Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ný sjónar- hornog hefðbundin LESANDINN fær að vera samferða þeim Eggerti og Bjarna inn í hina umbrotamiklu upplýsingar- öld þegar þeir stigu á tind Heklufjalls árið 1750 og sigruðu þar með — að minnsta kosti á táknræn- an hátt — miðaldamyrkrið sem umlukið hafði land og lýð. Málverkið heitir Konur horfa til Heklu og er eftir Jón Stefánsson (1958-60). Myndin er birt í þriðja bindi íslensku bókmenntasögunnar. BÆKUR Bökmcnntasaga ÍSLENSK BÓKMENNTA- SAGA III eftir Ama Ibsen, Gisla Sigurðsson, Matthías Viðar Sæmundsson, Pál Valsson, Si(ju Aðalsteinsdóttur, Við- ar Hreinsson og Halldór Guðmunds- son sem er ritsijóri. Mál og menn- ing. Revkjavík 1996.1016 bls. ÞRIÐJA bindi íslenskrar bók- menntasögu Q'allar um tímabilið frá 1789 til 1918 sem, eins og Halldór Guðmundsson ritstjóri verksins bendir á í inngangi, hefur verið kallað hin langa nítjánda öld. Raunar er farið bæði fram og aft- ur fyrir þessi mörk í umfjölluninni enda erfítt að fella bókmenntirnar inn í svo skýrt afmarkaðan ramma. Þetta tímaskeið er merkilegt fyrir margra hluta sakir. í upphafí þess ríkir sú hugmyndastefna sem síðan hefur haft meiri og minni áhrif á vitsmunalíf mannsins, það er að segja upplýsingin. Upp úr henni vaxa tvær hreyfíngar í bókmennt- um sem segja má að hafí vegist á allt til þessa dags; rómantík og raunsæi. Þær hugmyndir sem við höfum um bókmenntir í dag eru því að verulegu leyti ættaðar frá þessu tímabili; sum af þeim grund- vallarhugtökum sem við notum um bókmenntir urðu til þama, svo sem bókmenntahugtakið sjálft og höf- undarhugtakið. (í íslensku ritmáli kemur fyrmefnda hugtakið fyrst fyrir í þeirri merkingu sem nú þekkist árið 1835 í Fjölni og það síðarnefnda árið 1784 í einkabréfi.) Á þessum tíma hófst einnig eiginleg bókmenntasöguritun í kjölfar þess að hugmyndir um sögulega framrás og þróun urðu fyrirferðarmiklar. Skáldatöl höfðu vissulega verið skráð frá fornu fari en í þeim hafði enginn gaumur verið gefinn að sögulegu samhengi eða þróun. Frá því á átjándu öld hafa hins vegar skáldið, eða höf- undurinn, og sagan verið miðlæg í bókmenntalegum rannsóknum. Einstök verk hafa verið skoðuð út frá höfundi sínum — ævi hans, stétt, menntun o.s.frv. — og sett í sögulegt samhengi, bæði bók- menntalega, hugmyndalega, fé- lagslega og pólitískt. Um skeið þurfti þetta sjónarhon á bókmennt- imar að víkja að nokkm leyti fyrir nýjum viðhorfum sem lögðu meiri áherslu á að rýna í textann, eða skáldskapinn sjálfan. í yfirlitsrit- um um bókmenntir á þessu skeiði var meiri gaumur gefínn að ein- stökum skáldverkum og flokkun í bókmenntagreinar en að umfjöllun um ævi og verk einstakra skálda og sögulegri þróun. Á allra síðustu ámm hafa söguleg viðhorf hins vegar mtt sér braut aftur, með nýjum áherslum þó. í þeirri bókmenntasögu sem hér er til umfjöllunar em öll þessi við- horf uppi, enda em höfundamir margir, eða sex talsins, auk rit- stjórans Halldórs Guðmundssonar sem skrifar inngang. Svo það helsta sé nefnt er sem sagt ævi- sögulegu rannsóknaraðferðinni beitt þar að nokkra leyti, rakin söguleg þróun í bókmenntunum