Morgunblaðið - 12.06.1997, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. JÖNÍ 1997 33
AÐSENDAR GREIIMAR
Veldur hver
á heldur
Borgarfulltrúinn hælir sér og
samstarfsmönnum fyrir að hafa
náð þeim árangri að knýja fram
arðgreiðslur í borgarsjóð frá
Landsvirkjun. Það hafi borgar-
stjóra R-listans tekist en ekki borg-
arstjórum Sjálfstæðisflokksins. En
um leið telur hann málflutning
minn andstæðan hagsmunum
landsbyggðarinnar. Um það verða
aðrir en ég og borgarfulltrúinn að
dæma hvor okkar vinni betur að
hagsmunum landsbyggðarinnar.
Það sem ég hef bent á er að borgar-
yfirvöid ógna hagsmunum dreif-
býlisins ef arðkröfur til Landsvirkj-
unar eru ótæpilegar. Það mun
hækka orkuverðið þegar fram líða
stundir og lenda harðast á dreifbýl-
inu þar sem raforka er notuð til
húshitunar og kostnaður dreifi-
veitna er mikill við dreifingu ork-
unnar. Ég er sannfærður um að
það er ekki vilji fjölmargra höfuð-
borgarbúa, sem eiga rætur um
land allt, að stjórnendur borgarinn-
ar misnoti hina sterku stöðu sem
borgin hefur á kostnað annarra
landshluta.
Grein borgarfulltrúans veldur
vonbrigðum og hefur skotið enn
frekari stoðum undir þá kenningu
mína að núverandi valdhafar höf-
uðborgarinnar ógni hagsmunum
landsbyggðarinnar. Svo mikilvæg-
ur sem styrkur höfuðborgar okkar
er má hann aldrei verða að vanda
landsins sem heildar. Þar veldur
hver á heldur.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins á
Vesturlandi.
Eru farsímar hætlulegir?
ER HÆTTULEGT
að nota farsíma? Þess
spyija margir og af
gefnu tilefni. Það er
staðreynd að fjöldi
notenda GSM-síma
hefur kvartað undan
aukaverkunum eins og
höfuðverk, óþægind-
um í augum, doðatil-
finningu í höfði og
fleiru. Nokkur mála-
ferli hafa risið í Banda-
ríkjunum þar sem not-
endur farsíma hafa
fengið æxli við heila,
nálægt þeim stað sem
loftnetið ber við höfuð-
ið. Evrópusambandið
og Alþjóða heilbrigðismálastofnun-
in (WHO) hafa sett í gang viða-
miklar rannsóknaráætlanir á þessu
og hefur ES ánafnað tveimur millj-
örðum í það verkefni.
En lítum á staðreyndir. Farsím-
ar með áföstu loftneti eru umræðu-
efnið. Kerfin eru tvö, NMT og
GSM. GSM-síminn er frábrugðinn
öðrum farsímum að því leiti að
sending hans er stafræn og sendir
hann frá sér kraftmikla örbylgju-
skammta 217 sinnum á sekúndu.
Tvennt er það sem talið er geta
orsakað skaða á líkamsvefjum.
Annað eru hitaáhrif vegna sendi-
styrks, en hingað til hefur það
þótt óæskilegt að líkamsvefir hitn-
uðu vegna utanaðkomandi áhrifa.
Hitt eru bein áhrif, eins og truflun
á flæði calsíum jóna í frumum (við
Valdemar Gísli
Valdemarsson
ÞAÐ ER GOTT
A LA UP VR A
/\ tJ JVIL I K /\
MEÐ: aflmikilli 16 ventla vél • vökvastýri • velti-
stýri • samlæsingum • þjófavörn • rafdrifnum
rúðuvindum • rafstýrðum útispeglum • útvarpi/
segulbandi með 4 hátölurum • upphituðum
framsætum • 2 öryggisloftpúðum fyrir ökumann
og farþega í framsæti • styrktarbitum í hurðum •
samlitum stuðurum.
