Morgunblaðið - 15.06.1997, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Á bænum Tröð í Fróðárhreppi var áður stunduð útgerð en nú er þar lít-
ið gallerí sem hjónin Karl Magnússon og Hallfríður Eiðsdóttir hafa komið
á laggimar í gömlu fískverkunarhúsi. Guðrún Guðlaugsdóttir skoðaði
handavinnu þeirra og ræddi við þau um liðin ár gleði og sorgar.
HEIMSOKNI
GALLERÍ TRÖÐ
Eg var komin aðeins
framhjá þegar ég átt-
aði mig á hvað stóð
á spjaldinu - Gallerí
Tröð. Ég bakkaði og
skoðaði spjaldið bet-
ur. Jú, það bar ekki
á öðru, þama var
greinilega rekið gallerí. Ég fór út
úr bílnum og barði að dyrum. Út
kom stór maður, eilítið álútur en
afar einlægur á svip. Á eftir honum
kom út smávaxin og lagleg kona,
varkár í fasi með rannsakandi
augnaráð. Þau fullvissuðu mig
bæði um að þama væri einmitt
rekið gallerí og mér væri guðvel-
komið að skoða það.
Ég var stödd heima á hlaði á
bænum Tröð í Fróðárhreppi, sem
er skammt frá Ólafsvík á Snæfells-
nesi. Þarna hafði greinilega einu
sinni verið róið til fískjar og það
er enn lítill bátur á hlaðinu. „Gall-
eríið er einmitt í húsi þar sem var
áður gert að fiski,“ segir Karl
Magnússon sem þarna býr ásamt
konu sinni, Hallfríði Eiðsdóttur.
„Við vomm bæði hjónin í útgerð-
inni og hún gekk vel, en svo varð
ég fyrir slysi og varð að selja bát-
inn. Ég var að koma vestur á
Pickup-bíl og það sprakk á einu
hjóli, bíllinn fór hringinn, það
brotnaði á mér höfuðkúpan og ég
var nærri dáinn, síðan hef ég ekki
verið samur maður.“ Hallfríður
opnar dyrnar á galleríinu og við
göngum inn í nokkuð stórt her-
bergi með hillum á veggjum. „Við
vinnum bæði mikið í höndunum svo
okkur datt í hug að fara að selja
þetta. Fyrst vomm við með fram-
leiðsluna í herbergi uppi á lofti í
íbúðarhúsinu okkar en svo komu
tvær konur sem komust varla upp
stigann, þá fannst okkur rétt að
að fara með þetta á aðgengilegri
stað og ákváðum að taka fiskverk-
unarhúsið undir gallerí, það var
hvort sem er ónotað og alltaf varð
það meira og meira sem við vildum
sýna og selja,“ segir Hallfríður. Á
hillunum er sannarlega álitlegt úr-
val af alls kyns hlutum sem þau
hjón hafa sjálf unnið. Mikið er þar
af hvers konar handavinnu, pijón-
aðir dúkar, perlusaumaðir gripir,
litlar prjónadúkkur, málaðar mynd-
ir, renndir lampar, barnaleikföng
og margt fleira. Ég geng um og
skoða og Hallfríður og Karl fylgja
mér eftir. Loks ákveð ég að kaupa
lítinn, hvítan pijónadúk og perlu-
saumað hálsmen. Hallfríður setur
þetta í poka og ég borga. Síðan
förum við aftur út á hlaðið og
stöndum þar litla stund í norðanátt
og björtu sólskini.
Karl segir mér að hann sé fædd-
ur á þessum stað og hafi lengst af
búið þarna en á yngri árum stund-
„Það er góður kraftur í honum og hann er snöggur. Það er þœgilegt að sitja
undir stýri og auðvelt að ná í allt - það hefur greinilega verið hugsað um það
hvemig hlutunum erfyrir komið. Svo er gott útsýni úr honum.
Mérfinnst Balenoinn bara skemmtilegur bíll oggott að keyr'annJ“
$
SUZUKI
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akianes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSAhf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Blla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50.
Fáanlegur m. sjálfsk.
Lýsing nýs eiganda á þvi af hverju honum
finnst gott að keyra Baleno fólksbíl
Fáanlegurm.ABS og
sjálfskiptingu.
Fáanlegur m. sjálfsk.