með hliðsjón af hugmyndasögu, samfélags- og stjómmálasögu og rýnt í einstök verk út frá ýmsum sjónarhornum og einnig bók- menntategundir og -fyrirbæri. Vissulega getur það verið galli að ólíkum aðferðum sé beitt í sömu bókinni en það getur einnig verið styrkur hennar í vissum skilningi því að ólíkir höfundar kunna að bæta hver annan upp. Að minni hyggju er það engin spuming að svo er í þessu þriðja bindi Bók- menntasögunnar. Og þess vegna er það heldur ekki galli á bókinni að umfjöllun höfundanna sex skar- ast oft og tíðum; sjónarhorn þeirra og efnistök eru svo ólík. Afturhaldssöm upplýsing Það leikur ekki nokkur vafí á því að umfjöllun Matthíasar Viðars Sæmundssonar um upplýsinguna, sem hér er skilgreind sem tímabil- ið frá 1750 til 1840, er merkileg- asta framlagið til íslenskra bók- menntarannsókna í þessu bindi. Matthías sýnir fram á samfélags- legar, sögulegar, pólitískar og hug- myndalegar rætur eða orsakir upp- lýsingarinnar á íslandi sem eins og gefur að skilja voru að mörgu leyti aðrar en þær sem lágu henni til grundvallar í Evrópu. Hann lætur lesandann verða samferða þeim Eggerti og Bjarna inn í þessa umbrotamiklu öld þegar þeir stigu á tind Heklufjalls árið 1750 og sigmðu þar með — að minnsta kosti á táknrænan hátt — miðalda- myrkrið sem umlukið hafði land og lýð. En þótt upplýsingarinnar og skynseminnar ljós hafí verið tendrað í þessari för og sögur um helvítisdyr fjallsins hraktar þá var það aðeins fyrsti sigurinn í löngu stríði sem síðan átti einkum eftir að fara fram í rituðu máli. Á þessu tímaskeiði lauk einokun kirkjunnar á hinu prentaða orði og til varð ÞAK-0G VEGGKLÆÐNIMGAR ÍSVAL-aORGA EHF. HÖFÐABAKKA 9. 112 REYKJAVIK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 orðræðusamfélag menntamanna sem stóð utan við klerkaveldið og tók raunar að sér það boðunar- og kennarahlutverk sem eingöngu klerkastéttin hafði gegnt áður. Niðurstaða Matthíasar um upp- lýsinguna er sú að hún hafi haft minni áhrif hér á landi en vænta mætti „enda hefur hugtakið „upp- lýsingaröld" einungis verið notað til hægðarauka um mótsagna- kennda menningardeiglu á tímabil- inu frá 1750 til 1840 [...]“, segir Matthías. Ástæðumar fyrir tak- mörkuðum áhrifum íslenskrar upp- lýsingar vom bæði féiagslegar og hugarfarslegar, að mati Matthías- ar, og þá beri að hafa hugfast að „menningar- og stjórnsýslu- stofnanir vantaði hér á landi þar sem þéttbýlisstaðir vora nánast ekki til, hvað þá borgaraleg milli- stétt af nútímatoga". Matthías heldur því raunar fram að leiðtog- ar íslenskrar upplýsingar hafi verið miklir afturhaldsseggir: „Þessir hugsjónamenn vom nær allir andsnúnir þéttbýlismyndun við sjó- inn og eflingu nýrra stétta enda vildu þeir uppfræða almenning án þess að raska aldagömlum valda- tengslum, styrkja átti íslenska at- vinnuvegi að óbreyttri samfélags- gerð“. Þessa afturhaldssemi mátti einnig sjá í bókaútgáfu á upplýs- ingaröld, eins og rakið er í bók- inni, en þrátt fyrir nýjar hugmynd- ir um skáldskapinn og hlutverk hans breyttust áherslurnar í út- gáfumálum nánast ekki neitt frá því að prentverkið var alfarið und- ir stjórn kirkjunnar, og það þrátt fyrir að sá sem upplýstastur vildi teljast, Magnús Stephensen, héldi um stjórnvölinn. Matthías sýnir svo fram á að Fjölnismenn vom mál- svarar sömu hugmynda, þeir „voru jafn íhaldssamir og Magnús kon- ferensráð hvað þetta snertir; frels- ishugsjónin náði einungis til þeirra sjálfra og þeirra líka.