Morgunblaðið - 24.04.1997, Page 36

Morgunblaðið - 24.04.1997, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SIGUR A HRYÐJU- VERKAMÖNNUM HER og lögregla í Perú náðu þeim markmiðum, sem að var stefnt með áhlaupinu á japanska sendiráðið í Lima, þar sem skæruliðar Tupac Amaru höfðu haldið tugum gísla allt frá í desember. Stjórnvöld í fjölda ríkja, þar sem hryðjuverkamenn hafa ógnað öryggi almennra borgara, hafa nú yfir að ráða þjálfuðu liði, sem getur framkvæmt þaulskipulagðar aðgerðir af þessu tagi. Ýmis ríki hafa jafnframt með sér samstarf um aðgerðir gegn hryðjuverkum og skiptast á ráðgjöf og upplýsingum. Fjöldi vel heppnaðra áhlaupa á byggingar og flugvélar, þar sem gíslum er haldið, ætti að fæla hryðjuverkamenn frá því að beita ofbeldi gegn almenningi. Léttirinn nú er auðvitað mestur fyrir gislana og fjöl- skyldur þeirra. Áhlaupið er einnig sigur fyrir perúsk stjórn- völd, sem hafa sýnt að þau láta ekki undan kröfum hryðju- verkamanna. Sérstaklega er niðurstaðan þó persónulegur sigur Albertos Fujimori forseta. Stjórnvöld í Perú hafa verið gagnrýnd fyrir mannrétt- indabrot, meðal annars af mannréttindasamtökunum Amnesty International. Það réttlætir hins vegar ekki bar- áttuaðferðir skæruliðasamtaka í landinu. Sagan hefur þvert á móti sýnt, að þar sem ofbeldi hefur verið beitt gegn ríkisstjórnum, sem brjóta mannréttindi, hafa þær fremur forherzt í afstöðu sinni. Friðsamleg barátta í anda lýðræðis er vænlegri til árangurs og til að hljóta samúð umheimsins. SLYSIN VIÐ SUÐURGÖTU IANNAÐ sinn á tíu árum hefur legið við stórslysi við enda flugbrautarinnar við Suðurgötu vegna flugum- ferðar. Dönsk tveggja hreyfla ferjuvél brotlenti þar í fyrra- dag, en í marz 1986 fór Fokker-flugvél út af flugbraut- inni og hafnaði á götunni. Mikil mildi var í báðum tilvik- um, að vegfarendur urðu ekki fyrir slysum af þessum óhöppum. Brotlending dönsku flugvélarinnar hefur enn beint sjón- um manna að þeirri hættu, sem stafar af því að endi flug- brautarinnar er við svo fjölfarna umferðargötu. Talsverð- ur aðdragandi, 20-30 mínútur, var að komu hennar og vitað um bilun. Því var slökkvilið Reykjavíkurflugvallar m.a. kallað út. Hins vegar láðist að kveðja til lögreglu til að stöðva umferð um Suðurgötu í öryggisskyni. Lögreglan var ekki látin vita fyrr en eftir að flugvélin hafði brot- lent. Aðstæður þarna kalla þó óhjákvæmilega á varúðar- ráðstafanir í tíma. Flugmálayfirvöld verða að bæta hér úr framvegis. Eftir að Fokker-flugvélin hafnaði á Suðurgötunni fyrir áratug komu fram tillögur um að flugbrautin yrði lengd út að sjó og gatan lögð í undirgöng. Kostnaður af slíkri framkvæmd yrði vafalaust talsverður, en miðað við það öryggisleysi, sem íbúar í Skeijafirði og aðrir vegfarendur um Suðurgötu búa við vegna flugumferðarinnar, er fylli- lega réttlætanlegt að veija fé til að ráða bót hér á. ÍSLENZKASTUR DAGA SUMARDAGURINN FYRSTI er séríslenzkur hátíðis- dagur og ekki til með öðrum þjóðum. Heiti dagsins er bókfest í Grágás og Jónsbók og fleiri fornum heimild- um. Hann segir mikla sögu - meiri en margir hátíðisdag- ar aðrir - og því er ástæða til að halda hann í heiðri sem táknrænan dag og áminningu um sumarfögnuð þjóðarinn- ar bæði fyrr og nú. Hann er dagur rísandi sólar og gró- anda eftir oft og tíðum langa, erfiða og myrka vetur. Það er ekki sízt ástæða til að fagna þessum degi nú þegar jörðin er að vakna til sólar og yls eftir heldur lang- an og rysjóttan vetur. Sumarfögnuður þjóðarinnar hefur ávallt verið tengdur sjálfstæðisbaráttu og trúarlotningu kynslóðanna gegnum tíðina. Þessi dagur er ekki sízt mikil- vægur af þeim sökum. Morgunblaðið óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Gíslarnir í sendiherrabústaðnum fengu ^ Sagt að fleygja sér á gólfíð er spreng- ing kvæði við Reuter PERÚSKIR sérsveitarmenn bera særðan félaga sinn á brott. Allir skæruliðarnir 14, tveir hermenn og einn gíslanna létust. Var bana- mein hans hjartaáfall. Skæruliðar hinnar marx- ísku Tupac Amaru- hreyfingar, sem haldið höfðu bústað japanska sendiherrans í Lima á valdi sínu frá 17. desem- ber sl. voru í knatt- spyrnuleik er gólfið var sprengt undan þeim. Agúst Asgeirsson rekur hér hvernig áhlaup per- úskra