Morgunblaðið - 12.06.1997, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STRÍÐIÐ er tapað góði, skrifaðu undir . . .
Bær Jóns Sigurðssonar
opnaður á Hrafnseyri
EFTIRLÍKING af bæ þeim sem
Jón Sigurðsson forseti ólst upp í
sem drengur á Hrafnseyri við Arn-
arfjörð verður opnaður 14. júní
næstkomandi.
Sóknarpresturinn á Þingeyri,
séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir,
flytur blessunarorð og síðan verður
bærinn til sýnis. 17. júní verður
árleg skemmtun á Hrafnseyri og
bærinn öllum opinn. Þá verður
boðið upp á kaffiveitingar.
Bærinn er hluti af safni Jóns
Sigurðssonar og verða veitingar
seldar þar í sumar. Erla Ebba
Gunnarsdóttir frá Þingeyri sér um
veitingasöluna, en safnverðir verða
hjónin Sigríður Steinþórsdóttir og
Tómas Jónsson, fyrrum skólastjóri
á Þingeyri.
Minjasafn
verður í bænum
Bærinn er byggður eftir teikn-
ingum séra Guðlaugs Sveinssonar
í Vatnsfirði og upplýsingum um
bæinn frá gömlu fólki sem var
uppi fyrir um sjötíu árum. Minja-
safn verður í bænum og þar verða
ýmsir gamlir munir. Rafmagn er
í bænum og öll nýjasta tækni í
heimilistækjum.
Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní,
verður hátíðarmessa í minning-
arkapellu Jóns Sigurðssonar klukk-
an 14. Séra Guðrún Edda Gunnars-
dóttir sóknarprestur messar og
kirkjukór Þingeyrar syngur. Organ-
leik annast Sigurður Daníelsson.
Klukkan 15 hefst hátíðarsam-
koma og flytur Jón Baldvin Hanni-
balsson, fyrrverandi ráðherra,
ræðu. Kristinn Níelsson leikur á
fiðlu og Illugi Gunnarsson á píanó.
Þá verður ljóðaupplestur.
Norrænt heimilislæknaþing
Fjölmennasta
ráðstefna heimil-
islækna til þessa
Sveinn Magnússon
Norrænir heimilis-
læknar þinga hér á
landi 11.-14. júní.
Ráðstefnan er á vegum Fé-
lags íslenskra heimilislækna
og heimilislæknisfræði-
deildar Háskóla íslands og
eru þátttakendur um 1.200
talsins. Þetta er Qölmenn-
asta þing norrænna heim-
ilislækna til þessa og Iíklega
stærsta læknaráðstefna
sem haldin hefur verið hér
á landi. Norrænir heimil-
islæknar hafa þingað annað
hvert ár og síðasta þing
þeirra sóttu um 500 manns.
Nú slagar upp í að Norð-
menn einir nái þeim ijölda.
Sveinn Magnússon, ritari
heimilislæknaþingsins, var
spurður hvað ylli svo góðri
þátttöku nú.
„Það er land, þjóð og
þing. Við unnum mikið kynningar-
starf fyrir þingið, sendum meðal
annars öllum heimilislæknum á
Norðurlöndum, sem eru 17-18
þúsund talsins, póstkort með
mynd af hraungosi. Þessi góða
kynning á eflaust sinn þátt í mik-
illi j)átttöku.“
A þinginu verða kynntar meira
en 100 rannsóknir á sviði heilsu-
gæslu. Haldin verða 9 málþing,
54 fyrirlestrar og 42 rannsóknir
kynntar á sýningarspjöldum. ís-
lendingar flytja um 20 erindi á
þinginu.
Meðal erinda, sem ætla má að
almenningur hafi áhuga á, er um-
ræða um hvort heilsugæslan sé
ávanabindandi. Það er að umræðan
um áhættuþætti sé orðin að far-
aldri, fólk ánetjist veikindahugtak-
inu og heilbrigðiskerfinu og gleymi
að taka ábyrgð á eigin heilsu.
„Fyrirlesarinn telur að fremur
beri að leggja áherslu á lífslöngun-
ina og það sem heldur okkur frísk-
um en áhættuþættina. Það er
margt fleira en læknisfræðin sem
hvetur fólk til að leita sér lækn-
inga. Vinnumarkaðurinn og fé-
lagslegt umhverfi getur rekið fólk
til að leita sér lausna á veikindum.
