Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hressi- legur hrist- ingur KVIKMYNPIR Kcgnboginn SUPERCOP (Jing cha gu shi: Chao ji jing cha) ★ ★ ★ Leikstjóri: Stanley Tong. Hand- rit: Filre Ma, Lee Wai Yee og Edward Tang. Kvikmyndataka: Lam Kwok Wah. Aðalhlutverk: Jackie Chan, Michelle Yeoh, Yuen Wah, Maggie Cheung, Bill Tung, og Kenneth Tsang. 95 mín. Hong Kong. Golden Harvest Productions 1992. EF fólk hefur einhvern tímann velt því fyrir sér hvaðan kvik í kvikmyndum er komið ætti það að skella sér á mynd með Jackie Chan. „Supercop" eða „Jing cha gu shi: Chao ji jing cha“ er prýð- isgott dæmi þó hún sé ekki alveg ný af nálinni. „Supercop" er frá árinu 1992 en vegna vinsælda „Rumble in the Bronx“ var rykið dustað af henni og hún sett á Bandaríkja- markað á síðasta ári. Endurút- gáfan er með nýja teiknimynda- lega byijunartitla og hljóðrás á ensku. Myndin er sem sagt döbb- uð og með vestrænni dægurtónl- ist í mjög sérstæðum útsetning- um. Jackie Chan ieikur ofurlögg- una Kevin Chan (upprunalega hét persónan Chen Chiachy) og hoppar og skoppar í gegnum myndina eins og súperbolti. Allt er hreyfing og hraði. Auk hama- gangsins heldur aulahúmor manni við efnið í „Supercop". Einhver vísir af söguþræði er til staðar, en eins og allir vita er hann bara afsökun til þess að komast á milli áhættuatriða sem samkvæmt goðsögnum kvik- myndaiðnaðarins erú öll fram- kvæmd af Chan sjálfum. Félagi bardagahetjunar í „Supercop“ er Hong Kong kven- stjarnan Michelle Yeaoh (reyndar nefnd Michelle Khan í þessari útgáfu) en hún stundar sömu iðju og Chan þ.e. að taka áhættu í eigin persónu fyrir framan myndavélarnar. Yeaoh er engin eftirbátur Chans, og er mjög gaman að horfa á þau fljúga í gegnum ioftið og lumbra á vondu köllunum. Hver ætli vilja tryggja þetta fólk? „Supercop" er fyrst og síðast skemmtileg kvikmynd. Hún léttir iund og kætir, hressir, bætir, ekki ósvipað og Ópal. Anna Sveinbjarnardóttir mSNr ’ \ !AUgl . W ■ ■ ÆMjSm \ fÆ Wm, |Í' , L Morgunblaðið/Aldís ÞAÐ er valinkunnur hópur flytjenda sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Bjartar nætur í Hveragerði. Bjartar nætur - tónlistarhátíð í Hveragerði Hveragerði. Morgunblaðið Tónlistarhátíðin Bjartar næt- ur verður haldin í fyrsta sinn í Hveragerði um hvítasunnu- helgina. Það eru Gunnar Kvar- an sellóleikari og kona hans, Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari, sem eiga hugmyndina að Jiessari hátíð. I stuttu spjalli við fréttarit- ara Morgunblaðsins sagði Gunnar hugmyndina hafa kviknað fyrir tveimur árum. Þau hjónin dvöldu þá í Hvera- gerði í nokkra daga. Þau höfðu lengi gælt við þá hug- mynd að halda tónlistarhátíð úti á landi en þarna laust þeirri hugsun niður að Hveragerði væri ákjósanlegur staður. „Hveragerði er ákaflega hlý- legur og fallegur bær sem myndar frábæra umgjörð utan um hátíð sem þessa. Ennfrem- ur er Hveragerðiskirkja hið ákjósanlegasta tónlistarhús, með frábæran hljómburð. Við hófumst þegar í stað handa og kynntum hugmyndina fyrir bæjarstjórn. Þar var okkur mjög vel tekið og allir boðnir og búnir að aðstoða við fram- kvæmdina.“ Aðspurður sagðist Gunnar vænta mikils af þessari hátíð. Svipaðar tónlistarhátíðir eru þekktar svo sem í Skálholti og á Kirkjubæjarklaustri þar sem Guðný og Gunnar hafa tvisvar verið meðal þátttakenda. „Það er alltaf erfitt að byrja því það þarf að skapa vissa hefð, til að tónlistarhátíð sem þessi öðlist sess.