Morgunblaðið - 12.06.1997, Síða 1
88 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
130. TBL. 85. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Herstjóri 1 Kongó tekur undir vopnahlésyfírlýsingu forsetans
Annan segist
óttast nýja
óöld í Angóla
KOFI Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, sagði í fyrra-
dag, að ástæða væri til að óttast, að
átökin í Kongó, sem rekja mætti til
uppreisnarinnar í Zaire sem áður
hét, myndu breiðast út til Angóla.
Barist var í Brazzaville, höfuð-
borg Kongós, í gær þrátt fyrir, að
Pascal Lissouba, forseti landsins,
lýsti einhliða yfir vopnahléi í átökun-
um við liðsmenn Denis Sassou Ngu-
essos, fyrrverandi forseta og her-
stjóra í landinu. I gærkvöldi skoraði
Sassou Nguessos á stuðningsmenn
sína að virða vopnahléð.
Friðurinn úti?
Bandaríska fréttastofan Associ-
ated Press sagði frá ummælum Kofi
Annans í gær en hann minnti á, að
ekki hefði liðið mánuður frá því upp-
reisnarmenn náðu völdum í Zaire,
sem nú heitir einnig Kongó, þar til
bardagar hefðu brotist út í ná-
grannaríkinu Kongó. Nú væru
einnig fréttir um vaxandi átök í
Angóla og hætta á, að friðurinn milli
stjórnarhersins þar og skæruliða
Unita-hreyfingarinnar væri úti.
Kvaðst Annan hafa óttast dómínóá-
hrif af þessu tagi.
Gæsluliðar SP í Angóla segja frá
miklum bardögum í Lunda Norte-
héraði og talsmenn Unita segja, að
stjómarherinn sé að reyna að ná því
á sitt vald en það er mjög demanta-
auðugt. Unita hefur ráðið því síðan
borgarastyrjöldin í landinu braust út
fyrir tveimur áratugum. Samkvæmt
friðarsamningum Unita og Angóla-
stjórnar 1994 eiga skæruliðar að láta
70% héraðsins af hendi.
Annan sagði, að Jose Eduardo
Santos Angólaforseti hefði fullvissað
sig um, að stjórnarherinn væri að-
eins að herða gæslu á landamærun-
um vegna frétta um, að fyrrverandi
stjórnarhermenn í Zaire, vopnaðar
sveitir hútúmanna og Unita-liðar
streymdu til landsins frá Kongó.
Sassou Nguessos brást við
vopnahlésyfirlýsingu forsetans í
ávarpi sem hann fiutti í útvarpi
herstjórnarinnar í gærkvöldi. Hvatti
hann tO þess að „þaggað yrði niður í
vopnunum."
Haft er eftir vitnum, að barist hafi
verið í mörgum hverfum í gærdag,
og lægju tugir eða hundruð líka á
götum borgarinnar. Þá hafa flestar
verslanir verið rændar.
Utlendingar
fluttir burt
Franskir hermenn hafa flutt 1.778
útlendinga frá Kongó síðan á mánu-
dag og búist var við, að 200 yrðu
fluttir þaðan í gærkvöldi. Hefm- ver-
ið ákveðið að fjölga í herliðinu upp í
1.250 manns. Bandarísk herflugvél
flutti 54 útlendinga frá Brazzaville í
gær og eru þá 60 Bandaríkjamenn
eftir í borginni.
Bernard Kolelas, borgarstjóri í
Brazzaville, er þriðji herstjórinn í
landinu en hann hefur ekki tekið
þátt í átökunum og reynt að bera
klæði á vopnin.
Reuter
IBUI í Brazzaville með barn í fangi hefur leitað skjóls undir vegg en
yfir honum stendur franskur hermaður albúinn að svara skothríðinni.
Dollarinn
lækkar
London. Reuter.
GENGI dollarans lækkaði verulega
í gær gagnvart japönsku jeni og
hefur ekki verið lægra í sjö mánuði.
Er ástæðan meðal annars, að
greiðslujöfnuður Japana hefur
sjaldan verið hagstæðari en nú og
búist er við, að það muni kynda
undir aukinni spennu í viðskiptum
Japans og Bandaríkjanna.
Dollarinn fór niður fyrir 111
japönsk jen í gærmorgun en hækk-
aði síðan örlítið aftur og gengi hans
gagnvart þýsku marki veiktist
einnig. Lawrence Summers, aðstoð-
arfjármálaráðherra Bandaríkjanna,
kom gengislækkuninni af stað með
þeim ummælum, að mikill greiðslu-
afgangur Japana af viðskiptum við
útlönd gæti skaðað hagvöxt í heim-
inum.
