Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MAGNEA DAGMAR G UNNLA UGSDÓTTIR + Magnea Dagmar Gunnlaugsdóttir fæddist í Reykjavík 25. júní 1930. Hún lést 16. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sesselja Sigríður Þorkels- dóttir, f. 2.10. 1909, d. 26.9. 1950, og Gunnlaugur O. Vil- hjálmur Eyjólfsson, f. 14.8. 1909, d. 17.2. 1951. Systkini Dagmarar voru Gunnlaugur, f. 17.9. 1981, Aðalheiður, f. 3.10. 1931, Erla, f. 7.3. 1937, Sólveig, f. 29.9. 1939. Dagmar giftist 5. mars 1949 Ólafi Pálma Erlendssyni, f. 27.6. 1924, d. 28.5. 1981. Þau eignuð- ust fjögur böm: 1) Guðrún, f. 5.10. 1949, maki James Regan, f. 6.6. 1947, og eiga þau tvö böm og eitt bamabam. 2) Vil- helmína, f. 8.7. 1957, maki Kristinn Daníelsson, f. 29.6. 1958, og eiga þau einn son en frá fyrra hjónabandi átti Vilhelmína tvö böm. 3) Eyjólfur, f. 27.6. 1953, maki Guðný Karlsdóttir, f. 10.7. 1956, og eiga þau fjögur börn. 4) Ólafur, f. 15.4. 1958, maki Yvonne Ólafsson, f. 26.12. 1961 og eiga þau fimm börn. Dagmar bjó hin seinni ár með Henning Backman, f. 7.7. 1927. Henning á fjögur uppkomin böm, tólf bamabörn og fjögur bamabamaböm. Utför Magneu Dagmarar fer fram frá Bústaðakirkju föstu- daginn 25. april og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Orð megna ekki að tjá allt það, sem innra fyrir býr. Það þekkjum við á upphöfnum gleðistundum, % þegar bros nægir til þess að túlka hamingju. En ekki er okkur það síður kunnugt, þegar að syrtir og handtak með viðbótarþrýstingi tengir einn við annan og þannig sýnir samstöðu. Það var hátíðarstund í kærri Bústaðakirkju sunnudaginn 13. apríl sl. Þétt setin kirkjan og við nutum þess að vera í kæru um- hverfi. Ekki aðeins vegna þess, hver minningamar eru margar og tengdar helgidóminum, heldur einn- . „ig fyrir þær sakir, að við þessa messu hurfu ár aðskilnaðar vegna allra þeirra, sem við hittum þarna og höfðu áður verið kærir sam- starfsmenn og sóknarböm. En þegar snúið var heim á leið aftur og hjörtun voru barmafull af þakklæti til Guðs fyrir vini, sem höfðu gert starfið að forréttindum og við minnumst títt ekki síður en Páll gerir sjálfur í bréfum sínum, þá lögðum við nokkra lykkju á leið okkar. Lögðum bílnum fyrir framan húsið, sem er heimili okkar og geng- um nokkurn spöl. Námum ekki staðar fyrr en frammi fyrir rúmi, þar sem sú lá, sem fyrr hafði gert svo margar stundir í Bústaðakirkju að hátíð og himinhafnar vegna vin- ' áttu og starfsgleði á akri hins upp- risna Drottins. Þarna hvíldi vinkona okkar og náinn samstarfsmaður árin öll í Bústaðasókn, frú Dagmar Gunn- laugsdóttir. Við höfðum vonað, að við gætum á einhvern hátt tjáð henni það, hve við höfðum saknað hennar úr hópnum stóra, sem gerði guðsþjónustuna að nokkurs konar fjölskylduhátíð eða ættarmóti. En þarna lá hún og lyfti hvorki höfði frá kodda né augnalokum að greina mætti viðbrögð. Við gátum því ekki talað við hana nema í huga okkar, en þeim mun heitar þáðum við að framlengja guðsþjónustuna í kirkj- unni hennar kæru með því að fela hana sjálfa þeim Guði, sem hún trúði á í kraftmikilli einlægni sinni og þjónaði af