Morgunblaðið - 12.06.1997, Síða 11

Morgunblaðið - 12.06.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 11 FRÉTTIR REGLUR um veiðar norskra skipa í íslenskri lögsögu verða endurskoðaðar. > Islendingar endurskoða reglur um veiðar norskra skipa Stjómvöld óánægð með svar Norðmanna Utanríkisráðherra Noregs Samvinna á sviði fiskveiða styrkt ÍSLENSK stjómvöld eru ekki alls kostar ánægð með svar norskra stjórnvalda við mótmælum vegna töku Sigurðar YE en Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra segir það þó jákvætt að Norðmenn viður- kenni að bæta þurfi samskiptin. Utanríkisráðherra barst í gær formlegt svar frá Bjöm Tore God- al, utanríkisráðherra Noregs, vegna þessa máls. Einnig áttu Halldór og Godal langt samtal í síma í gærmorgun af þessu tilefni. Koma ber í veg fyrir svona óheppilega atburði í bréfi norska utanríkisráðherr- ans er farið yfir norsk sjónarmið í málinu og ítrekað að um dóms- mál sé að ræða, sem norska fram- kvæmdavaldið geti ekki haft nein áhrif á. í lok svarbréfs Godals seg- ir að Noregur óski eftir því að eiga vinsamleg samskipti við íslendinga í sjávarútvegsmálum og það beri að koma í veg fyrir að svona óheppilegir atburðir eigi sér stað. Lýsa Norðmenn sig reiðubúna til viðræðna við íslendinga um hvern- ig megi bæta þar úr þannig að slíkt endurtaki sig ekki. „Við emm ekki alls kostar ánægð- ir með þetta svar en segja má að í lok svarsins felist viðurkenning á því að það sé nauðsynlegt að fara yfir þessar reglur og bæta samskipt- in að þessu leyti. Það er jákvætt," segir Halldór Ásgrímsson. „Við munum núna endurskoða reglur um veiðar norskra skipa í íslenskri lögsögu. Við munum leit- ast við að herða eftirlit með veiðum þessara skipa. í framhaldi af því mun Eiður Guðnason sendiherra fara til Noregs og kynna norskum stjórnvöldum okkar sjónarmið í þessu sambandi. Við erum eftir það tilbúnir til viðræðna um hvaða breytingar þurfi að eiga sér stað og hvernig þessi mál verði best samræmd, þannig að sjómenn geti haft eðlilegan vinnufrið á miðun- um,“ segir Halldór. Fara yfir anda Jan Mayen-samkomulagsins „Við munum jafnframt fara yfir anda Jan Mayen-samkomulagsins. Við teljum að þegar það var gert hafi menn skrifað undir þann samning í trausti þess að Norð- menn virtu ævagamlan rétt íslend- inga á þessum miðum, sem hafa nýtt þau í mun meira mæli en Norðmenn. Við erum þeirrar skoð- unar að andi þess samkomulags hafi ekki verið virtur upp á síðkast- ið og sé forsenda þess að eðlileg samskipti geti átt sér stað á þess- um miðum,“ segir Halldór. Ekki liggur fyrir hvenær að því kemur að Eiður Guðnason sendi- herra snúi aftur til Noregs en Halldór sagði að það yrði þegar endurskoðun reglnanna væri tilbú- in. Vinna við hana er þegar hafin í utanríkis- og sjávarútvegsráðu- neytinu, með þátttöku dómsmála- ráðuneytis. Er ekki ljóst hvenær þeirri vinnu verður lokið, að sögn utanríkisráðherra. Vonuðu að Norðmenn myndu harma þennan atburð Aðspurður af hveiju stjómvöld væru ekki alls kostar ánægð með svar Norðmanna sagði Halldór að vonast hefði verið til að Norðmenn hefðu tekið fram í upphafi að þeir hörmuðu þennan atburð. „Ég átti langt samtal við Bjöm Tore Godal í morgun, þar sem við fórum yfir málið og ræddum fram- haldið og það er alveg ljóst að utanríkisráðherra Noregs þykir þetta miður og vill leggja sig fram um að bæta hér úr. Það er að sjálf- sögðu nauðsynlegt að við látum á það reyna hvað kemur út úr þeirri samvinnu á næstunni. Þess vegna göngum við til þess verks,“ sagði Halldór. BJÖRN Tore Godal utanríkisráð- herra Noregs segir útilokað að norskur ráðherra geti sagt skip- stjóra á varðskipi fyrir verkum og vísar á bug ásökunum um að fyrir töku Sigurðar VE hafi verið stjórn- málalegar ástæður. Hann leggur áherslu á mikiivægi samvinnu ís- lendinga