Morgunblaðið - 12.06.1997, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997
MIIMNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
HERMANN RAGNAR STEFÁNSSON
danskennari,
Árskógum 6,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 10. júní.
Unnur Arngrímsdóttir,
Henný Hermannsdóttir,
Arngrímur Hermannsson, Anna Hallgrímsdóttir,
Björn Hermannsson, Helga Bestla Njálsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
ÁSTA ÞÓRARINSDÓTTIR,
Stigahlíð 8,
lést þriðjudaginn 10. júní.
Ásgeir Bjarnason, Ragnheiður Gunnarsdóttir,
Ásta Lilja, Elín Marta og Bjarni Gunnar.
+
Faðir okkar, tengdafaðir afi og langafi,
JÓN PÁLSSON,
Mjósundi 16,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 10. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró
íslensk framleiðsla
Sendunt
myndalista
MOSAIK
Hamurshöfói 4 - Reykjavik
sími: 587 1960 -Jax: 587 1986
i
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
O
11
í HOTEL LOFTLEIÐIR
HB I C E L Á N O A I K H O T E Í S
í
f
í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar
eigum við ávallt íyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða.
Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla
Verið velkomin til okkar,
eða fáið myndalista.
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP., SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410
+ Arnbjörg Lilja
Jónsdóttir var
fædd í Landeyjun-
um 6. febrúar 1905.
Hún lést á heimili
sínu í Reykjavik
hinn 31. maí síðast-
liðinn. Eiginmaður
hennar var Filippus
Tómasson, húsa-
smíðameistari, en
hann lést 28. desem-
ber 1992. Þau hjón-
in settust að í
Reykjavík árið 1930
og varð fimm barna
auðið, sem öll lifa
foreldra sína. Þau eru: Andrea
Jóna, Vigdis Dagmar, Halldóra,
Tómas og Guðrún. Auk þess
ólu þau upp dótturson sinn
Arnar Filippus.
Utför Lilju fór fram í kyrr-
þey hinn 9. júní.
Hugulsöm, trygglynd og hlý var
hún Lilja, dugnaðarforkur og ein-
staklega gott dæmi um þá kynslóð
sem kom íslandi á legg, kom ís-
landi inn í þá þróun og velsæld sem
landsmenn búa nú við. Arnbjörg
Lilja Jónsdóttir var fædd 6. febr-
úar 1905, en útför hennar fór fram
í kyrrþey í Reykjavík 9. júní. Það
var henni líkt að óska þess, þess-
ari stórbrotnu konu sem vann öll
sín ævistörf í kyrrþey, en af ein-
stakri samviskusemi, trúmennsku
og vandvirkni. Liija fæddist í lág-
reistum torfbæ á bænum Uxa-
hrygg í Landeyjum. Hún lifði því
tímana tvenna, en vann alltaf lang-
an vinnudag og taldi ekki eftir
sér. Á 93. aldursári þegar hún féll
frá stóð minni hennar óhaggað,
en hún var hafsjór af reynslu og
sögu og gat í smáatriðum lýst
gangi mála og sérstaklega kunni
hún mikið af ljóðum og húsgöngum
af ýmsu tagi.
Frá Uxahrygg flutti fjölskylda
hennar að Kumla, fyrrum hjáleigu
á kirkjustaðnum Odda, en föður
sinn missti hún 19 ára gömul.
Henni varð mikið um fráfall hans,
ekki aðeins að missa einlægan og
ástúðlegan vin, heldur og hitt að
fráfall hans bar að með voveifleg-
um hætti. Þau voru í heyskap í
eyju í Hólmsá ásamt yngri bróður
þegar Jón Ólafsson faðir hennar
fékk bráða blóðeitrun
og sat hún yfir honum
deyjandi á meðan
bróðir hennar reri í
land eftir hjálp. Við
andlát föður hennar
leystist heimilið upp
og fór hún þá í vinnu-
mennsku tiþ móður-
bróður síns í Ártúnum.
