Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Suðurstrandarvegur milli Þorlákshafnar og Grindavíkur Auðveldar fiskfhitninga og möguleika í ferðaþjónustu VEGUR milli Þorlákshafnar og Grindavíkur um suðurströndina sem opinn yrði allt árið myndi auð- velda fiskflutninga, gefa aukna möguleika til samskipta milli þess- ara staða og veita ný tækifæri í ferðaþjónustu allt árið, segja sveit- arstjórnamenn og útgerðarmenn, sem Morgunblaðið hefur rætt við. Suðurstrandarvegur er í dag að- eins fær hluta ársins og er kaflinn milli Grindavíkur og Krísuvíkur grófur og ófær vegna snjóa og bleytu langt fram eftir vori og eng- an veginn fallinn til þungaflutn- inga. Er t.d. ekki enn búið að lag- færa hann eftir veturinn þótt telja megi hann færan. Kaflinn milli Krísuvíkur og Þorlákshafnar er mun betri enda iagður bundnu slit- lagi að hluta og verður fær mun fyrr á vorin. Með góðum Suður- strandarvegi myndi leiðin milli Grindavíkur og Þorlákshafnar styttast um 40 til 50 km og yrði 55 km löng. Vegagerðin hefur sett fram hug- mynd um kostnað sem er kringum 940 milljónir króna og má búast við að vegurinn yrði lagður í áföng- um. Hann myndi þola alla venjulega þungaflutninga og hefði 90 km hámarkshraða. „Við höfum barist fyrir því að koma þessum vegi á framfæri allt frá árinu 1986,“ sagði Guðmundur Hermannsson sveitarstjóri Ölfus- hrepps í samtali við Morgunblaðið. „Við teljum einkennilegt fyrir íbúa í þessum tveimur útgerðarstöðum í 50 km fjarlægð að þurfa að fara tii Reykjavíkur til að eiga eðlileg samskipti. Þessi samskipti myndu stórlega vaxa, bæði vegna atvinnu og annars og Vestmanneyingar sem koma með Herjólfi til Þorlákshafnar eru iðulega á leið til Suðurnesja en ekki til Reykjavíkur," sagði Guð- mundur ennfremur. Hann minnti einnig á að Suður- strandarvegur væri mun snjóléttari og væri hann lagfærður og lagður fjær Ijallshlíðunum og nær strönd- inni mætti halda honum opnum allt árið. Vegurinn á þessum slóðum lægi hvergi hærra en 100 m yfir sjó og það væri líka öryggisatriði að fá aðra tengingu milli Suður- nesja og Suðurlands en um Reykja- nesbraut og Reykjavík. Einnig mætti minna á að áður en vegur um Hellisheiði hefði verið lagður lá leið manna með ströndinni um Krísuvík. Miklir fiskflutningar Stefán Tómasson framkvæmda- stjóri Útvegsmannafélags Suður- nesja segir að mjög miklir fiskflutn- ingar fari fram milli Suðurnesja og Suðurlands og ekki sé síst mikilvægt að þessir flutningar gangi hratt þær þijár til fjórar vikur sem loðnufryst- ing stendur yfir. Þá landi bátar iðu- lega í Þorlákshöfn en loðnan sé fryst á Suðurnesjum, minnst í Reykjavík og því sé furðulegt að þurfa aka þessu öllu um Breiðholtið. Það eigi raunar við um fiskflutninga allt árið enda sé mikið um viðskipti á físk- mörkuðunum og afla því ekið fram og aftur milli hafna allt frá Homa- fírði og út á Reykjanes. „Fyrir utan þetta er mjög mikið um að til dæmis Grindavíkurbátar landi í Þorlákshöfn og þá eru út- gerðamenn að senda þangað bíla með mannskap vegna þjónustu við þá oft á dag. Og enn má nefna að þessi leið er mjög vinsæl af ferða- mönnum sem vilja gjarnan komast í stuttar ferðir út frá höfuðborgar- svæðinu árið um kring,“ sagði Stef- án ennfremur og sagði mikinn áhuga fyrir þessum vegi um öll Suðurnesin. Undir það tók Jón Gunnar Stef- ánsson bæjarstjóri í Grindavík, en sagði að þingmenn Reykjaneskjör- dæmis mættu sýna málinu jafnmik- inn áhuga og starfsbræður þeirra í Suðurlandskjördæmi. Segir bæjar- stjórinn þennan veg vera