þeim dugnaði, að fáir geta líkt eftir. Og nú kveðjum við hana Dagmar okkar í fyrstu viku sumars. Vetur- inn er að baki, snjór vonandi ekki væntanlegur fyrr en að hausti og hækkandi sól mun senda geisla sína óhindraða daglangt og nótt ekki einu sinni hylja um hásumar. A þessum mörkum nýs árstíma, þegar myrkrið víkur fyrir birtunni, felum við Dagmar enn forsjá Guðs og þökkum fyrir hana. Við biðjum ást- vinum hennar blessunar og vitum, að bænir hennar munu áfram um- vefja þau öll í þeim fölskvalausa kærleika, sem var henni eðlilegur. Ekki ætlum við að renna stoðum upprifjunar undir þá fullyrðingu okkar, að Dagmar Gunnlaugsdóttir hafi líkst þeim konum, sem Páll þakkar fyrir og voru honum styrkur í starfi og gerðu hóp fólks að söfn- uði vegna trúar sinnar og verka. Þó getum við ekki látið hjá líða að minnast hennar sérstaklega sem formanns Kvenfélags Bústaðasókn- ar. Hún stýrði félagi sínu af for- kunnarmiklum dugnaði, átti létt með að koma fyrir sig orði, hvort heldur var úr ræðustól eða í sam- tölum og lét þó aldrei orðgnótt draga úr verkgleðinni. Og þegar hún gekk fram fyrir altarið á jóla- fundi kvenfélagsins og minntist munarins á því, að vera komin í kirkjuna sína eða vera í annars ágætum skólasal, leyndi sér ekki, hvaðan ákveðni hennar var sprottin og hafði birst í stuðningi við smíði kirkjunnar þarna í grennd heimilis hennar. Og hún tjáði líka hvort heldur var á fjölmennum fundum * r t Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, PÉTURS GUÐMUNDSSONAR frá Núpi í Fljótshlíð, til heimilis á Hverfisgötu 35, Reykjavík. Anna Guðjónsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Kristján Aðalsteinsson, Guðjón Örn Pétursson, Ágústa Sumarliðadóttir, Hólmfríður Pétursdóttir, Ólafur M. Óskarsson, Guðmundur Páll Pétursson, Hrund Logadóttir, Guðbjörg Pétursdóttir, Ólafur Ragnarsson, Karitas Pétursdóttir, Sfmon S. Sigurpálsson, Dóra Pétursdóttir, Jón Á. Kristjónsson, Fríður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. kvenfélagsins, í glaðværum hópi á ferðum þess eða í venjulegri messu, þá hollustu við Guð, sem henni var eðlileg og þá einnig sjálfsagt að túlka, hvort heldur var með því að lúta höfði í bæn eða rétta fram hönd í starfi. En eitt langar okkur þó sérstak- lega til að nefna af fjölmörgum þáttum, sem hún hefur ofið og gert að fagurklæði vináttu og styrks, en það var framganga hennar í fyrra, þegar hvað svartast gerðist myrkrið í kringum okkur. Spjótalög voru ekki fá og eru ör enn vitni um hversu sárin voru djúp. Þá gekk Dagmar fram. Mundu sumir hafa líkt henni við valkyiju úr fornum fræðum og skínandi herklæðum. Við sáum hana frekar sem engil í líkingu þess, sem hjálpar svo að halda megi rétta leið. Kærleikur hennar og hollusta hennar var eins og fagur geisli í myrkri ógnanna og sjá, hún megnaði enn að ryðja frá hindrunum, svo að skammdegið varð ekki myrkvað, heldur varð ratbjart á ný og átti kærleikur hennar ekki síst þátt í því, að bros kom aftur á brá. Samstarfið árin öll og vináttu viljum við þakka Dagmar, þegar komið er að kveðjustund. Hún var hetja, sem reis hvað hæst, þegar