Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMT.UDAGUR 15. MAÍ 1997 17
LANDIÐ
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
JÓN Helgason formaður Símenntar, Ingibjörg Stefánsdóttir fram-
kvæmdastjóri og Jónas Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri UIA
sem aðstoðaði við skipulagningu og framkvæmd námskeiðanna.
Átak til athafna
Egilsstöðum - Símennt eru samtök
sem hafa það að markmiði að vinna
að frjálsri félagastarfsemi og örva
fólk til þátttöku í henni auk þess
að stuðla að fræðslu og umræðu
um þjóðfélags-, atvinnu- og menn-
ingarmál til að auðvelda þátttak-
endum að bregðast við breyttum
aðstæðum.
Jón Helgason formaður og Ingi-
björg Stefánsdóttir framkvæmda-
stjóri, voru á ferð um Austurland
og héldu námskeiðið „Átak til at-
hafna.“ Það var eitt sex slikra sem
haldin voru á Austurlandi en þau
eru liður í námskeiðahaldi á lands-
vísu. Námskeiðið er ætlað öllu
áhugasömu fólki og er þátttakend-
um að kostnaðarlausu. Á nám-
skeiðinu sem er 4 klst. er fólk
m.a. hvatt til þess að hjálpa sér
sjálft og að vanmeta ekki eigin
getu í þátttöku sinni í félags- og
menningarstarfi og um leið bent á
mikilvægi framtaks hvers einstakl-
ings fyrir sig. Sérstök áhersla er
lögð á mikilvægi fullorðinsfræðslu
og kynnt hve mikið er í boði á því
sviði, einnig er sagt frá ráðgjöf sem
í boði er, svo og sjóðum sem leita
má til um styrki og lán til atvinnu-
uppbyggingar.
Stofnendur Símenntar eru Kven-
félagasamband íslands, Bænda-
samtök Islands og Ungmennafélag
Islands.
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
SIGURÐUR Ragnarsson framkvæmdasljóri Fossnestis, Sverrir
Halldórsson kokkur, Gunnar Sigtryggsson framkvæmdasljóri
Inghóls og Sigurður Jónsson framkvæmdasljóri ferðaþjónustu-
deildar KÁ fyrir utan Inghól sem hefur verið leigður nýjum
rekstraraðilum næstu 5 árin.
Inghóll leigður nýj-
um rekstraraðilum
Selfossi - ístoppur ehf. hefur gert
samning við KA til 5 ára um rekst-
ur veitingastaðarins Inghóls á Sel-
Vomur á
vorinu
norð-
anlands
Blönduósi - Vorboðinn ljúfi
hefur mildari vordaga lifað en
þá síðustu. I húsagörðum hef-
ur lóan fundið sér griðastað
undan norðanáhlaupinu, dýrð-
in, dýrðin er geymd til betri
daga, daga sem allir vona að
komi sem allra fyrst. Aprílsólin
var auðsveip og mild en maí-
stjarnan margrómaða hefur
verið leiðarljós norðanvinda og
nepju. Nálin sem bjartsýn í
apríllok trúði á bjarta framtíð,
blánar og bíður síns tíma.
fossi. Samningurinn var undirritað-
ur 1. maí. Forsvarsmenn ístopps
ehf. eru Gunnar Sigtryggsson og
Gunnar Einarsson.
Að sögn Sigurðar Jónssonar,
framkvæmdastjóra ferðaþjónustu-
deildar KÁ, þá telur hann að rekst-
urinn sé betur kominn í höndum
einkaaðila. „Það myndast persónu-
legri tengsl við viðskiptavinina og
það skiptir höfuðmáli," segir Sigurð-
ur. Hann telur jafnframt mikilvægt
að í húsinu sé öflugur veitingarekst-
ur, sem kemur til með að styrkja
aðra ferðaþjónustu á svæðinu.
