Morgunblaðið - 15.05.1997, Side 63

Morgunblaðið - 15.05.1997, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 63 Stuðmenn á afmælis- hátíð MH HLIÓMSVEITIN Stuðmenn leikur á sérstakri lokahátíð Menntaskól- ans við Hamrahlíð föstudaginn 23. ihaí nk. „Hljómsveitin sem stofnuð var af þeim Jakobi Frímanni Magnús- syni og Valgeiri Guðjónssyni var fyrsta skólahljómsveit skólans og var upphaflega hugsuð sem skemmtiatriði á árshátíð en sló svo rækilega í gegn að ferill hennar er að líkindum sá lengsti og litrík- asti sem nokkur íslensk hljómsveit getur státað af. Þó að hljómsveitin komi afar sjaldan fram virðast vin- sældir hennar ótrúlegar, jafnt með- al hinna yngri sem eldri. Síðast komu Stuðmenn fram árið 1994 á sérstöku hátíðarkvöldi þegar þjóð- búningur íslenskra karlmanna var valinn og nú gefst sjaldgæft tæki- færi til þess að heyra í sveitinni á sérstöku afmælishátíðarkvöldi í til- efni af lokum 30. afmælisárs skól- ans. Auk Stuðmanna mun hinn sívinsæli skemmtikraftur Páll Ósk- ar koma fram en hann er einnig fyrrverandi nemandi við MH og var sem kunnugt fulltrúi íslands í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva 3. maí sl.,“ segir í fréttatilkynningu Nemendafélags MH. Forsala aðgöngumiða verður I Norðurkjallara MH fyrir útskrifaða stúdenta úr MH fyrr og síðar og meðlimi nemendafélaga dagskóla og öldungadeildar á vorönn 1997 frá kl. 16-19 dagana 15., 16., 17. og 20. maí nk. á 800 kr. Fyrir aðra verður sala aðgöngumiða 21., 22. og 23. maí á 1.000 kr. Gar ðyrkj uskól- inn með nám- skeið á lands- byggðinni TVEIR af kennurum Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, eru þessa dagana með námskeið víðsvegar um landið. Þetta eru þeir Gunnþór Guð- finnsson, sem fjallar um matjurtir í heimilisgarðinum og Kristinn H. Þorsteinsson, sem fjallar um trjá- klippingar og tijágróður í mismun- andi umhverfí. Kristinn er með fyrirlestur um tijáklippingar í kvöld, fimmtudag, í Borgarnesi, í félagsheimili hesta- manna, Vindási, og Gunnþór annað kvöld um matjurtirnar. Á laugardag- inn verður Gunnþór á Sauðárkróki frá kl. 13-18 í Fjölbrautaskóla Sauðárkróks og laugardaginn 24. maí í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík frá kl. 13-18. Kristinn og Gunnþór verða báðir á Akureyri laugardaginn 31. maí. Þá mun Krist- inn fjalla um tijágróður í mismun- andi umhverfi og Gunnþór um mat- jurtir í heimilisgarðinum. Báðir fyrir- lestrarnir standa frá kl. 10-16. Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðin fer fram á skrifstofu Garðyrkjuskólans alla virka daga frá kl. 8-16. Rætt um barnamissi JÓHANN Thoroddsen, sálfræðing- ur, fjallar um barnamissi á fræðslu- fundi sem Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, stendur fyr- ir í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20. Samtökin hvetja sérstaklega for- eldra sem misst hafa barn (börn) sitt til að koma á fyrirlesturinn sem verður í Gerðubergi. Jóhann mun svara fyrirspurnum að loknu erindi sínu. Allir eru velkomnir. I Stiniirms Morgunblaðið/Golli P. OLE Fanger, formaður SCANVAC, afhenti Jóhannesi Zoega, fyrrum veitustjóra Hitaveitu Reykjavíkur, heiðursviðurkenningu SCANVAC. Heiðraður á ráðstefnu norrænna lagnafélaga SAMTÖK norrænna Lagnafélaga heita SCANVAC og gekk Lagna- félag íslands í samtökin 1991. Allt sem viðkemur tæknilegum framförum í lögnum, umhverfis- mál, orkumál og sá vandi að búa á norrænum slóðum er á verk- efnaskrá samtakanna og ein- stakra félaga í hverju landi, segir í fréttatilkynningu. Fyrir þremur árum efndi finnska félagið FINVAC til ráð- stefnu, Rovaniemi, undir titlinum „Cold Climate HVAC ’94“. í lok þeirrar ráðstefnu var ákveðið að siíkar ráðstefnur verði haldnar á þriggja ára fresti. Lagnafélag ís- lands, ICEVAC, tók að sér að halda næstu ráðstefnu og fór hún fram á Hótel Loftleiðum 30. apríl, 1.