mest þurfti við. Það fundum við í fyrra. Þess minnumst við líka, þeg- ar Ólafur Erlendsson maður hennar féll óvænt fyrir sigð sláttumannsins slynga. Þá byggði hún á trú sinni og megnaði að styrkja börn sín og aðra. Og enn var það trú hennar, sem við nutum, þegar kærleikur hennar var sem dýrmætt smyrsl lagt á auma und. Og enn vitum við, að það er trú hennar borin uppi og nærð af kærleika, sem opn- ar henni leið í þeim himnum, sem hún hefur haldið til. Þar er líka gott að vita hana í skjóli frelsar- ans, sem hún hefur svo dyggilega þjónað. Hún mælti ekki eitt einasta orð á síðustu fundum okkar, en í stað þeirra löðuðum við fram í huga bros hennar hlýtt og veitandi og gleðjumst yfir því nú, að orð fylgja brosi og kærleikur eyðir skýjum. Við vottum Henning, manni hennar, bömum og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar um leið og við þökkum henni, sem svo veitti, að aldrei fyrnist í djúpri þökk og virðingu. Ebba Sigurðardóttir, Ólafur Skúlason. Elsku Dagmar, það er svo margs að minnast þegar komið er að kveðjustund. Eg var aðeins 16 ára er ég kom inn á heimilið þitt sem kærasta Eyjólfs, sonar þíns, og síð- an eru liðin 25 ár og ég orðin eigin- kona hans. Ég vil þakka þér svo margt, elsku tengdamanna, fyrst og fremst það að hafa gefið mér Eyjólf son þinn, þann yndislega mann. Ég man eftir því, þegar ég var að hrósa honum hve stolt þú varst og sagðir þá iðulega já, hann er svo vel upp alinn. Þú varst alltaf svo falleg og stolt af þínu. Ég held að þú hafir ekki vitað hve marga kjóla þú áttir, en þú elskaðir að kaupa föt, ef ekki á sjálfa þig, þá á einhvern annann. Þú varst eins og lítil stelpa þegar maður sagði hve fín þú værir, þá snerir þú þér í hringi og lést vera sýningarstúlka. Þú varst eins og Mary Poppins, úr efri skápunum þínum var alltaf hægt að töfra fram það sem mann vantaði og stundum kom það fyrir þegar maður var yngri og nærri peningalaus að þú fannst eitthvað í efri skápunum sem maður gat gefið í afmælis- eða jólagjafir, og meira að segja lést þú okkur stund- um hafa eitthvað til að gefa sjálfri þér en þá máttum við alls ekki Iáta tengdapabba vita. En ég held nú að hann hafi vitað af ansi mörgum leyndarmálum okkar en látið sem ekkert væri. Þú gast verið afskap- lega þijósk og þegar við eignuð- umst Lovísu Dagmar þá var nú oft kátt í koti því hún gaf ömmu sinni ekkert eftir og er hún var 2-3 ára og þið farnar að kýta um hver ætti að ráða þá stoppaði Eyjólfur leikinn og sagði að amman væri til þeess að láta allt eftir barnabörnunum og dekra við þau og við skildum sjá um uppeldið og þá fékk sú stutta að ráða eftir það. Éitt sinn kom ég að sækja þá litlu úr pössun hjá ömmu sinni en þá var hún bara nokkurra mánaða og barnið allt útklínt í fitu, þá sátuð þið inni í eldhúsi að naga bein. Én svona varst þú, þú fórst þínar eigin leiðir, fyrst þér fannst gott að naga bein því þá ekki að lofa litla barninu að njóta þess líka. Það var alltaf svo mikið að gera hjá þér, þú lifðir á tvöföldum hraða, það var eins og þú værir alltaf að flýta þér. Þú talaðir í símann, hrærðir í pottunum með annarri