Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 37 fiðvörun um áhlaupið 10 mínútum áður BJORGUN GISLANNA I LIMA Perúskir sérsveitarmenn réðust inn í japanska sendiherra- bústaðinn og björguðu 71 gísli, sem höfðu verið á valdi marxískra skæruliða í 126 daga. Japanski sendiherra- bústaðurinn ARASIN 140 hermenn tóku þátt í árásinni Gíslunum var haldið í smáum hópum í svefnherbergjum á efri hæðinni Allir skæruliðarnir 14 og tveir hermenn iétust í árásinni og einn gíslanna fékk hjartaáfail og lést Skýringar Hermenn —► Gíslar i 2013 að íslenskum tíma. Gíslarnir fá að vita, að ráðist verði inn í húsið. i 2023 Sprengiefni sprengt í göngum undir gólfi þar sem 10 af 14skæruliðum voru í daglegum fótbolta. i Fleiri hermenn komu inn í húsið eftir nokkrum smærri göngum. Hermenn köstuðu táragasi og reyk- sprengjum inn um glugga og skutu á skæruliða með leysimiðuðum byssum. 1 Aðaldyrnar sprengdar upp. Hermenn notuðu stiga til að komast upp á efri hæð og þak hússins. Gíslarnir leiddir út um hliðardyr og síðustu fjórir skæruliðarnir skotnir. 1 2101 Farið með gíslana í gegnum smáhýsið og út í frelsið. REUTERS Alberto Fujimori, forseti Perús Ekki gefinn fyrir málamiðlanir títt yfir bústaðnum. Loks var segul- bylgjutækjum beitt til þess að stað- setja sprengjur skæruliða. Grafin höfðu verið nokkur göng inn undir sendiherrabústaðinn er árásin var undirbúin og sprengjum komið þar fyrir. Um leið og sveit manna úr fótgönguliði flotans braust inn í húsið um aðalgöngin með því að sprengja gat á gólf móttökusalarins, sem var á jarðhæð hússins, sóttu sérsveitar- menn úr flug- og landher inn um lifandi Reuter is, í fararbroddi fyrir hópi gísla idiherrabústaðinn. önnur göng eða yfir veggi lóðarinnar og umkringdu bygginguna reisulegu á nokkrum sekúndum. í beinni útsendingu Hægt var að fylgjast með aðgerð- inni í beinni útsendingu sjónvarps- stöðva sem hafa verið með upptöku- vélar stilltar á húsið ailt frá því skær- uliðar laumuðu sér inn í afmælisveislu 17. desember sl. og tóku mörg hundr- uð veislugesta í gíslingu. Langflestum „Eftir allan þennan tíma viljum við bara snerta þá, sjá þá og kyssa,“ sagði Patricia Pajares, eiginkona eins gísl- anna, lögregluforingjans Oscars Paj- ares Merinos. Ættingjar gíslanna þustu að sendi- herrabústaðnum þegar ljóst var hvað var að gerast og þegar gíslarnir voru leiddir út, einn og einn, klöppuðu allir fyrir þeim og íbúar í nálægum húsum settu perúska fánann út á svalir. Andrúmsloftið breyttist þó aðeins þegar fréttist, að einn gíslanna hefði fallið. „Þetta hefur verið langur tími og eitthvað varð að gera en ég veit ekki hvað segja skal,“ sagði Orlinda La Torre, mágkona dómarans, sem lést. Áhyggjur ættingjanna minnkuðu ekki þegar þeir fengu ekki hitta ást- vini sína strax en þess í stað var far- ið með gíslana á sjúkrahús til aðhlynn- ingar. Að lokum var þó einum úr hverri fjölskyldu hleypt inn á sjúkra- húsið. Hélt, að verið væri að grínast Jesúítapresturinn Juan Julio Wicht sagði, að hann hefði litið á það sem hvert annað grín þegar því var hvíslað að honum inni í bústaðnum, að gíslun- um yrði bjargað eftir nokkrar mínút- þeirra hafði verið sleppt en 72 voru í haldi til lokadags. A sjónvarpsskjánum sáust hermenn sprengja aðaldyr byggingarinnar og fjöldi annarra kom hlaupandi með hvíta stiga og áður en varði voru hermenn upp um allt hús og á þaki þess. Reyksprengjum og handsprengjum var kastað inn um glugga og hermenn skutu hnitmiðað inn í gegnum reykinn með leysigeislastýrðum byssum, sam- kvæmt upplýsingum talsmanna hers- ins. Gíslarnir höfðust allir við á efri hæð byggingarinnar þegar látið var til skarar skríða. Var þeim bjargað út um hliðardyr. Kúlnahríðin dundi rétt yfir höfðum margra gíslanna er þeir skriðu út úr húsinu, margir