Morgunblaðið - 24.04.1997, Side 45

Morgunblaðið - 24.04.1997, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 45 RAGNA JÓNSDÓTTIR -I- Ragna Jóns- ■ dóttir var fædd 25. nóvember 1919. Hún lést 14. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Jónsdóttir, f. 9. nóvember 1892 á Fornastöðum í Fnjóskadal, og Jón Ferdinantsson, f. 9. ágúst 1892 í Svarfaðardal, síð- ar bóndi á Birn- ingsstöðum í Ljósavatns- skarði. Systkini: Kristín, fædd 3. jan. 1915, maki Sigurður Karlsson, bóndi Draflastöðum í Fnjóskadal, Sólveig, fædd 25. sept. 1917, maki Óli A. Guð- lausson, iðnverkamaður, Akureyri, Ferdínant, fæddur 10. apríl 1922, f.v. verksmiðju- stjóri smjörlíkisgerðar KEA, maki Þórey Kolbrún Indriða- dóttir, Anna, fædd 25. júní 1925, maki Sigurður Jóelsson, bóndi, Stóru-Okrum, Akrahr., og Friðrikka, fædd 7. des. Mig langar hér að minnast í fáum orðum Rögnu Jónsdóttur. Kunningsskapur fjölskyldu minnar og Rögnu hófst á árinu 1940. Þá hafði móðurbróðir minn, Einar G.E. Sæmundsen og kona hans Sigríður Vilhjálmsdóttir flutt norður að Vöglum í Fnjóskadal. Einar var þar skógarvörður og móðir mín og Ragna unnu saman í gróðrarstöð- inni. Sá vinskapur hefur haldist alla tíð síðan og þrátt fyrir að ekki hafí verið um skyldleika að ræða þá minnist ég þess að hafa snemma útnefnt Rögnu sem mína uppáhalds frænku. Ástæður þess ætti ekki að koma þeim á óvart sem þekktu Rögnu, sem með hlýlegu viðmóti og kímni átti auðvelt með að laða að sér böm. Eftir að Ragna flutti suður í lok fímmta áratugarins fór hún fljót- lega að vinna við það sem síðar varð hennar ævistarf við ræktun, blóm og blómaskreytingar. Fyrst í blómaversluninni Flóru í Austur- stræti. Ragna var mjög listræn og kom það fram í blómaskreytingum og hannyrðum sem hún stundaði. Hún var náttúruunnandi og hafði yndi af gróðri og ræktun. Um tíma átti hún og rak blómaverslunina Blómið í Lækjargötu ásamt vinkon- um sínum. Sköpunargáfa Rögnu naut sín til fulls þegar hún setti saman blómaskreytingar og valdi til þess hinar ýmsu blómategundir, liti og form. Fljótlega eftir að hún fluttist suður kynntist hún ungum verslun- armanni, Tryggva Guðmundssyni, og gengu þau síðan í hjónaband. Siðar leiddi það af sjálfu sér að Loftur, faðir minn, gerðist bygg- ingarmeistari að húsi þeirra við Skipasund inni í Vogunum. Fyrstu minningar mínar um Rögnu tengjast heimsóknum í Skipasundið þar sem þau Ragna og Tryggvi tóku höfðinglega á móti gestum á fallegu heimili sínu. Þau voru afskaplega samhent um að gera þá umgjörð sem best úr garði. Þar var alltaf eitthvað spenn- andi að sjá s.s. mynda- og steina- safn úr ferðum þeirra um ísland. Það fór ekki á milli mála að Fljóts- dalshérað og Hallormsstaðarskóg- ur var þeirra uppáhalds staður enda fóru þau þangað árlega í fjölda- mörg ár. Rökrétt framhald þessa ljúfa vinskapar var að skíra dóttur mína til heiðurs henni og móður minni, Guðrúnu Rögnu. í febrúarmánuði á árinu 1969 bar ský fyrir sólu. Þá gerðist sá hörmulegi atburður að Tryggvi og Einar móðurbróðir minn létust í bílslysi austur í Biskupstungum. Eiginkonur þeirra, Ragna og Sig- ríður slösuðust mikið. Sá atburður 1928, maki Erl- ingur Arnórsson, bóndi á Þverá í Dalsminni. Fóst- ursystir Rögnu er Guðrún Ingibjörg Þorsteinsdóttir, fædd 13. des. 1925 í Reykjavík. Eiginmaður Rögnu