Morgunblaðið - 24.04.1997, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 24.04.1997, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ HALIM AL ELUR DÆTURNAR UPP í TRÚARSKÓLUM Ætlaði alltaf með þær til Tyrklands I þessu viðtali sem Elín Pálmadóttir átti við Halím A1 í Istanbúl kemur m.a. fram að hann hafði reynt að komast með dætur sínar úr landi áður en hann seinna fékk leyfí til að fara með þær til Tyrklands í tveggja mánaða sumarfrí, sem þær hafa ekki komið úr síðan. Hann kveðst alltaf hafa ætlað að ala þær upp að tyrkneskum hætti. Hann tortryggir Sophiu umgangist hún þær ein. 17 hæða verslunarhúsnæði sínu í Istanbúl situr Halím A1 í skrifstofu sinni. Húsið er ekki fullinnréttað, en jafnhá bygging hans við hliðina er öll í útleigu. Hann kveðst hættur leður- viðskiptum en vera nú í fasteigna- sölu, þ.e. byggja til að leigja út. Hefur yfír 5.000 fermetra húsnæði að ráða til leigu og gerir það gott. Fullbyggða húsið segir hann að sé skráð á fyrirtæki í sinni eigu og dætranna tveggja, en hitt eigi hann einn. Enda sé hann kvæntur og eigi tvö önnur lítil böm. Blaðamaður Mbl. er kominn þvert yfir þessa 12 milljón manna borg í ausrigningu til þess að freista þess að telja hann á að leyfa mynda- töku af dætrum hans, Vesile og Aysegul, eins og hann nefnir þær og sleppir þá íslensku nöfnunum. Þetta eru orðnar stórar stúlkur, 15 og 16 ára gamlar. Dagbjört Vesile verður 17 ára 15. júní næstkom- andi. Eftir 15 mánuði verður hún 18 ára og frjáls, því samkvæmt tyrkneskum lögum verða unglingar fullveðja 18 ára. Þótt það miðist við 15 ár hjá múhameðstrúarmönn- um, þá gildir hitt, útskýrir hann. Hann aftekur alveg að ég fái að taka af þeim mynd hvað þá hitta þær. Ber fyrir sig að þær vilji það ekki. Þær séu búnar að fá nóg af blaðamönnum og öllum látunum. Allir hafi þekkt þær hvar sem þær fóru eftir að myndir voru birtar af þeim 1992. í fímm ár hafí þau forð- ast myndatökur og nú viti enginn í skólanum og umhverfí þeirra hverjar þær eru. Þær hafí talið sig sviknar þegar móðir þeirra fór 1992 með myndir og myndbönd um þær til birtingar. Þær segi: Ef hún ger- ir það er hún að sýna okkur svo allir þekki okkur, en ekkert að hugsa um okkur. Drepa Sophiu eða sjálfan sig Önnur spurning brann á vörum. í íslenskum blöðum var haft eftir Halím úr sjónvarpsviðtali að hann hefði ætlað að drepa Sophiu, en það hafði ekki komið fram í útgáfunni sem sýnd var í íslenska sjónvarp- inu, sem stafaði víst af því að vant- aði í það. Hafði hann þá ekki sagt þetta eða látið sér detta í hug að drepa hana? í fyrstu áttar hann sig ekki á spurningunni en sagði svo:„ Já, þú átt við 1990. Það var fyrir sjö árum á íslandi. Við áttum mjög erfíðan tíma í nóvember-desember 1989 og fram í miðjan júní. Þetta voru alveg ógeðslegir tímar, líkast því að líf minn væri dautt“, segir hann og talar íslensku. Kvartar þó undan því að hann eigi stundum erfitt með að finna réttu orðin og tjá sig. Þegar hann fer að tala um þennan tíma fer ekki á milli mála að hann hefur hatað takmarka- laust, með réttu eða röngu, þá sem komu við sögu og það hatur búið um sig fram á þennan dag. „Sophia gerði mér lífið ofboðs- lega erfítt. Hún fann annan karl. Var að keyra bömin mín í bílnum hans meðan ég var í vinnunni og bauð honum inn á heimilið. Hún lokaði húsinu fyrir mér, svo ég varð að sofa á skrifstofunni. Sagði