Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 13 FRÉTTIR Greinargerð Barnaverndarstofu vegna frumvarps um hækkun sjálfræðisaldurs Þörf á fjórum nýjum meðferðarheimilum SEX meðferðarheimili fyrir ungl- inga eru starfrækt víðs vegar um landið og verða þau sjö um næstu mánaðamót þegar nýtt meðferðar- heimili fyrir unglinga með fíkni- efnavandamál verður opnað í Varp- holti í Skjaldavík í Eyjafirði. Með- ferðarheimilin eru öll einkarekin að Bakkaflöt í Skagafirði undanskildu sem er ríkisrekið. í tengslum við frumvarp um breytingu á lögræðislögum sendi Barnaverndarstofa Alþingi greinar- gerð um aukin meðferðarúrræði ef sjálfræðisaldur verður hækkaður úr 16 árum í 18 ár. Bragi Guðbrandsson, forstöðu- maður Barnaverndarstofu, segir nauðsynlegt að opna tvö ný með- ferðarheimili fljótlega og æskilegt væri að opna önnur tvö fljótlega, annað fyrir afbrotaunglinga og hitt fyrir unglinga með fíkniefnavanda- mál, ef sjálfræðisaldur hækkar. Hann segir að áður en börn eru vistuð á meðferðarheimilunum fari þau flest í greiningarmeðferð á Stuðlum í Grafarvogi. „Við höfum rekið þá stefnu frá því Barnaverndarstofa tók til starfa að gera þjónustusamninga við einkaaðila og leggjum áherslu á fjölskyldurekin meðferðarheimili. Við viljum draga úr stofnanaum- gjörðinni. Bakkaflöt er frábrugðið þessu vegna þess að við ætlum því að geta tekið á móti unglingum sem eru í verulegum mótþróa. Við erum í öllum tilvikum að tala um ungl- inga sem eru ekki orðnir sjálfráða og eru vistaðir þarna samkvæmt ákvörðun foreldra eða barnavernd- arnefnda,“ sagði Bragi. „Erum ekki að reka fangelsi“ Hann segir að tilraunir til stroks séu gerðar á öllum meðferðarheim- ilunum. Tvær síðustu tilraunirnar til stroks á Bakkaflöt séu þær einu sem hafi heppnast frá því lokuð meðferðareining var sett á laggirn- ar í Skagafirði frá 1993. Rými er fyrir sex unglinga á Bakkaflöt og tíu stöðugildi starfsmanna. Bragi segir að einn starfsmaður hafí verið á næturvakt þegar vist- menn struku í fyrra skiptið. I kjöl- farið voru þrír starfsmenn settir á næturvaktir og ennfremur var bætt við mönnum á dagvaktir. Síðan liðu tæpir tveir mánuðir og var þá búið að fækka niður í einn starfsmann á næturvakt. „Það væri hægur vandi að halda börnunum inni á heimilunum en þá ber að athuga að við erum ekki að reka fangelsi. Við veitum börnunum meðferð og hjálp til þess að glíma við sína hegðunarerfiðleika. í þeirri vinnu er mjög mikilvægt að um- gjörðin sé til þess fallin að við náum þeim markmiðum. Þess vegna verð- um við að vera tilbúin að veita þeim ákveðið traust en um leið tökum við áhættu. Grundvallaratriði að baki umhverfismeðferð er að með jákvæðri hegðun og framförum fá börnin aukin réttindi og aukið frelsi. Þegar þau bregðast traustinu verða þau fyrir réttindamissi," sagði Bragi. Barnaverndarstofa hefur eftirlit með einkareknu heimilunum. Rekstrarkostnaður þeirra er á bilinu 18 milljónir til 28 milljónir kr. á ári. Þær kröfur eru gerðar til einka- reknu heimiianna að þau séu rekin af aðilum sem hafa menntun og/eða reynslu á þessu sviði. Gerðar eru kröfur til ákveðins fjölda rýma og ákveðins fjölda stöðugilda. Einnig eru gerðar ákveðnar kröfur um nám og menntun starfsfólks, símenntun og endurmenntun. Barnaverndar- stofa ákveður hvaða börn fá vistun á heimilunum. Veruleg fjölgun hef- ur orðið á einkareknu heimilunum frá því Barnaverndarstofa tók til starfa. Vímuefnameðferðarheimili opnað Á Stuðlum vistast unglingurinn upphaflega að öllu jöfnu og þar fer fram greiningarmeðferð. Dvölin þar getur tekið allt að fjóra mánuði. Þijú framhaldsmeðferðarheimili eru á Norðurlandi, tvö á Suðurlandi og eitt í Reykjavík. í tengslum við Bakkaflöt er rekið heimili á Laugar- mýri sem verður lagt af í vor en í stað þess tekur til starfa nýtt með- ferðarheimili í Varpholti í Skjalda- vík í Eyjafirði sem er fyrst og fremst fyrir unga vímuefnaneytendur. Þar er fyrirhugað að verði sex