3- dyra BALENO: 1.140.000,- kr.* %
4- dyra BALENO: 1.265.000,- kr.* 1
} 4-dyra BALENO 4WD: 1.480.000,- kr. |
BALENO WAGON 2WD: 1.450.000,- kr.* |
BALENO WAGON 4WD: 1.580.000,- kr. f
Baleno 3-dyra, 4-dyra eða
Wagon — myndirðu vilja
prófa hann í dag?
Baleno er fljótur að vinna hug þinn og hjarta.
Öruggur, lipur og traustur.
Taktu nokkrar beygjur, finndu þœgilegan gír.
Baleno - akstur eins og hann á að vera.
SUZUKl
AFl.OG
• >1. .• V :
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 568 51 00.
Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00.
lOmicroW/á sm2
Shandala et. al. ’79)
og skemmdir á DNA.
Nýleg rannsókn
framkvæmd af Drs.
Henry Lai og Na-
rendra Singh í Was-
hington-háskóla, Se-
attle, sýndu fram á að
örbylgjur geta skaðað
DNA-sameindir.
Rannsóknin var gerð
á rottum og fór fram
með því móti að rottur
voru hafðar í örbylgju-
sviði í tvo tíma og var
styrkleikinn
2mW/cm2 (1,2 W/Kg
SAR) sem er innan
viðurkenndra hættumarka og
lægri styrkur en GSM-farsímar
geta gefið frá sér. Niðurstaðan
varð sú að þessi styrkleiki dugði
til að skemma DNA-sameindir í
heila dýranna. Tilraunin var einnig
framkvæmd með 4 tíma geislun
og jukust skemmdir í DNA-sam-
eindum um 20%. Þessar skemmdir
getur fruman oft lagfært en slíkar
viðgerðir takast ekki alltaf. Þessi
rannsókn var birt undir nafninu
„Acute low-intensity microwave
exposure increases DNA single-
strand breaks in rat brain cells“
(Bioelectromagneties 1995; 16:
207-210). Það er mjög athyglisvert
að önnur rannsókn var fram-
kvæmd á sama tíma annarstaðar
í heiminum með sömu niðurstöðu.
Sú var gerð af Dr. Soma Sarkar
í Institute of Nuclear Medicine and
Allied Sciences í Nýju Delhí á Ind-
landi og hafa þessir vísindamenn
ályktað að breyta verði stöðlum
fyrir örbylgjur vegna hugsanlegra
stökkbreytinga á frumum vegna
skemmda á DNA-sameindum. Af-
leiðingar slíkra skemmda geta ver-
ið lengi að koma fram, jafnvel
nokkrar kynslóðir („Effect of low-
power microwave on the mouse
genome: a direct DNA analysis"
(Mutation Research 1994;320:
141-7).)
Það télja margir sérfræðingar
að heimfæra megi niðurstöður
Drs. Henry Lai og Narendra Singh
yfir á farsíma. Dr. Niels Kuster
hjá Tæknirannsóknastofnun sviss-
neska ríkisins í Zúrich er viður-
kenndur sem einn færasti sérfræð-
ingur á þessu sviði í heiminum.
Hann greindi frá rannsókn á far-
símum árið 1994. Við verstu skil-
yrði mældi Dr. Kuster rafgleypni
líkamsvefja (SAR) 5,3 W á kg sem
er margfalt meira en hættustaðlar
segja til um sem hámark og nærri
fimm sinnum meira en í áður-
nefndri tilraun. Ennfremur hefur
Dr. Kuster sýnt fram á það að
höfuð barna og kvenna gleypa
hærra hlutfall af orkunni en höfuð
karlmanns. Miðað við ofangreindar
rannsóknir af áhrifum á DNA er
varla æskilegt að krakkar, sem
hafa örari frumuskiptingu en full-
orðnir, noti farsíma.
Fyrir tveimur árum var hópur
vísindamanna styrktur af fyrirtæk-
inu Telstra í Ástralíu til að rann-
saka hugsanleg áhrif farsíma á
heilsufar. Þeir notuðu 200 mýs sem
var skipt í tvo hópa. Annar hópur-
GSM-síminn er mikið
tækniundur. Valdimar
Gísli Valdimarsson
segir heilsufarslegar
rannsóknir sýna að
ráðlegt sé að nota
hann í hófi.
inn var geislaður í hálftíma á dag
með útvarpsbylgjum af sömu tíðni,
styrk og gerð og GSM-símar gefa
frá sér. Hinn helmingurinn var
ekki geislaður. Þetta var svokölluð
tvíblind rannsókn og hefur verið
viðurkennd sem mjög áreiðanleg
og vel framkvæmd. Rannsóknin
fór fram á Royal Adelaide-sjúkra-
húsinu og var stjórnað af Dr. Mich-
ael Repacoholi ásamt prófessor
Tony Baster, og Dr. Alan Harris.
