Morgunblaðið - 12.06.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 12.06.1997, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ h ERLEIMT Míkið mannfall í árás Tamíla á Sri Lanka Colombo. Reuter. Sekta tóbaks- fyrirtæki París. Reuter. DÓMSTÓLL í París hefur sekt- að stjómendur tóbaksfyrirtækj- anna Seita og Rothmans vegna villandi merkinga um skaðsemj reykinga á sígarettupökkum. í stað þess að þar stæði: „Reyk- ingar eru skaðlegar heilsu þinni“ hafði verið bætt fyrir framan, að samkvæmt lögum númer 91-32 ... væru reyking- ar skaðlegar heilsunni. Dóm- stóllinn úrskurðaði að með við- bótinni væm tóbaksfyrirtækin að reyna að læða því inn hjá fólki að enga aðra stoð væri að finna fyrir skaðsemi reykinga en í lagatextanum. STJÓRNVÖLD á Sri Lanka sögðu í gær að rúmlega 250 hermenn og uppreisnarmenn hefðu látið lífið í árás aðskiinaðarsinna Tamíla á þriðjudagsmorgun. í gær hófst her- inn handa við að koma á regiu þar sem árásin var gerð og í tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu sagði að þar væri nú allt með kyrrum kjörum. í tilkynningunni sagði að rúmlega þúsund liðsmenn Frelsissamtaka tamíltígra (LTTE) hefðu tekið þátt í árásinni fyrir dögun á þriðjudag á varnir stjórnarhersins í Thandikulam og Nochchimoddai norður af bænum Vavuniya, sem er í höndum stjómar- innar og liggur um 220 km norður af höfuðborginni, Colombo. Skæruliðarnir gerðu samkvæmt tilkynningunni örvæntingarfulla til- raun til að gera árás á bækistöðvar hersins fyrir stórskotalið í Thandik- ulam. Árásin hefði staðið fram eftir degi, en hernum hefði tekist að hrinda henni. Samkvæmt tilkynningunni féllu að minnsta kosti 58 sérsveitarmenn og 210 uppreisnarmenn. Yfirmenn úr hernum sögðu hins vegar að þeg- ar hefðu fundist lík 70 hermanna og verið gæti að rúmlega hundrað hefðu fallið. í útvarpsútsendingu LTTE sagði að 300 hermenn hefðu fallið, en aðeins um 50 skæruliðar. Kváðust þeir hafa eyðilagt vopnabúr og mik- ilvæga brú hjá Nochchimoddai. Stjórnarherinn hefur sótt að upp- reisnarmönnum undanfarið og virð- ist árásin hafa verið tilraun til að loka birgðaleiðum til þeirra sem eru í fremstu víglínu. Uppreisnarmennirnir eru að beij- ast fyrir því að Tamílar fái sjálf- stæði. Sinhalar eru í meirihluta á Sri Lanka. Ríkisstjórnin segir að rúmlega 50 þúsund manns hafi látið lífið í átökunum sem nú hafa staðið í 13 ár. LTTE heldur því fram að mannfallið sé meira. A Utlagar gripnir FJÓRTÁN forsprakkar mótorhjóla- samtakanna Útlaga voru handtekn- ir víðs vegar í Bandaríkjunum á þriðjudag. Þeir höfðu verið eftirlýst- ir fyrir morð, sprengjutilræði, íkveikjumorð og fjárkúgun. Lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári þriggja af 17 liðs- mönnum mótorhjólagengisins sem lýst hafði verið eftir. Handtökurnar koma í kjölfar rúmlega tveggja ára rannsóknar í ríkjunum Wisconsin, Illinois og Indiana. Meðal þess sem mennirnir eru ákærðir fyrir eru sex morð, fíkniefnasmygl, viðskipti með stolnar bifreiðar og mótorhjól ásamt notkun falsaðja peninga. Glæpimir Útlaganna em sagðir tengjast átökum samtaka þeirra og mótorhjólasamtakanna Vítisengla. Bam borið út á j árnbrautarstöð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. UM VIKUGAMALT stúlkubarn fannst í fyrradag á járnbrautar- stöð í Ringsted á Sjálandi. Barn- ið var aðeins vafið í tvö hand- klæði og lá á klósettgólfinu, þeg- ar kona sem átti leið um fann barnið grátandi. Hringt var á sjúkrabíl, sem sótti barnið og flutti það á sjúkrahús. Læknis- rannsókn leiddi i Ijós að barnið virðist alheilbrigt, hafði verið gefin mjólk skömmu áður og þar sem stöðug umferð er um stöðina hafði það varla legið lengi, þegar það fannst. Aðeins örsjaldan undanfarna áratugi hefur barn verið skilið eftir á þennan hátt, en þá yfir- leitt við sjúkrahús, líkt og nauð- staddar konur hafa gert öldum saman. Lögreglan segir að hafi konan fætt bamið heima fyrir geti vérið erfitt að finna hana. Staðurinn, sem barnið var skilið eftir á, gæti bent til þess að móðirin