Síðan var hún á ýms-
um bæjum í Rangár-
þingi og hvarvetna bar
hún fólki gott orð,
þótti alls staðar gott
að vera og vék sér
aldrei undan miklu
vinnuálagi. Snemma hafði hún
vanist við að taka til hendinni og
fyrst hafði hún farið að heiman
16 ára gömul í vist til hins kunna
skipstjóra og hafnsögumanns
Hannesar lóðs í Vestmannaeyjum.
Veturinn 1930 flutti Lilja til
Reykjavíkur ásamt manni sínum,
Filippusi Tómassyni húsasmíða-
meistara. Þetta var í upphafi krepp-
unnar og erfitt um húsnæði og enn
erfiðara um atvinnu. Þau voru þá
komin með fýrsta bamið, ársgamla
dóttur og fengu inni í einu herbergi
með aðgangi að eldhúsi á býlinu
Blönduhlíð í úthverfi Reykjavíkur.
Þau launuðu húsnæðið með því að
Lilja mjólkaði kýmar, en húsbænd-
umir seldu mjólk til bæjarbúa.
Filippus varð að sækja vinnu upp
til sveita og á sumrin vann hann
bæði við húsasmíðar og brúar-
smíði. Lilja fór þá einatt í kaupa-
vinnu með dætumar sem þá voru
orðnar tvær, en alls urðu börnin
fimm. Þijú yngstu fæddust þegar
þau vom flutt á Laugaveginn í
miðbæ Reykjavíkur. í þessu hverfi
vora barnmargar fjölskyldur og
mikil samheldni og samgangur og
alltaf minntist Lilja þessara ára sem
sinna bestu, því þama var maður
manns gaman og vináttan og
tryggðin dugði ævina alla. Ekki bjó
þetta fólk við hillur sem svignuðu
af veraldlegum auðæfum, en þeim
mun meira af kærleik og vinarþeli
og aðalsmerkið var reglusemi þar
sem allt var í föstum skorðum.
Það var mikill gestagangur hjá
Lilju á Laugaveginum, enda var
hún sérlega frændrækin og hjarta-
hlý í senn og alltaf var rúm fyrir
næturgesti þótt þröngt væri í raun
setinn bekkurinn. Auk barnanna
fimm sem þau Lilja og Filippus
gáfu mikinn tíma og sinntu af
mikilli ást, ólu þau upp dótturson-
inn Arnar. Eftir 30 ára búskap
eignuðust þau sitt fyrsta húsnæði,
heimilið í Rauðagerði og þá var
Lilja komin í heimahöfn; en ævi-
starfið var síður en svo búið, því
62 ára gömul hóf Lilja störf hjá
Sláturfélagi Suðurlands og vann
þar þangað til hún var á sjötug-
asta og sjöunda aldursári. Hún var
ótrúlegur harðjaxl þessi hægláta
kona, glæsilega kona sem hélt sér
svo vel fram til þess síðasta. Áður
en Lilja hóf störf hjá SS hafði hún
meðal annars unnið við ræstingar
víða í Reykjavík og oftast fór hún
gangandi til þeirra verka því annað
var of dýrt og ekki til staðar, því
lengst af bjuggu þau við lítil efni
þrátt fyrir mikla vinnu. Lilja var
ótrúlega ósérhlífin og henni líkaði
vel erfiðisvinnan hjá Sláturfélag-
inu, kannski ekki síst vegna þess
að þar eignaðist hún mjög góðar
vinkonur eins og títt er um fólk
sem leggur alltaf gott til alls og
æðrast aldrei. Slíkt fólk laðar að
sér, því allir leita í öryggið. Þó gat
Lilja verið snögg upp á lagið og
innskotin hennar voru meitluð og
stundum beitt, en það var ekki
staðið í neinum ræðuhöldum.
Það voru mikil hlunnindi fyrir
mig að kynnast tengdamóður
minni, skynja þolinmæði hennar,
þekkingu og dugnað og óendanlegt
æðruleysið. Andlega atgervið gaf
sig ekki, en umgjörðin laut kalli
tímans. Það var henni mikils virði
að geta búið heima hjá sér alla
tíð, en síðustu árin hefði það þó
ekki verið gerlegt nema vegna
þess að yngsta dóttir hennar, Guð-
rún, sinnti móður sinni með fá-
dæmum vel og dóttursonur Lilju,
Haukur, bjó hjá ömmu sinni og var
henni þannig til trausts og halds.
