Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 15 JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ UMFERÐIN SEM HVARF Yfir græði og grundum grúfir nóttin hljóð. Sindrar enn á sundum sólarlagsins glóð. Bærir lauf á birki blær af vesturslóð. Angurmæddur yrki ég mitt hinzta Ijóð. Vissulega hefur á þessu vori sindrað á sundum sólarlagsglóð- in, sem hann Sigurður Þórarins- son yrkir um. í bjartviðrinu roðar kvöldsólin Snæfellsjökul, sígur með hveijum deginum aðeins norðar í hafið og síðasti miðnæt- urroðinn myndar svo fallega and- stæðu heita litarins við kaldan bláma og hvítan snjóinn í Skarðs- heiðinni á þessu kalda vori. En blærinn hefur í þetta sinn ekki bara bært laufið af vindi á vesturslóð, heldur rifið gróður- eftir Elínu inn upp i hama- ganginum og blásið rækilega um ferðafólkið sem við hvetjum til að koma í bjartar júnínætur. Við þessar uppákomur læðist að manni lúmskur grunur um að vart dugi þó nema harðgerðir landar, lamdir af veðri og vind- um. Kuldinn er ekki vandinn. Nú er kominn slíkur ferðabúnaður með vindþéttum goridexgöllum og hlýjum flís-flíkum, að óblönk- um er engin vorkunn. Svo hlýtt og liðiegt sem þetta nýja flís- tískuefni er, fylgir sá böggull, að einn íslendingur óttast að það ryðji endanlega ullinni okkar út af erlendum peysumarkaði. Eina ráðið er að biðja snemm- komna ferðafólkið með Norrænu að doka við, innan skamms verði komið nýtt veður. Það reyndist okkur, gamla stúdentahópnum mínum, rétt. Daginn áður en við lögðum í hann til Stykkishólms, var aftakaveður með kulda og úfnum sjó. Enginn lét það á sig fá þótt við ættum að fara beint á sjóinn með Eyjaferðum við komuna, enda var þá komið brúk- legasta veður á Breiðafirðinum, en aftur jafn úfinn sjór að morgni. Mikil heppni, því báts- ferðir út undir eyjamar þegar fuglinn er sestur að, eru hrein- asta unun á vordögum. Maður kemst nálægt teistunni, topps- karfínum, æðurinni, kríunni og þeim fuglum öllum. Mávur hrakti frá hreiðri sínu stóran örn, sem sveimaði lengi í námunda með þetta gríðarmikla vænghaf. Og smakkað var á glænýjum skel- fiski og ígulkerjahrognum, dregið með plógi af botni. Bragðast ein- staklega vel með hvítvínsglasi. Varla eiga ferðamenn víða kost á svo glænýjum skelfiski úr ómenguðum sjó. Veislumaturinn á Hótel Stykkishólmi með lamba- kjöti var líka einstaklega ljúf- fengur og vel gerður. Raunar allur viðurgerningur, sem leiðir hugann að því hve erfitt hlýtur að vera að reka svona hótel með þriggja mánaða ferðamannatíma. Fólk er hugmyndaríkt að nýta gæði náttúrunnar á þessum slóð- um. Ekki ónýtt að koma í Bjarn- arhöfn og fá hákarl og vel verk- aðan harðfisk með brennivíns- tári. Þarna er lítil bændakirkja með gömlum gersemum sem bú- endur á þessu stórbýli hafa varð- veitt svo ótrúlega vel. Ekki sjálf- gefið að í aldir sé óaflátanlega svo vel búið að hlutum að þeir ekki fúni eða grotni. Hvarflaði að mér að svona metnaðar og óslitinnar alúðar væri kannski vart að vænta nema af einka- framtaki. Sú kenning reyndist þó umdeild. Vori og sumri fylgir aukin umferð um vegi. Allir æða úr og í bæinn á sama tíma. Þarf svosem ekki sumar til að ómöguleg verði umferðin út úr þessu ólánlega höf- uðborgarnesi, þar sem aðeins er hægt Pálmadóttur að komast út og inn í borgina úr einni átt. í flestum borgum dreif- ist umferð í fjórar áttir, hér eru þijár lokaðar. Ein renna tekur við allri umferð frá Seltjamar- nesi og vel inn fyrir Elliðaár. Virðast framkvæmdaaðilar og umferðamefndir illa hafa skynjað þessa klemmu höfuðborgarinnar. Viðbrögð við umferð gjarnan ver- ið að loka fyrir hana eða hindra. Sama nú þegar hún er orðin stór- hættuleg á ákveðnum stöðum og tekur sinn toll. Dag hvem ek ég um gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar þar sem bílum að beygja er ætlað að aka út á gat- namótin, 2-3 í einu, og verða svo að hreinsa sig snarlega af þeim þegar skiptir um ljós. Hörfa af gatnamótunum eftir að gulu og síðan rauðu ljósin em komin og bílaumferðin þvert á bmnar af stað. Þama hafði fyrir löngu ver- ið gert ráð fyrir að koma