Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 13
FRÉTTIR
Riða hefur komið upp á fjórum
bæjum á þessu ári
Talið að riðu-
smit hafi bor-
ist með kálfi
GRUNUR leikur á að riðusmit hafi
borist með kálfi til bæjarins Hesju-
valla við Akureyri, en þar þurfti
nýlega að skera niður allan fjár-
stofninn vegna riðu. Alls hefur þurft
að skera niður fé á fjórum bæjum
vegna riðu sem komið hefur upp
það sem af er þessu ári, en auk
Hesjuvalla hefur riða fundist á Brú
á Jökuldal, Þverhamri í Breiðdal og
síðast á Ósi á Borgarfirði eystra.
Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar,
dýralæknis á Keldum, hafa riðutil-
fellin öll komið upp á svæðum þar
sem riða hefur fundist áður, en
hann sagði að það væri áhyggjuefni
að riðan væri að koma þarna upp
svo löngu eftir að skorið var niður
og nýtt fé fengið.
Hann sagði að kálfurinn sem
talið er að hafi borið smit til Hesju-
valla hafi komið frá riðubæ fyrir
fjórum árum og verið settur í fjár-
hús og þá væntanlega án þess að
vera hreinsaður sérstaklega. Þar
var hann hafður til hausts þegar
féð kom þar inn, en tveimur árum
síðar veiktist kind úr fjárhópnum
og gæti hún hafa verið með riðu.
Nú í vor varð síðan vart riðu í fénu
á bænum og hefur það verið skorið.
Sigurður sagði að áður hefði
riðusmit ekki verið rakið á þennan
hátt, en sterkur grunur hefði hins
vegar verið varðandi heyflutninga
milli bæja. Eitthvað af heyi fylgdi
gjarnan kálfum þegar þeir væru
fluttir og því gæti smit hugsanlega
borist milli bæja með þeim hætti.
Óhugsandi er að kálfurinn sjálfur
hafi verið smitaður, en kúariða
hefur aldrei fundist hér á landi og
kemur fyrst fram í skepnum 3-4
ára.
Frekari rannsóknir á
heymaurum
Rannsóknir Sigurðar á því hvort
riða geti borist með heymaurum
hafa undanfarið staðið yfír í sam-
vinnu við bandaríska vísindamenn,
en á sínum tíma fannst riðusmitefni
í heyi frá þremur af fimm riðubæj-
um. Fyrir um það bil ári síðan var
smitefni frá þessum stöðum og fleiri
sett í mýs, en bíða þarf í um hálft
ár enn eftir að þær veikist. Fyrir
miðjan apríl síðastliðinn var gengið
frá umsókn í samvinnu við Norð-
menn og Dani til Evrópusambands-
ins um styrk til frekari rannsókna
á þessu sviði.
Sigurður sagði að kannað yrði
hvort sömu maurar væru í túnum
og hlöðum og eins hvort munur
væri milli nærliggjandi svæða þar
sem annars vegar hefði fundist riða
og hins vegar ekki. Hann sagðist
verða áfram í samvinnu við Banda-
ríkjamennina og í samvinnu við
Norðmenn og Dani yrðu endurtekn-
ar þær rannsóknir sem búnar eru.
„Ef þetta reynist vera smitleið
verður kannað hversu lengi smitið
viðhelst á staðnum, og síðan er
meiningin að reyna að átta sig á
því í hvaða tegundum af maurum
þetta finnst og hvort smitefnið
getur fjölgað sér í maururn," sagði
Sigurður.
'jAtffSfttíf*
Morgunblaðið/Ásdis
NOKKRIR lykilstarfsmenn íslandsflugs við nýju vélina. Frá vinstri: Ómar Benediktsson framkvæmda-
stjóri, Aðalsteinn Einarsson tæknistjóri, Örn Gunnarsson yfirflugstjóri, Ellert Eggertsson gæða-
stjóri og Stefán Sæmundsson flugrekstrarstjóri.
Ný flugrél til íslandsflugs
NÝ ATR flugvél íslandsflugs, TF-
ELK kom til landsins í gærmorgun
og er það önnur vélin af þeirri gerð
sem félagið tekur í þjónustu sína.
Vélarnar má jöfnum höndum nota
til farþega- og fraktflutninga en þær
taka 46 farþega eða bera allt að 3,5
tonn af frakt.
Örn Gunnarsson yfirflugstjóri ís-
landsflugs flaug vélinni heim frá
East Midland flugvellinum á Eng-
landi en þaðan flutti vélin frakt og
var hún þar með strax komin í verk-
efni. Eldri ATR vélin, TF-ELJ, fór
í fyrradag í svonefnda C-skoðun,
ársskoðun, í Kanada en kemur til
baka um næstu mánaðamót. Verður
hún einkum i fraktfluginu en sú
nýja einkum í farþegaflugi en báðar
má þó nota jöfnum höndum til hvors
verkefnis sem er.
Örn segir þetta góða vél, flug-
tíminn frá Englandi hafi verið rétt
rúmir fjórir tímar en farflugshraðinn
er um 480 km á klst. Vélin hefur
um 8 tíma flugþol séu eldsneytist-
ankar fullnýttir en þá skerðist burð-
argetan nokkuð. Átta áhafnir verða
með réttindi á ATR vélarnar og eru
þijár að fara í þjálfun núna.
