Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Rándýr í Mývatnssveit Fjölmenni á fróð- legri ráðstefnu Björk, Mývatnssveit. RÁNDÝR í Mývatnssveit var heiti á ráðstefnu er haldin var í Skjólbrekku föstudaginn 18. apríl sl. Árni Einars- son, Náttúrurannsóknarstöðinni við Mývatn setti ráðstefnuna. Fyrsti ræðumaður var Páll Hersteinsson, prófessor við Háskóla íslands. Hann talaði um íslenska refastofninn. Karl Skírnisson, Tilraunastöðinni á Keldum, ræddi um íslenska minka- stofninn. Ingi Yngvason á Skútu- stöðum talaði um minkaveiðar í Mývatnssveit. Hann sagði að mink- urinn hefði verið fluttur til íslands árið 1931 en í Mývatnssveit hefði hann komið 1955. Ingi hefur stund- að minkaveiðar í Mývatnssveit frá árinu 1976 með frábærum árangri og unnið alis 1.300 minka. Ásbjörn Dagbjartsson veiðistjóri ræddi um stjórnun veiða. Árni Ein- arsson gerði nokkrar athuganir á veiðitölum. Róbert Arnar Stefáns- son, Líffræðistofnun Háskóians, sagði frá rannsóknum á minkum við Sogið. Sigbjörn Gunnarsson, sveitar- stjóri Skútustaðahrepps, ræddi hlut- verk sveitarstjórna. Hann sagði m.a. að fyrir nokkrum dögum hefði ráð- herra ákveðið viðmiðunartaxta fyrir refa- og minkaveiðar. Með breyting- um sem þar eru gerðar munu út- gjöld Skútustaðahrepps að óbreyttu vaxa um 10-15% árlega. Þannig mun Skútustaðahreppur veija nettó um 1,3% af útgjöldum sínum 1997 til förgunar meindýra. Að lokinni ræðu sveitarstjóra var tekið kaffihié. Síðan var ráðstefn- unni haldið áfram. Ólafur Karl Niels- son, Náttúrufræðistofnun íslands, ræddi um fálkann, talið er að ijúpan sé aðalfæða hans. Arnór Þórir Sig- fússon frá sömu stofnun talaði um máva og Kristinn H. Skarphéðins- son, einnig Náttúrufræðistofnun, ræddi um hrafninn. Ræðumenn sýndu jafnframt myndir og glærur til að skýra mál sitt, sem var hið fróðlegasta. Síðast voru umræður og fyrirspurnir. Brimbrot í Borgarbíói KVIKMYNDAKLÚBBUR Akur- eyrar sýnir kvikmyndina Brimbrot (Breaking the Waves) í dag fimmtu- dag, og næstkomandi sunnudag, 27. apríl, kl. 17. Sýnt verður í Borg- arbíói. Kvikmyndin er eftir Lars von Trier og hefur fengið mikið lof um allan heim og hlaut m.a. nokkrar óskarsverðlaunatilnefningar. Kvik- myndaklúbburinn sýnir þessa mynd í samstarfi við Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju sem nú stendur yfir. Erna syngur með Djasstríói DJASSTRÍÓ Birgis Karlssonar leik- ur á Café Olsen við Ráðhústorg annað kvöld, föstudagskvöldið 25. apríl, kl. 20.30. Sérstakur gestur tríósins að þessu sinni verður Erna H. Gunnarsdóttir söngkona. Djasstríó Birgis Karlssonar skipa auk Birgis, sem leikur á gítar, þeir Stefán Ingólfsson á rafbassa og Karl Petersen á trommur. Lögin sem Erna syngur verða í rólegri kantinum þannig að gestir geta vænst þess að hafa það róman- tískt. Aðgangseyrir er 500 krónur. Fyrirlestur um heilagan Martein ÓLAFUR Torfason flytur fyrirlestur um dýrlinga og táknmál miðalda í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju að kvöldi sumardagsins fyrsta en hann hefst kl. 20.30. Ólafur hefur skrifað þrjú verk sem tengjast íslenskri miðaldasögu og fjallar eitt þeirra um heilagan Mar- tein frá Tours, en á Kirkjulistaviku sýnir Þorgerður Sigurðardóttir tré- ristur sem lýsa ævi dýrlingsins, „postula" Frakklands, sem var