lög- reglunni að ég berði sig. Stelpum- ar, sem vom 6 og 7 ára gamlar, voru inni og sáu hvernig hún fór með mig. Þær muna þetta. Þær tala ekki um það við mig, en þær hafa sagt nýju konunni minni frá því. Það var þá sem mig langaði til að drepa þessa konu. En svo hugsaði ég að ef ég gerði það, þá mundi hún fara út í kirkjugarð og ég í fangelsi, og börnin væru á götunni. Eg lét mér líka detta í hug að drepa sjálfan mig, en sá að þá mundi hún bara leika lausum hala, giftast aftur og hafa bömin okkar. Þá sá ég að betra væri að fara og láta hana búa í Reykjavík. En ég lá heila nótt á bæn og bað til guðs míns: Gefðu mér tækifæri til að fara með bömin til Tyrklands. Akvað að gera það ef ég gæti.“ Reyndi að flýja með börnin Gerðirðu tilraun til að fara með þær? „Já, ég fór með þær í ferðalag til Egilsstaða. Ætlaði að leigja flug- vél til Færeyja og komast svo þaðan áfram. Var búinn að fá litla flug- vél, en þá versnaði veðrið. Var ekki flugveður. Ekki var heldur hægt að fljúga neitt annað. Áður en það var hægt komu Sophia, Jóna Rúna Kvaran systir hennar og með þeim Sigurður Pétur og sóttu þær. Eftir það hugsaði ég um það dag og nótt hvernig ég gæti farið með þær heim með mér. Eg fór svo með þær með fullu leyfi. Sophia sagði að ég mætti fara með þær í tvo mánuði í sumarleyfí til fjölskyldunnar hérna. Þá fór heilinn á flug og ég hugsaði að ef við færum þá gæti hún leikið lausum hala með hverjum sem hún kysi.“ Nú hljóta svona litlar telpur að hafa saknað móður sinnar? „Já, 1990 söknuðu þær hennar fyrstu mánuðina, en það lagaðist með tím- anum og þær gera það ekki leng- ur. Það getur verið að móðir sé alltaf móðir í augum barna sinna. En þetta mál okkar er mjög sér- stakt. Þetta eru ekki lítil börn leng- ur. Þær eru ungar stelpur, fallegar og duglegar, sem hugsa eins og ég og þú. Þær vilja ekki að komið sé heim til okkar með lögreglu og til- sjónarkonu, sem getur látið opna með lykli ef við erum ekki heima, eins og kom fyrir“, segir Halím og vísar til þess að samkvæmt dómi Morgunblaðið/Epá HALÍM A1 á skrifstofu sinni í Istanbúi. MOSKA Suleymans soldáns mikla, byggð á 16. öld, kallar enn múslima til bæna mörgum sinnum á dag. um umgengnisrétt hefur Sophia átt rétt á að fá að hitta dætur sínar vikulega frá síðdegi á föstudegi fram á sunnudag en jafnan komið að lokuðum dyrum. Dæturnar farn- ar í burtu. Nú hefur Sophia kært Halím fyr- ir hvert umgengislagabrot fyrir sig, mörg mál eru í gangi fyrir dómstól- um og búið að dæma hann tvisvar í nokkurra mánaða fangelsi. Þó að helgarumgengnin sé nú að hverfa með nýjum hæstaréttardómi og Halím segist feginn að Sophia geti nú ekki komið oftar heim til þeirra á föstudögum, þá falla málin varla niður, eða hvað? Hlaðast dómarnir ekki upp áfram? „Jú, það bætist við dómana, því ég á að svara fyrir lögbrot sem ég er þegar búinn að fremja. En mér er alveg sama þótt ég fari í fang- elsi, það verður hún sem tapar á því. Börnin verða reiðari og reiðari. Þau spyija: hver hugsar þá um okkur? Annars er hægt að áfrýja þessum málum og draga þau meira og minna í þessi tvö ár. Og þá verð- ur það orðið of seint vegna dætr- anna, þær verða orðnar fulltíða." En hvað hefur hann svona óskap- lega mikið á móti því að móðirin fái að sjá dætur sínar og þær hana? Ekki stendur það í trúarbrögðum hans að stía eigi móður frá börnum sínum? „Þetta er ekkert