jafnmikið hagsmunamál íbúum Suðurnesja eins og íbúum á Suðurlandi og telur víst að allir muni fagna Suður- strandarvegi þegar hann einu sinni verði kominn til sögunnar. Árbæjarhverfi Hönnun safnskóla hafin BYGGINGARNEFND skóla í Reykjavík hefur samþykkt að hefja hönnun á nýjum safnskóla fyrir unglinga sem byggður verði á milli Bæjar- háls og Hraunbæjar. Jafn- framt að kannaður verði möguleiki á samnýtingu sér- greinastofa í Árbæjarskóla. Þrír kostir hafa verið til umræðu _um lausn á skóla- málum í Árbæjarhverfi. Rætt hefur verið um að byggja nýjan skóla sem tæki á móti nemendum frá 1. til 7. bekkj- ar og að Árbæjarskóli yrði þá einungis unglingaskóli eða svokallaður safnskóli fyrir alla unglinga úr þremur barnaskólum í hverfinu. Önn- ur tillaga gerði ráð fyrir að Árbæjarskóla yrði skipt í tvo sjálfstæða skóla, barnaskóla og unglingaskóla sem yrði jafnframt safnskóli hverfis- ins. Loks er þriðja tillagan um að byggja nýjan ungl- ingaskóla sem verður safn- skóli fyrir hverfið. Morgunblaðið/RAX. ÚR hinnl frægn stofu veiðihússins að Lundi við Hítará. Veiðibændur í Borgar- firði „bjóða heim“ Tilboð í endurbætur á sendiherrabústaðnum í Washington um 70 milljónir króna - hönnunarkostnaður þá ótalinn Burðarveggir famir og innviðir signir BÚSTAÐUR sendiherra íslands í Washington. VEIÐIBÆNDUR i Borgarfirði „bjóða heim“, eins og segir í fréttatilkynningu frá Markaðs- ráði Borgarness, laugardaginn 17. maí næst komandi milli klukkan 13 og 18. Veiðifélög Grímsár, Norðurár, Þverár, Langár og Hítarár verða með veiðihúsin opin fyrir almenning. Tilgangurinn er að sýna almenn- ingi, sem þekkir ekki inn í heim stangaveiðimanna, við hvaða að- stæður þeir veija stundum sínum og í hvaða umhverfi. Meðal um- ræddra veiðihúsa eru nokkur í röð merkilegustu veiðihúsa landsins. Lundur við Hítará á Mýrum var byggt af Jóhannesi Jósefs- syni, kenndum við Hótel Borg, á árunum 1941-43. Það er reisu- legt, staðsett á stórfallegum stað við Brúarfoss og hýsir fjölda gamalla muna. Veiðihúsið við Langá á sér langa sögu. Elsti hluti þess var byggður árið 1884 og því elsta veiðihús í landinu. Því er vel við haldið og hýsir m.a. fjölda ljós- mynda frá laxveiðum á síðustu öld og fram á þessa. Veiðihúsið Fossás við Grímsá er fyrst og fremst þekkt fyrir sérkennilegt og umdeilt útlit. Menn ýmist dást að því að horfa í aðra átt. Bandarískur arkitekt, Ernst Schwiebert að nafni, teikn- aði það í byrjun áttunda áratug- arins og veiddi fyrir það í ánni um árabil að launum. Veiðihúsið á Rjúpnahæð við Norðurá var tekið í notkun árið 1956 og hefur verið stækkað mikið síðan. Staðsetning þess og umhverfi er sérstaklega rómað. Það sama má segja um veiðihús- ið að Helgavatni við Þverá. Til mikils að vinna Gestir og gangandi eiga þess kost að bera meira úr býtum en að skoða húsakynni er þeir koma í veiðihúsið við Langá. Þar verða fluguhnýtingar sýndar og leigu- takar árinnar munu að auki gangast fyrir fluguhnýtingar- keppni. „Menn geta hvort heldur er, mætt á staðinn með verkfæri og hnýtt, eða afhent okkur fluguna á staðnum, en það verður að eiga sér stað milli klukkan 13 og 18 á laugardeginum. Þriggja manna dómnefnd mun síðan velja sigur- fluguna fyrir lok mánaðarins og verðlaunin eru ekki af verri end- anum, morgunn á neðsta veiði- svæðinu í Langá í upphafi útlend- ingatímans í lok júní. Þá er venju- lega veitt með fimm stöngum, en sigurvegarinn fær ána út af fyrir sig,“ sagði Runólfur Ág- ústsson, einn leigutaka árinnar í samtali við Morgunblaðið. AÆTLAÐUR