Morgunblaðið - 12.06.1997, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 12.06.1997, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Misskilin upplýsingalög STARFSMENN í stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga hafa nú haft nægan tíma til að kynna sér upplýsinga- lögin, sem tóku gildi um síðustu áramót, og gera sér grein fyrir þýðingu þeirra og áhrifum - að minnsta kosti á þeirra eigin verksviði. Enn gætir þó víða misskilnings um atriði laganna, svo sem að ekki þurfi að afhenda gögn á grundvelli upp- lýsingalaganna sama dag og þeirra er óskað, að upplýsingalög tak- marki aðgang að gögnum frá því sem áður var og að stjórnvald geti veitt ákveðnum hópum eða stéttum í þjóðfélaginu forgang að opinberum gögnum. Afhending samdægurs í 11. grein upplýsingalaganna er sérstaklega tekið fram að stjórnvald skuli taka ákvörðun um hvort það verði við beiðni um aðgang að gögn- um svo fljótt sem verða má. I grein- argerð með lögunum segir að mikils- vert sé að stjórnvald afgreiði slíka beiðni fljótt og án ástæðulausra tafa, enda megi ætla að réttur til aðgangs að upplýsingum geti stundum orðið þýðingarlaus ella. Blaðamannafélag íslands óttaðist að orðalagið svo fljótt sem verða má yrði fijálslega túlkað og misnot- að í stjórnsýslunni. Af þeim sökum tók allsheijarnefnd Alþingis af tví- mæli um túlkunina: Það er skilning- ur nefndarinnar á ákvæði 11. gr. að meginreglan hljóti að verða sú að gögn séu afhent samdægurs eða a.m.k. sem allra fyrst. Slík mál eiga með öðrum orðum að njóta forgangs í stjórnsýsl- unni. í sömu lagagrein segir að hafi beiðni um upplýsingar ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skuli skýra þeim, sem bað um gögnin, frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Sumar stofn- anir hafa misskilið þetta ákvæði svo, að stjórnvöldum sé veittur sjö daga frestur til að afgreiða mál á grund- velii upplýsingalaganna. Það er auð- vitað af og frá. Erindin á að af- greiða_ fljótt og án ástæðulausra tafa. Ákvæðið leggur hins vegar þá skyldu á herðar stjórnvöldum að þau dragi aldrei lengur en í sjö daga að útskýra af hvaða völdum tafir verði á afgreiðslu erindis og hvenær megi vænta niðurstöðu í málinu. Rýmri upplýsingaréttur Eg hef sjálfur orðið var við þau undarlegu viðhorf í stjórnsýslunni, t.d. hjá náðunarnefnd fanga og Húsnæðisstofnun ríkisins, að upplýs- ingalögin valdi því að aðgangur að gögnum og skjölum í vörslu hins opinbera hafi orðið takmarkaðri en áður var; að þau banni beinlínis að veittar séu ýmsar upplýsingar, sem lágu á lausu fyrir áramót. Hér er hlutunum heldur betur snúið á haus. Með upplýsingalögun- um er tekin upp sú meginregla að stjórnvöldum sé skylt, sé þess ósk- að, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál. Undanþágur frá þeirri reglu skulu greindar í lögum. Eins og raunar segir fullum fetum í greinargerðinni með lögunum var réttur almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórn- völdum rýmkaður, einkum á þeim sviðum þar sem stjórnvöldum hefur verið talið heimilt, en ekki endilega skylt, að láta upplýsingar í té. Þar á ofan segir í 3. grein Iaganna: Stjórnvöldum er heimilt að veita aðgang að gögnum í ríkara mæli en kveðið er á um í þessum kafla nema fyrirmæli laga um þagnar- skyldu standi því í vegi. Upplýsingalögin segja til um hve- nær stjórnvöldum sé skylt að láta af hendi umbeðin gögn. Þau koma