“ Þeim Guðnýju og Gunnari gekk mjög vel að fá tónlistarfólk til að taka þátt í hátíðinni. „Svona tónlistarhá- tíð er mjög heillandi fyrir þátt- takendurna. Við komum til bæjarins nokkrum dögum áður en hátíðin hefst og æfum saman. Ennfremur munum við búa á sama stað, af því leiðir að þátttakendur hristast mjög vel saman og það gefur sér- stakt andrúmsloft sem von- andi skilar sér á tónleikunum.“ Landsþekktir flytjendur Það er valinkunnur hópur flytjenda sem tekur þátt í há- tíðinni. Þar ber fyrst að telja Gunnar Kvaran sellóleikara og konu hans, Guðnýju Guð- mundsdóttur fiðluleikara, er leikur með Sinfóníuhljómsveit Islands. Píanóleikararnir Pet- er Máté og Anna Guðný Guð- mundsdóttir munu leika á hljómleikunum ásamt Sigurði Inga Snorrasyni, klarinettu- leikara í Sinfóníuhljómsveit Islands. Frá London kemur Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik- ari, sem er öllum Islendingum að góðu kunn. Unnur Svein- bjarnardóttir víóluleikari, sem búsett hefur verið í Þýskalandi um árabil, kemur gagngert til að taka þátt í tónlistarhátíð- inni. Síðast en ekki síst mun Rannveig Fríða Bragadóttir mezzosópran taka þátt í tón- leikunum. Rannveig Fríða er sem kunnugt er nýkomin með samning við óperuna í Frank- furt en nú sem stendur býr hún í Vínarborg. Létt og grípandi efnisskrá Um þrenna tónleika er að ræða dagana 16., 17. og 18. maí. Mismunandi dagskrá er á tón- leikunum. A föstudagskvöld klukkan 20.30 verða flutt verk eftir Brahms, Schubert og Mozart. Á laugardag klukkan 17 verða flutt verk eftir Schumann, Atla Heimi Sveins- son og Brahms. Á lokatónleik- unum á sunnudagskvöldið, sem hefjast klukkan 20.30, verða verk eftir Milhaud, Sarasate, Brahms og Dvorák á efnis- skránni. Eins og sjá má er dagskráin fjölbreytt en aðal- áhersla er lögð á kammertónl- ist. I viðræðum við listafólkið kom fram að kammertónlist væri oft misskilin og fólk héldi að hún væri þung og erfið í hlustun. Það aftóku þau með öllu og sögðu kammertónlist einmitt vera yndislega fyrir áheyrandann. „Við flutning kammertónlistar myndast oft meiri nálægð við áheyrend- urna og eins milli flytjenda. Fleiri og fleiri tónlistarmenn þrá að flytja kammertónlist vegna þess að hún gefur flytj- andanum svo mikið. Það er ákjósanlegt við flutning kammertónlistar að flyljend- urnir þekkist og séu vinir.“ Söngurinn skipar einnig veglegan sess í efnisskránni. Lög eftir Schubert og Brahms verða flutt ásamt nýlega sömd- um sönglögum eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Verða þau flutt á tónleikunum á laugar- daginn. Rannveig Fríða sagði að sér fyndist Atli Heimir semja yndisleg lög. „Lögin hans Atla höfða sterkt til fólks. Þau eru með grípandi laglínu sem fólk hrífst strax af. Þann- ig eru þessi nýju lög hans og það er mjög gaman að fá að flytja þau hér.“ Sigrún Eð- valdsdóttir sagðist hlakka til að spila í Hveragerði „Það er meiriháttar að fá að taka þátt í þessari hátíð. Það er alveg sama hvar maður flakkar um heiminn, alltaf gefur það mér mest að spila hér á íslandi.“ Það er von þeirra sem að tón- listarhátíðinni standa að hún megi verða fastur liður í menn- ingarlífi Hveragerðis um ókomin ár. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduós Lokatónleikar tónlistarskólans Blönduósi-Lokatónleikar tón- listarskólans á Blönduósi voru haldnir í Blönduóskirkju fyrir skömmu. Fjöldi nemenda kom fram á tónleikunum og voru nokkrir að stíga þar sín fyrstu skref á tónlistarsviðinu. Auk ein- leiks á hljóðfæri komu fram nokkrar hljómsveitir, mismun- andi að hljóðfæraskipan, og iéku tónlist er náði utan um flestar tólistarstefnur allt frá Bach til Lennons og McCartneys. Skóla- stjóri tónlistarskóla A-Húna- vatnssýslu er Skarphéðinn Ein- arsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.