Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 9

Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 B 9 Hallfríðar. ÞAÐ ER GOTT AÐ KEYRA HANN MEÐ: aflmikilli 16 ventla vél • vökvastýri • velti- stýri • samlæsingum • þjófavörn • rafdrifnum rúðuvindum • rafstýrðum útispeglum • útvarpi/ segulbandi með 4 hátölurum • upphituðum framsætum • 2 öryggisloftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitum í hurðum • samlitum stuðurum. 3- dyra BALENO: 1.140.000,- kr.* J 4- dyra BALENO: 1.265.000,- kr.* 4-dyra BALENO 4WD: 1.480.000,- kr. | BALENO WAGON 2WD: 1.450.000,- kr.* | BALENO WAGON 4WD: 1.580.000,- kr. I i Baleno 3-dyra, 4-dyra eða Wagon - myndirðu vilja prófa hann í dag? Baleno er fljótur að vinna hug þinn og hjarta. Öruggur, lipur og traustur. Taktu nokkrar beygjur, fintidu þœgilegan gír. Baleno - akstur eins og hann á að vera. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00. SUZUKI Al i. OC. ÖRYGGl .. ... aði hann sjómennsku og fór víða. Síðar sagði mér kunnugur maður að Karl hefði á yngri árum flakað fisk af meiri list en flestir aðrir og einnig verið lagtækur í harmón- íkuspili. Karli er mikið niðri fyrir hann bendir mér á bæinn fyrir inn- an sem nú er kominn í eyði og segir mér í sömu andrá að hann hafi átt son með fyrri konu sinni. „Við skildum fyrir löngu, en það var sonur minn sem keypti bátinn minn,“ segir hann. Karl hefur áfram orðið og segir mér sitthvað á stijáli um útgerð sína fyrrum og búskap, en Hallfríður segir fátt. Þegar hann tekur sér málhvíld býð- ur hún mér í bæinn. Ég geng á eftir þeim hjónum upp nokkrar steintröppur og beina leið inn í eld- hús. „Gefðu henni rúgbrauð með kæfu,“ segir Karl við konu sína og hellir fyrir mig kaffi í bolla úr könnu sem stendur á borðinu. „Hún býr til óskaplega gott rúgbrauð," segir hann meðan Hallfríður smyr brauðið við eldhúsborðið og fyrr en varir get ég sannreynt réttmæti orða hans. Þegar ég er að byija að maula rúgbrauðið er barið að dyrum. Þar er kominn nágranni að finna Karl og við Hallfríður sitjum eftir tvær í eldhúsinu, nema hvað það kemur allt í einu köttur gangandi inn eld- húsgólfið. „Þetta er eina dýrið okk- ar,“ segir Hallfríður og tekur kött- inn upp og leggur hann að vanga sínum. Þegar kisa er farin sína leið spyr ég Hallfríði hvprt hún sé þama úr nágrenninu. „Ég er alin upp fyrir sunnan fjall, í Miklaholts- hreppi, mamma mín var að norðan en pabbi var Borgfirðingur," segir hún og sest aftur við borðið og tekur til við að pijóna. „Þér fellur sjaldan verk úr hendi, það er auð- séð,“ segi ég. „Mér finnst gott að vinna, það kyrrir hugann og styttir tímann,“ svarar hún hæglátlega. Það ríkir þögn um stund í eldhús- inu. „Ég átti dóttur en ég missti hana fyrir tólf árum,“ segir Hall- fríður svo og lítur á mig. I augum hennar er sú sérkennilega rósemd sem þeir einir öðlast sem beiskjan nær ekki tökum á - en þeir em fáir. Með sömu rónni segir hún mér að hún hafí átt þessa dóttur eina barna og hún hafi dáið 31 árs að aldri. „Hún var stórhugguleg," bætir hún við og heldur áfram að pijóna nokkra stund. Svo leggur hún frá sér pijónana og sækir myndaalbúm. I þessu albúmi em myndir frá æsku og skólatíð ungr- ar stúlku. Myndir af alvarlegri telpu, brosandi unglingi með vin- konum sínum, bekkjarmyndir og svarthvítar fyrirsætumyndir af ljósmyndastofu. „Hún fór til ljós- myndara og ég beið frammi, ég hélt að hún ætlaði aldrei að koma út, en loksins kom hún og þá hafði ljósmyndarinn endilega viljað taka af henni þessar myndir til útstill- ingar," segir hún og bendir mér á listrænar myndir þar sem leikur að ljósi og skuggum dregur fram sérstæða andlitsfegurð fyrirsæt- unnar. Ég blaða í albúminu og finn til ég fór að fara stöku sinnum á böll. í einni slíkri ferð kynntist ég Karli, við dönsuðum saman, hann var mikill dansmaður. Ég var rétt fimmtug er þetta var og hann fjór- um árum yngri. Karl er sérkenni- legur maður, hann er óskaplega góður í sér og einlægur en á til að ijúka upp. Við urðum ástfangin, giftum okkur og fluttum hingað vestur en dóttir mín tók við íbúð- inni minni, hún og Karl náðu vel saman alveg frá upphafi. Ég hafði aldrei áður verið í sambúð með manni og komin á miðjan aldur en eigi að síður hefur hjónabandið gengið ótrúlega vel. Nokkur góð ár liðu en svo veikt- ist dóttir mín af krabbameini. Hún fór í krabbameinsmeðferð og mein- ið virtist horfið. Að ári liðnu kom krabbameinið fram aftur og nú í HALLFRÍÐUR og Karl. þess hve stutt líf þessi stúlka hafði átt. „Hún var sjúkraliði á