Næg verkefni
Nýja vélin er keypt notuð frá
Frakklandi og var afhent í Tolouse
fyrir nokkru og hefur síðan farið í
rækilega yfirferð í Exeter í Eng-
landj. Fylgdust tækni- og gæðastjór-
ar íslandsflugs með verkinu þar.
Meira er lagt í innréttingu hennar
en í eldri vélinni, hún er m.a. búin
leðurklæddum sætum. Ómar Bene-
diktsson, framkvæmdastjóri íslands-
flugs, segir að ákveðið hafi verið að
velja ATR vél þar sem reynslan sé
góð af þessari gerð hjá félaginu,
einnig vegna hinnar stóru vöruhurð-
ar sem auðveldi alla fraktflutninga.
Verðmæti hennar er kringum 380
milljónir króna.
íslandsflug stundar nú áætlunar-
flug milli Reykjavíkur og Vest-
mannaeyja, Bíldudals, Hólmavíkur
og Gjögurs, Siglufjarðar, Egilsstaða
og í samvinnu við Flugleiðir til Hafn-
ar. Ein af Dornier vélum félagsins
hefur jafnan verið staðsett á ísafirði
yfir nótt vegna sjúkraflugs og Chi-
eftain hefur verið þar yfir veturinn
svo_ og á Egilsstöðum.
Ómar segir ATR vélina henta til
innanlandsflugsins á stærstu leið-
unum. Segir hann farþegafjöldann í
heild vera kringum 50 þúsund á
Egilsstaði og ísafjörð, um 70 þúsund
til Vestmannaeyja og yfir 100 þús-
und á Akureyri og að félagið ætli
að hefja áætlunarflug milli Reykja-
víkur og Akureyrar strax og unnt
verður auk þess að halda núverandi
áætlun. Þá segir Ómar að auk frakt-
flugsins séu sífellt að aukast verk-
efni í leiguflugi, ekki síst til Græn-
lands og sjái hann ekki fram á ann-
að en verkefni séu næg á næstunni
fyrir báðar vélarnar.
Lýsi hf. und-
irritar mikil-
vægan samn-
ing í Kína
FULLTRÚAR Lýsis hf. undirrita
sölu- og dreifingarsamning á neyt-
endavörum fyrirtækisins í Kína á
morgun, föstudaginn 25. apríl, að
viðstöddum heilbrigðismálaráð-
herra íslands og aðstoðar heil-
brigðismálaráðherra Kínvetja.
Fjölda ráðamanna frá kínverska
heilbrigðisráðuneytinu, ráðuneyti
utanríkisviðskipta og lyfjaeftirliti
Kína verða viðstaddir undirritun-
ina.
Um er að ræða afar mikilvægan
samning fyrir Lýsi hf. en fyrirtæk-
ið flytur nú neytendavörur sínar
til 7 landa undir eigin vörumerki
en auk þess flytur fyrirtækið út
framleiðsluvörur sínar til milli 30
og 40 landa á ári hveiju. Mikilvæg-
ustu markaðir fyrir eigin vöru-
merki eru í Póllandi, Finnlandi,
Danmörku og Litháen. Nú fer í
hönd nokkurra mánaða skráning-
arvinna en fyrsta sending er áætl-
uð á haustmánuðum. Forsenda
skráningar er lyfjaframleiðsla Lýs-
is hf. en fyrirtækið var fyrsta þor-
skalýsisfyrirtæki í heiminum til að
fá slíkt leyfi í lok árs 1995.
í fyrstu er ætlunin að sela lýsis-
perlur sem eru með hátt hlutfall
fjölómettuðu fitusýranna DHA og
EPA. Til að byija með verður var-
an seld í tveimur stærstu borgum
Kína, Bejing og Shanghai, ásamt
Shenzhen svæðinu í suðurhluta
landsins.
SIEMENS
Eldavélar
Siemens eldunartæki hafa verið
fastagestir á íslenskum heimilum í um
70 ár, - ávallt traust, notadrjúg, falleg
og búin nýjustu tækni.
Hvort sem þig vantar einfalda eldavél
með fjórum venjulegum hellum eða
glæsilegan fjölvirkan bakstursofn og
keramík-helluborð með snertitökkum,
þá er Siemens lausnarorðið.
Siemens tækin þrá að komast í
eldhúsið þitt og dekra við heimilisfólkið
því að Siemens á heima hjá þér!
lilboðsvika
JlfliÍayMÍiÍlt'
m !V: ei
Við bjóðum þessa vikuna öll Siemens
eldunartæki á lækkuðu verði.
Gríptu gæsina meðan hún gefst!
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 • Sími 5113000
UMBOÐSMENN OKKAR ERU:
•Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs •Borgarnes: Glitnir •Snæfellsbær: Blómsturvellir *Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson • Stykkishólmur: Skipavík •Búðardalur: Ásubúð •ísafjörður: Póllinn •Hvammstangi:
Skjanni •Sauðárkrókur: Rafsjá •Siglufjörður: Torgið •Akureyri: Ljósgjafinn •Húsavík: Öryggi •Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. •Neskaupstaður: Rafalda •Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E •Egilsstaðir:
Sveinn Guðmundsson •Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson »Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt »Vík í Mýrdal: Klakkur •Vestmannaeyjar.Tréverk • Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR •Hella: Gilsá •Selloss: Árvirkinn
• Grindavík: Rafborg *Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. •Keflavík: Ljósboginn •Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði