Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1997 47 Viðhorf nem- enda til náms MIKIL umræða hefur verið um námsárangur íslenskra barna und- anfarið. Ástæðan er að niðurstöður úr alþjóðlegri könnun sýna að árang- ur íslenskra barna er lakari í stærð- fræði og raungreinum en árangur barna í ýmsum öðrum löndum. í umræðunni hafa komið fram að margir þættir hafa áhrif á náms- árangur s.s. hæfileikar, kennarar, skólagerð, foreldrar, sjálfsmynd og viðhorf tii náms. í mínu starfi sem námsráðgjafi við Fjöl- brautaskóla Suður- nesja, sé ég greinilega tengsl viðhorfa og námsárangurs. Mér fínnst viðhorf til náms svo mikilvægt að í þess- ari grein mun ég Ijalla um það eitt og sér án tillits til annarra þátta sem geta haft áhrif á nám. Skilgreining á við- horfi er það álit eða skoðun sem einstakl- ingur hefur á ýmsum hlutum. Þetta álit getur verið bæði jákvætt og neikvætt. Dæmi: „Mér finnst svo gaman í stærðfræði“, sýnir jákvætt viðhorf nemanda til greinarinnar. Á sama hátt væri neikvætt viðhorf að segja að stærðfræði væri leiðinleg. Mjög margar rannsóknir á því hvað hefur áhrif á námsgengi nemenda sýna að viðhorf nemenda til náms getur haft meiri áhrif en greind. Það er ekki nægilegt að hafa góða náms- hæfileika ef neikvætt viðhorf til skóla og náms er til staðar. Hins vegar getur nemandi sem hefur litla námshæfileika oft náð undraverðum árangri ef hann hefur aiist upp við jákvætt viðhorf til náms og góðan stuðning foreldra. Foreldrar eru mestu áhrifaaðiiar í æsku og hafa mikil áhrif. Eftir því sem börn eldast þá koma fleiri mót- unaraðilar inn í, s.s. skóli og félag- ar. Viðhorfin mótast samt fyrst og fremst heima. Mjög skýrt dæmi um áhrif foreldra er að hlusta á sam- skiptamunstur barna í leik. Þar heyr- ist oft greinilega hvernig talað er við þau heima. Barn sem er að tala við dúkkuna sína og segir ,jæja, elskan, eigum við ekki að fara í föt“ eða barnið sem tekur dúkkuna sína, hristir hana og segir „hættu að láta svona, klæddu þig“. Börn tileinka sér viðhorf foreldra sinna og þá skiptir ekki bara máli hvað sagt er heldur líka hvernig fyrirmynd for- eldrar eru. Það er ekki nægilegt að segja unglingum að reykja ekki ef foreldrar reykja sjálfir. Þeir móta ekki neikvætt viðhorf til reykinga með þeim hætti. Sama má segja um skólagöngu. Það er ekki nóg að unglingum sé ýtt til að fara í fram- haldsnám ef allt annað á heimilinu er neikvætt gagnvart skóla. Foreldrar sem líta á skólagöngu sem forgang fram yfir önnur verk- efni, gera kröfu um að heimanámi verði að sinna og hrósa börnum fyr- ir góða frammistöðu í námi eru að leggja grunn að jákvæðum viðhorf- um til náms. Barnið lærir að skóla- nám er mikilvægt og leggur sig fram um að gera sitt besta. Ef skólinn er hins vegar alltaf látinn víkja fyr- ir öðrum verkefnum, t.d. ef hægt er að sinna skemmtunum í stað skóla eða fara til tannlæknis á skólatíma þó vel sé hægt að fara á öðrum tíma þar sem ekki þarf að sleppa skóla fær barnið þau skilaboð að skólinn sé ekki eins mikilvægur og annað. Vinnustaður barna, skólinn, er oft til umræðu manna á meðal. Ef barni líðst að tala illa um kennara og skóla á sínu heimili og foreldrar taka jafn- vel undir það er verið að móta neik- vætt viðhorf til skóla. Foreldrar sem ekki bera virðingu fyrir vinnustað barnsins, skólanum, eru að segja barninu að þessi staður sé einskis virði. Hvernig á barnið að geta bor- ið virðingu fyrir skóla ef svo er? Oft heyrist hjá nemendum að kennarinn sé svo leiðinlegur að ekki sé hægt að læra hjá honum. Nem- endur nota þetta oft sem afsökun. Þetta þýðir að árangur nemandans verður lítill sem enginn og nemand- inn ber enga ábyrgð á lélegri ein- kunn því þetta er allt kennaranum að kenna. Ef foreldrar taka undir þetta eru þeir að kenna unglingnum að komast hjá að taka ábyrgð á sínu námi. Með því að reyna að fá nem- andann til þess að læra samt er verið að kenna honum að bera ábyrgð á nám- inu. Ef við lítum í eigin barm, hvað gerum við ef við þurfum að vinna með einhveijum sem okkur finnst leiðinleg- ur? Hættum við í vinn- unni? íslensk börn komu ekki vel út í áður- nefndri könnun á stærðfræðikunnáttu. Er ástæðan að hluta til neikvætt viðhorf til greinarinnar? Ef við- horfið er neikvætt staf- ar það yfirleitt af því að stærðfræði þykir erfið og þar af leiðandi krefst hún meiri yfirlegu og tíma. Nemendur eru ekki allir tilbúnir í þá vinnu. Margir nemendur segja að þeir skilji ekki stærðfræði. Þeir nota þetta sem góða afsökun til að þurfa ekkert að leggja á sig. Það að segjast ekki skilja þýðir oft á tíð- um að ekkert þarf að gera. Því mið- Viðhorfin mótast, segir Sigríður Bílddal, fyrst og fremst heima. ur hef ég orðið vör við að foreldrar viðurkenna oft afsökunina „Ég skil ekki stærðfræði". Ég er aftur á móti sannfærð um að ef sama afsök- un væri notuð um samfélagsfræði þá myndi hún ekki duga. Geta ekki allir lært samfélagsfræði? Ef ég tengi vinnubrögð í stærð- fræði við lífið sjálft, hvernig færi þá fyrir okkur ef við gæfumst alltaf upp ef eitthvað er erfitt og reyndum ekki einu sinni við viðfangsefnið? Unglingar þurfa að læra að takast á við erfið viðfangsefni í námi hvort sem greinin heitir stærðfræði eða eitthvað annað. En það þýðir að eyða þarf meiri tíma og yfirlegu í erfiða hluti ef árangur á að nást. Það er hægt að breyta viðhorfum til náms en það tekur langan tíma og þarf samstarf heimila og skóla að koma til ef einhver árangur á að nást. í Fjölbrautaskóla Suðurnesja er starfrækt fornám sem er heils- vetrar nám. í fornáminu hefur mark- visst verið reynt að breyta viðhorfum nemenda til námsgreina, vinnu- bragða og til sjálfs sín. Mikið sam- starf er við heimilin og hafa foreldr- ar lagt mikla vinnu á móti skólanum. Oft hefur tekist að breyta viðhorfum á meðan nemendur eru í fornáminu en það virðist ekki alltaf duga næsta vetur á eftir. Þá falla sumir nemend- ur í sinn gamla farveg. Ef þessi vinna héldi áfram er ég sannfærð um að á endanum yrði breyting á viðhorfum varanleg. Umræðan um slakan árangur ís- lenskra barna í stærðfræði og raun- greinum hefur að undanförnu snúist um það að leita að sökudólgi, finna hveijum er um að kenna. Eg legg til að við hættum þeirri umræðu og snúum okkur að því að finna út hvað er hægt að gera til að bæta ástandið. Eitt af því er að heimili og skóli taki saman höndum við að breyta viðhorfi nemenda til náms og skóla. Ég er sannfærð um að það er fyrsta skrefið í að bæta náms- árangur. Höfundur er námsráðgjafi og kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sigríður Bilddal Átök innan kirkjunnar í LOK desember síð- astliðinn sendi formað- ur Prestafélags ís- lands til félagsmanna greinargerð um störf stjórnarinnar. Þetta þótti ekki í frásögur færandi, enda fastur liður að formaður héldi félagsmönnum upp- lýstum. Greinargerðin var að venju fróðleikur um það sem gerst hafði frá fyrra bréfi og það sem væri efst á baugi. Formaður kom inn á kjaramálin og tjáði þá skoðun sína, sem öllum átti að vera löngu ljós, að gjald fyrir aukaverk presta væru „forn í lög- um“ og að tekjur af þeim hafi því .jafnan verið hluti“ af lögkjörum stéttarinnar. Hann bendir og á að sókna- og prestakallaskipanin hafi löngum haldið utan um þennan þátt „lögkjaranna", en telur að svo sé ekki lengur og vitnar í greinar- gerð frá Siðanefnd PÍ þar að lút- andi. Allt er þetta sársaukalaust enn sem komið er en svo bætir hann við setningu sem mjög fór fyrir bijóstið á mörgum stéttar- bræðrum hans: „Veruleg og alvar- leg vandræði hafa hlotizt af harðn- andi samkeppni presta um prests- verk á fijálsum markaði, sem með framferði sínu hafa brauðið af kol- legum sínum.