frá 9. ág- úst 1947 er Tryggvi Guð- mundsson, versl- unarmaður, fædd- ur 9. nóv. 1914, dáinn 15. feb. 1969, ættuðum frá Garðshorni í Glæsibæjarhreppi. Þau voru barnlaus en hjá Rögnu og Tryggva dvöldu um lengri og skemmri tima þrír bræður, synir vinar Tryggva austan af Fljótsdal, Brynjar, Birgir og Sigurður Björgvinssynir. Ragna var síðast til heimilis í Laugatúni 19, Svalbarðseyri, en þar áður á Kleppsvegi 120. Utför Rögnu verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hefur fylgt þeim alla tíð síðan og mótað líf þeirra. Ragna átti lengi við heilsuleysi að stríða, fékk berkla sem ung stúlka og dvaldi á Krist- neshæli. Þrátt fyrir erfið veikindi og mótlæti tók Ragna því sem að höndum bar með jafnaðargeði og kvartaði ekki yfír hlutskipti sínu. Fyrir níu árum ákvað Ragna að flytjast búferlum norður á Sval- barðseyri þar sem hún var nærri æskuslóðunum og ættingjum. Eftir það sáum við hana sjaldnar, en þó ætíð þegar hún kom í bæinn og fylgdist hún vel með framgangi barnanna. Ég ætla að ljúka þessum minn- ingarbrotum um Rögnu Jónsdóttur með því að þakka fyrir hönd móður- fjölskyldu minnar fyrir ljúfar minn- ingar og allar þær góðu stundir sem við áttum með henni. Yngvi Þór Loftsson. Nú er hún elsku Ragna amma dáin. Ég veit nú ekki alveg hvað það þýðir en mamma segir að þá sé hún komin til Guðs þar sem henni líði vel og nú fínni hún ekki lengur til. Ég veit að Guð er góður við alla og þá hlýtur hann líka að vera það við ömmu Rögnu, hún sem alltaf var svo elskuleg og góð. Af því við áttum heima svo langt hvort frá öðru kynntumst við ekki nógn vel en ég man vel þegar við heimsóttum þig síðastliðið sumar í Laugartúnið. Þú tókst svo hlýlega á móti okkur og sóttir strax fullan kassa af dóti svo við Björgvin gæt- um leikið okkur. Það var líka svo gott að sitja í kjöltu þinni og spjalla við þig, við urðum strax vinir. Oft skoða ég myndirnar af okkur þar sem við sitjum saman og látum vel hvort að öðru. Ég tala líka oft um þig og margur matarbitinn sem ég hef ekki viljað hefur ratað rétta leið í magann, bara af því að hann var fyrir þig. Amma Ragna var ekki alvöru amma mín, en honum pabba mínum þótti svo vænt um þig að þegar ég fæddist fyrir þremur og hálfu ári vildi hann láta frumburðinn sinn bera nafnið þitt, enda reyndist þú honum vel. Elsku amma Ragna, ég býst ekki við að við hittumst í bráð, en ég gleymi þér aldrei. Minningin um þig lifír og ég ætla að hlúa að henni eins vel og ég get. Pabbi, mamma, ég og Björgvin, litli bróðir minn, þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og vottum aðstandendum þínum okkar dýpstu samúð. Þinn ömmustrákur og vinur, Guðjón Ragnar Brynjarsson. GUÐMUNDA LA UFEY HARALDSDÓTTIR + Guðmunda Lauf- ey Haraldsdóttir var fædd á Hellis- sandi 7. júlí 1923. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 18. apríl síðastliðinn. Hún ólst upp í for- eldrahúsum á Hellis- sandi til 10 ára ald- urs en þá fer hún suður og er þjá Sveinsínu Oddsdótt- ur og Lúter Salóme- syni sem reyndust henni sem foreldrar. Foreldrar Guð- mundu voru Haraldur Jóhann Guðmundsson, látinn, og Elín Oddsdóttir, látin. Systkini hennar eru: Elías Kristinn, lát- inn, Haraldur, býr í Reykjavík, og Guðbjörg, býr í Reykjavík. Guðmunda Laufey giftist Jó- hanni Long Ingibergssyni, f. 29. maí 1922. Börn þeirra eru: 1) Sóley, f. 3. maí 1944, börn henn- ar: Guðmundur Páll Pálsson, f. 3. júlí 1970, og Guðbjörg Málfríður Krisljánsdóttir, f. 9. mars 1979. 