-2. maí sl. undir nafninu „Cold Climate HVAC ’97“. Heiðursviðurkenning Aðalfundur SCANVAC var haldinn í tengslum við ráðstefn- una og í móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur var heiðursviður- kenning félagsins veitt en hún hefur verið veitt fáum einstakl- ingum á Norðurlöndum sem hafa verið frumkvöðlar í orku- og lagnamálum á starfsævi sinni. Heiðursviðurkenning SCANVAC var nú veitt lslendingi í fyrsta sinni en hana hlaut Jó- hannes Zoéga, fyrrum veitusljóri Hitaveitu Reykjavíkur, en því starfi gegndi hann í rúman aldar- fjórðung. P. Oie Fanger, prófess- or í verkfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla og formaður SCANVAC afhenti viðurkenning- una. Jóhannes Zoéga er vélaverk- fræðingur að mennt en þegar hann tók við sem hitaveitustjóri var veitusvæði Hitaveitu Reykja- víkur aðeins innan Hringbrautar í Reykjavík en nær nú yfir alla Reykjavík, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð, Bessastaðahrepp, Mosfellsbæ og Kjalarnes. Á þessum tíma hófust boranir eftir orku í Grafningi og i fram- haldi af því var Nesjavallavirkjun byggð en óhætt er að segja að sú virkjun hefur vakið athygli tækni- manna um allan heim, segir í fréttatilkynningu. FRÉTTIR gTíjg—| m m m I % w lssdw ■■ Íí« fíis SENDIHERRA íslands, Hjálmar W. Hannesson flytur ávarp við opnun íslensku sýningarinnar í Kína árið 1995. Mynd og viðtal úr „Cliina Philatelic New“. Kínversk frímerkja- sýning í Reykjavík KÍNVERSK frímerkjasýning verður opnuð laugardaginn 17. maí í Síðumúla 17, félagsheimili Landssambands íslenskra frí- merkjasafnara. Þarna verður um að ræða frí- merkjasýningu Kínverska alþýðu- lýðveldisins í um 50 römmum, auk sölusýningar. Ennfremur verður þarna sölusýning Frí- merkjasölu Pósts og síma hf. Þessi samskipti milli landanna hófust árið 1995, með því að for- seti íslands fór í opinbera heim- sókn til Kína. I tengslum við for- setaheimsóknina var opnuð ís- lensk frímerkjasýning. Að henni stóðu íslensk og kínversk stjórn- völd og íslenska sendiráðið í Kína. Við opnun frímerkjasýningar- innar voru margir gestir frá báð- um löndum. Þar fluttu heima- menn nokkrar ræður og loks einn- ig íslenski sendiherrann á staðn- um, Hjálmar W. Hannesson. Auk heimamanna voru gestir við opn- unina, bæði forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, utanríkis- ráðherrann, Halldór Ásgrímsson, og frá Póstmálastofnun Guðlaug- ur Sæmundsson deildarstjóri. Nú er komið að því að endur- gjalda heimsóknina og halda frí- merkjasýningu á kínverskum frí- merkjum hér og er verið að setja hanaupp. Áhrif EVRÓs á fyrirtæki VERSLUNARRÁÐ íslands gengsl fyrir morgunverðarfundi í dag í Sunnusal, Hótel Sögu, frá kl. 8-9.30 um áhrif evrópumyntarinn- ar EVRÓ á fyrirtækjarekstur næstu ára bæði hér heima og er- lendis. Rætt verður um hvaða þýðingu EVRÓið muni hafa fyrir fyrir- tækjarekstur almennt, hvernig fyr- irtæki búi sig undir þær miklu breytingar sem eru í aðsigi og hvar íslensk fyrirtæki standi gagn- vart þessari þróun. Framsögumenn verða Jósef Kul- igovszky, forstjóri Allianz Leben AG í Þýskalandi, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Versl- unarráðs íslands. Umræður og fyr- irspurnir verða að framsögum loknum. -----*—*—♦----- Fimmta veiðisumarið í Reynisvatni í TILEFNI af því að 50.000. fiskur- inn verður að líkindum veiddur á þessu ári í Reynisvatni ofan Reykja- víkur, verða veiðimanni sem dregur hann að landi og skráir í veiðibók veitt vegleg verðlaun. Auk þess verða dregin út ýmis verðlaun til handa veiðleyfishöfum þessa árs. Árið 1997 er fimmta stangveið- iárið á Reynisvatni. Um síðustu áramót höfðu 35.624 fiskar veiðst og þann 6. maí sl. höfðu 2.674 fisk- ar veiðst frá áramótum. Dorgveiði- meistari Reykjavíkur 1997 er Gest- ur Gestsson frá Garði en hann veiddi stærsta fiskinn í vetur sem var 6.punda lax. Alls hafa veiðst 1.731 fiskur í dorgveiði í vetur. * :m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.