Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 49 AÐSENDAR GREINAR Fjaðraskúfur ráðherra og álver MÖRG orð hafa fallið . um fyrirhugað álver Columbia Ventures fyrirtækisins (CV) _ á Grundartanga. Ég leggst gegn þessari framkvæmd af nokkr- um ástæðum. Takmarkað lánstraust Columbia Fyrirtækið sem hyggst byggja álver á Grundartanga er væg- ast sagt vafasamt. Fjármálastaða fyrir- Arnar pálsson tækisms þykir ekki traust. Skýrsla sem unnin var fyrir fjármálanefnd Alþingis sýndi að fyrirtækið nýtur einungis láns- trausts 20%'þeirrar flárhæðar sem álverið kostar. Forstjóri CV sagði að skýrslunni væri ekki treystandi og því kaus iðnaðarráðherra að hunsa hana. Látum hinn ákærða sjálfan fella dóm. Umhverfismatsstimpill Umhverfismat sem framkvæmt var vegna fyrirhugaðs álvers á Grundartanga er aðhlátursefni er- lendra fagmanna. Högni Hannes- son tilgreindi galla þess í grein 24. janúar. Umhverfisráðuneytið gagn- rýndi úttekt hans án rökstuðnings fyrir því að kröfur um mengunar- hreinsibúnað væru slakari hér en í Evrópu. Veigamesti galli matsins er að einungis ein gerð verksmiðju og hreinsibúnaðar var metin, og engir aðrir möguleikar skoðaðir. Til að hægt sé að meta hvort reisa skuli verksmiðju, hvernig verk- smiðju eða hvaða gerð hreinsibún- aðar skal nota, þá þarf allsherjarút- tekt. Ef maður hyggst kaupa bíl, þá sættir maður sig ekki við bækl- ing, útgefinn af framleiðanda, sem lofsyngur eina árgerð bifreiðar sem hlutlaust mat á kostum og göllum viðkomandi farartækis. Hvers vegna ætti fólk þá að sætta sig við umhverfismat um álver á Grundar- tanga sem framkvæmt er fyrir CV. í 9. gr. laga um mat á umhverfis- áhrifum stendur: „Framkvæmdar- aðili sér um mat á umhverfisáhrif- um samkvæmt lögum þessum og ber allan kostnað af því. Skipulags- stjóri setur almennar leiðsögureglur um framkvæmd matsins að teknu tilliti til sérákvæða í lögum og al- þjóðlegra skuldbindinga." í tilfelli álversins á Grundartanga fram- kvæmdi Hollustuvernd ríkisins, undirmenn umhverfisráðherra, matið fyrir CV, og Markaðsstofa iðnaðarráðaneytisins og Lands- virkjunar (MIL) borgaði brúsann. Ekkert tillit var tekið til alþjóðlegra skuldbindinga okkar um útstreymi C02. Ég vil ekki gera lítið úr starfi Hollustuverndar, þeir vinna sitt starf, fyrir sína stofnun. En starfs- maður Hollustuverndar lét hafa eft- ir sér i fréttum ríkissjónvarpsins að C02 útstreymið skaðaði fólk á Islandi ekki, heldur hefði einungis alheimsáhrif. Nýjustu fréttir: ísland tilheyrir ekki alheiminum. Augljóst er að lög um umhverfismat eru of veikburða til að veija náttúru lands- ins fyrir óprúttnum stóriðjuhöldum. Spottarnir sem liggja innan seiling- ar stjórnvalda eru of margir, og valdamenn of veikgeðja til að geta staðist þá freistingu að kippa í þá. Lög um umhverfismat hafa sama vægi og stimpill á borði iðnaðarráð- herra. Stóriðjudraumurinn er martröð almennings Greiðasemi MIL varðandi um- hverfismatið og aðra þætti orkusöl- unnar veltir upp spurningu um hvort stóriðjudraumurinn sjálfur sé orðinn markmiðið. Stóriðjudraum- urinn færði okkur Blönduvirkjun, dýrustu vatnsleiðslu landsins. Al- menningur greiddi af lánum sem kostuðu gerð hennar með hærra raforku- verði. Landsvirkjun, iðnaðarráðanejd-ið og C.V. vilja taka 37 millj- arða króna lán fyrir virkjunum, línum og öðrum mannvirkjum á meðan fjármagn til nýsköpunar er skammtað úr hnefa. Nær væri fyrir ríkið og Landsvirkjum að styrkja menntakerfið og auka framboð á áhættuljármagni fyrir ný fyrirtæki. Slíkar fjárfestingar myndu skila margföldum arði miðað við fyrirhugað álver I Hvalfirði. Lands- virkjun heldur orkuverði til fyrir- hugaðs álvers leyndu. Hafa þeir eitthvað að fela? A að selja orkuna undir kostnaðai-verði? Á þjóðin að borga laun 200 „nýju“ starfsmann- anna með rafmagnsreikningum sín- Fórnum ekki hreinleika landsins, segir