á slaufu- brú. En í nýja skipulaginu til framtíðar era þessi mannvirki strikuð út, verða ekki einu sinni byggð þegar fé fæst. Ég heyrði í formanni skipulagsnefndar, sem talaði um að ráðið væri bara að draga úr umferð í borginni. Umferðin hverfi við þá ósk. Þeir sem búa efst í Breiðholti og hafa sumir tvo bíla á heimili mótmæla þessa dagana að fá umferðargötu fram hjá sér, vilja auðvitað vera í friði fyrir bílaumferð, en aka á sínum bílum eftir hinum götunum í bæinn. Og í Vogahverfinu er mótmælt að fá meiri umferð í gegn hjá sér á útleið af nesinu. Sú von að bílamir hverfi bara á leið út úr Reykjavík minnir á Bakkabræður með lík föður síns á Brúnku. Þeir sáu hvar skugga- hestur fylgdi og gerði allt eins. Er heim kom og Brúnku var stungið í hús, hvarf þeim til mik- ils léttis skugginn hennar. Jó- hannes úr Kötlum endaði ljóðið um hvarf skuggans svo: Loks, er tungls úr ljósi hreinu labba inn þeir nátthrafnar, hverfur hann þeim allt í einu - aldrei fréttist, hver hann var. MANNLIFSSTRAUMAR LÆKNISFRÆDI/Er hœgt ab lengja lífib meb neyslu vítamína og annarra hætiefnaf Vítamín og bætiefhi FYRIR nokkram árum var því haldið fram í innlendri útvarpsstöð að ef fólk fari að neyta stórra skammta af alls kyns vítamínum og bætiefn- um verði meðalaldurinn fljótlega kominn í 200 ár. Þetta var sagt í fullri alvöru og efiaust í góðri trú en er því miður ekki rétt. Þá vaknar sú spurning hvort einhver teljandi heilsubót sé að því að neyta vítamína, annarra bætiefna og svo kallaðra fæðubótarefna í miklu magni. Þeir sem halda slíku fram byggja það m.a. á sex eftirfarandi hugmyndum, sem ekki eiga við vísindaleg rök að styðjast: 1) Fæðan sem við neytum er næringarlega ófullnægjandi vegna rányrkju og of mikillar vinnslu. 2) Skortur á vítamínum og steinefnum er algengt vandamál. 3) Flestir sjúkdómar orsakast af rangri fæðu og þá má lækna með réttu fæðuvali. 4) Stöðugt er eitrað fyrir okkur með hættulegum aukefnum og leifum skordýraeiturs í fæðunni. 5) Eigin reynsla eða reynsla vina og ættingja vegur þyngra en niðurstöður vísindalegra rannsókna. 6) Ráðlagðir dag- skammtar (RDS) vítamína og steinefna eru allt of lágir. Þeir sem selja vítamín, bætiefni og fæðubótarefni halda því fram að fólk eigi að taka þessi efni inn aukalega til þess að vera viss um að fá nóg. Manneldiskann- anir hér á landi og í nálægum lönd- um benda til þess að lang flestir fái meira en nóg af þessum efnum og ráðlagðir dag- skammtar eru settir talsvert hærri en fólk þarf á að halda. Því er einnig haldið fram að neysla vítamína og annarra bætiefna vinni gegn óæskilegum áhrifum streitu. Vitað er að slík neysla getur hjálpað fólki sem er alvarlega veikt eða slasað og hefur þess vegna lélega matarlyst, en eftir Mcgnús Jóhannsson ekkert bendir til þess að það hjálpi fólki, sem nærist eðlilega, að fást við streitu. Seljendur alls kyns bætiefna halda því einnig fram að neysla þeirra auki styrk, þol og vöðvamassa en engar sannanir eru fyrir slíku. C og E-vítamín og beta- karóten era seld á þeim forsendum að vera andoxunarefni sem verndi líkamann fyrir skaðlegum efnum sem myndast við oxun. Þetta er í sjálfu sér rétt en þar með er ekki endilega öll sagan sögð. E-vítamín getur tafið fyrir æðakölkun með því að hindra oxun kólesteróls en það minnkar einnig storknunar- hæfni blóðsins og getur aukið hættu á heilablæðingum. Gerðar hafa verið þijár stórar, en mjög ólíkar, klíniskar rannsóknir sem var ætlað að varpa ljósi á þetta. Sú fyrsta var gerð á 29.000 fínnsk- um karl- mönnum sem reyktu og var þeim skipt í þijá flokka sem fengu E-vítamín, beta- karóten eða lyfleysu (óvirkt efni). E-vítamín hafði engin áhrif á tíðni lungnakrabbameins en hjá þeim sem fengu beta-karóten var tíðnin 18% hærri en í viðmiðunarhópnum. I heildina var dánartíðni þeirra sem fengu beta-karóten 8% hærri en í viðmiðunarhópnum og hjá þeim sem fengu E-vítamín var tíðni heilablæðinga nokkru hærri. í rannsókn á 22.000 læknum sem fylgst var með í 12 ár hafði beta- karóten hvorki áhrif á tíðni krabba- ÍVIATARLIST/Erum vib hamingjusamasta þjóbinf Flaskan eða lýsisflaskan! SAMKVÆMT ýmsum könnunum þykja íslendingar vera hamingju- samastir manna hér á jörð, ef ekki þeir allra hamingjusömustu. Hér þykir ríkja mikið frelsi í fjármálum og aðspurðir um hvar þeir vildu annars staðar búa en í Japan svara Japanir: „Á íslandi.