“ Formaðurinn vill meina að þetta sé „uppspretta úlf- úðar“, sé „kirkjunni til tjóns og prestastéttinni til vanza“. Hann telur lausnina vera fólgna í því að losna við aukaverkagreiðslurnar og leita annarra leiða svo stéttin verði ekki fyrir kjaraskerðingu af þeim völdum. Aðalatriðið fyrir honum er að prestum sé tryggt að þeir njóti „lögkjara sinna". Hann gerir ráð fyrir því, í breyttu fyrirkomu- lagi, að sóknarprestur sæki greiðslu fyrir aukaverk í sóknar- gjöldin. Hann vill ennfremur að fólk sé fijálst að því að velja sér prest til athafna en beri sjálft af því kostnað vilji það ekki nota sókn- arprestinn. Allt þetta virðist sárasaklaust og hljóma mjög skynsamlega ekki síst í ljósi þeirra átaka sem átt hafa sér stað undanfarið í kirkj- unni vegna deilna um starfsvett- vang. Hið nýja, hvað snýr að fólk- inu, er að það losnar alfarið við að greiða fyrir aukaverk ef sóknar- presturinn á í hlut en ef það hefur einhveijar aðrar óskir þá sé greiðsl- an samkomulag milli fólksins og prestsins sem tekur verkið að sér. Því kom það mjög á óvart að litlu seinna barst bréf í gegnum biskupsstofu, undirritað af þrem sjúkrahúsprestum á höfuðborgar- svæðinu, þar sem harkalega var veist að formanninum. Bréf þetta er svo forkastanlegt að ég get ekki látið vera að upplýsa almenning um innihald þess. Haldið er fram að í bréfi formanns hafi komið fram viðhorf til „hluta félagsmanna" sem þeim falli ekki. En þeim fíhnst sýnu alvarlegri sú „afstaða, sem þetta viðhorf opinberar til sóknar- barnanna" (þeir halda með röngu fram að hann hafi talað um fólkið sem notendur prestanna). Enn- fremur er talað um að formaðurinn „fordæmi“ vissan hóp presta, að hann sé með „ásakanir" á hendur þeim og að hann tali um „óhæfu- verk“. Þá er og mjög hneykslast á þeirri uppástungu formanns að fólk beri kostnaðinn sjálft ef það leitar til annars prests en sóknarprests- ins. Hneykslun bréfritaranna felst í sérstakri umhyggju fyrir viðkom- andi íólki, að það þurfi þá að greiða „öðru sinni“ fyrir verk sem þegar hafi verið innheimt fyrir með skatt- heimtunni. Mig rekur ekki minni til að þessir sömu menn hafi nokkru sinni fyrr gert athugasemd við það fyrirkomulag sem ríkt hefur nú í áratugi, þ.e. að fólk hafi greitt „öðru sinni“ fyrir prestsverk, þrátt fyrir að það hafi einnig greitt sóknargjöld og þar með í raun fyrir- fram greitt fyrir öll prestsverk. Ég efast og um að þeir hafi lagt það í vana sinn að hafna greiðslum fyrir aukaverk á þeim for- sendum að fólk hafi þegar greitt fyrir þau með skattheimtunni. En sjálfsréttlæting- in heldur áfram hjá þeim félögum, líklega vegna þess að þeir eru með slæma samvisku. Þeir tala um að „undarlegir hlutir séu á ferð“, að formaður bregði upp „skugga- legri mynd af hluta umbjóðenda sinna“, hann ætli þeim að „rækja þjónustuna í annarlegum tilgangi". Þá kemur aftur fram hin sérstaka umhyggja þeirra fyrir lítilmagnan- um, fólki „stundum fjárhagslega illa statt, varnarlaust og auðsæran- Álit siðanefndar er á engan hátt, að mati Torfa K. Stefánssonar