kostnaður vegna við- gerða á íslenska sendiherrabú- staðnum í Washíngtonborg í Banda- ríkjunum er um ein milljón dollara, eða sem svarar um 70 milljónum ÍSK. Er þá ótalinn hönnunarkostn- aður og annar kostnaður. Steindór Guðmundsson, for- stöðumaður Framkvæmdasýslu rík- isins, segir að markaðsvirði sendi- herrabústaðarins sé um þrjár millj- ónir dollara, eða um 210 milljónir ÍSK. Ástand hússins er afar bágbor- ið og eru innviðir þess að síga vegna þess að fyrri eigendur hafa látið fjarlægða burðarveggi. Ríkið á ekki endurkröfu á fyrri eigendur vegna þessa. Ráðgert er að framkvæmdir geti hafist í þessum mánuði og taki um hálft ár. Húsið er með burðarvirki úr timbri og stáli og hlaðið úr múr- steinum. Það er á tveimur hæðum auk rishæðar og kjallara. Húsið er um 500 fermetrar að gólffleti fyrir utan risið og kjallarann. Það stend- ur við 2443 Kalorama Road í mið- borg Washington. „Húsið á leið niður í kjallara" Húsið var byggt upp úr 1920 og keypti íslenska ríkið það árið 1966. Einar Benediktsson sendiherra flutti í húsið fyrir fjórum árum og varð hann fljótt var við að það var farið að síga. Segir Steindór að það hafi m.a. þurft að hefla neðan af hurðum svo þær féllu að stöfum. Steindór skoðaði húsið í mars- mánuði og mældi það upp. Hann sá fljótt að burðarveggir í kjallara og á fyrstu hæð höfðu verið fjar- lægðir og „húsið var á leið niður í kjallara,“ segir Steindór. Breyting- ar á húsinu voru gerðar áður en íslenska ríkið keypti það. Steindór gerði lauslega kostnaðaráætlun vegna lagfæringa á húsinu og hljóð- aði hún upp á um eina milljón doll- ara. Hagkvæmni þess að selja húsið var könnuð og segir Steindór að það hefði getað falið í sér hættu vegna leyndra galla. Þó bárust til- boð í það, þ.á m. eitt upp á 1,3 milljónir dollara. Húsið er hins veg- ar metið á um þrjár milljónir doll- ara, þar af er lóðin metin á um eina milljón dollara. Það þótti því arð- bært að láta gera við húsið. Ákveðið var að halda útboð og var húsið tæmt í aprílmánuði síð- astliðnum. Var þá gerð enn frekari skoðun á því og brotnir upp vegg- ir. í ljós hefur komið að burðar- virki hússins er í óstöðugu ástandi og ástandið mun alvarlegra en hægt var að sjá utan frá. Búið er að bjóða verkið út og voru tilboðin á bilinu 800.000-1.060.000 dollar- ar. Við þetta bætist hönnunar- kostnaður og annar kostnaður en endanlegt verð á endurbótum húss- ins er óljóst. Steindór segir að til- boðin séu með þeim hætti að ís- lenska ríkið getur valið og hafnað verkþáttum. Steindór segir að burðarveggirnir hafi upphaflega verið fjarlægðir til þess að stækka borðstofu og auka rými í kjallara. „Þetta er ekkert einsdæmi í Bandaríkjunum. Menn hafa verið óskaplega frakkir í kringum 1950- 1960 að breyta húsum eins og þeir vildu. Núna verður að fá burðar- þolsverkfræðing til þess að gera úttekt á eldri húsum áður en þau eru seld. Það hafa orðið það mikil eftirmál af slíkum fasteignavið- skiptum," sagði Steindór. Kannað var hvort íslenska ríkið ætti endurkröfu á fyrri eigendur en svo reyndist ekki vera. Húsið var keypt samkvæmt skilmálunum „as is“ eða í því ástandi sem það ér. Auk þess væri slíkur réttur löngu fyrndur því húsið var keypt fyrir meira en 30 árum. Steindór segir að lítið viðhald hafi verið á sendiherrabústaðnum í Washington frá þvi ríkið eignaðist húsið. Hann segir að ástand á sendi- herrabústöðum og sendiráðum ann- ars staðar sé misjafnt en hvergi eins slæmt og í Washington.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.