“ Eins er ísland gósenland „smákrimma" sem virð- ast þurfa að safna ansi mörgum punktum til að komast í „fríið“. En hvað gerir hamingjusamasta þjóðin sér til dundurs? Um helgar safnast stór hluti yngstu kynslóð- anna saman niðri í bæ, oft vel við skál, og yfirleitt sleppa menn óskaddaðir úr slíkri samkundu, en þó ekki alltaf. Á slysavarðstofunni ríkir stundum því sem næst neyðarástand, svo mikið er af slös- uðu fólki. Miðbænum finnst mér nær að líkja stundum við vígvöll og væri held ég ekki slæm hug- mynd að koma þar upp sjúkraskýl- um líkt og gert er á stríðshijáðum svæðum miðað við ástandið þar á stundum. að er náttúrulega misjafnt í hveiju fólk finnur skemmtun, hvort það skemmtir sér með vímu- gjöfum_ eða sinni eigin hamingju- vímu. Áfengisáhrif virðast oft vera mjög neikvæð hjá fólki, það drekkur einfaldlega oft of mikið og hóf- drykkja er hugtak sem margir virð- ast eiga erfitt með að tileinka sér. „Áfengissekt" sú sem nú er við lýði í vínbúðum landsins í formi auka- álags fyrir utan alla aðra skatta og gjöld er samt ekki lausnin til bættrar vínmenningar íslendinga að mínu mati. Á hinum Norður- löndunum er léttvínið og bjórinn BOSCH: Garður lystisemdanna. ódýrari, en sterkara vín ber áfram „áfengissektina“. Það er sem sagt verið að beina fólki frekar inn á léttvíns- og bjórlínuna. Nóg um neikvæðni. Hvemig fer landið sjálft að því að gera okkur svona ham- ingjusöm? Við búum náttúrlega á einni mestu náttúraperlu heims, við eram fá þannig að hver einstakling- ur ætti að eiga meiri möguleika á að njóta sín, við borgum lágt raf- orkuverð og hitavatnskostnaður er einnig í lágmarki, eða í það minnsta ekki hár, miðað við mörg önnur lönd. Við eigum gjöful fiskimið, ógrynni af jafnt heitu sem köldu vatni og flestir hafa nóg að bíta og brenna, þó ekki allir því miður. En við verðum að passa okkur á að láta góðærið ekki gera okkur of veraldleg, taka frá okkur allt sjálfstæði, kaupa bara og kaupa og standa síðan eftir eins og tómir eldspýtustokkar. í Reykjavík eru nú þegar helmingi fleiri bílar held- ur en flestum öðrum borgum af sömu stærðargráðu, enda getur fólk sem býr við aðalumferðaræðar borgarinnar vart opnað gluggann fyrir mengun. Varla er það þetta sem við viljum. En hver verður að hugsa fyrir sig og breyta eftir því, þó alltaf sé einnig gott að setja sig í spor annarra. Ef marka má orð franska matar- heimspekingsins Brillat-Savarin að örlög þjóðar ráðist af mataræði hennar ættum við ekki að þurfa að kvíða örlögum okkar. Við eigum góðan físk, gott kjöt, ræktun líf- rænt ræktaðs grænmetis eykst jafnt og þétt og af mjólkurvörum höfum við af nógu að taka. Þó svo að hér vaxi ekki ógrynni exótískra jurta og beijategunda vaxa hér þó nokkrar beijategundir og fullt af ýmsum heilnæmum jurtum, s.s. blóðberg, úaHagfös o.fl. Örlögin verða hins vegar ekki góð ef við höllumst að óhollum skyndibitum, gosi, tíðum fylliríum, sælgæti o.fl. Hver er semsagt sinnar gæfu smið- ur með mismikilli aðstoð frá um- hverfi sínu náttúrlega. íslensk náttúra er einstaklega hjálpleg og greiðvikin, þannig að við skulum þiggja hjálp hennar og hugsa jafn- vel um hana og hún um okkur. Nú eru margir þeir sem vinnu- vettlingi geta valdið að undirbúa sig fyrir (eða komnir í) sumarfrí á suðrænum pálmaströndum. Til að geta tekið sig vel út þar er mörgum nauðsynlegt að grenna sig, brúnka °g teygja í tólum, til að bera upp- runa sínum ekki alltof glöggt vitni. Það er alltaf gott að breyta um umhverfi, kynnast annarri menn- ingu (sem maður gerir reyndar ekki á sólarströnd) og ferðast út fyrir landsteinana, en við megum ekki gleyma að ferðast um okkar eigið fagra land sem hefur upp á ótrúlega marga og skemmtilega möguleika að bjóða. eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.