Morgunblaðið - 12.06.1997, Side 68

Morgunblaðið - 12.06.1997, Side 68
OPIN KERFIHF byltinqarkennd fistölva ptargmiMitMfe M <s> AS/400 er... ...þar sem grafísk notendaskil eru í fyrirrúmi MORGVNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Utanríkisráðherra ekki alls kostar ánægður með svar norskra stjórnvalda Reglur um veiðar endur- skoðaðar og eftirlit hert Norðmenn lýsa sig reiðubúna til viðræðna til að bæta samskiptin ÍSLENSK stjórnvöld eni ekki alls kostar ánægð með svar norskra stjómvalda við mótmælum vegna töku Sigurðar VE en Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra fékk í gær bréf frá Björn Tore Godal, ut- anríkisráðherra Noregs, vegna mót- mæla íslenskra stjórnvalda vegna málsins. Halldór segir það þó já- kvætt að Norðmenn viðurkenni að bæta þurfi samskiptin. Áttu Halldór og Godal langt samtal í síma í gær- morgun vegna málsins. I bréfinu ítreka Norðmenn að um dómsmál sé að ræða, sem norska framkvæmdayaldið geti ekki haft nein áhrif á. í lok bréfsins segir að Noregur óski eftir því að eiga vin- samleg samskipti við íslendinga í sjávarútvegsmálum og það beri að koma í veg fyrir að svona óheppileg- ir atburðir eigi sér stað. Lýsa Norð- menn sig reiðubúna til viðræðna við Islendinga um hvernig megi bæta þar úr. íslendingar fara yfír anda Jan Mayen-samkomulagsins Að sögn Halldórs hefur verið ákveðið að endurskoða reglur um veiðar norskra skipa í íslenskri lög- sögu og leitast verður við að herða eftirlit með veiðum þeiiTa. Eiður Guðnason sendihen-a mun ekki snúa aftur til Noregs fyrr en þeirri vinnu er lokið en hann mun þá kynna norskum stjórnvöldum sjón- armið íslenski’a stjórnvalda. Jafn- framt ætla íslensk stjórnvöld að fara yfir anda Jan Mayen-sam- komulagsins. „Við erum þeirrar skoðunar að andi þess samkomulags hafi ekki verið virtur upp á síðkastið og sé forsenda þess að eðlileg sam- skipti geti átt sér stað á þessum miðum,“ segir Halldór. Ásökunum um pólitískar ástæður vísað á bug Björn Tore Godal, utanríkisráð- herra Noregs, segir í samtali við Morgunblaðið, útilokað að norskur ráðherra geti sagt skipstjóra á varð- skipi fyrir verkum og vísar á bug öllum ásökunum um að fyrir töku Sigurðar VE hafi verið nokkrar stjórnmálalegar ástæður. Godal sagði augljóst að norsk yf- irvöld vildu forðast sambærileg vandamál í framtíðinni og að í svar- inu til íslenska utanríkisráðherrans væri lagt til að íslendingar og Norðmenn ræddu leiðir til að styrkja samvinnu þjóðanna á sviði fiskveiða. „Við höfum látið í ljós vilja okkar til samvinnu og leggjum meðal annars til gagnkvæmar heimsóknir fiskveiðiyfirvalda. Einnig sjáum við fyrir okkur gagn- kvæmar heimsóknir á varðskip landhelgisgæslna landanna," sagði Godal í samtali við blaðið. ■ Sljórnvöld óánægð/11 Morgunblaðið/Gunnar Þór Hallgrímsson Gaukur í Gufunesi GAUKUR hefur haldið sig í Gufu- neskirkjugarði í nokkrar vikur en aðeins er vitað um að einn gaukur hafi sést í Reykjavík sfðan í maí 1967. Gaukar eru evrópskir fuglar sem flækjast stundum hingað að vorlagi og sjást þá helst við suðaust- anvert landið. Þeir eru þekktir fyrir að verpa í hreiður aunarra fugla. Endurbætt- ur Laugar- dalsvöllur ÍSLENDINGAR og Litháar gerðu markalaust jafntefli á Laugardals- velli í gærkvöldi. Þetta var fyrsti leikurinn á veliinum eftir að ný stúka var reist og fyrir leikinn var leik- vangurinn afhentur KSÍ formlega til umráða. Aðildarfélög KSÍ eru 53 og komu jafh mörg börn inn á völlinn með leikmönnum liðanna fyrir leik, eitt í búningi hvers aðildarfélags. ■ fþróttir/ C-blað 17 nýjar trjátegund- ir í íslensku flórunni AF UM 200 tijátegundum sem flutt- ar hafa verið til landsins frá því um 1950 hafa rúmlega 30 borið