Morgunblaðið - 12.06.1997, Page 21

Morgunblaðið - 12.06.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 21 ERLENT Reuter CHRIS Patten, síðasti ríkis- stjóri Hong Kong, kemur hér í sína síðustu skoðunarferð til Chek Lap Kok-flugvallar. Patten sagði flugvöllinn, sem stefnt er að að tekinn verði í notkun á fyrrihluta næsta árs, sýna þá fljótvirkni og hæfni sem Hong Kong búi yfir. Áður en framkvæmdir við flugvöll- inn hófust höfðu þær dregist árum saman vegna deilna Bretlands og Kína um þær. Nýji flugvöllurinn mun ieysa Kai Tak-flugvöll af hólmi og þannig losa verðmætt land undir nýbyggingar. ELFA VORTICE VIFTUR 1 AUKIN VELLÍÐAN! Spaðaviftur Baðviftur hv.-kopar-stál með tímarofa Gluggaviftur Röraviftur inn- og útblástur margar gerðir Einar Farestvett&Co. hf. Borgartúni 28 ‘B 562 2901 og 562 2900 Ji :í-/:/sí:/■’/:/■/ Blaír og Jiang tíl Hong Kong Hong Kong, London. Reuter TONY Blair, forsætisráðherra Breta, og Jiang Zemin, forseti Kína, lýstu því báðir yfir í gær að þeir muni verða viðstaddir hátíðarhöld í til- efni af því að Bretar afhenda Kínveijum Hong Kong þann 1. júlí næstkomandi. Auk forsetans munu nokkrir helstu frammámenn Kína, koma til Hong Kong. Þeir munu síðan halda samdæg- urs til Kína þar sem áframhaldandi hátíðahöld bíða þeirra. Undirbúningur stendur nú sem hæst vegna umskiptanna. Með afhendingunni lýkur 156 ára valdatíð Breta í borginni. sem þeir unnu af Kín- veijum í Ópíumstríðunum á nítjándu öld. Yfír- taka Kínveija hefur að mestu gengið friðsam- lega fyrir sig en nú virðist sem spenna og illdeil- ur aukist með hveijum deginum sem líður. Kínveijar hafa verið harðlega gagnrýndir, á alþjóðavettvangi, vegna þeirrar fyrirætlunar að leysa upp löggjafarþing Hong Kong sem kosið var til árið 1995. Þeir hafa skipað nýtt þing, hliðhollra frammámanna, sem á að taka við af löggjafarþinginu og sitja fram til kosninga árið 1998. Martin Lee, formaður Demókrataflokks Hong Kong sem er stærsti stjórnmálaflokkur löggjaf- arþingsins, sagði í gær að kosningalöggjöfínni hefði verið breytt gagngert til þess að draga úr styrkleika flokks síns í kosningunum árið 1998. Þá var umsókn demókrata um leyfi til útisam- komu í Viktoríugarðinum, 1. júlí, hafnað án nokkurra skýringa á sama tíma og kvennasam- tök, hliðholl Kínastjórn, fengu samsvarandi leyfi. Gengið framhjá Patten í valdatíð Breta var ríkisstjórinn einn af mið- deplum samkvæmislífsins í Hong Kong. Að und- anförnu hefur Chris Patten, fráfarandi ríkis- stjóri, sem kínversk stjómvöld hafa gagnrýnt fyrir að flækja málin með lýðræðisþróun, hins vegar fundið fyrir breytingu á stöðu sinni. Á miðvikudag var gengið framhjá honum við frum- sýningu kínversku kvikmyndarinnar Ópíumstríð- ið. í myndinni er ópíumverslum Breta á nítjándu öld lýkt við aðgerðir nasista í síðari heimstyij- öld. Aðstandendur frumsýningarinnar sögðust of önnum kafnir til að tjá sig um gestalistann. Stjúpur 40 stk. Stjúpur 10 stk. kr Sff Petunia „Miliflora" 10 stk. Hansarós 3 stk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.