Landa- koti og seinna dó hún þar,“ segir Hallfríður og tekur aftur upp pijón- ana. Anna, dóttir hennar, fæddist árið 1954 og hún átti hana ein. „Faðir hennar reyndist henni vel þegar hún var veik, það er honum til sóma, en ég ól hana upp ein og var fyrst með hana heima hjá for- eldrum rnínurn," segir hún. Hún var vön að annast böm, elst af sex systkinum, hún var heldur ekki óvön því að vinna, hafði frá unga aldri gengið í ýmis verk, um skóla- göngu hafði ekki verið að ræða nema barnaskóla. „Reyndar var ég í kvöldskóla í Borgamesi veturinn 1942, þegar ég var orðin 18 ára,“ segir hún. „Mitt fyrsta launaða starf var sem skipsþema um borð í Víði, bát sem gekk á milli Reykja- víkur, Akraness og Borgamess. Það var frekar skemmtilegt starf, kona úr sveitinni vann á skipinu og hún tók mig_ með sér. Þá var ég ung stelpa. Ég var aldrei sjó- veik, og sumarið eftir fékk ég vinnu á Laxfossi sem sigldi sömu leið, einnig var ég smátíma á Akraborg- inni. Eftir það vann ég hingað og þangað við það sem til féll. Svo réð ég mig á bát sem fór til Vest- mannaeyja en í fyrstu ferðinni veiktist ég í bakinu, það endaði með að bakið var spengt. Ég var lengi að ná mér eftir það. Ég þurfti að liggja í gipsi í nokkra mánuði. Ég pijónaði mikið í þeirri legu, komst upp á lag með að pijóna liggjandi og ligg enn við að pijóna ef ég get komið því við. Ef ég sit lengi við prjóna verð ég fljótt þreytt. Ég hafði náð mér sæmilega eftir árið og fór þá að vinna sem her- bergisþerna á Hótel Borg. Síðan lá leiðin á Vífílsstaði þar sem ég vann í tvö ár sem gangastúlka. Svo kom að því að ég varð ófrísk og fór heim til foreldra minna. Þar var ég fyrst á heimilinu hjá þeim en þegar frá leið fór ég aftur á kreik. Foreldrar mínir fluttu í Borgarnes og telpan mín með þeim. Eg fór til Grindavíkur og vann þar nokkur ár, fór fyrst ein og svo með stelp- una með mér, þá var hún orðin sex ára. Fáum árum seinna keypti ég íbúð við Grandaveg í Reykjavík og fór að vinna í Bæjarútgerðinni. Þar vann ég í nokkur ár en Anna fór í Melaskólann. Síðar fékk ég vinnu í Seglagerðinni Ægi á Grandagarði - þetta voru góð ár, ég vann og sinnti dóttur minni. Það var ekki fyrr en hún var orðin uppkomin sem lungunum, það hafði náð að sá sér. Við tók mikil barátta. Fyrsta árið sem hún var í krabbameins- meðferð fór ég suður einu sinni mánuði til þess að vera hjá henni í viku í senn. Eftir árið fór hún að vinna, hún starfaði við barnadeild- ina á Landakoti. Þegar lungna- krabbameinið kom upp fór hún aftur í meðferð en það dró smám saman af henni. Við héldum jólin þijú saman, þá var farið að safn- ast vatn í lungun á henni og hún þurfti að nota súrefniskút. Eg var svo þjá henni þar til yfir lauk, hún dó í febrúar. Éftir að hún var dáin hafði ég samband við hana í draumi. Þá sagði hún mér frá hvemig sér liði. Ég fékk samband við hana annað slagið. Seinast þeg- ar mig dreymdi hana fannst mér hún vera að búa um sig og ég spurði hvort hana vantaði eitthvað og hvort ég gæti hjálpað henni. Nei, hún kvaðst fá aðstoð frá Landa- koti - eftir það rofnaði sambandið. Um haustið sama ár og dóttir mín dó lenti Karli í bílslysi eins og hann sagði þér frá. Hann fékk mikla höfuðáverka og var meðvit- undarlaus í hálfan mánuð. Þegar hann kom til sjálfs sín var ljóst að hann hafði misst mikið - en hann hefur náð sér nokkuð þótt aldrei nái hann sér að fullu.“ Karl er að sögn Hallfríðar mjög gleyminn og stundum lengi á ná merkingu þess sem sagt er, einnig talar hann meira en hann gerði og öðruvísi. „En við þessu er ekkert að gera, svona er þetta bara,“ segir Hallfríð- ur og heldur áfram að pijóna. Ég spyr hvað hafi gefíð henni þann styrk og þá sálarró sem virðist hafa fleytt henni gegnum alla erfið- leika án þess að hún léti bugast eða fylltist beiskju, „ertu kannski trúuð," segi ég. „Nei, ég held að ég hafi þvert á móti misst alla trú,“ svarar_ hún og brosir til mín um leið. Ég spyr hvort aldrei hafí hvarflað að henni nein uppgjöf? „Nei, það þýðir ekki,“ svarar hún. „Ég er fegin að hafa fengið að halda honum,“ segir hún svo eftir nokkra stund og lítur á mig. Smám saman hefur andrúmsloftið í el_d- húsinu orðið hlýtt og náið. Ég stend að lokum treglega upp til þess að fara. Þess lengur sem ég hef talað við þessa konu þess meira hefur mér fundist til um hana. Auk þeirrar birtu og rósemd- ar sem stafar frá henni er eitthvað viðfelldið við hikleysi hennar, sem í bland við hlédrægnina gerir hana eftirminnilega í viðkynningu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.