þroskað fræ einu sinni eða oftar. Þar af hafa 17 tegundir náð að nema land og teljast því til nýrra trjátegunda í ís- lensku flórunni. Þetta kemur fram í grein Þórarins Benediktz, sérfræðings, á Rann- sóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá, í nýjasta tölublaði Lauf- blaðsins, sem Skógræktarfélag ís- lands gefur út. Þar kemur einnig fram hversu fátæk íslensk flóra er af trjátegundum því aðeins þrjár teg- undir trjáa hafa vaxið hér frá því fyrir landnám. Það eru birki, ilm- reynir og blæösp. Með grein sinni birtir Þórarinn töflu með upplýsingum um sjálfsán- ingu trjáa. Um sjö tegundir barr- ýrjáa hafa sáð sér á Hallormsstað, þeirra algengust er stafafura en hún finnst einnig í Atlavíkurstekk. Aðrar tegundir sem sáðu sér víða eru sitkagreni í Fljótshlíð, skógarfura og síberíulerki í Eyjafirði og fjallafura á Þingvöllum. Af lauftrjám er viðjan algengust í Reykjavík, alaskaösp finnst í Skorradal, heggur á Akureyri og sitkaelri í Hveragerði, Skógey og Hornafirði. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar um 1% gengishækkun krónunnar frá áramótum Sýnir styrk efnahagslífsins GENGI íslensku krónunnar hefur hækkað um rúmlega 1% frá áramót- um. Þórður Friðjónsson, forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar, segir þetta endurspegla styrk efnahags- lífs landsins. Framundan séu miklar fjárfestingar sem muni styrkja þjóð- arbúið þegar til lengri tíma sé litið. „Hækkun gengisins endurspegl- ar að mínu viti styrk efnahagslífs landsins. Það er framundan mikil fjárfesting sem mun styrkja þjóðar- búið þegar til lengri tíma er litið. Þegar efnahagslíf er að eflast með slíkum hætti þá leiðir það af sér hækkun á jafnvægisgengi eins og við köllum það í hagfræðinni. Meiri hagvöxtur og meiri framfarir í efna- hagslífmu hér en annars staðar leiða að öðru jöfnu til þess að jafn- vægisgengi hækkar. Ég lít svo á að þessi hækkun sem orðið hefur að undanförnu skýrist að hluta til af þessum ástæðum. Hún endurspegl- ar tiltrú á efnahagslífið og tiltrú á efnahagslega framtíð þjóðarinnar," sagði Þórður Friðjónsson. Þórður sagði að hækkun á gengi hefði átt þátt í að halda aftur af verðhækkunum, en hækkun vísitölu neysluverðs hefur verið minni en menn reiknuðu með að yrði í kjölfar nýrra kjarasamninga. Gerist í kjölfar kjarasamninga Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastióri VSÍ. saerði að hagfræðingar, sem komu að gerð kjarasamninga, hefðu ekki reiknað með að gengi krónunnar myndi hækka í kjölfar nýrra kjarasamn- inga. Oftast nær hefði gengið haft tilhneigingu til að lækka í kjölfar samninga. Hann sagðist telja að hluti af ástæðunni væri að vextir væru mun hærri hér á landi en víða erlendis og lántakendur sæju sér hag í því að taka sín lán erlendis. Það leiddi til gjaldeyrisinnstreymis sem stuðlaði að gengisbreytingu. Þórður saffði að betta eræti átt, þátt í gengishækkuninni. Hann sagði hins vegar mjög mikilvægt að hafa aðhald með efnahagslífinu vegna hættu á þenslu. Þess vegna væri óskynsamlegt að lækka vexti umtalsvert við þessar aðstæður. Vaxtalækkun kæmi hins vegar til greina síðar þegar væri orðið Ijóst að þessar miklu fjárfestingar, sem verið er að ráðast í, leiddu ekki til þenslu. „Það er ekki sjáanlegt að neitt lát sé að verða á eftirspurn eftir lánsfé. Það er nauðsynlegt, til að viðhalda jafnvægi í efnahagslífinu og fyrir- byggja að þensla grafi um sig, að vextir verði hér tiltölulega háir um sinn. Það skapast hugsanlega betri forsendur fyrir lækkun vaxta ef menn ná saman um aðhaldssöm fjárlög fyrir næsta ár og aðhalds- sama fjármálastefnu fyrir næstu misseri." sap'ði Þórður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.