Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Atkvæðagreiðsla á Alþingi um að færa sjálfræðisaldur úr 16 í 18 ár Mikill meirihluti er fyrir hækkun sjálfræðisaldurs MIKILL meirihluti þinginanna greiddi atkvæði með breytingartil- lögu meirihluta allsherjarnefndar Alþingis um hækkun sjálfræðisald- urs úr 16 árum í 18 ár þegar stjórn- arfrumvarp til lögræðislaga var af- greitt frá annarri til þriðju umræðu á Alþingi í gær. 37 þingmenn sam- þykktu tillöguna en 20 voru á móti, einn sat hjá og fimm voru fjarver- andi. 18 stjórnarliðar greiddu atkvæði með breytingartillögunni og allir stjórnarandstöðuþingmenn sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni, að tveim- ur undanskildum, samþykktu tillög- una. Með frumvarpinu er lögð til ný heildarlöggjöf um lögræði og var upphaflega gert ráð fyrir að sjálf- ræðisaldur miðaðist áfram við 16 ár. Miklar umræður urðu 1 allshetjar- nefnd um hækkun sjálfræðisaldurs og í níu af tíu umsögnum sem nefnd- inni bárust var mælt með hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár. í nefndará- liti allsheijarnefndar segir ljóst að skiptar skoðanir séu um málið og þyki nefndinni því rétt að ákvörðun um þetta atriði komi til atkvæða í þinginu. Lagði meirihluti nefndar- innar því fram umrædda breyting- artillögu um hækkun sjálfræðisald- urs. 18 stjórnarliðar og 2 stjórnarandstæðingar á móti Var viðhaft nafnakall þegar at- kvæði voru greidd um tillöguna á Alþingi í gær og gerðu margir þing- menn grein fyrir atkvæði sínu. Eft- irtaldir þingmenn greiddu atkvæði á móti tillögunni: Árni M. Mathiesen (S), Björn Bjamason (S), Davíð Oddsson (S), Friðrik Sophusson (S), Guðjón Guðmundsson (S), Guð- mundur Hallvarðsson (S), Olafur Þ. Þórðarson (F), Halldór Blöndal (S), Hjálmar Jónsson (S), Kristinn H. Gunnarsson (Abl.), Katrín Fjeldsted (S), Pétur H. Blöndal (S), Ragnar Árnalds (Abl.), Sigríður Á. Þórðar- dóttir (S), Stefán Guðmundsson (F), Sturla Böðvarsson (S),_ Tómas Ingi Olrich (S), Árni R. Árnason (S), Árni Johnsen (S) og Ólafur G. Ein- arsson (S). Egill Jónsson (S) sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Fram kom m.a. í máli þingmanna sem voru á móti breytingu á sjálfræð- isaldri að hún fæli í sér skerðingu mannréttinda þúsunda ungmenna. „Stærsta hóprefsing sögunnar" Ólafur Þ. Þórðarson sagði að hér væri á ferðinni stærsta hóprefsing íslandssögunnar. Halldór Blöndal samgönguráðherra fór fram á að tillagan yrði dregin til baka svo tími gæfist til að skoða málið betur fyrir þriðju umræðu. „Ég tel mikilvægt að ungt fólk skynji að löggjafi lands- ins, Alþingi íslendinga, viðurkenni að það sé fært um að sjá fótum sín- um forráð," sagði Katrín Fjeldsted m.a. Pétur Blöndal hélt því fram að hér væri á ferðinni forræðishyggja félagshyggjufólks, sem vildi helst skipuleggja líf einstaklingsins frá vöggu til grafar. „Ég vil ekki sviþta ungt fólki rétti sem það hefur haft til þessa og tel það stórt spor aftur á bak í mannréttindum á Islandi ef tillagan verður samþykkt,11 sagði Sigríður A. Þórðardóttir. „Öll rök mæla með hækkun“ Stuðningsmenn breytinganna bentu