Þótt fólk fái pest sem það líklega
jafnar sig af á tveimur, þremur
dögum, þá vill það að eitthvað sé
gert til að haida einkennum í lág-
marki. Þessi utanaðkomandi
þrýstingur hefur áhrif á það
hvernig fólk nálgast veikindin.“
- Fyrrum prófessor í Noregi
mun fjalla um sam-
skipti heimilislækna og
sérfræðinga, en þau
hafa einmitt verið til
umræðu hér á landi.
Er þessi umræða einnig
á Norðurlöndum?
„Já, þetta er víðast hvar ofar-
lega á baugi. Tilhneigingin er sú
meðal margra þjóða að lækna fólk
á fyrsta stigi læknisþjónustu, í
frumheilsugæslunni, án þess að
það þurfi að fara á sjúkrahús, eða
upp á annað stig heilbrigðisþjón-
ustu eins og sérfræðiþjónusta er
víða nefnd. Þjóðirnar hafa tekið
misjafnlega á því hvemig sér-
fræðiþjónusta er nýtt. Menn stýra
þessu til dæmis með verðlagningu
eða tilvísunum. Þrátt fyrir sinn
ríkidóm ræða Norðmenn nú mjög
stíft um skipulag heilbrigðiskerfís-
ins. Þeir telja að með góðri sam-
vinnu á milli fyrsta og annars stigs
heilbrigðisþjónustu megi auka af-
köst, gæði og fagleg vinnubrögð."
- Er tilhneiging hér á landi til
að líta ekki á heimilislækna sem
sérfræðinga á sínu sviði?
„Það eimir enn eftir af því.
Heimilislækningar eru heldur ekki
► Sveinn Magnússon er fædd-
ur 1948 í Hafnarfirði. Hann
lauk prófi í læknisfræði frá
Háskóla íslands 1976. Tveimur
árum síðar fór hann til sérnáms
í Uppsala í Svíþjóð og Iauk sér-
fræðinámi í heimilislækningum
og lyflækningum. Hann hefur
starfað í Garðabæ frá 1983 og
er héraðslæknir Reykjaneshér-
aðs síðan 1990. Sveinn hefur
verið virkur í Læknafélagi Is-
lands o g sat í stjórn þess í nokk-
ur ár. Hann er kvæntur Krist-
ínu Bragadóttur, forstöðu-
inanni þjóðdeildar Landsbóka-
safns Íslands-Háskólabóka-
safns, og eiga þau fjögur börn.
mjög gömul sérgrein. Þetta er þó
hverfandi. Það má ekki gleyma
því að sérnám í heimilislækning-
um er ekki skilyrði fyrir því að
vinna sem heimilislæknir. Það er
þó að verða í reynd og orðin venja
að auglýsa eftir sérfræðingum í
heimilislækningum til starfa við
heilsugæsluna."
- Hefur ráðstefna af þessu tagi
áhrif út fyrir raðir heimilislækna
hér á landi?
„Já, ég tel að það styrki lækna-
stéttina almennt að sjá svona
mikla virkni. Ráðstefnan hefur
langan aðdraganda og eflir bæði
vísindavinnu og félagslega starf-
semi lækna. Það koma ekki allir
sínum vísindaverkum að á þing-
inu, þrátt fyrir það hvet-
ur ráðstefnan menn til
dáða og kemur ýmsu af
stað.“
- Á þinginu verður
meðal annars rætt um
fjarlækningar og munu
ráðstefnugestir geta fylgst með
því þegar læknar hér skoða í eyra
sjúklings sem staddur er í Sví-
þjóð. Þess er getið að tækni af
því tagi geti komið til góða fyrir
dreifbýli hér á landi. Er lækn-
isþjónusta í dreifbýli yfirleitt
vandamál á Norðurlöndum?
„Það ríkir alls staðar vilji til að
þjóna dreifbýlinu vel. En unga fólk-
ið í dag vill ekki starfa eitt og
vera alltaf á vakt. Þetta á við um
lækna, en ekki síður hjúkrun-
arfræðinga og presta. Enn eru hér
um 20 einmenningshéruð sem eru
mjög óæskileg lausn, við þurfum
að útrýma því vinnufyrirkomulagi-
Til að halda uppi sem bestri þjón-
ustu í dreifbýlinu hafa menn kom-
ið á fjarlækningum. Norður-Nor-
egur hefur verið framarlega í þeim
efnum og ég tel að fjarlækningar
geti styrkt heilsugæslu í dreifbýli
hér á landi.“
Meiraen 100
rannsóknir
kynntar