ekki í veg fyrir að veittur sé rýmri aðgangur að upplýsingum en leiðir af beinum rétti almennings sam- kvæmt lögunum, svo fremi að ekki séu brotin þagnarskylduákvæði. Upplýsingalög leggja opinberum starfsmönn- um ríka leiðbeiningar- skyldu á herðar, segir Þór Jónsson, þeim ber að aðstoða fólk við að nýta sér rétt samkvæmt lögunum. Bæði náðunarnefndinni og Hús- næðisstofnun ríkisins er þannig heimilt að gefa allar sömu upplýs- ingar nú og þær máttu láta í té áður en upplýsingalögin tóku gildi. Það er svo aftur allt annar handlegg- ur hvort þær kæra sig um að reka svo opið stjórnkerfi sem kostur er. Forgangur að gögnum Samtök kennara lýstu vanþóknun á að menntamálaráðherra og Rann- sóknastofnun uppeldis- og mennta- mála skyldu ekki kynna þeim meðal- töl úr samræmdu prófunum á undan almenningi. Þessi afstaða kennara byggist á vanþekkingu á upplýsinga- lögunum og margþættum tilgangi þeirra. Stjórnvöld geta ekki heitið ákveðnum hópum eða stéttum þjóðfé- lagsins forgangi í þessum efnum. Upplýsingalögin gera ekki ráð fýr- ir að stjórnvöld hafí frumkvæði að því að kynna gögn í vörslum sínum, heldur að leitað verði eftir því að fá gögnin afhent. Þannig á sá vitaskuld forgang, sem biður um upplýsingarn- ar, hvort sem hann á aðild að málinu með einhveijum hætti eða ekki. Önn- ur afgreiðsla bærí að sjálfsögðu vott um óvandaða stjórnsýslu. Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála vildi ekki afhenda gögn sín um samræmdu prófin þegar ég bað um þau á grundvelli upplýsinga- laganna í upphafi árs. Til þess að fá gögnin varð ég að leita fulltingis kærunefndar um upplýsingamál, en hún sker úr ágreiningi um afhend- ingu gagna. Niðurstaða nefndarinnar var skýr. Meðaltöiin eru í allflestum tilvikum opinber gögn og er skylt að láta þau af hendi án ástæðulauss dráttar, sé óskað eftir þeim. Það væri t.d. ástæðulaus dráttur að teija afgreiðsluna á þeirri forsendu að samtök kennara vildu fá að sjá gögn- in fyrst. Almenningur á rétt á aðgangi að gögnum mála innan stjórnsýslunnar án þess að þurfa að sýna fram á tengsl við málið og án þess að þurfa að sýna fram á hagsmuni af því að Þór Jónsson Misnotkun hins heilaga HIÐ heilaga er dýr- mætt. Þess vegna þurfum við að sýna því ákveðna virðingu. Sú virðing er hins vegar ekki endilega í því fólg- in að slá aldrei á létta strengi, heldur í því að forðast að skrumskæla eða misnota það sem dýrmætt er. í þeirri umræðu, sem hefur farið fram um guðlast, virðist mér furðu lítið hafa farið fyrir þessum sjónarmiðum. Ég vil því hér reyna að rökstyðja þau. Það eru nokkrir hlutir sem ég trúi að séu heilagir og óendanlega dýrmæt- ir. Ég trúi að Guð sé heilagur, það sem hann stendur fyrir, hlutir eins og kærleikur, réttlæti og sannleikur. Ég trúi því að hver mannvera sé óendanlega dýrmæt í augum Guðs. Og ég trúi því, að orð Guðs sé óendanlega dýrmætt leiðarljós í lífinu. Það er illt verk að skrumskæla eða eyði- leggja það sem er dýr- mætt. Raunar hygg ég að fáa' langi til að gera grín að raunverulegum sannleika, sönnu rétt- læti, eða sannri vænt- umþykju. Öðru máli gegnir um lygi, órétt- læti og falskan kær- leika. Háð er vopn, sem menn hafa gegn slíku og beita oft réttilega gegn hvers kyns hræsni. Guðlast er misnotkun, skrum- skæling eða afmyndun á því sem heilagt er. Það sem er heilagt má ekki misnota. Það má ekki umsnúa sannleikanum, þá verður hann að lygi, það má