Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 11
FRÉTTIR
Fast gjald
fyrir unn-
inn ref í
stað tíma-
kaups
BÚIÐ er að ákvarða verðlaun fyrir
unna refi og minka og hefur sú
breyting verið gerð milli ára að fast
gjald er nú greitt fyrir refi og yrð-
linga í stað tímakaups og ferða-
kostnaðar.
Minkabanar fá tímakaup sem
fyrr, eða 650 krónur á klukkustund,
auk greiðslu vegna aksturs og 1.450
króna á dag vegna hestaleigu. Þá
fá þeir 1.200 krónur fyrir hvert unn-
ið dýr. Refabanar fá 7.000 króna
verðlaun fyrir hvert fullorðið dýr og
1.600 krónur fyrir yrðling.
Sigurður Á. Þráinsson deildarstjóri
í umhverfisráðuneyti segir markmiðið
að skera niður kostnað ríkisins vegna
refaveiða. Kostnaður í fyrra nam
18,5 miiljónum en gert er ráð fyrir
sjö milljónum til þessa málaflokks
nú. Áfram verður varið níu milljónum
vegna eyðingar minka að hans sögn,
sem er svipað og fyrri ár.
Minkurinn gerir meiri usla
Heildarkostnaður vegna refaveiða
í fyrra var 37 milljónir segir Sigurð-
ur en ríkið endurgreiðir sveitarfélög-
um 50% kostnaðar. Sveitarfélögin
ráða minkabana og fá þeir samskon-
ar greiðslu nú og í fyrra. Menn voru
líka ráðnir til þess að vinna greni í
fyrra og voru þá á tímakaupi auk
þess að fá greitt fyrir akstur og
hestaleigu. Þá fengu þeir 450 kr.
fyrir hvern yrðling og 1.100 kr. fyr-
ir ref.
„Það er eðlismunur á þessum
skepnum og auk þess er refurinn
upprunalegur hér í landinu og á
ákveðinn búseturétt. Menn vilja hins
vegar reyna að halda minknum í
lágmarki enda er tjón af hans völd-
um allt annars eðlis. Minkurinn ger-
ir mikinn usla, drepur og getur gjör-
eytt varpi ef því er að skipta. Hann
er mikið grimmari og þess vegna
er þessi viðhorfsmunur," segir Sig-
urður að lokum.
Óskalisti
brúðhjónanna
Gjafaþjónustafyrir
brúökaupið
SILFIJRB
Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
- Þarfœrðu gjöfina -
Hversu oft fórst þðf
----------------------------------•
Þetfta er ódýr leið til líkamsræktar og alveg
frábær hreyfing fyrir alla fjölskylduna.
Gleöflegt sumar!
SUNDSTAÐIR
t
Sumardekkin
Gleðilegt sumar
BORGARSTJÓRINN í
REYKJAVÍK
Minni mengun
Minni hávaöi
Minni gatnaskemmdir