Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 63 Stuðmenn á afmælis- hátíð MH HLIÓMSVEITIN Stuðmenn leikur á sérstakri lokahátíð Menntaskól- ans við Hamrahlíð föstudaginn 23. ihaí nk. „Hljómsveitin sem stofnuð var af þeim Jakobi Frímanni Magnús- syni og Valgeiri Guðjónssyni var fyrsta skólahljómsveit skólans og var upphaflega hugsuð sem skemmtiatriði á árshátíð en sló svo rækilega í gegn að ferill hennar er að líkindum sá lengsti og litrík- asti sem nokkur íslensk hljómsveit getur státað af. Þó að hljómsveitin komi afar sjaldan fram virðast vin- sældir hennar ótrúlegar, jafnt með- al hinna yngri sem eldri. Síðast komu Stuðmenn fram árið 1994 á sérstöku hátíðarkvöldi þegar þjóð- búningur íslenskra karlmanna var valinn og nú gefst sjaldgæft tæki- færi til þess að heyra í sveitinni á sérstöku afmælishátíðarkvöldi í til- efni af lokum 30. afmælisárs skól- ans. Auk Stuðmanna mun hinn sívinsæli skemmtikraftur Páll Ósk- ar koma fram en hann er einnig fyrrverandi nemandi við MH og var sem kunnugt fulltrúi íslands í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva 3. maí sl.,“ segir í fréttatilkynningu Nemendafélags MH. Forsala aðgöngumiða verður I Norðurkjallara MH fyrir útskrifaða stúdenta úr MH fyrr og síðar og meðlimi nemendafélaga dagskóla og öldungadeildar á vorönn 1997 frá kl. 16-19 dagana 15., 16., 17. og 20. maí nk. á 800 kr. Fyrir aðra verður sala aðgöngumiða 21., 22. og 23. maí á 1.000 kr. Gar ðyrkj uskól- inn með nám- skeið á lands- byggðinni TVEIR af kennurum Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, eru þessa dagana með námskeið víðsvegar um landið. Þetta eru þeir Gunnþór Guð- finnsson, sem fjallar um matjurtir í heimilisgarðinum og Kristinn H. Þorsteinsson, sem fjallar um trjá- klippingar og tijágróður í mismun- andi umhverfí. Kristinn er með fyrirlestur um tijáklippingar í kvöld, fimmtudag, í Borgarnesi, í félagsheimili hesta- manna, Vindási, og Gunnþór annað kvöld um matjurtirnar. Á laugardag- inn verður Gunnþór á Sauðárkróki frá kl. 13-18 í Fjölbrautaskóla Sauðárkróks og laugardaginn 24. maí í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík frá kl. 13-18. Kristinn og Gunnþór verða báðir á Akureyri laugardaginn 31. maí. Þá mun Krist- inn fjalla um tijágróður í mismun- andi umhverfi og Gunnþór um mat- jurtir í heimilisgarðinum. Báðir fyrir- lestrarnir standa frá kl. 10-16. Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðin fer fram á skrifstofu Garðyrkjuskólans alla virka daga frá kl. 8-16. Rætt um barnamissi JÓHANN Thoroddsen, sálfræðing- ur, fjallar um barnamissi á fræðslu- fundi sem Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, stendur fyr- ir í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20. Samtökin hvetja sérstaklega for- eldra sem misst hafa barn (börn) sitt til að koma á fyrirlesturinn sem verður í Gerðubergi. Jóhann mun svara fyrirspurnum að loknu erindi sínu. Allir eru velkomnir. I Stiniirms Morgunblaðið/Golli P. OLE Fanger, formaður SCANVAC, afhenti Jóhannesi Zoega, fyrrum veitustjóra Hitaveitu Reykjavíkur, heiðursviðurkenningu SCANVAC. Heiðraður á ráðstefnu norrænna lagnafélaga SAMTÖK norrænna Lagnafélaga heita SCANVAC og gekk Lagna- félag íslands í samtökin 1991. Allt sem viðkemur tæknilegum framförum í lögnum, umhverfis- mál, orkumál og sá vandi að búa á norrænum slóðum er á verk- efnaskrá samtakanna og ein- stakra félaga í hverju landi, segir í fréttatilkynningu. Fyrir þremur árum efndi finnska félagið FINVAC til ráð- stefnu, Rovaniemi, undir titlinum „Cold Climate HVAC ’94“. í lok þeirrar ráðstefnu var ákveðið að siíkar ráðstefnur verði haldnar á þriggja ára fresti. Lagnafélag ís- lands, ICEVAC, tók að sér að halda næstu ráðstefnu og fór hún fram á Hótel Loftleiðum 30. apríl, 1.