Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 23 ERLENT Austur- ríki brátt í NATO? Vín. Reuter. ÓSÆTTI er komið upp í aust- urrísku ríkisstjórninni í kjölfar yfirlýsinga varnarmála- og utanríkisráðherra landsins um að þeir telji það ekki spurn- ingu um hvort heldur hvenær Austurríki muni sækja um aðild að Atlantshafsbandalag- inu, NATO, og Vestur-Evr- ópusambandinu, VES, svo að það geti haft áhrif á alþjóða- vettvangi. Varnarmálaráð- herrann, Werner Fasslabend, lýsti þessu m.a. yfir á fundi utanríkis- og varnarmálaráð- herra VES-ríkja í París á þriðjudag. Fasslabend, sem er úr hin- um hægrisinnaða Þjóðar- flokki, sagði að sæktu Austur- ríkismenn ekki um aðild, yrði þeim með öllu ómögulegt að hafa áhrif á miklar ákvarðan- ir á alþjóðavettvangi. Kanslari landsins, Viktor Klima, og flokksbræður hans í flokki jafnaðarmanna, vilja hins vegar fara sér hægt og segja ekki tímabært að ræða NATO-aðild. Hefur Klima áður lýst því yfir að hann muni boða til þjóðaratkvæðagreiðslu þeg- ar rætt verði af alvöru um hvort sækja eigi um NATO- aðild. Austurríki lýsti yfir hlut- leysi sínu árið 1955. Aðildarviðræður á næsta ári? Fasslabend sagði að taka yrði aðild til skoðunar eftir að NATO hefur boðið nokkr- um Mið- og Austur-Evrópu- ríkjúm til aðildarviðræðna á fundi sínum í Madríd í júlí. Kvaðst hann ennfremur búast við því að hlutlaus ríki á borð við Svíþjóð og Finnland myndu bráðlega skipta um skoðun og sækja um NATO- aðild. John Roper, sem starfar hjá Konunglegu bresku rannsókn- arstofnuninni í alþjóðamálum, telur þetta ekki fjarri lagi, og að næsta umferð aðildarvið- ræðna NATO, á eftir þeirri sem heQist í sumar, verði að öllum líkindum við hlutlaus ríki á borð við Austurríki, Svíþjóð og Finnland. Það verði til að auka tengsl NATO og Evrópusambandsins og að slíkar viðræður gætu hafist á næsta ári eða árið 1999. Meindl Island herra- og dbmuskór Gðnguskór úr hágæða leðri. Gore-tex I Innra byrði og góð útðndun. Vlbram Multlgriff sóli. ■góðlr í lengrl gðngulerðlr. Dðmust. 37-43 Kr. 16.640.- Herrast. 41-46 Kr. 16.900.- Stærðlr 47-48 Kr. 17.900.- -ferðin gengur vel á Meindl mmuTiuFmm ■ shti m 2022 Nýjustu skoðanakannanir í aðdraganda þingkosninga í Frakklandi Fylgi stjórnarflokka eykst París. Reuter. STUÐNINGUR franskra kjósenda við stjórn- arflokkana virðist fara ört vaxandi, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Ifop-stofnun- arinnar, sem birtust í vikuritinu VSD í gær. Þar segjast 48% aðspurðra vona að sömu flokkar verði áfram við stjórn eftir þingkosningarnar 25. maí og 1. júní, en í sambærilegri könnun ritsins viku áður var sú hlutfallstala 43%. Jospin höfðar meira til kjósenda Í könnuninni kemur hins vegar fram, að Lion- el Jospin, leiðtogi sósíalista, höfðar meira til kjósenda en Alain Juppe forsætisráðherra þó hinn síðarnefndi sæki á. Sögðust 38% hafa meiri mætur á Jospin en 36% tóku Juppe fram yfir. Jospin hafði 40% fylgi vikunni áður og Juppe 33%. Ljóst er af könnun Sofres-stofnunarinnar, sem vikuritið Pelerin birti í gær, að Frakkar fá ekki þann forsætisráðherra sem kjósendur vilja helst. „Franskir kjósendur eru jarðbundnir. Burtséð frá því hverjir vinna, hægri eða vinstri, þá búast þeir ekki við að fá þann forsætisráðherra sem þeir helst-vilja,“ sagði blaðið um niðurstöður könnunarinnar. Sigri stjórnarflokkarnir vilja flestir, eða 26%, að Philippe Seguin þingforseta verði falin stjórnarmyndun, 21% aðhyllast Edou- ard Balladur fyrrverandi forsætisráðherra, en aðeins 8% stuðningsmanna stjórnarflokka sögð- ust vilja að Juppe sæti áfram. Er þeir voru hins vegar spurðir hver líklegastur yrði til að stjórna nýrri ríkisstjórn nefndu 26% Juppe, 19% Seguin og 22% Balladur. Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar vildu flestir, eða 44%, að Jacques Delors, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambands- ins (ESB), yrði falin stjórnarmyndun fengju vinstriflokkarnir þingmeirihluta. Aðeins 18% óskuðu þess að Jospin fengið hnossið. Er þeir sömu voru spurðir hver yrði þó líklegasti verk- stjóri nýrrar vinstristjórnar sögðu 57% Jospin og 23% Delors. Jacques Chirac, Frakklandsforseti, skoraði á liðsmenn stjórnarflokkanna að hætta innbyrðis deilum um framtíð stjórnarstefnunnar og stöðu forsætisráðherrans því með því væri hætta á að aðalatriði kosningabaráttunnar féllu í skuggann. Næstu vikur munum viÖ kappkosta aÖ hafa sem mest úrval og bjóSa sem best kjör á þeim vörum sem tilheyra vor- og sumarstörfum Sérstaóa okkar hvað varðar verð og gæói er viÖskiptavinum okkar kunn, en viS bjóðum nýja einnig velkomna í hópinn. Fyrir garða og sumarhús VORVÖRUR f ÚRVALI Landeigéndur í ÚRVALI Túngirðingarnet, netstaurar, girSingarstaurar og gaddavír GARDÁHÖLD Á EINSTÖKU VERÐI a> <p <p <p o m Bændur, hestafólk og útivistarfólk RAFGIRÐINGAR Allt efni sem tilheyrir rafgirSingum, ásamt ráðgjöf HJÓLBÖRUR EINSTAKT TILBOÐ 75, 85 og 100 lítra Fyrir alla húseigendur ÞAKEFNI AF Gamla, góða báran í þeim lengdum sem þú óskar Lóða-og landeigendur ÁBURÐUR OG SÁÐVÖRUR Mikið úrval af viÖurkenndum gras- og grænfóðurstofnum llllRR Við leggjum rækt við ykkor hag MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 5814450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.