Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugmálast] órn vegna flugslyssins við Reykjavíkurflugvöll Engin mistök áttu sér stað við aðdraganda óhappsins FLUGMÁLASTJÓRN hefur gefið út þá yfirlýsingu að samkvæmt starfsreglum stofnunarinnar og reyndar lögreglunnar líka sé ekkert sem bendi til þess að mistök hafi verið gerð við undirbúning á lend- ingu tveggja hreyfla vélar með bil- aðan hreyfil, sem brotienti síðan við vesturenda Reykjavíkurflugvall- ar á þriðjudag. Starfsreglum Flug- málastjórnar hafi verið fylgt í hví- vetna. Að sögn Hallgríms Sigurðssonar forstöðumanns rekstrardeildar Flugmálastjórnar gerist það nokkr- um sinnum á ári að flugvélar komi til lendingar á Reykjavíkurflugvelli með ýmiss konar biianir. Umrætt tilfelli hafi verið flokkað sem við- búnaðarástand en í starfsreglum Flugmálastjórnar um slíkt ástand sé aðeins skylt að kalla til slökkvi- liðið á Reykjavíkurflugvelli. Hefði atvikið hins vegar flokkast undir hættuástand, hefði einnig þurft að kalla út slökkviliðið og lögregluna í Reykjavík. Hallgrímur segir að á þriðjudag hafi danski flugmaðurinn verið kominn austur fyrir fjall þegar hann ákvað að snúa við vegna bilunar í hreyfli. Hann hafi óskað eftir þvi að fljúga vélinni til Reykjavíkur og að þeirri beiðni beri að hlíta. „Flug- maðurinn tók það jafnframt fram að hann þyrfti enga aðstoð og taldi að hann myndi ljúka fluginu með eðlilegum hætti í Reykjavík," segir Hallgrímur. „Samkvæmt reglum um viðbúnaðarástand var slökkvilið á Reykjavíkurflugvelli sett í við- bragðsstöðu úti á flugbrautunum. Fleira var í raun ekki gert.“ Hallgrímur segir hins vegar að í þessu tilfelli hafi viðbúnaðarástand- ið breyst í hættuástand um leið og vélin brotlenti og að samstundis hafi Flugmálastjórn brugðist við nýju hættustigi með því að gera lögreglunni og öðrum aðilum við- vart á viðeigandi máta. „Hitt er aftur á móti annað mál, og mætti sjálfsagt deila um og ræða frekar, hvort starfsreglurnar ættu að vera strangari," segir hann. Flugöryggismál í stöðugri endurskoðun Hallgrímur bendir á, eins og kemur reyndar fram í fréttatilkynn- ingu Flugmálastjórnar, að starfs- reglur stofnunarinnar séu I endur- skoðun og segir hann að þær verði að sjálfsögðu skoðaðar með tilliti til slyssins á þriðjudag. í fréttatilkynningu Flugmála- stjórnar segir að vegna fullyrðingar Hilmars Þorbjörnssonar aðstoðaryf- irlögregluþjóris í Morgunblaðinu í gær um að „í raun hefði ekkert gerst í umferðaröryggismálum flugvallarins síðan 1986“, væri rétt að benda á að flugöryggismál vall- arins væru stöðugt í endurskoðun. „Undanfarið ár hefur stofnunin átt tugi funda með yfirmönnum lög- reglunnar og öðrum aðilum sem málið er skylt þar sem fjallað hefur verið um flugöryggismál og æfing- ar undirbúnar," segir í fréttatil- kynningunni. Þá er tekið fram að innan stofnunarinnar hafi um nokk- urt skeið einnig verið unnið að end- urskoðun starfsreglna sem fjalla um útköll og viðbúnað vegna hættu- ástands sem kann að skapast í flugi. „Nýjar reglur fyrir flugstjórnarmið- stöðina í Reykjavík hafa verið tekn- ar í notkun en reglurnar fyrir flugt- urninn eru enn í vinnslu." Tillaga um að lengja flug- brautina til vesturs í kjölfar fiugslyss sem varð við Reykjavíkurflugvöll sumarið 1988, er tveggja hreyfla Casa 212 flugvél fórst í aðflugi rúmum 50 metrum sunnan Hringbrautar, skipaði þáver- andi samgönguráðherra nefnd til að vinna áhættumat vegna Reykjavík- urflugvallar. í skýrslu nefndarinnar frá árinu 1990, er m.a. lagt til að flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli