Morgunblaðið - 24.04.1997, Síða 33

Morgunblaðið - 24.04.1997, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 33 LISTIR Draumurinn MYNPLIST Ilafnarborg Svcrrissalur MÁLVERK / TEIKNINGAR JÓN THOR GÍSLASON Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjuaga. Til 28. apríl. Aðgangur ókeypis. FYRIR þrem árum var málarinn Jón Thor Gíslason, sem undanfarin ár hefur starfað að list sinni í Þýskalandi, með viðamikla sýningu í aðalsölum Hafnarborgar, sem dijúga athygli vakti. Dúkarnir voru sumir stórir og ögrandi, jafn- vel í yfirstærðum, báru í sér boðakap einsemd- ar og togstreitu kynj- anna, þrár manns til konu og konu til manns, sitthvað um líf- ið, munúðina, árekstr- ana. Drauma dags og nætur. Draumurinn, hið óræða í tilverunni, var gegnumgangandi við- fangsefni, hvort heldur tekist var á við flókna myndbyggingu eða stakar persónur, hið dulúðuga og fjarlæga var inntak þeirra. Einn- ig litrófið, blæbrigðin og myndbyggingin, sjálf grunneigindi mál- verksins, ásamt gamal- kunnri og sígildri hug- myndafræði að baki. Sem sagt allt sem helst skal forðast vilji menn vera í takt við löggiltar núlistir tím- anna. Dagskipanin er að slíkir skuli utangarðs, og hefur þá flest snúist í heilan hring um mat á eðli sjón- lista, jafnframt er inntakið í lærðri umræðu, að dagar myndlistarinnar sem slíkrar séu taldir. En umræðu er ekki hægt að ljúka án umræðu, eins og hinn þekkti þýski listrýnir Alfred Nemeczek orðar það í snjöll- um pistli sínum „List-saga“, í febrú- arhefti art, das Kunstmagasin. Vík- ur meðal annars að því, „að fáir gagnrýnendur en þúsundir lista- manna hafni umræðu dagsins. Vinni í anda táknhyggju 16.-20. aldar, njóti viðurkenningar og eigi sér aðdáendur. Margir máli í anda áhrifastefnunnar, úthverfs innsæis eða sértækra stílbragða sem veiti gerendunum lífsfyllingu og skapi þeim tilverugrundvöll." Menn loka sem sagt ekki augun- um fyrir þessari hlið málsins í út- landinu og vísað skal til, að meðal þeirra eru nokkrir mjög nafnkennd- ir listamenn Þýðveija, sem hafa snúið baki við umræðunni og mark- aðsöflunum, búnir að fá nóg og fara eigin leiðir. Það þarf svo líkast til jafn mikið hugrekki til að vera í þessum hópi og forðum er örfáir risu upp gegn viðurkenndum gildum og salonlista- mönnum fyrir meira en öld. í þá tíð var viðurnefnið smáborgarinn, nú er það marzipanmarxisminn. Menn eins og Jón Thor Gíslason virka á stundum sem einfarar í kraðaki núlista, skulu þó verðir fyllsta athygli. Veigur allra skap- andi athafna telst öllu jöfnu að vera trúr sannfæringu sinni, og það mun vissa Jóns, að konuna sé ekki mögu- legt að úrelda, hvorki sem tegund né myndefni, ei heldur drauminn um hana. • Konan ein og sér er þannig við- fangsefni listamannsins, þessi und- arlegi, heillandi og oft óhöndlanlegi skapnaður. Hann fer um hana afar mjúkum og nærfærnislegum hönd- um í myndheildum sínum, þannig smáskór Mikið úrval af góðum fyrstu skóm. St. 17-25. 6 gerðir með lausum innleggjum. Erum í bláu húsi við Fákafen. að hún sýnist vart jarnesk, frekar fjærlæg og svífandi,. á mörkum þess að vera draumsýn og holdleg vera. Átökin í málverkinu felast meira í litrænum stígandi en strangri og markaðri myndbyggingu, í teikn- ingunni er það hryn línunnar og einhvern veginn virkar sýningin sem biðstaða og undanfari svip- meiri átaka. UPPHAF OG ENDIR Kaffistofa/gangur TEIKNINGAR BARBARA VOGLER Myndlistarkonan Barbara Vogler er eins og nafnið bendir til fædd í Þýskalandi, nam við listakademíuna í Stuttgart, seinna listíðaskólann í Osló, og er búsett í Noregi. Hún hefur haldið þijá tugi einkasýninga, tekið þátt í fjölda samsýninga og átt myndir á haustsýningunni í Kunstnerenes Hus í Osló mörg und- angengin ár. Fágun, einlægni og samvisku- semi eru meigineinkenni athafna hennar með rissblýið, litblýantinn og pastellitinn og er auðséð á mynd- unum átján á veggjunum, að hér er á ferð skóluð og þjálfuð lista- kona. Vinnur á mjög hefðbundnum grunni á handunnin pappír, og nálg- ast viðfangsefni sín af stakri alúð og samviskusemi, svo að jaðrar við nostur, en er hún ljær hugarflugi og opnari vinnubrögðum andrými er líkt og losi um skapandi kennd- ir, sem kemur helst fram í myndum eins og „Leifar af fugli“ (7) „Upp- haf og endir 1“ (12) og „Veran“ (16). Allar bera í sér geijun og rafmögnuð vaxtarmögn, sem hafa vinninginn fram yfir þá offágun sem iðulega vill einkenna þessa sérstöku tegund vinnulags. Bragi Ásgeirsson LISTAKOKKAR OG DÁSAMLEGUR MATUR1 í TILEFnT 15 ÁRA AFMÆLIS OKKAR: Kvöld 03 helgar- tílboð ...aílan aprílmánuð Hefurðu boðið fjölskyldunni út að borða nýlcga? í forrétt: Rjómsveppasúpa Veljið: ^Floltufdl isbaiHnn L bœrnuii en iruúfulmn L wwÓinu ag mo auóoilaóylœtiileyi xulalbiuHnn AÐEINSKR. 1390,- Okkar landsfræga LAMBASTEIK BERNAISE meö bakaöri kartöflu GRÍSALUND með gráðostasósu. NAUTAPIPARSTEIK meö villisveppum. Við erum á besta staö í baenum. POmJRINN OG PflNI Góð aöstaða í barna- horninu. BRRUTflRHOlTI 22 SlMI 551-1690

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.