-2. maí sl. undir nafninu „Cold Climate HVAC ’97“. Heiðursviðurkenning Aðalfundur SCANVAC var haldinn í tengslum við ráðstefn- una og í móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur var heiðursviður- kenning félagsins veitt en hún hefur verið veitt fáum einstakl- ingum á Norðurlöndum sem hafa verið frumkvöðlar í orku- og lagnamálum á starfsævi sinni. Heiðursviðurkenning SCANVAC var nú veitt lslendingi í fyrsta sinni en hana hlaut Jó- hannes Zoéga, fyrrum veitusljóri Hitaveitu Reykjavíkur, en því starfi gegndi hann í rúman aldar- fjórðung. P. Oie Fanger, prófess- or í verkfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla og formaður SCANVAC afhenti viðurkenning- una. Jóhannes Zoéga er vélaverk- fræðingur að mennt en þegar hann tók við sem hitaveitustjóri var veitusvæði Hitaveitu Reykja- víkur aðeins innan Hringbrautar í Reykjavík en nær nú yfir alla Reykjavík, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð, Bessastaðahrepp, Mosfellsbæ og Kjalarnes. Á þessum tíma hófust boranir eftir orku í Grafningi og i fram- haldi af því var Nesjavallavirkjun byggð en óhætt er að segja að sú virkjun hefur vakið athygli tækni- manna um allan heim, segir í fréttatilkynningu. FRÉTTIR gTíjg—| m m m I % w lssdw ■■ Íí« fíis SENDIHERRA íslands, Hjálmar W. Hannesson flytur ávarp við opnun íslensku sýningarinnar í Kína árið 1995. Mynd og viðtal úr „Cliina Philatelic New“. Kínversk frímerkja- sýning í Reykjavík KÍNVERSK frímerkjasýning verður opnuð laugardaginn 17. maí í Síðumúla 17, félagsheimili Landssambands íslenskra frí- merkjasafnara. Þarna verður um að ræða frí- merkjasýningu Kínverska alþýðu- lýðveldisins í um 50 römmum, auk sölusýningar. Ennfremur verður þarna sölusýning Frí- merkjasölu Pósts og síma hf. Þessi samskipti milli landanna hófust árið 1995, með því að for- seti íslands fór í opinbera heim- sókn til Kína. I tengslum við for- setaheimsóknina var opnuð ís- lensk frímerkjasýning. Að henni stóðu íslensk og kínversk stjórn- völd og íslenska sendiráðið í Kína. Við opnun frímerkjasýningar- innar voru margir gestir frá báð- um löndum. Þar fluttu heima- menn nokkrar ræður og loks einn- ig íslenski sendiherrann á staðn- um, Hjálmar W. Hannesson. Auk heimamanna voru gestir við opn- unina, bæði forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, utanríkis- ráðherrann, Halldór Ásgrímsson, og frá Póstmálastofnun Guðlaug- ur Sæmundsson deildarstjóri. Nú er komið að því að endur- gjalda heimsóknina og halda frí- merkjasýningu á kínverskum frí- merkjum hér og er verið að setja hanaupp. Áhrif EVRÓs á fyrirtæki VERSLUNARRÁÐ íslands gengsl fyrir morgunverðarfundi í dag í Sunnusal, Hótel Sögu, frá kl. 8-9.30 um áhrif evrópumyntarinn- ar EVRÓ á fyrirtækjarekstur næstu ára bæði hér heima og er- lendis. Rætt verður um hvaða þýðingu EVRÓið muni hafa fyrir fyrir- tækjarekstur almennt, hvernig fyr- irtæki búi sig undir þær miklu breytingar sem eru í aðsigi og hvar íslensk fyrirtæki standi gagn- vart þessari þróun. Framsögumenn verða Jósef Kul- igovszky, forstjóri Allianz Leben AG í Þýskalandi, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Versl- unarráðs íslands. Umræður og fyr- irspurnir verða að framsögum loknum. -----*—*—♦----- Fimmta veiðisumarið í Reynisvatni í TILEFNI af því að 50.000. fiskur- inn verður að líkindum veiddur á þessu ári í Reynisvatni ofan Reykja- víkur, verða veiðimanni sem dregur hann að landi og skráir í veiðibók veitt vegleg verðlaun. Auk þess verða dregin út ýmis verðlaun til handa veiðleyfishöfum þessa árs. Árið 1997 er fimmta stangveið- iárið á Reynisvatni. Um síðustu áramót höfðu 35.624 fiskar veiðst og þann 6. maí sl. höfðu 2.674 fisk- ar veiðst frá áramótum. Dorgveiði- meistari Reykjavíkur 1997 er Gest- ur Gestsson frá Garði en hann veiddi stærsta fiskinn í vetur sem var 6.punda lax. Alls hafa veiðst 1.731 fiskur í dorgveiði í vetur. * :m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.