Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hercuíes HÖGGDEYFAR Höfum úrval höggdeyfa í margar gerðir bifreiða. Leiðbeinum einnig við val á höggdeyfum í breyttar bifreiðar. / Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar í síma 588 2550. I fararbroddi SKEIFUNNI2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550 AÐSENPAR GREINAR Oryggisbelti 1 lang- ferðabifreiðum UNDRUN sætir hversu iítið hefur farið fyrir umfjöllun í fjölmiðlum um lögbindingu öryggisbelta í lang- ferðabifreiðum hérlendis. Þrátt fyrir hræðileg rútuslys undanfarin ár hef- ur ekkert gerst í framvindu og úr- lausn þessara mála. Það hvarflar að manni sú kald- hæðnislega hugsun að það séu ekki komnar nægar „sannanir" á nuðsyn þessa öryggisbúnaðar til að forráða- menn þjóðfélagsins taki sig á og knýi þetta í gegn sem forgangsmál. Samkvæmt upplýsingum frá Bif- reiðaeftirliti ríkisins kveða núgild- andi reglur eingöngu á um skyldu á öryggisbeltum í þeim sætum þar sem ekki eru önnur sæti fyrir framan eða slár. Er almenningur virkilega sáttur við öryggið í hinum sætunum? Hundruð skólabarna ferðast með sérleyfisbifreiðum daglega víðsvegar um land, allan veturinn í misjöfnu veðri og færð og ef sýna á fyrir- hyggju ætti að byrgja brunninn hið snarasta. Ætla má að ábyrgir for- eldrar og uppalendur venji börn sín á að nota öryggisbelti í fólksbílum að staðaldri og án undantekninga. í grein sem birtist nýlega í Morgun- blaðinu „Öryggi barna í bílum“ skrif- ar Fjóla Guðjónsdóttir: „Barni sem alltaf er spennt í bíl finnst það vera eðlilegasti hlutur í heimi og það Salvör Jóhannesdóttir Hvaða skilaboð er verið að senda börnum, spyr Salvör Jóhannesdótt- ir, þegar þau koma í langferðabíla og þar -kjarni málsins! finnast ekki einu sinni bílbelti? mótmælir þegar það gleymist. Það skiptir máli að ekki séu gerðar und- antekningar frá þessari reglu.“ Hvaða skilaboð er þá verið að senda börnunum þegar þau koma í lang- ferðabíla og þar finnast ekki einu sinni bílbelti? Við þurfum að geta gert þá kröfu að hafa möguleika á að vera samkvæm okkur sjálfum gagnvart börnunum. Hjá Umferðarráði fengust þær upplýsingar að verið væri að stefna að því að koma á reglum um skyldu svökallaðra þriggja punkta belta í langferðabifreiðum samkvæmt evr- ópskum staðli um aldamót, en þá mun samt sem áður annar vandi óleystur og hann er sá að rúturnar sem eru í notkun hér á landi eru flestar of gamlar til þess að hægt sé með góðu móti að setja slík belti í þær. Það er mín skoðun að þetta sé vandamál sem langferðabifreiða- eigendur, þ.e. þeir sem selja þjón- ustuna, þurfi sjálfir að leysa sem fyrst. Erum við öll tilbúin til að sýna biðlund eftir öryggisbeltum í öllum langferðabifreiðum þar til núverandi íslenskar rútur eru hættar að skrölta? Það munu þó fyrirfinnast einhver fyrirtæki hérlendis sem leggja metn- að sinn í að hafa þessi sjálfsögðu öryggismál í lagi og er það vel. Eg vil skora á forráðamenn skóla og sveitarfélaga og aðra þá sem hafa með höndum umsjón með kaup- um á þjónustu frá sérleyfishöfum að sýna ábyrgð, vanda valið og gera kröfu um öryggisbelti. Höfundur er sjúkrnlidi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.