Gunnar Sigtryggsson er nýr
framkvæmdastjóri Inghóls. Hann
segir að Inghóll sé fyrsta flokks
veitingastðaur, vel kynntur um land
allt, og að í sumar verði keyrt af
fullum krafti á dansleikjahald og
skemmtanir. „Við munum leggja
mikla áherslu á góða þjónustu, við
ætlum að leggja sérstaka áherslu á
að bæta ölstofuna, en hún hefur
alla burði til þess að verða vinsæl.
íþróttamenn eru velkomnir að fylgj-
ast með beinum útsendingum sem
verða sífellt vinsælli," segir Gunnar
sem sjálfur æfði með Arsenal við
góðan orðstír árið 1969.
SIEMENS
DÆMALAUS
Það er okkur sönn ánægja að geta nú boðið þessi
rómuðu Siemens heimilistæki með miklum afslætti.
Gjörið svo vel - og njótið vel!
Siemens kæliskápur
KS 28V02
Einstaklega eigulegur kæliskápur á hreint
ótrúlegu verði.
• 2061 kælir, 581 frystir. • 156 x 55 x 60 sm (h x b x d).
Stgrverð riú: 49.900 kr.
Stgrverð áður: 59.985 kr.
SPARNAÐUR: 10.085 KR.
Siemens frystikista
GT 34B04
Frystikista á spottprís fyrir alla þá sem vilja
hafa matarforðann í öruggri geymslu.
• 318 lítrar nettó.
Stgrverð raú: 39.900 kr.
Stgrverð áður: 49.755 kr.
SPARNAÐUR: 9.855 KR.
Siemens eldavél
HS 24023
Sívinsæl eldavél, einföld í notkun, traust
og endingargóð.
• Breidd 60 sm. • Yfir- og undirhiti, grill. • 4 hellur. • Geymsluskúffa.
Stgrverð nú: 46.500 kr.
Stgrverð áður: 55.614 kr.
SPARNAÐUR: 9.114 KR.
Siemens þvottavél
WM 20850SN
Góð þvottavél sem auðvelt er að læra á.
• Vinduhraði: 800 sn./mín. • 11 grunnkerfi fyrir suðuþvott, mislitan
þvott, straufrítt og ullarþvott.
Stgrverð nú: 52.900 kr.
Stgrverð áður: 58.497 kr.
SPARNAÐUR: 5.597 KR.
Siemens uppþvottavél
SN33310SK
Besti vinur fjölmargra íslendinga. Velvirk,
hljóðlát og sparneytin.
• Þrjú þvottakerfi. • Fjórföld flæðivörn með Aqua-Stop.
Stgrverð nú: 58.900 kr.
Stgrverð áður: 64.914 kr.
SPARNAÐUR: 6.014 KR.
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 • Sími 511 3000
Siemens á heima hjá þér!
UMBOÐSMENN:
•Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs •Borgarnes: Glitnir •Snæfellsbær:
Blómsturvellir •Grundarfjörður: Guðni Hailgrimsson •Stykkishélmur:
Skipavík •Búðardalur: Ásubúö •Ísafjörður: Póllinn •Hvammstangi:
Skjanni •Sauðárkrókur: Rafsjá •Siglufjörður: Torgiö •Akureyri:
Ljósgjafinn •Húsavík: öryggi •Vopnafjörður: Rafmagnsu. Árna M.
•Neskaupstaður: Rafalda •Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E.
• Egilsstaðir: Sveinn Guömundsson •Breíðdalsvík: Stefán N.
Stefánsson *Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt *Vík í Mýrdal: Klakkur
• Vestmannaeyjar: Tréverk *Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR
•Hella: Gilsá *Selfoss: Árvirkinn •Grindavík: Rafborg »Garður:
Raftækjav. Sig. Ingvarssonar. •Keflavík: Ljósboginn •Hafnarfjörður:
Rafbúð Skúla, Álfaskeiói