2) Óskírður Jó- hannsson, fæddur og látinn 1945. 3) Haraldur Jóhann, f. 2. nóvember 1950, kona hans er Nína Dóra Pétursdóttir, f. 10. september 1955. Börn þeirra: Jóhann Hilmar, f. 8. júlí 1976, Elias Þór, f. 1. aprU 1979 og Laufey, f. 13. janúar _ 1986. 4) Einar Ástvaldur, f. 9. febrúar 1953, kona hans er Júl- íanna Sveinsdóttir, f. 13. mai 1955. Börn þeirra: Tóm- as Andri, f. 30. jan- úar 1983, Sveinn Daði, f. 24. desem- ber 1985 og Berg- lind Anna, f. 7. júlí 1995. 5) Jóhann Long, f. 6. janúar 1965, kona hans er Guðný Leifsdóttir, f. 4. mars 1974. Börn þeirra: Ósk- ar Hinrik Long, f. 19. mars 1984, Ingibjört Long, f. 10. júní 1988, Arnar Long, f. 10. maí 1991, Jóhanna Steinunn Long, f. 29. nóvember 1995, fóstur- barnabarn Katrín Ósk Sveins- dóttir, f. 3. desember 1992. Guðmunda var verkakona og starfaði fyrstu árin við heimilis- þjálp og síðar við fiskvinnslu á Hellissandi og í Hafnarfirði. Guðmunda Laufey Haralds- dóttir verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirlqu föstudag- inn 25. apríl og hefst athöfnin klukkan 15.00. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. Elsku amma, með þessari bæn kveðjum við þig og viljum þakka þér fyrir allt. Einnig biðjum við al- góðan Guð að styrkja og blessa Jóa afa og fjölskylduna alla. Blessuð sé minning þín, elsku amma. Laufey, Elías og Jóhann. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, KOLBEINN INGÓLFSSON, Mávahlíð 45, Reykjavfk, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 23. apríl. Sigríður Kolbeinsdóttir, Þorbjörg Kolbeinsdóttir, Ingólfur Kolbeinsson, Ingibjörg Kolbeinsdóttir, Edda Ingólfsdóttir, tengdabörn og barnabörn + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG FRIÐRIKSDÓTTIR, Glæsibæ 19, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 25. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Styrktarfélag vangefinna og Krabbameins- félagið. Friðrik Ragnar Eggertsson, Hafsteinn Eggertsson, Guðjón Ingi Eggertsson og barnabörn. Guðrún Björg Egilsdóttir, Þórunn Elva Guðjohnsen, + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ANDRÉS BLOMSTERBERG, Björtuhlfð 11, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju föstu- daginn 25. apríl kl. 14.00. Gréta Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Pálmholti, Arnarneshreppi, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 16. apríl, verður jarðsungin að Möðruvöllum ( Hör- gárdal laugardaginn 26. apríl kl. 13.30. Jón Kjartansson, Ólafur Kjartansson, Elfn Kjartansdóttir, Guðrún Þ. Kjartansdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, Ijósmóðir, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 26. þessa mánaðar kl. 14.00. Hængur Þorsteinsson, Hanna Lára Köhter, Elfsabet Þorsteinsdóttir, Klaus Holm, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, SIGRÚNAR INGÓLFSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, Fossvogi, fyrir góða umönnun og hjúkrun. Fyrir hönd aðstandenda, Ingólfur Kristjánsson, Karftas Kristjánsdóttir, Karl Kristjánsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Freyja F. Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.