og Norðmanna á sviði fisk- veiðistjórnunar og hafa norsk stjórnvöld sett fram tillögur í þá veru í svari sem norska utanríkis- ráðuneytið sendi því íslenska í gær- morgun við fyrirspurn þess vegna Sigurðarmálsins. Godal segir að í svarinu sé út- skýrt hvaða lagalegu leiðir málið fari fyrir dómstólum og settar fram tillögur um aukna samvinnu í fisk- veiðistjórnun. Vilja forðast sambærileg vandamál Hann sagði augljóst að norsk yfir- völd vildu forðast sambærileg vanda- mál_ í framtíðinni og sagði lagt til að Islendingar og Norðmenn ræddu leiðir til að styrkja samvinnu þjóð- anna á sviði fískveiða. Hann sagði það blasa við að þjóðirnar hefðu sameiginlegan hag af því að stjórna nýtingu auðlinda sjávarins í efna- PETER Gyllested, fiskistofustjóri Noregs, segist ekki geta útskýrt hvað valdi hinum mikla mun á magn- tölum Landhelgisgæslunnar annars vegar og opinberra talna í Noregi hins vegar á loðnu veiddri af Norð- mönnum í íslenskri landhelgi á síð- ustu vertíð. Eins og fram kom í blað- inu í gær munar 25 þúsund tonnum. Landhelgisgæslan áætlar að norsk skip hafi veitt 85 þús. tonn en norsk yfirvöld hafa tilkynnt um veiðar á 60 þús. tonnum. Gyllested segir að tölur Landhelg- isgæslunnar séu áætlaðar en norsku tölurnar séu fengnar úr skýrslum sjómanna við vigtun aflans í höfn. hagslögsögum sínum og í efnahags- lögsögunni við Jan Mayen. „Við höfum látið í ljós vilja okkar til samvinnu og leggjum m.a. til gagnkvæmar heimsóknir fiskveiði- yfirvalda. Einnig sjáum við fýrir okkur gagnkvæmar heimsóknir á varðskip landhelgisgæslna land- anna,“ sagði Godal. Aðspurður um það pólitíska sam- hengi sem taka Sigurðar VE hefði verið sett í af íslenskum stjórnvöld- um, sagði Godal að fyrir því væri enginn fótur. Hann sagði að í Nor- egi væri algjörlega óhugsandi að ráðherra gæfi skipstjóra varðskips einhver fyrirmæli. „Ég fékk upplýs- ingar frá háttsettum starfsmanni leyniþjónustunnar á laugardag og síðan fékk ég símtal frá starfsbróður mínum á Islandi. Það voru fyrstu kynni mín af málinu," sagði hann. Godal vildi einnig minna á að norska landhelgisgæslan hefði nokkr- um döguin áður en Sigurður VE var færður til hafnar tekið breska togara við svipaðar aðstæður. Norska land- helgisgæslan tæki ekki vægar á skip- um ESB en íslenskum. Hún færi eft- ir starfsreglum sem leyfðu enga mis- munun íslenskra skipa og skipa Evr- ópusambandsins. Um þær efasemdir sem fram hafa komið um að norsk skip hafi til- kynnt að afli, sem raunverulega veiddist í íslenskri lögsögu, hafi ver- ið veiddur utan hennar, segist Gylle- sted ekki geta sagt annað en það að íslenska landhelgisgæslan verði að framfylgja eftirliti á skilvirkan hátt og af samkvæmni. Gyllested segir að sömu regiur verði að gilda fyrir alia. Öllum þurfi að vera kunnugt um þær og þeim verði að fylgja eftir af samkvæmni. Þetta gildi um veiðar í norskri efna- hagslögsögu og Landhelgisgæslan ætti að fylgja þessum grundvallar- reglum einnig. Fiskistofustjóri Noregs um misræmi í aflatölum Norðmanna og íslendinga Gæslan verður að fylgja reglum eftir Viðbrögð íslendinga við töku Sigurðar VE ekki sögð í samræmi við tilefnið Norskir fjölmiðlar gagn- rýna norsk stjómvöld NORSK dagblöð fjölluðu um deilu íslendinga og Norðmanna vegna handtöku skipsins Sigurðar VE 15 við Jan Mayen í leiðurum í gær og í dag og voru norsk stjórnvöld gagnrýnd. Um leið var sagt að við- brögð íslenskra stjórnvalda hefðu ekki verið í samræmi við tilefnið. Dagbladet sagði í leiðara í gær að íslenska skipið hefði verið tekið fyrir hreina smámuni, ef marka mætti það, sem komið hefði fram um málsatvik. I fyrirsögn var talað um „ofleik“. Sagði í leiðaranum að Davíð Oddsson, forsætisráðherra íslands, hefði haft rétt fyrir sér með hörðum viðbrögðum og yfirlýs- ingu um að vinaþjóðir kæmu ekki