hermanna á bú- staðinn var skipulagt og framkvæmt. ÍU uppreisnarmenn Tupac Amaru-samtakanna (MRTA) voru í fótbolta í móttökusal bústaðar jap- anska sendiherrans er perúskir sér- sveitarmenn sprengdu gólfið undan þeim og bundu enda á töku bústaðar- ins. Þar með lauk 126 daga and- spyrnu skæruliða í húsinu sem þeir tóku 17. desember sl. Freisun gíslanna í sendiherrabú- staðnum tók 40 mínútur frá því látið var til skarar skríða og þar til fáni MRTA var dreginn niður af fána- stöng hússins. Um 140 liðsmenn allra þriggja herja Perú tóku þátt i áhlaup- inu og var undirbúningi þess haldið svo leyndum, að Ryutaro Hashimoto forsætisráðherra Japans var ekki einu sinni látinn vita að til stæði að ráðast inn í byggingu, sem tæknilega var á japönsku yfirráðasvæði. En það voru ekki allir í þeim spor- um sem Hashimoto var í. Jorge Gumucio, sendiherra Bólivíu, var meðal gíslanna 72 og sagði hann að gíslarnir hefðu fengið veður af því sem verða vildi; að langri bið þeirra eftir að losna úr prísundinni væri um það bil að ljúka með drama- tískum hætti. Hann vildi hins vegar ekki segja hvernig viðvörunin barst. „Þeir vöruðu okkur við 10 mínút- um áður en ballið byijaði, svo við gátum svo sem ekki undirbúið okkur vel. Okkur va.r sagt að fleygja okkur á gólfið þegar sprenging kvæði við. Við biðum eftir að þeir réðust inn, og það var gengið hreint og hnitmið- að til verks,“ sagði Gumucio. Hann sagði að vissulega hefði aðgerðin komið óvænt og skæruliðum í opna skjöldu. Bætti hann þó við, að er hann hitti eiginkonu sína skömmu eftir áhlaupið hefði hún tjáð sér, að hún hefði fengið hugboð um það sl. mánudag, að hún myndi sjá hann fljótlega. Alberto Fujimori Perúforseti sagði viðvörunina hafa ráðið úrslitum um að manntjón varð jafn lítið og raun ber vitni. „Það voru gefin ákveðin merki svo þeir gætu gert ráðstafanir og það bar árangur," sagði forsetinn eftir kvöldverð sem hann hélt ríkis- stjórninni á úrvals veitingahúsi skammt frá sendiherrabústaðnum til að fagna lyktum gísladeilunnar. Einn gísl, perúskur hæstaréttar- dómari, tveir sérsveitarmenn og allir Tupac Amaru skæruliðarnir 14 biðu bana í áhlaupinu. Langur undirbúningur Áhlaupið hafði verið rækilega und- irbúið mánuðum saman og frá upp- hafi voru hermenn reiðubúnir til að takast á við skæruliða sem sært höfðu stolt öryggis- og varnarsveita landsins allverulega með gislatökunni. Frá því skömmu eftir töku bústaðarins höfðu sérsveitir æft áhlaup í húsum sem voru eftirlíkingar af bústaðnum. Heimildir herma, að undirbúningi og fullnaðaræfingum fyrir áhlaup hafi í raun verið lokið um miðjan síðasta mánuð. Með leynilegum aðferðum hafði verið safnað ítarlegum upplýsingum um hegðan skæruliða með þeim ár- angri, að sérsveitarmennirnir vissu nákvæmlega hvar þeirra var að leita og hvar þeir höfðu komið fyrir sprengjum og sprengjugildrum í hús- inu. Til dæmis höfðu skæruliðar vanið sig á að leika knattspyrnu í mótttöku- sal byggingarinnar á þeim tíma sem ráðist var til inngöngu. Hlustun- artækjum hafði verið smeygt inn í vatnslagnir hússins og vistarverur þess höfðu verið „gegnumlýstar“ með infrarauðum tækjum sem voru um borð í þyrlum sem sveimuðu ótt og Gíslarnir fögnuðu frelsinu, örmagna en himin „Gott að kom- ast til fjöl- skyldunnar“ Lima. Reuter. GÍSLARNIR, sem bjargað var eftir fjögurra mánaða vist í japanska sendi- herrabústaðnum í Lima, fögnuðu frelsi sínu í fyrradag, örmagna en himinlifandi. Eftir að hafa skriðið, haltrað og verið bornir á börum út úr bústaðnum þökkuðu gíslarnir hermönnunum, föðmuðu hver annan og réttu hend- urnar upp í loftið. Þegar vinir þeirra og ættingjar fréttu af árásinni, sem hægt var að fylgjast með í beinni útsendingu, urðu þeir skelfingu lostn- ir en léttirinn var líka mikill þegar ljóst var, að þeir voru allir heilir á húfi utan einn. Perúski hæstaréttar- dómarinn Carlos Giusti Acuna lét lífið ásamt tveimur hermönnum og öllum skæruliðunum 14. Ánægður en þreyttur „Það er gott að komast aftur til fjölskyldunnar,“ sagði perúski lög- regluforinginn Jorge Negrette. „Eg er ánægður, þreyttur en langar til að lifa lífínu áfram." ALBERTO Fujimori, forseti Peri eftir árásina á sen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.