fáklædd- ir. Hinir særðu, þar á meðal Francisco Tudela utanríkisráðherra Perú, voru bornir út á sjúkrabörum. Gíslarnir varaðir við Samkvæmt leyniþjónustuheimildum mætti ætla að áhlaupinu og frelsun gíslanna hefði átt að vera lokið á 10 mínútum og það gæti í versta falli leitt til þess að 70% gíslanna, eða 50 manns, létu lífið. Gíslunum var talin trú um að aðgerðin tæki 10-15 mínút- ur er þeir voru varaðir við 10 mínútum fyrir áhlaupið, að sögn Gumucio sendi- herra Bólivíu. Hvergi kemur fram með hvaða hætti gíslarnir fengu veður af því sem verða vildi. Meðal gíslanna voru nokkr- ir háttsettir foringjar úr perúska hern- um og vissu þeir af því að til stóð að bjarga þeim með valdi. Hermenn sem stóðu vörð um sendiherrabústaðinn höfðu ef til vill gefíð vísbendingu um það sem í vændum var, því nokkrum dögum áður klæddust þeir svörtum stuttermabolum með myndum af her- mönnum að klifra niður stiga úr þyrlu og undir stóð: Frelsum gíslana. Báðust skæruliðarnir vægðar? Talsmaður marxísku skæruliða- samtakanna, MRTA, sem vildi gæta nafnleyndar, heldur því fram, að nokkrir skæruliðanna hafi beðist vægðar og lýst uppgjöf sinni er sér- sveitirnar réðust inn í bygginguna. „Fyrirmæli sérsveitanna hljóðuðu upp á að fara inn og drepa, ekki koma til baka með neina fanga, það hefði flækt björgunaraðgerðina," sagði talsmað- urinn. Hann sagði fjóra yngstu Tupac Amaru-liðana hafa verið saman í einu herbergi hússins, ekki í knattspyrnu- leiknum. „Þeir urðu skelfingu lostnir og reyndu að gefast upp,“ sagði hann. Kvaðst hann hafa heyrt uppgjafaróp þeirra og fylgst með gangi mála um fjarskiptatæki sem var opið og notað til að koma boðum milli skæruliðanna í sendiherrabústaðnum og yfirmanna þeirra utan hans. Alþjóðlegur tals- maður MRTA, Isaac Velazco, sagðist hins vegar ekki geta staðfest, að ein- hveijir skæruliðanna í sendiherra- bústaðnum, sem flestir voru á tán- ingsaldri, hefðu reynt að gefast upp. ur. „Þeir komu til mín og sögðu: „Okkur verður bjargað eftir skamma stund. Vertu rólegur.““ „Ég hélt þeir væru að grínast. Það var mikið um alls konar gálgahúmor meðal gíslanna," sagði Wicht en hann var að tefla við perúska þingmanninn Luis Chang Ching þegar árásin var gerð á bústaðinn. „Við vorum svo á kafi í skákinni, að við ætluðum ekki að geta staðið upp þótt allt ætlaði um koll að keyra,“ sagði Wicht. Að árásinni lokinni og er ljóst var, að hún hafði tekist vel, brutust út fagnaðarlæti um alla höfuðborgina. Bílstjórar þeyttu flauturnar, fólk þusti fagnandi út á götur og þulirnir í út- varps og sjónvarpsstöðvunum óskuðu þjóðinni til hamingju. Sigri hrósandi forseti Gíslarnir höfðu varla verið fluttir úr sendiherrabústaðnum þegar AI- berto Fujimori, forseti Perús, kom þangað brosandi og sigrihrósandi. Fögnuðu hermennirnir honum með hnefa og byssur á lofti. Á sérstökum aukafundi í þinginu hrópuðu þingmennirnir „lifi Perú“ í hvert sinn er nefnt var nafn eins þeirra fimm þingmanna, sem voru- meðal gíslanna. Lima. Reuter. ALBERTO Fuji- mori, forseti Perús, er ekki vanur því að láta neinn segja sér fyrir verkum og því kom það ekki á óvart, að hann skyldi skipa fyrir um árásina á japanska sendi- herrabústaðinn í Lima. Tókst að- gerðin betur en nokkur þorði að vona og er vafa- laust einn mesti sigur forsetans í þau sjö viðburða- ríku ár, sem hann hefur setið á valda- stóli. Fujimori kom í japanska sendi- herrabústaðinn innan við klukku- stund eftir árásina og þar var honum fagnað innilega af sérsveitarmönnunum. Þeir voru þá búnir að frelsa gíslana, sem höfðu verið í haldi marxískra skæruliða í 126 daga. Fujimori hafði áður lýst yfir, að ekki yrði reynt að taka sendiherra- bústaðinn nema gíslunum yrði gert mein og japanska stjómin hafði margoft skorað á hann að leysa málið með