum og mönnum KVIKMYNDIR Kringlubíó, . Bí ó h ö11 i n MICHAEL ★ ★ Leikstjóm og handrit: Nora Ephron. Aðalhlutverk: John Travolta, John Hurt, Andie MacDowell, Bob Hosk- ins. Tumer Pictures/Wamer Bros. 1996. ENGLAR hafa löngum verið áberandi í bíómyndum hvort sem þeir grúfa sig yfír grámóskulegri Berlín í Himninum yfír Berlín eftir Wim Wenders eða bjarga góðum manni frá því að fyrirfara sér í „It’s a Wonderful Life“ eftir Frank Capra. John Travolta leikur sjálfan Mikael erkiengil í nýrri rómantískri gaman- mynd eftir Noru Ephron, sem heitir einfaldlega Mikael, og er ekki beint englalegur. Hann er eiginlega subba, rakar sig ekki, reykir stöðugt, hám- ar í sig sykur, er dansari góður og kvensamari en Jack Nicholson þegar hann lék fjandann sjálfan í Nomun- um frá Eastwick. Þessi óvenjulega lýsing á Mikjáli erkiengli er kjarninn í hinum gam- ansama hluta myndarinnar og Tra- volta nýtur sín ágætlega í hlutverk- inu og er bæði brattur og skemmti- legur sem ólíkindatól með alvöru englavængi á bakinu. Hann er sjálfsöryggið uppmálað og fullur af leikgleði og gefur myndinni nauðsynlega innspýtingu af húmor og alvöruleysi og er sjálfsagt ástæð- an fyrir því að henni vegnaði mjög vel í Bandaríkjunum. Hinn rómantíski hluti myndar- innar er ekki eins spennandi þar sem John Hurt og Andie MacDow- ell fara með aðalhlutverkin. Þau starfa á snepli er flytur furðufréttir um tvíhöfða hænsn og vængjaða engla og slíkt en virka bæði of skyn- söm og slétt og felld til þess að vinna við það. Auk þess sem leikur- unum tekst ekki að mynda neina raunverulega blossa á milli sín. Til þess er Hurt einhvernveginn of lit- laus og niðurdreginn. Það hentar honum ágætlega vel í mynd einsog „Smoke“ en varla í rómantískri kómedíu á borð við þessa. MacDow- ell er fögur og aðlaðandi sem fyrr en rullan er ekki sérlega bitastæð. Ephron hefur haft rómantísku gamanmyndir fimmta áratugarins í huga þegar hún gerði Mikael. Hún reynir að skapa ljúfsára tilfínningu fyrir ástarævintýrinu en handritið er ekki nógu kröftugt til þess að hrífa mann með sér. Uppúr stendur skemmtilegur leikur hjá Travolta og óvenjuleg túlkun á engli. Arnaldur Indriðason 1 n mmm Gail flfsar Stórhöfða 17, vifi Gullinbrú, sími 567 4844 SILFURBÚÐIN K-S-S Kringlunni 8-12* Sími 568 9066 - Þarfœröu gjöfina -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.