Eftir 18 mánuði voru mýsnar
teknar og rannsakaðar nákvæm-
lega. Niðurstöður voru sláandi.
Þær mýs sem höfðu verið geislaðar
höfðu tvöfalt meiri myndun á
krabbameinsæxlum en hinn hópur-
inn sem var ekki geislaður.
Fjarlægð loftnetanna frá
músunum var ekki sambærileg við
fjarlægð'farsímaloftnets við höfuð
notanda við notkun á farsíma. Það
er talið að styrkurinn við höfuð
manns geti orðið allt að íjórum
sinnum meiri en var á músunum
við þessa tilraun.
Þessi rannsókn rifjar upp mál
sem kom upp hjá lögregluþjónum
í Bandaríkjunum. Fyrir nokkuð
mörgum árum fór að bera á óeðli-
lega mörgum tilfellum krabbameins
í læri og nára lögregluþjóna sem
störfuðu við vegaeftirlit. Þessir lög-
regluþjónar áttu eitt sameiginlegt,
þeir unnu oft við radarhraðamæl-
ingar og notuðu radarbyssu sem
haldið var á. Þeir höfðu flestir van-
ið sig á að leggja radarbyssuna frá
sér í kjöltuna ef enginn bíll var í
sjónmáli. Radarinn uppfyllti allar
kröfur um hámarkssendistyrk og
átti að vera hættulaus með öllu.
Þingmaðurinn Joseph Liebermann
frá Connecticut hélt fund í Was-
hington DC í ágúst 1992 þar sem
hann reifaði þetta mál og opinber-
aði að 164 tilkynningar hefðu bor-
ist til The National Fratemal Order
of Police. Sannað þykir að örbylgju-
geisli radarsins hafi komið af stað
krabbameini því líkumar á því að
þetta sé tilviljun er u.þ.b. ein á
móti milljón. Það versta var að
krabbamein kom ekki fram fyrr en
eftir langan tíma og tíu árum eftir
að notkun hófst á viðkomandi rad-
arhraðamæli voru enn að berast
tilkynningar um krabbamein.
Það er ljóst að GSM-síminn er
mikið tækniundur og bráðnauðsyn-
legúr í nútíma þjóðfélagi. Það er
því ekki auðvelt að kyngja því að
hann geti hugsanlega verið hættu-
legur heilsufari manna. Ef marka
má ofangreindar rannsóknir hlýtur
að vera ráðlegt að nota hann ekki
óhóflega. Ef niðurstöður af notkun
farsima verða svipaðar og hjá áð-
urnefndum lögregluþjónum koma
þær alltof seint í ljós.
Höfundur er
rafeindavirkjameistari og
áhugamaður um heilsumál.
Wagner utanhúss klæðningarkerfi
Wagner klæðningarkerfi:
• kemur í stað timburs.
• er úr áii og aluzink, hentar undir allar
gerðir loftræstra útveggjaklæðninga.
• er mjög fljótlegt og auðvelt í uppsetningu.
• sparar mikinn tima og gerir allar
afréttingar mjög auðveldar.
• hefur sömu endinau oa útveaaiaklæðninain.
• ekkert viðhald.
• hentar í öll verk, stór og smá.
• hefur reynst frábærlega hér á landi
eins og annars staðar.
• er þýsk hágæðavara og lága verðið
kemur á óvart.
Engin tæring myndast á milli Wagner utanhúss
klæðningarkerfisins og útveggjaklæðningarinar.
Hafið samband við okkur og fáið allar nánari upplýsingar
Wagner klæðninaarkerfi
er retta lausnin fyrir framtíðina
< <Wagner-System> >
Suðurlandsbraut 22
Sími: 588 3220