“ Nýr mannskilningur Þrátt fyrir að sjálfsvitund og tilfínningalíf upplýsingarmanna hafí ekki verið farin að lita skrif þeirra segir Matthías að þetta tímaskeið hafí engu að síður borið í sér „vísi nýs mannskilnings" þar sem „menn tóku að líta á sjálfa sig sem torrætt viðfangsefni eigin skrifa jafnframt því sem lýsing náttúmnnar varð að vanda.“ Það er ekki fyrr en á síðari hluta nítj- ándu aldarinnar sem þessi nýi mannskilningur fer að verða ríkj- andi viðfangsefni í íslenskum bók- menntum og má sjá þess glögg merki í sjálfsævisögulegum skrif- um, eins og Matthías sýnir fram á síðar í bókinni, en ekki síður í kveðskap. Páll Valsson skoðar þennan þátt í kveðskap upplýsingarmanna og rómantíkera en á allt öðmm for- sendum en Matthías. Páll fer ekki rækilega í skáldskapar- og hug- myndafræði upplýsingarmanna, enda Matthías búinn að gera því efni skil, en hann ræðir allítarlega um hugmyndalejgar ástæður róm- antíkurinnar. I umfíöllun um fagurfræði hennar sakna ég þó þáttar þýska heimspekingsins, Immanuels Kant, sem þrátt fyrir að vera upplýsingarmaður lagði grunninn að fagurfræði rómantík- urinnar með riti sínu, Kritik der Urteilskraft (útg. 1790). Páll legg- ur reyndar mikla áherslu á andóf rómantíkurinnar gegn upplýsing- unni og þá ekkert síður í skáld- skaparfræðilegum efnum en öðr- um. Mætti þama ef til vill tala um misræmi í áherslum eða túlkun þeirra Matthíasar og Páls því sá fyrrnefndi dregur frekar úr rofinu þama á milli, eins og sjá má að framansögðu. Umfjöllun Páls um ljóðlist þessa tíma er mjög hefð- bundin og ber ekki mörg ný tíð- indi; skemmtilegt hefði verið — og tímabært einnig — að fá ferska og framlega sýn á þetta efni. Kaflar Silju Aðalsteinsdóttur um raunsæi í ljóðlist og ljóðagerð frá 1900 til 1918 em sama marki brenndir; eru hefðbundin sýn á efnið. Eins og umfjöllun Páls eru þó skrif Silju eigi að síður skemmti- leg og fróðleg aflestrar. Auk fyrrnefnds kafla um upp- lýsinguna skrifar Matthías kafla um sagnagerð frá upplýsingu til raunsæis og annan um sagnagerð frá þjóðhátíð til fullveldis. Þessir þrír kaflar Matthíasar eru eins konar burðarvirki í þessu þriðja bindi Bókmenntasögunnar og gefa gott yfirlit yfir bókmennta- þróun tímabilsins sem bindið spannar. LANCOMEl Kynnum í dag og á morgun • Kaupaukar og tilboðsöskjur í boði meðan birgðir endast* • Taska* með 3 eða 5 vörum fylgir sem kaupauki. Le SoÍn á la Carte Hamraborg 14a s. 564 2011 Allir sem líta við fá gjöf frá LANCÖME Tilboðsöskjur* í öskjunum eru 30 ml krem, ásamt 3 öðrum vömm. Einstakt verð - mjög mikill afsláttur miðað við venjulega vöru. Askja með: Hydracontrole kr. 1.250 Bienfait Total kr. 1.450 Hydrative kr. 1.550 Nutriforce kr. 1.750 Primordiale kr. 1.950 Rénergie kr. 1.950
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.