ekki afbaka réttlætið, þá verður það óréttlæti. Á hinn bóginn má spyija: Er hægt að afmynda réttlætið? Það sem er rétt er rétt og orð okkar breyta þar engu um. Það, sem orð okkar geta haft áhrif á, eru hug- myndir fólks um rétt og rangt, hugmyndir fólks um það hver sann- leikurinn er, hugmyndir fólks um hið heilaga. Hér komum við að þeirri stað- reynd, að hið heilaga hefur löngum verið misnotað. Það hafa ávallt ver- ið til menn, sem í eiginhagsmuna- skyni, hafa gefið sig út fyrir að vera sérlegir boðberar dýrmætra hluta, hins heilaga. Þetta á bæði við um það, sem við kristnir menn teljum heilagt og það sem aðrir telja heilagt. Þessi misnotkun er jafnan dulbúin. Flærðin bregður yfir sig blæju heilagleikans, ef svo má að orði komast. ímyndum okkur nokkur dæmi: „Guðsmaður“ nokkur (að eigin sögn) ber að dyrum guðhrædds bónda og segir honum að Guð hafi vitrast sér. „Þú átt að gefa mér jörðina!“ Hugsum okkur mann sem stund- ar það að aka drukkinn. Kvöld eitt keyrir hann á, og veldur miklum skaða. Hann biður viðstadda að hylma yfir með sér, á þeim forsend- um að fyrirgefningin og kærleikur- inn séu grundvallaratriði kristin- dómsins. Og „þið eigið nefnilega að elska mig og fyrirgefa mér, sama hvað ég geri. Það gerir Guð.“ Hugsum okkur enn mann, sem kemur sér undan að svara óþægieg- um spurningum með því að segja að „við eigum nú að elska hvert annað og ástur.da kærleika og ekk- ert að vera að spyija óþægilegra spurninga". Velkomin á Elizabeth Arden kynningu /elaggefsí þér einstakt teekifœri til að kynnast Elizabeth Arelen snyrtivörunum t Apótekí Getrðabœjeir. Þessi glæsilegi kaupauki fylgir þegar keyptir eru tveir hlutir í kremlínunni cða kynningarafsláttur rá ~ Apótek Garðabæjar Sími 565 1321. <£ Þorgrímur Daníelsson Önnur dæmi úr kirkjusögunni væri auðvelt að taka: Menn hafa verið fangelsaðir, pyntaðir, drepnir, brenndir á báli - allt í Drottins nafni. Þeir sem þetta gerðu þóttust vinna Guðs verk. Hér er á ferðinni viljandi mis- notkun og afbökun á hinu heilaga í eiginhagsmunaskyni. Slík afbökun getur valdið ómældum skaða. Láti fólk blekkjast, þá trúir það því að Guð vilji láta brenna trúvill- inga á báli, það sé ókristilegt að beijast gegn spillingu, maður eigi að fyrirgefa, og láta skálkinn fara sínu fram óhindraðan, eða hvað það nú er, sem manni er talin trú um. En láti fólk ekki blekkjast, er hætt við að það snúi baki við þeim Við eigum að taka trú okkar alvarlega, segir Þorgrímur Daníels- son, og veita klerkum okkar og predikurum aðhald. Guði, sem birtist í skrumskæling- unni. Fátt eyðileggur fremur trú fólksins á hinu heilaga, en að horfa upp á misnotkun á því sem er dýr- mætt. Þetta á jafnt við um kirkj- una, velferðarkerfið og aðra góða hluti. Auðvitað breytist hið heilaga ekki þótt menn skrumskæli það. En þeirri staðreynd er auðvelt að gleyma í hita leiksins. Það er ekki að ófyrirsynju að skrifað stendur: „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégórna." Lúther Ijallar um þetta boðorðið í fræðunum meiri og segir þar meðal annars: „Nafn Guðs er ekki hægt að misnota á skaðlegri hátt en til þess að halda fram falsi og blekkingum. - Mesta misnotkunin er þó, í andleg- um efnum, sem tengjast samvisk- unni, þegar falskir predikarar koma fá eða nota umbeðnar upplýsingar. Af því leiðir í mörgum tilvikum, að sá, sem enga aðild á að máli, nýtur sama réttar samkvæmt upplýsinga- lögunum og hinn, sem málið varðar. Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála þarf með öðrum orðum alls ekki að afhenda kenpurum út- reikninga sína á samræmdu prófun- um á undan fjölmiðlum. Góð leiðbeiningarrit Skylt er að geta þess sem gott er, en dóms- og kirkjumálaráðuneyt- ið, lögreglustjórinn í Reykjavík, út- lendingaeftirlitið og sýslumaðurinn í Hafnarfirði, svo að ég nefni nokkur dæmi af handahófi sem ég þekki af eigin raun, hafa svarað beiðnum mínum á grundvelli upplýsingalag- anna fljótt og vel og með rökum, þó að ekki hafi alltaf verið fallist á óskir mínar. Þeim, sem ekki eru glöggir í lögunum, bendi ég á að lesa tvö ágæt rit, sem forsætisráðu- neytið gaf út og ég hef stuðst við í þessari grein, Upplýsingalögin ásamt greinargerð og kennsluritið Upplýsingalögin eftir Pál Hreinsson. Opinberum starfsmönnum nægir ekki eingöngu að vita hvernig bregð- ast eigi við beiðni á grundvelli um- ræddra laga. Stjórnsýslulög leggja þeim auk þess ríka leiðbeiningar- skyldu á herðar, þannig að þeim ber að aðstoða almenning við að nýta sér upplýsingalögin. Þeir geta því valdið miklu um hvort lögin nái þeim tilgangi sínum, sem forsætisráð- herra lýsti þegar hann mælti fyrir frumvarpi að lögunum á Alþingi: ... að styrkja lýðræðislega stjórnar- hætti og réttaröryggi í stjórnsýslu hins opinbera auk þess sem þau ættu, þegar best lætur, að auka til- trú almennings á að stjórnvöld séu hlutverki sínu vaxin. Þetta síðasta á auðvitað við alla stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Höfundur er fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni. fram og boða eigin lygaþvælu, eins og um orð Guðs væri að ræða. Sjáið til, allt þetta er tilraun til að nota nafn Guðs til blása sjálfan sig upp eða sýnast góður og rétt- læta sjálfan sig, hvort sem er í venjulegum veraldarmálum eða í himneskum og flóknum málefnum trúar og kenningar." Guð er lítilsvirtur (lastaður) með því að misnota hann. Og ég spyr: Er hægt að sýna hinu heilaga meiri lítilsvirðingu en með því að misnota það til að veija eitthvað falskt og rangt? Fólk getur kannski ekki greint óheilindin röklega, en einhvern veg- in finnur hjartað að eitthvað er að. Sennilega hefur ekkert gert „mann- orði“ Guðs meiri skaða en einmitt óheilindi, hræsni og yfirdrepskapur þeirra, sem gefa sig út fyrir að vera þjónar Guðs, en eru í raun og veru að þjóna eigin löngunum. - Nema ef vera skyldi afskiptaleysi og áhugaleysi hins almenna leik- manns. Að þessu sögðu er ljóst, hvernig kristnir menn eiga að vinna gegn guðlasti. Það gerum við með því að taka trú okkar alvarlega og bera þá virðingu fyrir Guði, að misnota ekki nafn hans, trú fólks á hann, eða nokkuð það sem hann stendur fyrir, forðast að rangtúlka orð hans. - Og með því að veita klerkum okkar og predikurum aðhald, þann- ig að við líðum þeim ekki að teygja og toga Guðs orð eftir eigin geð- þótta eða hagsmunum. Kennimað- ur, sem misnotar hið heilaga, er á rangri hillu í lífinu. Honum er ekki treystandi. Það er fyrst og fremst með því að vera heill í trú okkar og lífi, sem við boðum þá sömu trú. Með því að vera óheil og ósönn í lífi okkar og trú, eyðileggjum við virðingu annarra fyrir okkur og trú okkar. Slík óheilindi eru sennilega ein helsta ástæðan fyrir „erfiðleikum kirkjunnar“ bæði fyrr og síðar. Höfundur er sóknarprest- ur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.