Morgunblaðið - 12.06.1997, Síða 40

Morgunblaðið - 12.06.1997, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Þetta gengur ekki lengur í FRAMHALDI af tillögu Haf- rannsóknastofnunar um 32.000 tonna aukna veiði úr þorskstofnin- um og 15.000 tonna aukna veiði úr rækjustofninum birtist aðsend grein í Morgunblaðinu 3. júní sl. Grein þessa ritar einn af dug- mestu framkvæmdastjórum okkar íslendinga, Jón Sigurðsson hjá ís- lenska járnblendifélaginu hf., og hvetur landann til að láta heyra í sér og láta það ekki líðast lengur að stjórnendur landsins bæti hundr- uðum milljóna við eignir örfárra fyrirtækja með úthlutun endur- gjaldslauss kvóta. Jón Sigurðsson er ekki vanur að vera með neina hálfvelgju í sínum skrifum um menn né málefni og er hann bæði vel menntaður og hefur gífurlega reynslu bæði innan hins opinbera stjórnsýslugeira og úti í atvinnulíf- inu, eins og alþjóð veit. Jón segir í grein sinni. „Sú ríkisstjórn, sem ekki notar það tæki- færi, sem nú er til að markaðsvæða afnot af auðlindinni er í and- stöðu við 75% þjóðar- innar. Hún býr til jarð- veg fyrir uppreisn" (til- vitnun lýkur). Þessi orð eru í tíma töluð og á Jón miklar þakkir skil- ið fyrir þessa grein og hvet ég þá sem ekki hafa lesið hana að gera það og leggja lóð sitt á vogarskálamar og koma í veg fýrir að þetta óréttlæti nái fram að ganga. í ágætum leiðara sem Jónas Haraldsson fréttastjóri skrifaði í DV mánu- daginn 2. júní sl. undir yfirskriftinni „Vond staða á Vestfjörðum“ langar mig til að endurbirta niðurlag leiðarans, en hann var á þessa leið: „Það kom fram í fréttaskýringu í þessu blaði í síðustu viku að ástæður verk- fallsins væru að hluta uppsöfnuð reiði vegna áhrifa fiskveiðistjórn- unar og vonleysi vegna ákvarðana stjómvalda, afnáms línutvöföldun- ar og þess, að kvóti var settur á steinbít. Reiðin og vonleys- ið mega þó ekki verða til þess að Ingvar Jóhannsson • i ■ A Hickory stcinar í gasgrill vcrb ó&ur 58? kr. Ver& nú Masquitesteinar í gasgrill verí> Ó5ur 58? kr. Ver& nú Kokkahnífur Trébretti Gasgrill CB50 verí> ó&ur 9.900 kr. Verí> nú Steikarhnífur 198 fcípunktac Steikargoffoll Gasgrill verb ó&ur 18.?00 ki Ver& nú 373 fcípunktac Kolagrill á hjólurn ver& ó&ur 2.695 kr. Ver& nú Gasgrill BM412 ver& é&ur 29.900 kr. Ver& nú Kolagrill 18' 598 frípunktac Grillsett úr tré HAGKAUP fUrir flölskifldunai Mikið hugarangur ríkir á Vestfjörðum um þessar mundir. Ingvar Jóhannsson segir kvæði eftir frænda sinn lýsa því vel. menn gefi allt frá sér. Því ríður á að samningsaðilar setjist niður, slíðri sverðin og nái viðunandi nið- urstöðu sem allra fyrst. Ella blæðir Vestfjörðum út“ (tilvitnun lýkur). Mig langar svo í lokin að birta hér kvæði, sem lýsir vel því hugar- angri sem ríkir í vestfirskum sjávar- plássum í dag. Kvæðið er eftir frænda minn, Eðvarð Sturluson, fyrrum oddvita á Suðureyri, og er hann einn eftir þar af fimm systk- ina hópi, hin fjögur eru öll flutt á suðvesturhornið. Það skal tekið fram að kvæði þetta fékk ég sent frá honum löngu fyrir verkfall. Hugfanginn lít yfir heimabyggð alla heillandi fjallanna tign. Hjalandi lækir í fjöruna falla og prðurinn speglandi lygn. Sólin skærasta skini skartandi falleg og heit. Vekur gróður og vaxandi hlyni er vermandi þessari sveit. Um æðar fmn ég orkuna streyma og ákveðinn strengi þess heit. Að beijast af einlægri hugsjón hér heima til heilla fæðingarsveit. Hér eru ótalin verk að vinna ef vaxa á æskunnar byggð. Huga og krafti má farvegi finna til fullnustu átthagatryggð. PROTECTION HYPOALLERGÉNIQUE www.centrum.is/dermophil Nilfisk AirCare Filter® Ekkert nema hreint loft sleppur í gegnum nýja Nilfisk síukerfið. Fáðu þér nýja Nilfisk og þú getur andað léttar! /FDniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 Bss® flísar Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 ■-----------■ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur OÓuntv tískuverslun j V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.