Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Ameríkubikarinn
í siglingum
Conner
gerir
enn eina
tilraun
Auckland. Reuter.
DENNIS Conner, bandaríski
skútustjórinn, sem unnið hefur
Ameríkubikarinn fjórum sinn-
um, ætlar að freista þess að
vinna hann einu sinni enn því
hann hefur skráð sig til leiks
í næstu keppni, sem háð verð-
ur við Nýja-Sjáland árið 2000.
Frestur til þess að skrá sig
til leiks rann út í gær en þá
höfðu 18 siglingafélög í 10
löndum tilkynnt þátttöku, eða
fleiri en nokkru sinni áður.
Hefur sigrað
fjórum sinnum
Silfurkannan, sem keppt er
um og kappsiglingin dregur
nafn af, er eftirsóttustu verð-
laun skútusiglinga. Conner
hefur unnið hana fjórum sinn-
um eða oftar en nokkur ann-
ar. Einungis tvisvar í 144 ára
sögu keppninnar hafa Banda-
ríkjamenn tapað könnunni, í
fyrra skiptið féll sá vafasami
heiður Conner í skaut en í
næstu keppni endurheimti
hann hana aftur.
Kappsiglingin var síðast háð
árið 1995 og féll sigurinn þá
áhöfn nýsálenskrar skútu Sir
Peters Blake í skaut.
Flestar kappsiglingaskút-
urnar eru bandarískar eða sex
en Frakkar hyggjast senda
þijár skútur og Svisslendingar
tvær. Aðrar skútur eru frá ít-
alíu, Ástralíu, Bretlandi, Jap-
an, Rússlandi, Hong Kong og
Spáni. Ekki er búist við að þær
mæti allar á rásmarkið þegar
forkeppnin hefst síðla árs
1999.
Bretlandsdrottning flytur stefnuræðu ríkisstjórnar Verkamannaflokksins
Stj órnlagaumbætur og
lagabreytingar boðaðar
Lundúnum. Reuter.
ÁÆTLUN nýrrar ríkisstjórnar
Verkamannaflokksins í Bretlandi
undir forsæti Tony Blairs um rót-
tækar stjórnlagaumbætur og um
víðtækar lagabreytingar, sem miða
að því að uppfylla helztu kosninga-
loforð flokksins, var kunngjörð í
ræðu Elísabetar II drottningar fyrir
lávarðadeild brezka þingsins í gær,
en þessi háttur hefur verið hafður á
flutningi stefnuræðu nýs forsætis-
ráðherra Bretlands frá upphafí þing-
ræðis í iandinu.
Talsmenn stjórnarinnar sögðu að
lagabreytingaáætlunin endurspegl-
aði forgangsröðun „ríkisstjórnar
fólksins" eftir endalok 18 ára valda-
tíðar íhaldsflokksins, en með áætl-
uninni byiji stjórnin á því að hrinda
kosningaloforðunum í framkvæmd
sem áttu veigamikinn þátt í kosn-
ingasigri Verkamannaflokksins 1.
maí sl.
Áætlunin felst í 26 lagafrumvörp-
um, sem ríkisstjórnin vonast til að
verði að lögum á næstu 18 mán-
uðum. Frumvörpin skiptast í fimm
meginflokka, í samræmi við fimm
meginstefnumið kosningastefnu-
skrár Verkamannaflokksins: að
minnka bekkjarstærðir í grunnskól-
um, stytta biðlista á sjúkrahúsum,
gera meðferð réttarkerfisins á af-
brotum síbrotaunglinga fljótari og
skilvirkari, finna 250.000 ungmenn-
um vinnu, sem nú þiggja bætur úr
almannatryggingakerfinu, og að
skapa skilyrði fyrir varanlegri vel-
megun.
En í áætluninni er einnig að finna
róttækar tillögur um stjórnlaga-
breytingar; um að auka valddreif-
ingu í stjórnkerfinu, auka gagnsæi
í stjórnarháttum og að „hreinsa til“
á starfsvettvangi stjórnmálamanna
eftir langt tímabil auðmýkjandi kyn-
lífshneyksla og fjármálamisferla,
Reuter
ÞINGMENN beggja deilda brezka þingsins sátu bekki fundarsals lávarðadeildarinnar þétt í gær,
þegar drottningin flutti þar stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Verkamannaflokksins.
sem Verkamannaflokkurinn segir að
hafi einkennt stjórnartíð fyrri ríkis-
stjórnar.
Þjóðaratkvæðagreiðslur verða
haldnar um stofnsetningu þings í
Skotlandi, sem ætlað er að fara með
skattheimtuvald, og þings í Wales,
sem ekki er ætlað alveg eins víðtækt
vald.