fram hver við aðra með þessum hætti. Norskur ofleikur „Hins vegar sjáum við aftur að Noregur leggur mesta áherslu á að hnykla vöðvana á norðurslóðum," skrifaði leiðarahöfundur Dagbladet. „Það kann að vera réttlætanlegt þegar mikilvægir hagsmunir eru í húfi, en ekki þegar málið snýst um misskilning í smámáli." Dagblaðið Aftenposten tók einn- ig upp hanskann fyrir íslendinga í leiðara í gær, en vændi einnig ís- lensk stjórnvöld um að ganga of langt. I leiðaranum sagði að geta Norð- manna og vilji til að beita valdi í norskri landhelgi væri mikilvægt tæki gegn rányrkju og ólöglegum ágangi á viðkvæma auðlind. Rétt beiting þessa valds krefjist hins veg- ar klókinda og sveigjanleika hlutað- eigandi yfirvalda. „Það hefur ekki alltaf verið sannfærandi hvernig þessu hefur verið framfylgt þegar erlendir sjómenn og þá sérstaklega íslenskir eiga í hlut,“ sagði í Aften- posten. „Meiri óþarfi en öll fyrri fiskistríð“ Sagði að málið hefði snúist til hins verra þegar íslendingar sendu mótmæli til Óslóar og gæti það enn grafið undan samskiptum tveggja nágranna, sem ættu að vera sam- heijar í fiskveiðistjórnun. „En við höfum það óþægilega á tilfinningunni að þetta hafi verið meiri óþarfi en öll fyrri fiskistríð milli Noregs og íslands," sagði í leiðaranum. „Ástæðan er einfald- lega sú að málið virðist frá upphafí fremur sprottið af yfirsjón, en lög- broti af ásettu ráði og vegna þess að báðir aðiljar virðast hafa komið fram af meiri þvermóðsku en málið gefur tilefni til.“ Segir síðan að aflinn hefði verið fullkomlega löglegur hefðu norsk yfirvöld aðeins fengið tilkynningu, sem skipstjórinn haldi fram að hann hafi sent. Samkvæmt upplýsingum íslendinga hafi hann aðeins gleymt að setja landsnúmerið fyrir Noreg, 0047, þegar hann hugðist senda til- kynninguna. „Sé þetta rétt snýst málið engu að síður um formlega skyssu, sem réttiætir norska áminningu," sagði í Aftenposten. „En hefði strand- gæslan ekki átt að íhuga sveigjan- legri lausn en handtöku og drátt bátsins í land um langa vegu í ljósi þessara mildandi kringumstæðna?“ í blaðinu var getum leitt að því að Davíð Oddsson kynni að hafa sínar ástæður til að nýta málið til fulls í pólitískum tilgangi. „En viðbrögðin í Reykjavík bera engu að síður keim af ýkjum þegar kemur fram að sendiherra íslands hafi fengið fyrirskipun um að fresta för sinni aftur til Óslóar eftir frí. Þar er um að ræða diplómatísk mótmæli, sem rétt væri að geyma og bejta f alvarlegum milliríkjadeil- um. I þessu sambandi virka þau nánast út í hött.“ Bent á fordæmi Breta Var því næst bent á til saman- burðar að pólitískir ráðamenn á Bretlandi hefðu ekki brugðist við svo vitað væri þegar tvö skosk fiski- skip voru tekin við Jan Mayen og sektuð fyrir samsvarandi brot á til- kynningaskyldu fyrir skömmu. í leiðaranum var að lokum skorað á Björn Tore Godal, utanríkisráð- herra Noregs, ætti í svari sínu til íslendinga vegna þessa máls að eiga frumkvæði að því að efla samskipti ríkjanna í utanríkismálum. Dýrkeyptur misskilningur Ivar Eskeland veittist hins vegar að norskum stjórnvöldum þegar hann flutti erindi í norska ríkisút- varpinu. Þar sagði hann að misskiln- ingur skipstjóra Sigurðar yrði dýr- keyptur, þótt vitað væri að hann hefði ekki reynt að bijóta af sér og ekki grætt krónu á því að skilaboð- in komust ekki til skila. Vitað væri að hann hefði ekki ætlað að blekkja neinn, hvorki síldina, Norðmenn, né lögregluna í Bodo. Sagði hann að norska lögreglan ætti að spyija sjálfa sig hvað mörg ár myndu líða áður en Islendingar verði aftur reiðubúnir til að taka á móti Norðmönnum af sáttfýsi. Lagði hann til að Norðmenn hættu við að krefjast sektar og greiddu Sigurði þess í stað kostnaðinn af því að sigla fram og til baka til Bodo.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.