Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 65 FRÉTTIR Gísli Árni formaður FÍÆT AÐALFUNDUR Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Islandi var haldinn á ísafirði 9. og 10. maí sl. Alls sóttu fundinn 23 fulltrúar allsstaðar að af landinu. Á fundinum voru venjuleg aðal- fundarstörf og erindi flutt. Omar Einarsson, framkvæmdastjóri ÍTR flutti erindi um samræmdar reglur leiðbeinenda v/námskeiða barna og unglinga og Indriði Jósafatsson, íþróttafulltrúi í Borgarnesi, kynnti undirbúning og skipulag landsmóts UMFÍ 1997. Farið var í skoðunar- ferð um ísafjarðarbæ og íþrótta- mannvirki og æskulýðsmiðstöðvar skoðaðar undir leiðsögn Björns Helgasonar, íþróttafulltrúa ísafjarð- arbæjar. „Fundurinn samþykkti ný lög þar sem tilgangur og markmið félag- anna eru m.a.: Að móta þá heildar- stefnu sem unnið skal eftir á sviði íþrótta-, æskulýðs- og tómstunda- mála, að auka samtarf meðal félags- manna, að stuðla að aukinni þekk- ingu og fræðslu meðal féiagsmanna, að stuðla að aukinni samvinnu við erlenda samstarfsaðila, að standa að fræðslu til almennings um gildi íþrótta- og æskulýðsstarfs, að stuðla að samræmingu og hagkvæmni við undirbúning og framkvæmdir sem tengjast íþrótta- og æskulýðsmann- virkjum, að stuðla að samvinnu þeirra aðila sem vinna að hvers kon- ar forvörnum, að stuðla að samræm- ingu iþrótta-, tómstunda- og skóla- starfs og að eiga samskipti við ríki, sveitarfélög og félagasamtök vegna íþrótta-, æskulýðs- og tómstunda- mála,“ segir í fréttatilkynningu. í lok fundarins fór fram stjórnar- kjör þar sem formaður var kosinn Gísli Árni Eggertsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi í Reykjavík, gjald- keri Stefán Bjarkarson, íþrótta- og tómstundafulltrúi í Reykjanesbæ og ritari Ingvar S. Jónsson, íþróttafull- trúi í Hafnarfirði. Auk þess var for- seti félagsins kosinn Haukur H. Þorvaldsson, íþrótta- og æskulýðs- fulltrúi Hornafjarðarbæjar þar sem næsti aðalfundur mun fara fram. Afmælissýning Fornbílaklúbbs íslands haldin í Perlunni BUICK, árgerð 1935, sem sendur var sérstaklega frá Færeyjum vegna afmælissýningar Fornbílaklúbbsins í Perlunni um hvítasunnuhelgina. Buick árgerð 1935 fluttur hingað frá Færeyjum í TILEFNI af 20 ára afmæli Fornbílaklúbbs íslands 19. maí nk. verður haldin sýning á gömlum bílum í Perlunni alla hvítasunnuhelgina. Með- al sýningargripa er Packard bíll Sveins Björnssonar for- seta og kemur hann nú fyrir sjónir almennings í fyrsta skipti áður en hann verður gerður upp. „Vegna afmælisins koma 33 gestir frá Færeyjum en samstarf íslensku og fær- eysku fornbílaklúbbanna hefur verið gott upp á síð- kastið. Með þeim í för er glæsilegur Buick frá 1935 og Nimbus vélhjól með hliðar- vagni en þessir gripir voru sendir sérstaklega til íslands vegna afmælissýningar Fornbílaklúbbsins í Perl- unni,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Fornbílaklúbbi ís- lands. INNRITUN er hafin í sumarbúð- irnar við Ásljörn, en í skógivöxn- um þjóðgarði við Jökulsárgljúfur í Kelduhverfi, skammt frá Ás- byrgi, íiafa verið kristilegar sum- arbúðir í meira en 50 ár. Frá 14. júní til 16. ágúst í sum- ar munu 6-12 ára drengir og stúlkur dvelja þar. Flest börnin dveþ'a í 2 vikur, en hægt er að dvelja þar í allt að 8 vikur. 