sem liggur meðfram Þorragötunni, svokölluð A/V braut, verði lengd um 400 metra til vesturs ásamt því að leggja Suðurgötu í undirgöng undir hina lengdu braut. Gert er ráð fyrir því að þær framkvæmdir gætu kost- að á bilinu 805 til 930 milljónir króna miðað við verðlag í október 1990. í skýrslunni telur nefndin að minni áhætta sé tekin með notkun A/V brautar, en öðrum flugbrautum vallarins, m.a. vegna þess að þá þurfí vélar ekki að fljúga yfir þéttan byggðakjama. Nefndin mælir með því að flugi sé sem mest beint á þessa braut og að ráðstafanir séu gerðar til að auka notagildi hennar. SKIPULAG Reykjavíkurflug- vallar 1984-2004 gerir m.a. ráð fyrir að lengja megi A/V braut út í Skeijafjörð. Aðspurður viðurkennir Jóhann H. Jónsson framkvæmdastjóri flug- valladeildar hjá Flugmálastjórn að lenging flugbrautarinnar til vesturs og það að leggja Suðurgötuna í undirgöng sé enn fýsilegur kostur, en ekki hafi verið unnt að fram- kvæma það vegna fjárskorts. Því sé það ekki á framkvæmdaplani flugvallarins. Þorkell Jónsson verkfræðingur hjá borgarverkfræðingi segir að gert hafí verið ráð fyrir lengingu flugbrautarinnar og undirgöngun- um í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1984-2004 og að sá möguleiki sé einnig fyrir hendi í aðalskipulaginu fyrir 1996-2016. ■npL/' /Hiy W m m j mm ■ m. m sw*®**! s * Sóleyjarbökur - sem bragð er að Dregur úr skjálftavirkni SKJÁLFTAVIRKNI er enn norðvestan við Hveragerði en þó hefur dregið úr henni. í gær mældust aðeins um tveir til fimm skjálftar á klukkustund, flestir innan við 1 stig á Richter, og sá stærsti mældist 2,5 stig um hálfþrjú- leytið í fyrrinótt í Fremstadal suðaustan við Hengil. Gunnar Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur segir að gert sé ráð fyrir því að skjálftavirkni haldi áfram og menn búast alveg eins við að hún geti aukist á ný. Morgunblaðið/Ásdís Dansað á peysu- fatadegi NEMENDUR fjórða bekkjar Verslunarskóla íslands héldu peysufatadaginn hátíðleganí gær í blíðskaparveðri. Sú hefð hefur lengi verið í heiðri höfð í Verslunarskólanum áður en fjórðubekkingar taka verslunarpróf að piltarnir fari í kjól og hvítt og stúlkurnar í ís- lenskan búning eða peysuföt og spóki sig á götum borgarinnar. Andlát GUNNAR M. GUÐ- MUNDS- SON GUNNAR M. Guðmundsson, fyrrver- andi hæstaréttardómari, lést á heim- ili sínu í gærmorgun, 69 ára að aldri. Gunnar Magnús fæddist í Reykja- vík 12. febrúar 1928. Foreldrar hans voru Guðmundur Helgi Guðmunds- son, húsgagnasmíðameistari og bæj- arfulltrúi í Reykjavík, og Magdalena Helga Runólfsdóttir húsfreyja. Gunnar varð stúdent frá MR 1948 og cand. juris frá Háskóla íslands 1954. Hann varð héraðsdómslög- maður 1957 og hæstaréttarlögmaður 1962. Hann var fulltrúi borgardóm- arans í Reykjavík frá 1954 til 1960. Gunnar rak eigin lögfræði- og fast- eignaskrifstofu í Reykjavík ásamt Vagni E. Jónssyni hrl. frá 1960 til 1967, en hann rak einn lögfræðistofu frá þeim tíma og þar til hann tók við stöðu hæstaréttardómara. Hann var settur hæstaréttardómari frá 1. ágúst 1989 til 10. júlí 1990 og frá 1. jan- úar til 30. júní 1991 og skipaður hæstaréttardómari frá 1. júlí 1991. Hann fékk lausn frá starfí sínu sem hæstaréttardómari 31. ágúst 1994. Gunnar var stundakennari við lagadeild Háskóla íslands um skeið frá 1970 og gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Eftirlifandi eiginkona Gunnars M. Guðmundssonar er Guðbjörg Pálma- dóttir hjúkrunarfræðingur. Þau eign- uðust þijú böm sem nú eru uppkomin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.