Og svo kom svefninn langi í
kyrrþey, en nú eru ugglaust fagn-
aðarfundir í fjarlægðinni, því Lilja
bjó yfir sterkri trú og hún var far-
in að hlakka til að hitta marga
vini og vandamenn sem hún hafði
ekki hitt lengi.
Megi góður Guð gefa henni allt
það sem eilífðin hefur upp á að
bjóða, því það eitt á hún skilið.
Megi góður Guð varðveita eftirlif-
andi ástvini hennar sem sýndu
henni ræktarsemi og virðingu
vegna þess að það var eins eðlilegt
og lífsneistinn í öllu sem andar,
hugulsemi, trygglyndi og hlýja.
Árni Johnsen.
ARNBJÖRG LILJA
JÓNSDÓTTIR
JOHANNA
ÖGMUNDSDÓTTIR
+ Jóhanna Ögmundsdóttir
fæddist á Hótel Tindastóli
á Sauðárkróki 6. júní 1917. Hún
lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 27.
maí síðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Fíladelfíu í
Reykjavík 6. júní.
Elsku amma mín.
Ég þakka fyrir öll árin sem við
áttum saman í Mörkinni og allt það
sem ég lærði af því að kynnast eins
stórkostlegri manneskju og þú
varst. Þú varst alltaf svo glöð og
skemmtileg, trú og trygg. Þú varst
mér góður vinur sem gott var að
leita til ef einhver vandamál komu
N 1 5
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfidrykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
upp og úrlausnir þínar voru ávallt
góðar. Þú varst kærleiksríkari en
aðrir sem ég hef kynnst. Það er
vissulega hollt og gott fyrir ungan
mann eins og mig að hafa fengið
að kynnast í uppeldinu hversu kær-
leikurinn er mikils virði. Þú kenndir
mér að lykillinn að því að komaast
heill í gegnum lífið væri að bera
kærleika til náungans og reynast
öllum heiðarlegur og trúr.
Þetta er einmitt það veganesti
sem þú útbjóst mig með og ég mun
hafa með mér í gegnum lífið.
Þótt ung sé fékk dóttir mín að
kynnast þér, langömmu sinni.
Samverustundir ykkar voru þón-
okkrar og alltaf var hún velkom-in.
Þegar hún kom í heimsókn hljóp
hún inn í svefnherbergið þar sem
þú lást, yfir sig glöð að fá að sjá
þig, og þegar hún kom inn í her-
bergið varstu vön að spila eins og
eitt lag á nebbann þinn, henni til
mikillar ánægju. Og henni þótti
vænt um að fá að aðstoða þig þeg-
ar þú gekkst með hjólagrindina um
húsið. Ég þakka fyrir þær stundir
sem hún átti með þér.
Síðustu þijú árin vora þér erfið,
amma mín, og síðasta árið varstu
mikið rúmliggjandi. Það var erfítt
að upplifa það og geta ekkert gert
tii að bæta heilsu þína. En nú ertu
komin á stað þar sem þér líður vel
og þar sem þú þarft ekki að þjást
lengur. Eftir stendur minningin um
sérstaka kærleiksríka og heiðarlega
konu sem kenndi mér margt um lífið.
Takk fyrir allt, amma.
Afi. Þú sem stóðst þig eins og
hetja í gegnum allt veikindastríð
ömmu. Þú sem varst alltaf til stað-
ar þegar hún þurfti á hjálp að halda,
hvort sem var dagur eða nótt. Ég
votta þér mína dýpstu samúð. Ég
veit að Guð blessar þig.
Ykkar vinur
Kristján.
^ Sími 562 0200 ^
ciiiiiiixiiin
Skilafrestur minningar greina
Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags:
og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í
miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar-
dag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að út-
för hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.