Hjaltalín, árás á sér- þjónustu presta. legt“ sem neyðist til að bera aukinn kostnað vilji það þiggja þjónustu kirkjunnar „þar sem það kýs og kemur því best“. Þeir tala einnig um sérkennileg viðhorf formanns til safnaðarfólksins. Þetta allt sam- an leiðir hugann að þeim aðstæðum sem sjúkrahúsprestarnir vinna við. Þeir hafa fengið gagnrýni frá mörgum kollegum sínum fyrir að vinna prestsverk á sjúkrastofnun- um (svo sem skírnir) án nokkurs samráðs við sóknarpresta viðkom- andi fólks. Mér vitanlega hafa þeir hingað til tekið greiðslur fyrir slík verk án þess að spyija fólk eitthvað sérstaklega hvernig það sé statt fjárhagslega. Ég vil og taka það fram að í bréfi formanns koma engar skírskotanir til þessara til- teknu presta og að hann tekur á engan hátt út „hluta félagsmanna“ eða „hluta umbjóðenda sinna“. Hann talar um málin almennt, enda taka vonandi flestir ef ekki allir prestar umvandanir formanns til sín persónulega og ígrunda með sjálfum sér hvort ekki sé ástæða til að sjá að sér í málinu. En sjúkra- húsprestarnir eru vissir um að for- maður beini orðum sínum til þeirra og engra annarra. Þeir tala um að hann búi til „refsivönd" úr áliti siðanefndar til að „hirta þessi brekabörn stéttarinnar, hrekkju- svín og skemmdarvarga“ (letur- breyting mín). Þá hnýta þeir í álits- gerð siðanefndar, tala um hana sem „áhyggjuefni“ bæði hvað varðar „innihald og meðferð" og sakna þar sinnar eigin umhyggju fyrir þeim sem „þjónustuna þiggja". Hér kemur líklega fram ástæðan fyrir því af hveiju þeir tóku greinargerð formanns til sín, en í áliti siðanefndar (ekki formanns!) eru sérþjónustuprestar nefndir til sögunnar. Bréfritarar vilja helst draga þá ályktun af áliti siðanefnd- ar að hún líti á þá sem „einskonar táknmynd „óheilla“ þróunar,“ þ.e. að þeir, sérstaklega, valdi „riðlun“ á sóknarskipan kirkjunnar. Þeir segjast ekki sitja undir „slíkum sendingum" og sendi þær því aftur til „föðurhúsanna“. Vert er að taka fram í þessu sambandi að álit siðanefndar felur á engan hátt í sér árás á sérþjón- ustupresta. í álitinu er einungis talað um að sú riðlun á sóknarskip- an kirkjunnar sem byijaði „fyrir alvöru" með fjölgun kirkna í Reykjavík, hafi þróast „áfram jafnt og þétt“ og fengið „nýja vídd með tilkomu sérþjónustupresta". Annað og alvarlegra er nú ekki sagt og sérþjónustuprestarnir á engan hátt gerðir að sökudólgum vegna þess- arar þróunar. Af hveiju þá þessi harkalegu viðbrögð og þessi óstjórnlega viðkvæmni? I lokaorðum bréfritaranna kem- ur aftur hin sérstaka umhyggja þeirra fyrir sóknarfólki og ímynd kirkjunnar út á við. Óhætt er þó að efast um, að svo harkaleg við- brögð og svo alvarlegar ásakanir á hendur formanni og siðanefnd eins og felst í bréfi þeirra, séu vel til þess fallin að auðvelda sameigin- legt átak stéttarinnar til markviss- ari starfa, „Guði til dýrðar og ná- unganum til blessunar" eins og segir í niðurlagi bréfs þeirra. Mætti maður frekar biðja um meiri sjálfs- gagnrýni og faglegri umræðu ef það virkilega er einlægt markmið þeirra að stuðla að aukinni sam- kennd innan hinnar íslensku þjóð- kirkju. Höfundur er sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Velkomin á Elizabeth Arden kynningu Idag og ú morgun gefstþér einstakt takifieri til að kynnost Elizabeth Arden snyrtivörunum í Hygea, Austurstrœti Þessi glæsilegi kaupauki fylgir þegar keyptir eru tveir hlutir í kremlínunni H Y G E A <> nyrtivoruverd lun • Austurstreeti • Laugavegi Kringlunni. Torfi K. Stefáns- son Hjaltalín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.