Meðal annarra stjórnlagabreyt-
inga, sem lagðar eru til í áætluninni
og bijóta þvert á stefnu íhalds-
flokksins, er að Mannréttindasátt-
máli Evrópu verði tekinn inn í brezk
lög. Þar með munu brezkir þegnar,
sem telja mannréttindi hafa verið
brotin á sér, geta sótt skaðabætur
fyrir innlendum dómstólum í stað
þess að neyðast til að leita til Mann-
réttindadómstólsins í Strassborg.
Fjárframlög erlendra aðila til
stjórnmálaflokka verða bönnuð,
vernd persónuupplýsinga styrkt og
„hvítbók" verður gefin út um fyrstu
skrefin í átt að setningu upplýsinga-
laga.
Atvinnuleysi minnkar
Atvinnulausir í Bretlandi mældust
vera færri í aprílmánuði en nokkru
sinni síðan í ágúst 1990, samkvæmt
opinberum tölum sem birtar voru í
gær. 1,65 milljónir manna töldust
vera atvinnulausir í mánuðinum, eða
5,9%, sem er lækkun um 0,2% frá
í marz.
Talsmenn Verkamannaflokksins
gáfu í gær út yfirlýsingu um að þær
aðferðir sem beitt væri við útreikn-
ing atvinnuleysistalna yrðu endur-
skoðaðar með það fyrir augum að
gera þær trúverðugri. Verkamanna-
flokkurinn hafði lengi sakað ríkis-
stjórn íhaldsflokksins um að fela hve
atvinnuleysi væri raunverulega mik-
ið með því að beita vafasömum að-
ferðum við útreikning atvinnuleysis-
talna.
I
I
i
I
1
>
)
Breyttar áherslur
í málum N-írlands
Sigur Verkamannaflokksins í þingkosningunum á Bretlandi
—
þykir boða aukna áherslu á málefni Norður-Irlands og skrifar
Davíð Logi Sigurðsson í Belfast að þar gæti nú bjartsýni
um að friðarviðræður hefjist að nýju.
TONY Blair þykir hafa sýnt á fyrstu
vikum sínum í embætti forsætisráð-
herra Bretlands að hann hyggist
leggja áherslu á málefni Norður-
írlands. John Bruton, forsætisráð-
herra írlands, var fyrstum erlendra
ráðamanna boðið á fund Blairs og
auk þess hefur Blair hitt alla helstu
leiðtoga norður-írskra stjórnmála-
flokka ef frá eru taldir forsvarsmenn
Sinn Fein, hins pólitíska arms Irska
lýðveldishersins (IRA). Heyrst hefur
að hann haldi á næstu dögum til
Norður-írlands og þá muni hann
skýra stefnu sína í málefnum þess.
í kjölfar sigurs Verkamanna-
flokksins í þingkosningum á Bret-
landi vöknuðu vonir um að ferskir
vindar í breskum stjórnmálum blésu
lífi í friðarferlið hér á Norður-
írlandi. Ekki þótti spilla fyrir fram-
ganga hins nýja ráðherra Norður-
Irlandsmála, Mo Mowlam, sem heill-
aði íbúa Belfast á göngu sinni um
borgina einungis klukkustundum
eftir að hún hlaut starfið. Mowlam
er fyrsta konan sem tekst á við þetta
erfiða ráðherraembætti og þykir
gjörólík Patrick Mayhew sem fór
með embættið í ríkisstjórn Johns
Majors. Hún hefur unnið sér virðingu
með því að hafa varið undanförnum
mánuðum í að auka skilning sinn á
málefnum Norður-írlands. Mest
þykir mönnum hins vegar um þá
staðreynd að hún virðist hafa raun-
verulegan áhuga á starfinu sem
þykir nokkur nýbreytni frá fyrri ráð-
herrum sem hafa oft litið á embætt-
ið sem pólitíska blindgötu.
Sinn Fein fær ekki
skrifstofu á þingi
Sinn Fein vann stórsigur í þing-
kosningunum og fékk tvö þingsæti.
Hinir kjömu þingmenn flokksins,
Gerry Adams og Martin McGuinness,
neita hins vegar að sveija Breta-
drottningu hollustueið og hyggjast
ekki taka sæti á þingi. Þær ætluðu
þó að neyta réttar síns til að opna
skrifstofu á þingi og hafa þar að-
stöðu. Betty Boothroyd, forseti neðri
málstofu breska þingsins, ákvað hins
vegar í gær að þeir fengju engin
réttindi þingmanna nema þeir væru
reiðubúnir til að sverjaþingmannseið-
inn með aðra hönd á Biblíunni.