friðsamlegum hætti. Fujimori, 58 ára gamall, sonur jap- anskra innflyljenda, var hins vegar samkvæmur sjálfum sér þegar hann ákvað að Iáta til skarar skríða. Hann hefur aldrei gefið eftir þuml- ung í stríðinu við skæmliða í land- inu. Fujimori samdi heldur ekki að þessu sinni og kom það ekki á óvart þeim, sem hafa fylgst með honum i embætti. Þegar hann tók við var efnahagslífið í Perú í rúst; kom- múnískar skærul- iðahreyfingar létu mikið að sér kveða; herinn reyndi að ræna völdum; eitur- lyfjaverslun var mikil; dómskerfið og þingið spillt og getulaus og til að krydda allt saman snerist eiginkona forsetans gegn honum. Fujimori fædd- ist 28. júlí 1938, á þjóðhátíðardegi Perúmanna. Lagði hann stund á verkfræði og var prófessor í þeirri grein þeg- ar hann hellti sér út i pólitíkina og forsetakosningarnar 1990 sem „maður fólksins". Naut hann þess, að perúskir stjórnmálamenn vom - óvinsælir hjá almenningi og vann sigur á heimskunnum rithöfundi og eftirlæti hinnar ráðandi stéttar, Mario Vargas Llosa. Fujimori beitti sér strax fyrir ströngum efnahagsaðgerðum, mis- kunnarlausri baráttu gegn komm- únískum skæruliðum og setti jafn- vel á svið nokkurskonar valdarán til að treysta tök sín á embættinu. Allt varð þetta þó til að auka honum vinsældir og í forsetakosningunum 1995 fékk hann 64% atkvæða. Um mitt síðasta ár samþykkti perúska þingið, að Fujimori gæti sóst eftir þriðja kjörtímabilinu ef honum byði svo við að horfa þannig að hugsan- legt er, að hann muni sitja í emb- ætti eitthvað fram yfir aldamót. Treystu ekki Japönum Reuter RYUTARU Hashimoto, forsæt- isráðherra Japans, á frétta- mannafundi í Tókýó í gær. sem féll í grýttan jarðveg á Vestur- löndum. Þar sem Japan- ir hafa þótt mjúk- hentir gagnvart öfgamönnum voru þeir lítt hafðir með í ráð- um við tilraunir til að leysa gísla- deiluna. Að Has- himoto skyldi ekki hafa verið látinn vita af at- lögunni gegn skæruliðum Tupac Amaru- hreyfingarinnar, þrátt fyrir að hann ætti reglu- leg samskipti við perúsk stjórn- völd, undirstrikar það. Allt frá töku Tókýó. Reuter. RYUTARU Hashi- moto, forsætisráð- herra Japans, harmaði að hafa ekki verið látinn vita af fyrirætl- unum perúska hersins um að ráð- ast til atlögu við skæruliða Tupac Amaru-samtak- anna í japanska sendiherrabú- staðnum i Lima. Ástæðan var ein- föld; vegna fyrri reynslu mátu Perú-menn það svo, að það væri ekki áhættunnar virði að reyna hafa Japani með í ráð- um, þótt þeir einir hefðu lögsögu yfir bústaðnum sam- kvæmt alþjóðalög- um. Japanir voru vaktir af værum blundi í öryggismálum með áhlaup- inu á sendiherrabústaðinn. Þeir hafa að mestu verið lausir við að- gerðir hryðjuverkamanna í 20 ár. Sömdu við hryðjuverkamenn Hámarki þótti eftirgæfni Jap- ana ná er Takeo Fukuda, þáver- andi forsætisráðherra, samdi við hryðjuverkasveitir „Rauða hers- ins“ árið 1977; sleppti 11 illvirkj- um og borgaði þeim 6 milljónir dollara í lausnargjald fyrir gísla sína í Dhaka. Árin þar á undan hafði nokkrum sinnum verið samið við japanska hermdarverkamenn, sendiráðsins hef- ur hann ítrekað beðið um að farið yrði varlega fram í málinu og ætíð sagst vilja leita samninga við skæruliða. Vera kann að málið eigi eftir að draga einhvern dilk á eftir sér í Japan. Taka sendiherrabústað- arins sameinaði að vísu japönsku stjórnmálaflokkana í afstöðunni til gísladeilunnar, en stjórnarand- stæðingar drógu ályktanir í gær af því að Hashimoto var ekki lát- inn vita. „Það staðfestir að á al- þjóðavettvangi njótum við ekki neins álits við að leysa úr kreppu af þessu tagi,“ sagði Takeo Nishi- oka, framkvæmdastjóri helsta stjórnarandstöðuflokksins. Reuter ALBERTO Fujimori, forseti Perús, ræðir við fréttamenn klæddur skotheldu vesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.