hendi og stjórnaðir fólkinu í kring- um þig í leiðinni. Það er eins og þú hafír vitað að tími þinn hér yrði ekki langur. Elsku Dagmar, hve allt verður tómlegt hér án þín. Við komum til með að sakna þín meira er tíminn líður og við búin að átta okkur á þessu. Elsku Dagmar, ég vona að þú haldir nú í höndina á Óla Pálma tengdapabba og þið séuð sæl og ánægð með endurfundina. Þín tengdadóttir, Guðný J. Karlsdóttir. Okkur langar til að kveðja þig, elsku Dagmar, með nokkrum fá- tæklegum orðum. Okkur hefur allt- af fundist þú eiga svolítið í okkur og elsta syni okkar, sem ber seinna nafn sitt Pálmi í höfuðið á Óla Pálma heitnum sem þú misstir fyr- ir 16 árum, um það leyti sem Hrafn- kell Pálmi fæddist. Eftir því sem við kynntumst þér betur fundum við að þú áttir stórt hjarta sem þú vildir að sem flestir gætu notið góðs af. Þú varst konan sem kom færandi hendi. Oft er sagt að verk- in tali sínu máli og þannig var það með þig. Þú vildir allt fyrir alla gera og þannig skein góðmennska þín. Við eigum eftir að sakna þín, hvíl þú í friði, elsku Dagmar. Kæri Henning, Guðrún, Vilhelm- ína, Eyjólfur, Óli Valur, makarykk- ar og börn, megi guð styrkja ykkur í sorg ykkar og söknuði. Pálmi, Jóhanna og börn. Kvæði þetta er þér kennt hefig skaltu fyrir kvikum kveða sólarljóð er sýnast munum minnst að mörgu login. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira drottinn minn / gefi dauðum ró en hinum líkn er lifa. (Úr Sólarljóðum) Þegar okkur verður orðs vant, seilumst við gjarnan í annarra orð og ljóð til að tjá hug okkar á gleði- eða sorgarstundum, eins og nú. Þegar við frumbyggjakonur í Bústaðasókn stofnuðum kvenfélag- ið okkar 1953, vorum við svo sann- arlega fáar og lítils megnugar, þó hugarflugið væri nægt og beindist til ýmissa átta. Eftir nokkurra ára barning barst okkur smám saman liðsauki, og ein þeirra kvenna sem bættust í hópinn var Dagmar Gunn- laugsdóttir. Við sáum að þar fór kona sem var til foringja fallin, enda var hún komin í stjórn félags- ins áður en við var litið — og var svo formaður til margra ára. Ekk- ert þekkti ég þessa konu þá, upp- runa hennar eða fjölskylduhagi, en hún varð fljótlega vinur okkar og samheiji - það var ekki hægt að neita ef Dagmar hringdi og bað um liðsinni, hún fór fremst í fylking- unni — dugleg, drífandi, falleg og góð. Hennar áhugamál voru fyrst og fremst uppbygging kristilegs starfs innan sóknarinnar sem hún tók virkan þátt í án uppgerðar. Hún meinti það sem hún sagði og gerði, þess vegna virti ég það og þoldi, þó ég fylgdi ekki sumu eftir, út af minni eigin sérvisku. Hún var óvenju hreinskilin og sagði sína meiningu umbúðalaust, einnig það þoldi ég því í því var ekkert fals, ekkert undirferli. Ég minnist þess að einhveiju sinni setti hún ofan í við ritara fé- lagsins, sem í það sinn var undirrit- uð, taldi hún ekki viðeigandi að í fundargjörðum væri sumar konur kallaðar frúr en aðrar' ekki. Ég sá auðvitað að þetta var alveg satt, en mín afsökun var sú að þetta átti að vera tilraun til stílbragða. það hefði jafnvel getað hent mig, að kalla sumar konur kerlingar, ef mér