Morgunblaðið - 15.05.1997, Side 50

Morgunblaðið - 15.05.1997, Side 50
50 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hercuíes HÖGGDEYFAR Höfum úrval höggdeyfa í margar gerðir bifreiða. Leiðbeinum einnig við val á höggdeyfum í breyttar bifreiðar. / Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar í síma 588 2550. I fararbroddi SKEIFUNNI2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550 AÐSENPAR GREINAR Oryggisbelti 1 lang- ferðabifreiðum UNDRUN sætir hversu iítið hefur farið fyrir umfjöllun í fjölmiðlum um lögbindingu öryggisbelta í lang- ferðabifreiðum hérlendis. Þrátt fyrir hræðileg rútuslys undanfarin ár hef- ur ekkert gerst í framvindu og úr- lausn þessara mála. Það hvarflar að manni sú kald- hæðnislega hugsun að það séu ekki komnar nægar „sannanir" á nuðsyn þessa öryggisbúnaðar til að forráða- menn þjóðfélagsins taki sig á og knýi þetta í gegn sem forgangsmál. Samkvæmt upplýsingum frá Bif- reiðaeftirliti ríkisins kveða núgild- andi reglur eingöngu á um skyldu á öryggisbeltum í þeim sætum þar sem ekki eru önnur sæti fyrir framan eða slár. Er almenningur virkilega sáttur við öryggið í hinum sætunum? Hundruð skólabarna ferðast með sérleyfisbifreiðum daglega víðsvegar um land, allan veturinn í misjöfnu veðri og færð og ef sýna á fyrir- hyggju ætti að byrgja brunninn hið snarasta. Ætla má að ábyrgir for- eldrar og uppalendur venji börn sín á að nota öryggisbelti í fólksbílum að staðaldri og án undantekninga. í grein sem birtist nýlega í Morgun- blaðinu „Öryggi barna í bílum“ skrif- ar Fjóla Guðjónsdóttir: „Barni sem alltaf er spennt í bíl finnst það vera eðlilegasti hlutur í heimi og það Salvör Jóhannesdóttir Hvaða skilaboð er verið að senda börnum, spyr Salvör Jóhannesdótt- ir, þegar þau koma í langferðabíla og þar -kjarni málsins! finnast ekki einu sinni bílbelti? mótmælir þegar það gleymist. Það skiptir máli að ekki séu gerðar und- antekningar frá þessari reglu.“ Hvaða skilaboð er þá verið að senda börnunum þegar þau koma í lang- ferðabíla og þar finnast ekki einu sinni bílbelti? Við þurfum að geta gert þá kröfu að hafa möguleika á að vera samkvæm okkur sjálfum gagnvart börnunum. Hjá Umferðarráði fengust þær upplýsingar að verið væri að stefna að því að koma á reglum um skyldu svökallaðra þriggja punkta belta í langferðabifreiðum samkvæmt evr- ópskum staðli um aldamót, en þá mun samt sem áður annar vandi óleystur og hann er sá að rúturnar sem eru í notkun hér á landi eru flestar of gamlar til þess að hægt sé með góðu móti að setja slík belti í þær. Það er mín skoðun að þetta sé vandamál sem langferðabifreiða- eigendur, þ.e. þeir sem selja þjón- ustuna, þurfi sjálfir að leysa sem fyrst. Erum við öll tilbúin til að sýna biðlund eftir öryggisbeltum í öllum langferðabifreiðum þar til núverandi íslenskar rútur eru hættar að skrölta? Það munu þó fyrirfinnast einhver fyrirtæki hérlendis sem leggja metn- að sinn í að hafa þessi sjálfsögðu öryggismál í lagi og er það vel. Eg vil skora á forráðamenn skóla og sveitarfélaga og aðra þá sem hafa með höndum umsjón með kaup- um á þjónustu frá sérleyfishöfum að sýna ábyrgð, vanda valið og gera kröfu um öryggisbelti. Höfundur er sjúkrnlidi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.