Morgunblaðið - 12.06.1997, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.06.1997, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Sersending af GSM-símum á otrulegu verði!!! LISTIR «££ flðeíns: m stgr. Áður kr. 34.900,- • Fæst í fjölmörgum litum • Þyngd 21 Og • Símanúmera- birting • 70 tíma hleðsla (200 tíma fáanleg) • Möguleiki á fax/modem- tengingu SPARK! flðeins: ’éwwis stgr. Áður kr. 59.900,- • Þyngd 169g • 85 tíma hleðsla (2ja vikna hleðsla fáanleg) • 100 númera símaskrá • Símanúmerabirting • Möguleiki á fax/modem- tengingu • Tekur bæði stórt og lítið símakort BÚMMl GSM-aukahlutír: SUMARTILB0D GSM-hulstur, , bílkveikjarasnúf6-l og sumarbolur. Ómissandi í ferðalagiáhSx; Heimilistæki hf TÆKNI-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 SÍMI 56915OO www.ht.is umboðsmenn um land allt Fjölþjóðleg tilviljun Að fljóta um hafið, týn- ast og finnast, af tilvilj- un. Að hljóta nýja merk- ingu eða tilgang. Um þetta hugsaði Þórunn Þórsdóttir þegar hún sá sýningu Philippes Richards í París um mánaðamótin. Richard lagði grunn að sýningunni á íslandi í hittiðfyrra. París. Morgunblaðið. ÞEGAR komið er niður í kjallara í sýningarsalnum Credac í Ivry í útjaðri Parísar (96 avenue Georges Gosnat, þri.-fim. kl. 14-19, lau. 14-19 og sun. 11-13, til 15. júní) blasa við á gólfinu snyrtilegar raðir skrautlega málaðra rekaviðarbúta. Philippe Richard heillaðist af hafinu umhverfis ísland og ströndum lands- ins þegar hann hafði þar vetursetu 1994—95. Hann safnaði rekavið og málaði á hann mynstur sem minna á Afríku og hefur þannig stefnt sam- an mörgum og mismunandi löndum: Viðurinn berst til ísiands frá Rúss- landi, Kanada og Noregi, segir að minnsta kosti í sýningarskrá. Þekkt er að hafið gefur og tekur og listamaðurinn hefur haft þetta í huga þegar hann útbjó 180 fiösku- skeyti sem hann kastaði fyrir borð frá skipi Hafrannsóknastofnunar á 18 stöðum umhverfis Island. Hann þakkar með þessum hætti fyrir sig, fyrir efniviðinn á ströndinni, og hef- ur af því lúmskt gaman að listinni sé hent í sjóinn. Ekki spillir tilhugs- un um þá sem finna flöskuskeyti í ijöru á íslandi, í Noregi, Skotlandi eða öðrum löndum. Á sýningunni í París er sýnd kvikmynd um þetta, fylgst með því hvernig litlum mynd- um eftir Richard og skilaboðum á ijórum tungumálum er stungið í stórar kampavínsflöskur, þær inn- siglaðar, settar í kassa og færðar á skip. Löng lokasena sýnir tilrauna- siglingu með skeytin þar sem þeim er fleygt í kjölfarið. Richard vill taka tilviljunina í sína ■ • ;••••.. • 'i : iíWíi'V.T iliS, l.if.-liVjiA-íaBi" PtLkn,i\l irí Hluti flöskuskeytanna, sem Philippe Richard bjó um og kastaði í sjó við ísland. í flöskunum, sem eru 180 talsins, eru m.a. orð- sending á ýmsum tungumálum og myndhlutar, sem Richard sýndi á Kjarvalsstöðum í fyrra. Á sýningu Philippes Richards í París eru rekaviðarbútar, sem hann safnaði á íslenskum ströndum og hefur málað á skrautleg mynstur. þjónustu, segir í sýningarskránni, koma þeim á óvart sem héldu að málverkið væri dautt. Hann notar hluti sem hann finnur og lætur öðr- um eftir að finna þá aftur í breyttri ALOE VERA gelið frá JASON einkennist af því AÐ ÞAÐ ER HVORKI GULT, RAUTT, GRÆNT, BLÁTT EÐA FJÓLUBLÁTT OG ER ÞVÍ ÁN LITAR OG ILMEFNA. ALOE VEIRA gelíð frá JASON er eíns KRISTALTÆRT OG SJALFT LÍNDARVATNIÐ ALOE VERA gelið frá JASON gefur því tilætlaðan árangur sé það notað gegn bruna (sólbruna), sárum eða öðrum húðvandamálum. Nýr miði ALOE VERA gelið frá JASON á engan sinn líka, gæðin tandurhrein og ótrúleg. ’Fæst meðal annars í öllum apótekum á landinu. P.S. Frábært fyrír herra eftir rakstur. HBIÍ14RMSMNG S/E SÍMÁR 566 8593/566 S59fl. mynd. Hann notar merki, siglingamerki í flöskuskeyt- unum, einföld mynstur á viðarbútunum. Verk hans virðast einföld en áhrifin eru það ekki endilega. Sýningin í París heitir „mánuðir, ár“ og það er sama yfirskrift og hann hafði á Kjarvals- stöðum 1996. Þar er líka miðstöð þessa verks nú og þeir, sem flöskuskeytin finna, eiga að hafa samband við Kjarvalsstaði. Sýning- arheitið vísar til þáttar tímans í tilviljuninni: Enginn veit hvenær flöskuskeyti sem sent er í sumar finnst og fróða menn þarf til að meta aldur rekaviðarkubbs. Þetta -ftýnist í hafinu, flýtur um. Til að vega á móti óviss- unni hefur Richard regluleg og næstum vísindalega vinnubrögð, skilaboðin í flöskunum eru númeruð og natni einkennir verk hans. Richard er 35 ára gamall en það skiptir litlu því hann seilist aftur á bak og áfram í tíma og milli landa í mynd- um sínum. Einn þeirra sem skrifað hafa um Richard minnist orða Pessoa um skeytingarlausa bið eftir því óþekkta, framtíðinni í sjálfum sér og yfirleitt öllu. Færeysk- ur kór í Norræna húsinu FÆREYSKI kórinn Glymur syngur í Norræna húsinu í dag, fimmtudag kl. 17. Kórinn Glymur var stofnaður árið 1983 af færeyska tónskáldinu Sunleif Rasmussen. Kórinn hefur sungið á Grænlandi og sækir okkur íslendinga nú heim. Stjórnendur kórsins eru tveir, þeir Bjarni Res- torff og Edvard Nyholm Debess og mun kórinn flytja verk eftir þá báða. Efnisskrá kórsins nær allt frá kúbönskum og afríkönskum söngv- um til norrænna söngva en á tón- leikunum á morgun er lögð áhersla á færeysk lög, bæði ný og gömul, nokkur dönsk og ensk lög. Ásamt kórnum kemur hingað til lands hljómsveitin Hjarni, fimm manna hljómsveit sem er vel þekkt í Færeyjum og hefur gefíð út fjölda platna, segir í kynningu. Samstarf Glyms og Hjarna er komið til vegna ferðar til Grænlands og íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.