Arnar Pálsson, fyrir fjaðra- skúf iðnaðarráðherra. um? Einfaldara og ódýrara væri að hækka verð á raforku um 5% og veita aurunum í áðurnefnda ný- sköpun. Þannig skapast ný störf og ímynd hins hreina lands lifir. Fjaðraskúfur ráðherra Fyrirhugað álver á Grundartanga er fjöður, sem starfandi iðnaðarráð- herra vill í hatt sinn. Vilji hans er það máttugur að aðrir kostir eru ekki metnir. Finna má álverinu hentugri stað, þar sem óhjákvæmi- leg mengun skaðar ekki vaxandi lífrænan landbúnað og ferða- mennsku, mun strangari kröfur ætti að gera um hreinsunarbúnað álvers og að síðustu mætti íhuga aðra kosti til að bæta lífskjör land- ans. Tími stóru happdrættisvinn- inganna í atvinnulífinu er liðinn. Núna dugir einungis framsýni og skipulagning. Hvorugt einkennir álversfátið sem ber meiri keim af stífiugerð smáhnokka eftir stór- rigningu en hagsýnni uppbyggingu velmegandi þjóðar. Atvinnugreinar sem byggja á hreinni ímynd lands- ins munu líða fyrir frekari stóriðju og því verða íslendingar sjálfir að gera upp hug sinn. Það er aldrei of seint að tjá hug sinn. Fórnum ekki hreinleika landsins fyrir fjaðra- skúf ráðherra. Höfundur er líffræðingvr. 011 börn eiga rétt á námi - líka þau fötluðu FELAGSMALARAÐHERRA, haustið 1995 bytjaði dóttir mín, Hanna, í starfsdeild Öskjuhlíðar- skóla, sem opin var _frá kl. 8.00 til 12.00 á morgnana. Ég kom Hönnu inn á hæfingastöðina í Bæjarhrauni (sótti um mörgum mánuðum áður) en þar var bara laust frá 14.00 til 16.00. Mér var sagt að beðið væri eftir fjár- magni til að bijóta nið- ur einn vegg og stækka húsnæðið um 50 fm, þá væri hægt að bæta við fólki. Skólinn tók að sér að gæta hennar og skólabróður hennar, sem var í sömu sporum, frá 12.00 til 14.00 en það var bara til að bjarga málum tíma- Ólöf Björnsdóttir bundið, en átti ekki að vera allan veturinn, því skólinn hafði ekki laust starfsfólk. Hanna fatlaðist I bílslysi er hún var 6 ára, hún hlaut vinstri lömun en getur gengið, hún er dóm- greindarlítil og hefur ekki skamm- tímaminni. Skólabróðir Hönnu, sem er með minnið í lagi en heftari líkam- lega, sá til þess að hún færi ekki á flakk þegar starfsfólkið þurfti að sinna því sem það var ráðið til. Eft- ir áramót kom upp sú saga að opna ætti hæfingastöð í Kópavogi í stað þess að bijóta niður þennan vegg og ég man að ég hugsaði „það stenst aldrei nein tímasetning svo ég ætti að vera örugg með að hæfingastöðin verði komin þegar Hanna lýkur námi í Öskjuhlíðarskóla vorið 1997“. En það er engin hæfíngastöð komin. Og þá er það vinnuaðstaða fyrrum vistmanna Kópavogshælis. Vist- menn þaðan sem eru farnir á sam- býli eiga ekki að vinna á vinnustofu Kópavogshælis en hvert eiga þeir að fara? Einhver tímamörk eru á því hve lengi þeir mega vera á vinnu- stofunni, en hver eru þau? Ef hæf- ingastöðin kemur er þá kannski ætlunin að fyrrverandi vistmenn Kópavogshælis fái þar inni en fatl- aðir sem eru heima verði að vera áfram heima? Félagsmálaráðherra, hvar eru peningarnir sem eiga að fara í fram- kvæmdasjóð fatlaðra? Ekki er hægt að halda því fram að það þurfi ekki meiri peninga. Það er alveg skýrt að erfðafjárskatturinn eigi að fara í framkvæmdasjóð fatlaðra og þar eru yfir 400 millj. Mig vantar líka svör í sambandi við sambýli fatlaðra. Þrátt fyrir lang- an neyðarlista eru ekki opnuð ný sambýli. Ég vil gjarnan fá svör frá þér, nákvæman lista yfir umsóknir um sambýli, hve mörg börn eru á neyðarlista, hve margir fullorðnir eru á neyðarlista og heildartölu þeirra sem eru á biðlista. Eg segi frá þér, en ekki Svæðisskrifstofu Reykjaness, vegna þess að þið hafið veitt fram- kvæmdastjóra Svæðisskrifstofu Reykjaness skjöld fyrir vel unnin störf (sem hann á svo sannarlega skilið) en mér finnst þið hafa sýnt honum lítils- virðingu með því, vegna þess að þið hlustið ekki á hvað hann hefur að segja um þörfina