bisk- up í Tours á 4. öld. Tréristurnar eru byggðar á refilsaumuðu íslensku alt- arisklæði frá 14. til 16. öld, en þetta er klæði kirkjunnar á Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjarsýslu. Sú kirkja var helguð heilögum Marteini í kaþólsk- um sið, en alls voru tíu kirkjur hér- lendis helgaðar honum. Morgunblaðið/Kristján Kveikt í sinu KVEIKT var í sinu í brekkunni ofan við skautasvellið um hádeg- isbil í gær. Slökkvilið Akureyrar var kallað á vettvang og gekk greiðlega að slökkva í sinunni. Tómas Búi Böðvarsson slökkvi- liðssljóri sagði að bannað væri að kveikja í sinu innan bæjarmarka, en undanþágur væri hægt að fá vegna lögbýla. Það hefði enda sýnt sig að sinubrunar hefðu ekki jákvæð áhrif á gróður. Á hveiju vori er slökkvilið kallað út vegna sinubruna og ævinlega verða að sögn Tómasar Búa einhverjar skemmdir á gróðri. Þeir sem verða uppvísir að því að kveikja í sinu eru kærðir að sögn slökkviliðssljóra og áskilur slökkviliðið sér rétt til að krefja brennuvarga um greiðslu fyrir útkallið, en töluverð útgjöld verða við hvert útkall sem bæjarbúar þurfa að greiða. Messur GLERÁRKIRKJA: Skátaguðs- þjónusta verður í kirkjunni sumardaginn fyrsta og hefst hún kl. 11. Bjarni Guðleifsson flytur hugleiðingu. Skátar ganga til kirkju frá Sunnuhlíð. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálparflokkur kl. 20.30 á fimmtudagskvöld. Við bjóðum allar konur velkomnar. Fögn- um sumri saman. Fióamarkað- ur frá kl. 10 til 17 á föstudag, 25. apríl. Hjálpræðisherinn óskar lesendum Morgunblaðs- ins gleðilegs sumars. LAUFÁSPRESTAKALL: Fermingarguðsþjónusta í Sval- barðskirkju sumardaginn fyrsta kl. 11. Guðsþjónusta í Grenivíkurkirkju sunnudaginn 27. apríl kl. 14. Komum í kirkju og fögnum þar sumri og biðjum fyrir góðri tíð. Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju sunnudagskvöld kl. 21. Sjávarútvegssjóður Islands er nýr hlutabréfasjóður sem fjárfestir í sjávarútvegi og tengdum greinum. Sölugengi sjóðsins hefur hækkað um 18,5% frá áramótum sem jafngildir 59% ávöxtun miðað við eitt ár t>eir físka sem róaí Allar nánari upplýsingar veitir starfsfólk okkar NORDURLANDS HF Kaupvangsstræti 4 600 Akureyri Sími 462 4700 Fax 4611235 Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Sáning korns hafin í Eyjafirði Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. KORNRÆKT vex nú hröðum skrefum í Eyjafirði og fjölgar þeim bændum ört sem stunda þessa búgrein. Hafa þeir nýlega stofnað félag kornbænda við Eyjafjörð og hlaut það nafnið Akur. I hlýindunum fyrr í mánuðinum tók upp allan snjó á láglendi og náði jörð að þiðna það vel að nú eru um 25 sentimetrar niður á klakann. Jónatan Hermannsson tilraunastjóri á Korpu gatþess á fundi sem hér var haldinn nýlega að samkvæmt tilraunum kæmi best út að sá korninu svo fljótt sem auðið væri og helst fyrir mánaðamót apríl-maí. Benedikt Hjaltason bóndi á Hrafnagili hóf sáningu í gær, síð- asta vetrardag, en í fyrra byrjaði hann á sama degi, 23. apríl sem j>á bar upp á sumardaginn fyrsta. Á myndinni er vinnumaður hans, Víðir Ágústsson, að vinna við sán- inguna. Óskum viðskiptaviimin og starfsfólki gleðilegs sumars. Þökkum viðskiptin á liðninn árum. Ciwr B > rfc ÍMtáaítt ORfSARÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.