17.-24. ágúst verður unglingavika fyrir 13-16 ára. í fréttatilkynningu segir, að starfið við Ástjörn byggi á kristilegum grundvelli; á kvöldstundum sé mikið sungið, Innritun að Ástjörn börnin heyri sögur úr Biblíunni og er kennt Guðs orð og góðir siðir. Skógurinn, sem umlykur Ástjörn og svæðið, veitir fjöl- marga möguleika til útiveru og leikja. Við vatnið eru fleiri en 25 bátar af ýmsum gerðum og af og til er farið í gönguferðir og skoðunarferðir í Ásbyrgi, Illjóðakletta og fleiri staði. Stutt frá Ástjörn er hestaleiga og við Ástjörn eru körfubolta- og knatt- spyrnuvöllur og blakvöllur er væntanlegur. Stutt frá er nýtt íþróttahús. Hægt er að greiða dvöl með VISA eða EURO. Á hverju ári koina mörg börn frá höfuðborg- arsvæðinu og Flugleiðir bjóða sérstakt sumarbúðafargjald frá Reykjavík. Allar nánari upplýs- ingar eru veittar hjá forstöðu- manni, Boga Péturssyni, Víði- mýri 16, Akureyri, og á skrif- stofu Ástjarnar á Akureyri. Ungmenni axla ábyrgð í áföngum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá stjórn Heimdallar: „Frumvarp ríkisstjórnarinnar til lögræðislaga er til meðferðar á Al- þingi. Heimdallur hefur áður fagn- að frumvarpinu enda felst í því tölu- verð réttarbót fyrir íslensk ung- menni. Við meðferð frumvarpsins á Alþingi hefur hins vegar komið fram breytingatillaga við það sem myndi breyta því í mestu frelsis- sviptingu sem Alþingi Islendinga hefur staðið að. íslendingar hafa valið þá leið að láta ungmenni axla ábyrgð á lífi sínum í áföngum, fyrst með sjálf- ræðinu 16 ára þegar þau ráða sín- um persónulegum högum s.s. dval- arstað og atvinnu og síðan með fjár- ræðinu 18 ára. Þetta hefur gefist vel. Það er ekki fyrr en nú þegar menn standa ráðþrota gagnvart vaxandi fíkniefnaneyslu ungs fólks að umræða hefst um hækkun sjálf- ræðisaldurs, aðallega til að geta kyrrsett þá sem ekki vilja sjálfvilj- ugir fara í meðferð. íslensk ung- menni á aldrinum 16-18 ára eru um 11 þúsund, flest heilbrigt og skynsamt fólk. Við gerðum þeim engan greiða með því að að taka frá þeim lýðræðisleg réttindi og ábyrgð á lífi sínu. Það er einungis ódýr leið til að friða samvisku þeirra sem ekki geta á annan hátt tekið á vandanum sem við blasir. Nú þegar komið er að atkvæða- greiðslu um frumvarpið og áður- nefnda breytingatillögu treystir stjörn Heimdallar því að þingmenn muni ekki falla í þá gryfju pólitísks getuleysis að svipta ellefu þúsund ungmenni sjálfræði fyrir pólitíska stundarhagsmuni vegna eigin úr- ræðaleysis í afmörkuðu vanda- máli.“ Kjarabætur skili sér til líf- eyrisþega AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar á höf- uðborgarsvæðinu haldinn laugar- daginn 26. apríl treystir þeirri yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. apríl 1997, að þær kjarabætur sem unnið er að muni skila sér að fulli inn í greiðslur til lífeyrisþega, segir í fréttatilkynningu Sjálfsbjargar. Þar segir ennfremur: „Lokasetn- ing yfirlýsingarinnar vekur hins veg- ar ugg fundarmanna en þar er kveð- ið á um að hækkunin verði sam- kvæmt mati ríkisstjórnarinnar. Hvert verður það mat? Aðalfundurinn lýsir áhyggjum yf- ir því að bilið milii lífeyrisþega og hins almenna launamanns er alltaf að aukast og er það skýlaus krafa fundarins að þetta verði brúað. Þá leggur Sjálfsbjörg ríka áherslu á þau sjálfsögðu mannréttindi að líf- eyristekjur verði aftur tengdar al- mennum launahækkunum í land- inu.