venjulegt mál. Ég vil það ekki af því að ég treysti ekki Sophiu. Ég er viss um að hún reynir að fara með þær til íslands ef hún fær tækifæri til þess. Og ég veit að þótt hún sviki okkur og tæki börnin, þá færi hún ekki í fangelsi. Mér er kunnugt um að hún hafði áform um það og hún var með nöfn stelpnanna skráð í pass- ann sinn þegar hún kom hingað 1992. Þessvegna leyfði ég henni ekki sjá börnin um sinn. Ég hefí boðið henni að koma til okkar og sjá þær ef ég verð viðstaddur til að gæta öryggis, en hún vildi það ekki. Ég þyrfti ekki endilega að heyra hvað þær segja, en gæti t.d. haft band í fótinn á þeim, svo þær fari ekkert. En hún vill bara fá að hafa þær ein. Ég verð að passa börnin og gera enga vitleysu.“ I forræðismálinu hafði lögmaður Sophiu sent áfrýjunardóm hæsta- réttar í endurskoðun, eins og leyfi- legt er þar sem um ágreining dóm- ara var að ræða. Nú lá fyrst fyrir nýkomnum blaðamanni að fá að vita hvort og hvenær sá mikilvægi lokaúrskurður um forræðið yfír telpunum kæmi. Spurði því Halím hvort hann hefði nokkuð frétt af honum. „Nei, en hefur þú nokkuð frétt?“ spurði hann. Ekki hafði blaðamaður náð í neinn, en hvar ætti að spyijast fyr- ir. „í undirréttinum, hér í Istanbúl, ég skal spyija fyrir þig hvort málið hefur verið endursent þangað frá hæstarétti," svaraði hann. Halím tók upp símann, spurði eftir ákveðn- um manni og varð eitt sólskinsbros. Dómurinn var kominn og staðfesti sem fyrr dóm undirréttar um að Halím skuli hafa forræði dætranna, en Sophia fái umgengnisrétt við þær í Tyrklandi tvo frímánuðina frá á sumrin, í júlí og ágúst. Halím ljómaði og sagði: „Nú á ég börnin. Nú getum við um fijálst strokið." Nú á Sophia rétt á að hitta dæt- urnar í þessa tvo mánuði samkvæmt dómi hæstaréttar. Hvað ætlar hann að gera í sumar þegar framfýlgja skal þeim rétti? Leyfa henni að fá dætumar á heimili sitt hér í Istanb- úl? „Við sjáum bara til 1. júlí. Ég þarf að bera mig saman við lög- fræðing minn og vini hvað hægt er að gera. Ég treysti Sophiu ekki, eins og ég sagði áðan. Hún er úlfur í sauðargæru. Og hún er ekki tyrk- nesk þótt hún búi hér. Við skulum sjá hvað setur.“ Lærði allan Kóraninn Ég spyr um stelpurnar og Halím segir að þær séu í heimavistarskóla og komi heim um helgar. Vesile hafí lokið Kóranskólanum, sem tók tvö ár. Þar lærði hún allan Kóran- inn utanbókar frá orði til orðs, og faðir hennar er mjög hreykinn af henni. „Ég veit að þetta er mjög erfítt, en hún vildi gera það. Hún er svo greind", segir hann. „Sú yngri, Aysegul, treysti sér ekki til þess. Hún var bara í þessu í eitt ár og tók svo myndlist“, bætir hann við. Hann segist vilja styrkja þær til að fara áfram í skóla, mennta- skóla og jafnvel háskóla. Ekki þó venjulegan ríkisskóla heldur einka- skóla sem greitt er fyrir. Ekki fæst frekari skýring á hvers konar skól- ar það eru, en einmitt um þessar mundir er mikil tortryggni í Tyrk- landi út í þessa trúarskóla, sem hefur fjölgað, og þess krafist af stjórninni að hún fækki þeim og leggi niður þá sem ekki eru undir eftirliti menntamálaráðuneytisins. Halím segir að dæturnar séu búnar í Kóranskólanum, en Sophia, sem ekki kvaðst vita annað en að þær séu í skóla strangtrúaðra múslima þar sem þær fái enga alhliða mennt- un aðra en trúarbrögðin, hefur eft- ir þeim frá því hún hitti þær 2.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.