fyrir sambýli og hæfingastöð hérna á Reykjanesi. Þú verður að biðja um þess- ar upplýsingar til að birta mér og öðrum for- eldrum sem bíða eftir úrræði. Það má gjarnan fylgja með hve margir eru í neyðarvistun og á íþróttaskór með riflás Verð: Tegund: RunnerI Litur: Blár m. hvítu Stærðir: 36 - 46 Ath: Mikið úrval af íþróttaskóm nnn v/lngólfstorg • sími: 552 1212 hvaða aldri þeir eru. Það eru margir á atvinnuleysis- skrá og þarf að greiða þeim bætur, ég teldi þeim peningum betur varið í laun. Hæfingastöð og sambýli skapa mörg störf. Menntamálaráðherra, samkvæmt Hvers vegna eru alláf vandræði með peninga þegar um fatlaða er að ræða? spyr Ólöf Björns- dóttir. Hví eru þeir alltaf látnir sitja á hakanum? lögum eiga öll börn rétt á námi og nú er búið að opna deild fyrir fatl- aða í Borgarholtsskóla í Grafarvogi. Sú deild var opnuð eftir áramótin þannig að þeir nemendur sem út- skrifuðust úr Öskjuhlíðarskóla vorið 1996 komust ekki að fyrr en þá. Mér skilst að ætlunin sé að nemend- ur sem útskrifast úr Öskjuhlíðar- skóla geti verið þarna í námi í tvö ár, fjórar annir, og eru þá búin með fjögur ár í framhaldsskóla. EN það eru alltaf EN ef um fatlaða er að ræða. Til þess að dóttir mín og henn- ar bekkjarfélagar komist inn I þenn- an skóla verður bekkurinn sem byij- aði um áramót að víkja því það eru ekki til peningar. Hvers vegna eru alltaf vandræði með peninga ef um fatlaða er að ræða? Ég veit ekki til þess að það sé spurning hvort hinn almenni nemandi geti byijað í fram- haldsskóla vegna peningaskorts. Ég geri þá kröfu að þessu verði kippt í liðinn og þessir tveir bekkir geti verið saman í þessum skóla á næsta vetri eins og gert er ráð fyrir í skipu- lagi skólans. Það virðist ekki vera gert ráð fyr- ir því að báðir foreldrar fatlaðra barna vinni úti og það á líka við for- eidra fatlaðra eldri en 18 ára. Hún er ótrúleg vinnan við að reyna að láta kerfið virka eins og lög gera ráð fyrir í sambandi við fatlaða. Það eru ekki til peningar til að reka skamm- tímavistanir að degi til og á sumrin þegar ekki er skóli verður sá fatlaði að fara heim að morgni, vera heima yfir daginn og fara aftur í skamm- tímavistunina um miðjan dag. Þetta á ekki að þurfa að vera svona. Ef farið væri að lögum um máiefni fatlaðra og þeir peningar sem þeim tilheyra færu á rétta staði þá held ég að þetta yrði auðveldara. Að lokum spurningar til yfirlækn- is Kópavogshælis: Hvernig líkar fyrrum vistmönnum Kópavogshælis nýju heimkynnin sín? Er það rétt að þessar milljónir sem sagt er að hafi verið bætt við málaflokk fatl- aðra á síðasta ári séu peningar frá ykkur til að reka sambýli fyrir fyrr- um vistmenn Kópavogshælis? Hvernig verður staðið að því að allar gjafirnar sem félög og fólk hafa gefið til vistmanna stofnunarinnar nýtist þeim er þau yfirgefa staðinn? Höfundur er bankastarfsmaður. Tilkynning í samræmi við ákvæði 2. mgr. 86. gr. laga nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi er vakin athygli á tilkynningu frá Vátryggingaeftirlitinu í Lögbirtingablaðinu 9. maí sl., þar sem óskað er eftir skriflegum athugsemdum vátryggingataka og vátryggðra við yfirfærslu vátryggingastofna Húsatrygginga Reykjavíkur hf. og Ábyrgðar hf., vátryggingafélags, til Sjóvá- Almennra trygginga hf. og samruna félaganna. Frestur til að skila athugasemdum til Vátryggingaeftirlitsins er einn mánuður frá birtingu tilkynningarinnar. SIOVAfirTALMENNAR Kringlunni 5, 103 Reykjavík. SVALADRYKKKUR HÚÐARINNAR frá ESTEE LAUDER Kynníng í Snyrtivöru- verslunínní GuIIbrá í dag og á morgun frá kl. 13.00-18.00. Tilboá: 100% Tímc Releasc Moísturízer 50ml 2 varalitír Estée Lauder pleasures 4 ml Maskari Daywear 7 ml í»Augnblýantur ú Spegíll Snyrtitaska Verð alls kr. 3.150 If, Gullbrá sny rtivöru versl u n Nóatúni 17, simi 562-4217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.