hefði fundist það fara betur í texta. Við vorum stoltar af henni sem fulltrúa okkar á fundum og í nefndum Bandalags kvenna í Reykjavík, einnig þar var hún dug- leg og drífandi. Sumar fréttir eru svo yfirþyrm- andi, að maður neitar að trúa, svo fór fyrir okkur stallsystrum hennar í Kvenfélaginu, er fregnin um veik- indi hennar barst, þó þau ættu að vísu nokkurn aðdraganda, hún Dagmar hlaut að hrista það af sér, við minnumst hennar á gönguferð- unum síðastliðið sumar, hún skildi ekkert í sleninu og letinni, en bros hennar var sem fyrr — fullt af kátínu og áhuga á því sem við var að glíma, t.d. sótti hún æfingar hjá kór félagsins á meðan stætt var, og einnig kom hún á fund í félaginu í mars, þá orðin helsjúk. Og nú er hún farin, svo allt of fljótt. Fjölskyldan missir mest, henni sendum við samúðarkveðjur og þökkum þeim fyrir lánið á henni öll árin. Kirkjan hennar sem hún unni missir mikið. Sóknin okkar er fátækari. Félagið okkar er í sárum, við drúpum höfði í minningu elsku- legrar og glæsilegrar konu og kveðjum hana með fallegu bæninni hans Kristjáns frá Djúpalæk. Lát þú anda þinn anda ura auðnir hvar viltur gengur. Lát í svalviðra sveitum sól þína skína lengur. Veit sjúkum von og huggun harmi lostnum. Og aftur milt ljúk aupm brostnum. Rósa Sveinbjarnardóttir. Elsku hjartans Dagmar. Þetta er hinsta kveðja mín til þín. Ég sit í rökkrinu og horfi í kertaljósið. Hugurinn reikar aftur til haustsins þegar við hittumst fyrst. Já. Það var í Sálarrannsóknarskólanum. Við höfðum reyndar báðar ætlað að koma miklu fyrr í skólann en ekkert orðið af fyrr en í haust að við settumst í laugardagsbekkinn. Þarna vorum við fólk á öllum aldri, en náðum samt svo vel saman. Það myndaðist strax svo mikil sam- kennd þama, þó við værum eins ólík og við vorum mörg, og sitt úr hverri áttinni. Þú naust hverrar mínútu í skólanum, og vildir helst ekkert vera að fara í frímínútur. Enda er þetta skemmtilegasti skól- inn í bænum eins og skólastjórinn Magnús okkar Skarphéðinsson seg- ir með réttu, held ég. Mánuðirnir liðu. En svo var það dag einn að sætið þitt stóð autt. Magnús til- kynnti okkur þá að þú hefðir geng- ist undir stóra og erfiða höfuðað- gerð, og að útlitið væri ekki gott. Þú hafðir reyndar minnst á þetta en ekkert gert úr því. Það var því hnípinn og hljóður hópur sem eftir sat. Við báðum fyrir þér og reynd- um að senda þér það fallegasta sem við áttum í hjörtum okkar. Svo þegar ég hitti þig á sjúkrahúsinu, þá barstu þig svo vel og sagðist staðráðin í að fylgja okkur eftir á aðra önn ef heilsan leyfði. Annars kæmir þú bara seinna. En af því verður nú ekki, því miður. Þú varst einstaklega hjartahlý og falleg kona. Já, glæsileg kona. Ekki bara í útliti heldur var innri fegurðin ekki síðri, svo hafðir þú líka svo yndislega, góða návist. En nú ertu farin, og við söknum þín óumræði- lega. Eða, eins og Magnús okkar sagði: „Hún Dagmar var einn af mínum uppáhalds nemendum." Eitt vitum við þó öll eftir veru okkar í Sálarrannsóknarskólanum, að þeg- ar þessari jarðvist okkar lýkur þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.