Sigur Sinn Fein hefur verið túlk-
aður sem skilaboð frá íbúum um að
flokknum beri að halda áfram þing-
ræðisleiðina að takmarki sínu. Að
sama skapi telur Sinn Fein sig hafa
fengið óumdeilt umboð og að yfir-
völd séu nú tilneydd að hefja viðræð-
ur við samtökin sem fyrst. Líklegt
er að leiðtogar IRA gefí talsmönnum
Sinn Fein talsvert fijálsar hendur á
næstu mánuðum og að IRA hafi
hægt um sig á meðan Sinn Fein
leitast við að komast að samninga-
borðinu. Áður en það gerist er hins
vegar sú krafa gerð að IRA lýsi
yfir vopnahléi og er ekki ólíklegt að
IRA telji það rétt skref í stöðunni
þótt vopnahlé hleypi Sinn Fein
reyndar ekki sjálfkrafa að samn-
ingaborðinu.
Hveitibrauðsdögunum
lokið
Hveitibrauðsdögum nýju ríkis-
stjórnarinnar er hins vegar lokið.
Oft er haft á orði um írska sjálfstæð-
isbaráttu að í hvert sinn sem ný
stjórnmálasamtök séu stofnuð á Ir-
landi sé fyrst á dagskrá þeirra að
klofna í tvennt. Samtök þjóðern-
issinna hafa klofnað oftar en elstu
menn muna og í dag eru auk IRA
starfandi mörg smærri samtök sem
láta í sér heyra af og til. Oftar en
ekki eru þessi samtök mun róttæk-
ari en IRA og síðustu mánuði hafa
þau kvartað yfir vilja IRA til að taka
þátt í stjórnmálaþrasi um framtíð
eyjunnar.
Að þeirra mati er friðarferli und-
anfarinna þriggja ára ekkert nema
orðin tóm og einungis fullur sigur
er viðunandi, málamiðlanir að sama
skapi óhugsandi.
Morð á krá
Á föstudagskvöld tóku ein slík
samtök, Irish National Liberation
Army (INLA), sig til og myrtu liðs-
mann lögreglunnar fyrir opnum
tjöldum á krá í Belfast. Fyrst var
talið að morðið hefði með þá stað-
reynd að gera að þessi krá er höfuð-
samkomustaður samkynhneigða í
borginni en eftir að INLA lýstu
ábyrgð á hendur sér er talið líklegra
að um hefnd sé að ræða. Tveimur
dögum áður hafði nefnilega ungur
kaþólikki látist af völdum sára sem
hann hlaut 2 vikum áður þegar stór
hópur mótmælenda þjarmaði að hon-
um í Portadown.
Vitni að atburðunum segja að
nálægt árásarstaðnum hafi liðsmenn
lögreglunnar (RUC) setið hreyfing-
arlausir í lögreglubíl. Kaþólikkar
hafa löngum haft ímugust á lögregl-
uliði RUC sem hefur í gegnum tíðina
ekki alltaf þótt hlutlaust í framkomu
sinni við íbúa Norður-írlands. Að- i
gerðarleysi lögreglunnar þetta kvöld
í Portadown þykir sumum sanna að l'
RUC sé jafn andsnúið kaþólikkum )
og áður.
Þrátt fyrir þetta er líklegt að vilji
sé innan IRA fyrir nýju vopnahléi
enda merkir öruggur meirihluti
Verkamannaflokksins á breska
þinginu að Tony Blair er ekki upp
á náð og miskunn þingmanna sam-
bandssinna eins og John Mayjor var
á síðasta þingi. Það merkir að Blair ^
getur aðhafst án þess að eiga á
hættu að tapa meirihluta sínum á |
þingi og getur því sýnt meiri dirfsku )
í útspili sínu.
Á hinn bóginn er útilokað að ná
fram samkomulagi án samráðs við
sambandssinna sem þrátt fyrir allt
eru fulltrúar meirihluta íbúa á Norð-
ur-írlandi.
Atburðir síðustu helgar hafa
minnt menn á að engu hafi verið
áorkað enn og nú þarf að tryggja L
að átök sumarsins verði ekki jafn
hatrömm og á síðasta ári þegar ber- p
lega kom í ljós að stutt er í hatrið |
undir niðri. Spádómar um úrslit
sveitarstjórnarkosninga sem haldnar
verða eftir viku eru síðan jafn vafa-
samir og allt annað hér á Norður-
írlandi. Það sannaðist best í febrúar
á síðasta ári þegar þekktur fræði-
maður hélt fyrirlestur í Belfast um
ástæður þess að þjóðernisdeilur
tækju enda. Daginn eftir rauf IRÁ L
vopnahlé sitt með Canary Wharf-
sprengjunni í London. Hin gömlu p
sannindi að vika sé langur tími i ^
stjórnmálum eiga hvergi betur við
en á Norður-írlandi.