sé eiturlyfjaneytandi. Barninu verður komið fyrir á barnaheimili og ef móðirin finnst ekki munu félagsmálayfirvöld ákveða framtíð þess. Greiða vangoldin gjöld til SÞ Washington. Reuter. SAMKOMULAG hefur náðst á Bandaríkjaþingi um frumvarp um greiðslu vangoldinna fjárframlaga Bandaríkjamanna til Sameinuðu þjóðanna (SÞ), að sögn blaðsins Washington Post. Að sögn blaðsins munu Banda- ríkjamenn samkvæmt samkomu- laginu sem Jesse Helms, formaður utanríkismálanefndar öldunga- deildarinnar, hefur komið í kring, borga 819 milljónir dollara til SÞ á næstu þremur árum. í staðinn munu samtökin grípa til hvers kyns aðhaldsaðgerða og uppstokkunar. Af hálfu Bandaríkjamanna verð- ur litið á greiðsluna sem fullnaðar- greiðslu þar sem felld er niður 106 milljóna dollara skuld SÞ við banda- ríska ríkið. Heildarupphæðin jafn- gildir því 925 milljónum dollara. Af hálfu SÞ er litið svo á að skuld- ir Bandaríkjamanna nemi rúmum milljarði dollara og stofnunin dreg- ur jafnframt skuld sína við banda- ríska ríkið í efa. Samkvæmt frumvarpinu er greiðslan háð því að SÞ lækki árstillag Bandaríkjanna. Mótmæla niðurskurði ÞÚSUNDIR þýskra lögreglu- þjóna, slökkviliðsmanna og annarra opinberra starfsmanna mótmæltu fyrirhuguðum sparn- aðaraðgerðum stjórnar Helm- uts Kohls kanslara í gær, sem nauðsynlegar eru ætli Þjóðverj- ar að uppfylla skilyrði fyrir aðild að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu (EMU) á næsta ári. getur svo scmnarlega litið út fyrir að vera yngri en úrin segja til um. Fyrst serumið, síðan kremið. Tvö þrep fyrir eir.stakan árangur. Fyrsta þrep er djúpverkandi serum dropar, sem innihalda örsmáar agnir sem flytja A- og E-vítamín niður í neðri lög húðarinnar með hjálp undraefnisins. Stimucell. Annað þrep er mjög áhrifaríkt næfingarkrem sem borið er á húðina strax á eftir fyrsta þrepi, en samvinna þessarra tveggja þrepa skilar undraverðum árangri. Fínar línur sléttar og húðin verður teygjanlegri og mýkri. Mildar sýrur gera húðlitinn bjartari og fallegri. Við seljum MARBERT: Brá Laugavegi, Hygea Laugavegi, Hygea Austurstræti, Hygea Kringlunni, Evita Kringlunni, Spes Háaleitisbraut, Holtsapótek Glæsibæ, Libia Mjódd, Nana Hólagarði, Bylgjan Kópavogi, Snyrtihöllin Garðabæ, Sandra Hafnarfirði, Gallery Förðun Keflavík, Árnes Apótek Selfossi, Apótek Vestmannaeyja, Húsavíkurapótek Húsavík, Tara Akureyri, Krisma ísafirði. CttíO Reuter Átökin í Afganistan Talebanar hörfa frá Pul-i-Khumri Pul-i-Khumri. Reuter. „VIÐ gerðum árás um klukkan 11 á þriðjudagskvöld. Þeir svöruðu árásinni en gátu ekki haldið aftur af okkur,“ sagði Sayed Jafar Nad- eri herforingi, eftir að lið hans hrakti Talebana burt úr borginni Pul-i-Khumri í Afganistan í fyrri- nótt. Pul-i-Khumri var síðasta vígi Talebana í norðausturhluta Afgan- istans. Þeir höfðu haldið borginni frá því þeir fóru um Hindu Kush- fjallgarðinn fyrir tveimur vikum. Lið þeirra einangraðist hins vegar fljótlega eftir komuna til borgar- innar þegar andstæðingar þeirra náðu borginni Jabal-os-Siraj og Salang-þjóðbrautinni, sem tengir Kabúl við norðurhéruðin, á sitt vald. Naderi sagði lið sitt hafa hertek- ið fjölda Talebana og að aðrir hefðu flúið norður til Baghlan-héraðs. Sagðist hann eiga von á að íbúar héraðsins framseldu þá. Skiptingin sama og í janúar Líta má á ófarir Talebana í Pul-i-Khumri sem lokakaflann í háðuglegri innrás þeirra í Norður- Afganistan sem hófst er Abdul Malik herforingi gekk til liðs við þá. Hann sneri hins vegar fljótlega við þeim baki og upp frá því hafa þeir verið á undanhaidi. Skipting Afganistans er nú svo til hir. sama og hún var í janúar en Talebanar hafa bæði misst mik- inn liðsafla auk þess sem orðstír beirra hefur beðið hnekki. Velkomin á MARBERT kynningu fimmtudag og föstudag. Glæsilegur kaupauki MARBERT balur að gjöf ef keypt er fyrir kr. 3.000. H Y G E A dnyrtivöruvcr<)lun Laugavegi MftRBERT lcí.t SlfcSB' •' Q» A(CftVAl*>": % I > X \ F » [ i I í- 9 » . I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.