rými. Samningar hafa verið gerðir við rekstraraðila og verða fyrstu börnin tekin þar inn öðru hvoru megin við næstu mánaðamót. Á Norðurlandi er einnig meðferð- arheimilið Árbót í Aðaldal með sex rými og þar er lögð sérstök áhersla á að vinna með börnin við búskap. Á Suðurlandi er meðferðarheimilið Geldingalækur fyrir yngsta aldurs- hópinn, þ.e. börn yngri en tólf ára, með sex rýmum. Elsta meðferðar- heimilið er Torfastaðir í Biskups- tungum. Það er einnig með sex rýmum. í Sólheimum 17 er eftir- meðferðarheimili fyrir 4-5 ein- staklinga. Hækkun sjálfræðisaldurs kallar á nýja skipan Bragi segir að það myndi ger- breyta myndinni að hækka sjálf- ræðisaldurinn í 18 ár. „Þá verðum við að sinna þessum hóp frá 16-18 ára sem við höfum ekkert að bjóða í dag. Tilgangurinn með þessari hækkun er væntanlega m.a. sá að ná utan um þann hóp ungmenna, 16-18 ára, sem er stjórnlaus vegna vímuefnaneyslu eða annarra hegð- unarerfiðleika. Samfélagið gerir kröfu til þess að það sé gripið inn í og börnunum sé hjálpað," segir Bragi. Hann segir mjög erfitt að henda reiður á hve stór vandi þessa aldurs- hóps er. Barnaverndarstofa tók saman fyrir Alþingi mat á fjárhags- legum áhrifum þess ef sjálfræðis- aldurinn yrði hækkaður. Niðurstað- an í stórum dráttum var sú að taka þyrfti í notkun tvö ný meðferðar- heimili á fyrsta einu til tveimur árunum eftir hækkun sjálfræðisald- urs. Annað heimilið yrði sérhæft fyrir aldurshópinn 16-18 ára en ekkert slíkt heimili er til í dag. Þá þyrfti nýtt hefðbundið meðferðar- heimili fyrir aldurshópinn 13 ára og eldri vegna þess að hækkun sjálfræðisaldurs drægi úr gegnum- streymi á meðferðarheimilunum. Einnig er líklegt að barnaverndar- yfirvöld þurfi að taka að sér vímu- efnameðferð unglinga 16-18 ára. Því megi búast við að nauðsyn verði á sérhæfðu vímuefnameðferðar- heimili. Annað atriði snerti þann þátt sem lúti að fangelsun afbrota- unglinga. „ísland hefur fullgilt barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna en þurfti að gera fyrirvara viðvíkjandi tveimur greinum. Annar fyrirvar- inn lýtur að því ákvæði hans að ekki megi láta börn undir 18 ára afplána í fangelsum með fullorðn- um afbrotamönnum. Við höfum ekki getað fullgilt þetta ákvæði því þannig er hlutunum varið hjá okk- ur. Við höfum ekki sérstök ungl- ingafangelsi. Ef sjálfræðisaidurinn er hækkaður úr 16 í 18 ár veit ég að þær raddir gerast háværari að unglingar verði úrskurðaðir inn á meðferðaheimili í stað fangelsa eins og gerist á meðal annarra þjóða,“ sagði Bragi. Bragi segir að tveir til þrír ein- staklingar undir 18 ára aldri hafi verið dæmdir í afplánunarfangelsi árlega á undanförnum árum. Bragi telur að rekstrarkostnaður tveggja fyrrgreindu heimilanna yrði 50-80 milljónir kr. á ári án stofnkostnaðar og annað eins fyrir seinni heimilin tvö. Samtals yrði því rekstrarkostn- aðurinn einn á bilinu 100-160 millj- ónir kr. OPNUM í DAG Fleiri spennandi opnunartilboð Waffle T-sh......JU490 tilboð 590 Lulu peysa.......JU9§0 tilboð 890 Manha Han bolur...2^*90tilboð 1.390 Sally buxur......2*O0O"tilboð 1.490 Lana jakki ......4990tilboð 2.290 Temaskyrta.........lr99Ö"nú 990 Jenny skyrta.......2r5§0 nú 1.490 Shirley buxur......2S§0 nú 1.990 Heidi kjóll........JL29CÍ nú 1.990 Debbie gallabuxur..JitSdO nú 1.990 Dragtartilboð: Case blazer.... .JJ90 tilboð 4.990 Case buxur ... ...JU890 tilboð 2.590 Case pils........JUS90 tilboð 1.990 Marit buxur......-3990 tilboð 1.990 ReneToppur.......i-990"tilboð 990 Zero blazer + Logo skyrtur + Clint buxur sbr. mynd.........2U880 nú 9.900 Darwin rúskinsjakki 13900 nú 6.990 Beckley jakkap....3990 nú 1.990 Cream peysa.......3990 nú 1.990 Waffle bolur....1990’ nú 1 stk. 990 .....................2. stk. 1.490 Sendum 13 jjjC HT í®8| Wm I H ET 13 Nýtt kortatímabil póstkröfu B m ki mm Wmm Mmm I M verið velkomin Laugavegi 95-97, sími 552 1444 og 552 1844
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.