“ 2.700 félags- miðstöðvar ÍUFN SAMTÖK Norrænna félagsmið- stöðva, Ungdom och fritid i Nord- en, UFN, hélt aðalfund sinn í Ny- borg í Danmörku nýverið. A fundinum var Árni Guðmunds- son, æskulýðs- og tómstundafulltrúi í Hafnarfirði, endurkjörinn formað- ur samtakanna til næstu tveggja ára. Samtök félagsmiðstöðva á Is- landi, SAMFÉS, hafa verið aðilar að samtökunum frá 1987. í UFN eru Ungdomsringen í Danmörku, Fritidsforum í Svíþjóð, Landfören- ingen för klubberna í Noregi, SETNL í Finnlandi og Sukorseq í Grænlandi. í UFN eru alls um 2.700 félagsmiðstöðvar. „Starfsemi UFN er margvísleg en á það sameiginlegt að auka og- viðhalda norrænni samvinnu á sviði félagsmiðstöðva. UFN hefur á um- liðnum árum staðið fyrir fjölda námskeiða, sem ætluð eru ungling- um, auk fjölda fagnámskeiða fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva. Sam- tökin gefa út blaðið Nordiska ny- heder þar sem m.a. er ijallað um helstu nýjungar á starfssviði félags- miðstöðva. Skrifstofa UFN er í Kaupmannahöfn og er rekin í sam- vinnu við skrifstofu Ungdomsring- en. Framkvæmdastjóri samtakanna er Rainer Lenze, segir í fréttatil- kynningu frá UFN. „Bændur græða landiðu ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja 5 milljónir króna af umhverfisverk- efnisfé samnings um sauðfjárfram- leiðslu til verkefnisins Bændur græða landið sem er samstarfsverk- efni bænda og Landgræðsiu ríkisins um uppgræðslu ógróins eða lítt gróins lands í byggð, segir í frétta- tilkynningu frá upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. Ennfremur segir: „í samningi um framleiðslu sauðfjárafurða milli rík- isstjórnar íslands og Bændasam- taka íslands sem undirritaður var 1. október 1995 var ákveðið að veija á árinu 1997 15 milljónum króna til umhverfisverkefna skv. nánari ákvörðun framkvæmda- nefndar búvörusamninga. Af þess- um lið hafa þegar verið veittar 2 millj. kr. til undirbúnings að ræktun Suðuriandsskóga og 2 millj. kr. til Skjólskóga, samstarfsverkefnis skógræktarfélaganna í Önundar- firði og Dýrafirði. Samstarfsverkefnið Bændur græða landið hófst 1991. Umfang þess óx verulega með „afmælisgjöf" Áburðarverksmiðju ríkisins vorið 1994 en árið 1996 tóku um 400 bændur þátt í verkefninu. Fyrir- komulag verkefnisins í sumar er þannig að Landgræðsla ríkisins aðstoðar bændur við að skipuleggja uppgræðslustarfið og leggur til 85% áburðarverðsins en bændur sjá uir. flutning og dreifingu áburðarins." LEIÐRÉTT Söfnun fyrir Bosníu í FRÉTT í blaðinu í gær var sagt frá söfnun á skóladóti sem börn Grandaskóla stóðu fyrir hand;. bömum í Bosníu. Þar kom fram að söfnunin væri í samvinnu við Mæðrastyrksnefnd Rauða krossins en hið rétta er að þetta átti að vera Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Rauði kross íslands. I %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.