Japanskur sérfræðingur í gjald-
eyrismálum sagði í gær, að frá því í
apríl hefði eins konar tímasprengja
tifað undir dollaranum.
--------------
Nýr fylgi-
hnöttur
fundinn
London. Reuter.
JÖRÐIN á sér annan förunaut, auk
tunglsins, og er það loftsteinn um
fimm km í þvermál. Er sporbraut
hans um sólina tengd sporbraut
jarðar.
Stjarnfræðingar við York-háskóla
í Kanada greina frá þessu í nýjasta
hefti tímaritsins Nature. Segja þeir,
að þótt loftsteinninn sé ekki eigin-
legur fylgihnöttur jarðarinnar sé
hann eina náttúrufyrirbærið, auk
tunglsins, sem vitað sé að fylgi jörð-
inni.
Braut steinsins sker braut jarðar-
innar, en ekki er hætta á árekstri
því aðdráttarafl jarðarinnar heldur
steininum frá.
Grænfrið-
ungar taka
Rockall
London. Reuter.
TALSMENN umhverfisfriðunar-
samtakanna Greenpeace til-
kynntu í gær að liðsmenn þeirra
hefðu tekið Rockall-eyju, úti fyrir
strönd Skotlands, í mótmælaskyni
við olíuleit á svæðinu. Þrír liðs-
menn Greenpeace, Ástrali, Breti
og Þjóðverji, voru fluttir með
þyrlu út í eyna og komu þar fyrir
gulu íveruhylki sem þeir skrúfuðu
fast í bergið.
Haft var eftir einum grænfrið-
unganna, sem nefndur var Al: „I
hafinu umhverfis Rockall kunna
að vera miklar olíulindir, og hafa
fjórar þjóðir gert tilkall til nylja á
svæðinu, Bretar, Danir, Islending-
ar og írar.“ í yfirlýsingu frá
Greenpeace segir ennfremur:
„Með því að taka Rockall leggjum
við hald á hafíð umhverfis handa
jörðinni allri og því fólki sem á
henni býr. Enginn hefur rétt til að
hleypa þessari olíu inn í umhverfí
okkar, sem þegar er í hættu.“
Annar fulltrúi samtakanna sagði
að vísindalegar forsendur væru
fyrir því viðhorfi, að umhverfið
Reuter
þyldi ekki bruna allrar þeirrar ol-
íu sem þegar hefði verið unnin.
Irska orkumálaráðuneytið
veitti 11 leyfi til olíuleitar á Rock-
all-svæðinu 4. júní.
Frakkar lýsa vilja
til sáttar um EMU
Hvika ekki frá skilyrði um atvinnumál
París. Reuter.
FJÁRMÁLARÁÐHERRA Frakk-
lands, Dominique Strauss-Kahn,
sagði í gær að Frakkar væntu þess
að innan skamms fyndist lausn á
deilunni um stöðugleikasáttmála
Efnahags- og myntbandalags Evr-
ópusambandsríkjanna (EMU).
Hann lagði þó áherslu á að Frakk-
ar yrðu að fá samþykki fyrir aukinni
áherslu á hagvöxt og atvinnumál áð-
ur en þeir gætu skrifað undir sátt-
málann.
„Yið munum áreiðanlega finna
lausn. Ef við getum hraðað málinu
þá er það auðvitað betra. Það hefur
enginn áhuga á að draga mál á lang-
inn að ástæðulausu,“ sagði Strauss-
Kahn við fréttamenn eftir vikulegan
ríkisstjórnarfund í gær.
Stjórnmálaskýrendur segja að
með þessu hafi franska stjórnin látið
í ljósi vilja til aðildar að staðfestingu
sáttmálans á leiðtogafundi Evrópu-
sambandsins (ESB) í Amsterdam í
byrjun næstu viku. Frakkar ætli sér
þó greinilega ekki að hvika frá kröf-
um sínum um að aðgerðir gegn at-
vinnuleysi verði algert forgangsat-
riði í Evrópusamstarfi.
Aðvörun frá Græningjum
Strauss-Kahn sagði við írétta-
menn í gær að Frakkar væru ein-
faldlega að reyna að tryggja að stað-
ið yrði við Maastriehtsáttmálann, frá
1991, þar sem kveðið er á um aukna
samræmingu hagstjórnar í Evrópu-
löndunum og áhersla lögð á hagvöxt
og atvinnumál, í samhengi við
ábyrga fjármálastjóm.
Flokkur græningja, sem á aðild að
nýrri ríkisstjórn Lionels Jospins,
forsætisráðherra, varaði Jospin í
gærkvöldi við því að skrifa undir
stöðugleikasáttmálann í Amsterdam.
Sögðu græningjar að sáttmálinn
væri gildra sem Frakkar mættu ekki
falla í.
■ Kinkel kveðst/22