m.a. á að þjóðfélagsaðstæður hefðu breyst á síðustu árum. Þorri ungmenna byggi í foreldrahúsum fram undir tvítugt og nyti stuðnings foreldra. Þá væri hið íslenska fyrir- komulag ekki í samræmi við löggjöf nágrannalandanna þar sem sjálf- ræðisaldur er 18 ár og rétt sé að fylgja meginregiu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem allir einstaklingar undir 18 ára aldri séu skilgreindir sem börn. Þá sé auðveld- ara að grípa í taumana hjá 16-18 ára unglingum hvað varðar afbrot og vímuefnaneyslu ef sjálfræðisald- ur verður hækkaður. Sólveig Pétursdóttir (S), formað- ur allsheijarnefndar, benti á að þingið hefði nú þegar samþykkt ýmis mál sem gengju í sömu átt þar sem miðað væri við 18 ára ald- ursmörk. Hún sagði öll rök mæla með hækkun sjálfræðisaldurs. Jó- hanna Sigurðardóttir (ÞJ) sem einn- ig studdi tillöguna sagði að frum- varpið tryggði betur að ungt fólk byggi við öryggi og aðhald foreldra til 18 ára aldurs. Valgerður Sverris- dóttir (F) sagðist telja rétt eftir ítar- lega athugun málsins í allsheijar- nefnd að hækka sjálfræðisaldurinn og benti m.a. á að Félag framhalds- skólanema hefði mælt með að sú breyting yrði gerð. Köfun við Æsu á lokastigi Reynt að hífa plóginn upp í dag HVÍLD var í gær hjá köfurunum sem kannað hafa flak Æsu í Arnarfirði en reyna á að ná skelplógnum upp í dag. Gangi það verða það lok rann- sóknarinnar á staðnum að sögn Kristins Ingólfssonar, fulltrúa Sigl- ingastofnunar íslands, um borð í Óðni. Ákveðið var að hvíla kafarana í gær og sagði Kristinn Ingólfsson það m.a. vegna óhreininda í blóði þeirra. Ráðgert var að þeir yrðu tilbúnir fyrir síðustu tvær kafanirnar í dag. Verður þá reynt að hífa upp skel- plóginn og svæðið umhverfis hann skoðað. Kristinn sagði að næðist plógurinn upp verði haldið frá staðn- um síðdegis í dag enda talið búið að ná þeim upplýsingum sem mögu- legt er. Sagði hann llða nokkurn tíma þar til úrvinnslu þeirra lyki. Morgunblaðið/Golli Vorverkin Siýór og grjót safnast að gijótvarnarnetunum í armenn eru að moka snjónum í burtu og þurfa sums Óshlíð, milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. Vegagerð- staðar að taka niður netin til að komast að honum. Ekkert skólahald í Reykholti SKÓLAREKSTUR verður ekki áfram á vegum ríkisins í Reyk- holti í Borgarfirði, en skólinn hefur verið starfræktur sem hluti af Fjölbrautaskóla Vest- urlands síðastliðin tvö ár sem tilraunaverkefni. Húsnæði skólans hefur nú verið auglýst til leigu. Gerð var opinber úttekt á skólanum og var ljóst af henni að ekki yrði forsenda fyrir því að halda starfinu þar áfram. Nú hefur húsnæðið verið aug- lýst til leigu og er tekið fram að það verði leigt til starfsemi sem tengist menntum og menn- ingu. Auglýst var eftir hugmynd- um um rekstur í húsnæðinu og rekstraraðilum sem stæðu að þeim hugmyndum sem þeir legðu fram. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út í dag og hefur talsverður fjöldi um- sókna borist. Heimilað að auglýsa miðhálendis- skipulag SKIPULAGSSTJÓRN ríkisins heimilaði í gær að auglýsa til- lögu að svæðisskipulagi mið- hálendisins til ársins 2015, en unnið hefur verið að því skipu- lagi undanfarin ár. Að sögn Guðrúnar Höllu Gunnarsdóttur sviðsstjóra skipulagssviðs Skipulags ríkis- ins verður skipulagstillagan væntanlega auglýst um mán- aðamótin og muni liggja frammi víða um land og geta allir gert við hana athugasemdir. Tillagan á að Iiggja frammi í 18 vikur, sem er óvenjulega langur frestur, því venjulega er athugasemdafrestur 8 vikur. Býflugur áberandi UNDANFARIÐ hafa býflugur verið nokkuð áberandi og virð- ist mörgum þær vera í stærra lagi. Erling Olafsson skordýra- fræðingur segir svo ekki vera. í ár sem fyrr séu það þijár vik- ur í lok apríl og byijun maí sem flugurnar eru mest á ferðinni. Vegna kuldans undanfarið muni sá tími þó framlengjast. Hann bendir fólki á að halda ró sinni, því býflugur séu frið- sælar með eindæmum og stingi ekki nema tilneyddar. eikur einnl o 0 | Pað borgar sig að kunna skil á úrgangi. I Kynntu þér breytta gjaldskyldu | á endurvinnslustöðvum okkar. i velkoiiiin ð Bndurvinnsiustðövarnar S0RWV SORPEYÐINQ HÖFUOBORGARSVÆÐÍSINS bs Good Morning America sent út frá Austurvelli og Bláa lóninu Hestar, hönnun, glíma, sjáv- arréttir og íslensk tunga HINN vinsæli bandaríski morgun- þáttur Good Morning America verð- ur sendur út beint frá íslandi á morgun, en samkvæmt áhorfskönn- unum sjá um 23 milljónir Banda- ríkjamanna þáttinn á sjónvarpsstöð- inni ABC. Þátturinn er tveggja klukkustunda langur og hefst út- sendingin héðan kl. 11, en þá er klukkan 7 í Bandaríkjunum. Rúm- lega 100 manns vinna að útsending- unni. Að sögn Sigmars B. Haukssonar verkefnisstjóra er þetta ein flóknasta sjónvarpssending sem héðan hefur farið. Sent verður út frá tveimur stöðum, Bláa lóninu og Austurvelli. Við Bláa lónið er myndver þar sem útsendingunni er stjórnað. Rætt verður við gesti í beinni útsendingu á báðum stöðum, auk þess sem sumt af efninu er sýnt af myndböndum sem þegar hafa verið tekin upp. Meðal þess sem fjailað verður um er íslenskt mál og menning, sýnd verður íslensk glíma og íslenskir hestar, hönnun og tíska, auk þess sem sjávarréttir verða bornir á borð. Hvert atriði er tiltölulega stutt og reynt að gefa mjög fjölbreytta mynd af þjóðinni, að sögn Sigmars. Unnið hefur verið að undirbúningi þáttarins síðan í desember sl. Sig- mar segir að fólk frá ABC hafi ver- ið að streyma til landsins undanfarna daga og er von á síðasta hópnum í kvöld. Að útsendingunni standa alls rúmlega 100 manns, frá Bandaríkj- unum, Bretlandi, Hollandi og ís- landi. Þar af eru íslendingarnir hátt á fjórða tug manns, starfsmenn frá Pósti og síma, Sjónvarpinu og ýms- um kvikmyndafyrirtækjum, bílstjór- ar og fleiri. Útsendingar frá Norðurlöndunum hófust á mánudaginn með þætti frá Kaupmannahöfn, á þriðjudag var sent út frá Bergen, og í gær var röðin komin að Stokkhólmi. í dag er sendur þáttur frá Helsinki og á morgun lýkur Norðurlandasyrpunm með þættinum frá íslandi. Sigmar segir engan vafa leika á að þetta sé ein besta landkynning sem íslendingar hafa fengið frá því að leiðtogafundurinn var haldinn hér á sínum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.