Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 JÚNÍ 1997 B 23 rm SECURITAS Rœstingadeild SECURITAS ehf er stœrsta fyrirtcekið hérlendis á sviði ræstinga- og hreingerningaþjónustu. Hjá rœstingadeildinni eru nú starfandi á fimmta hundrað starfsmenn er vinna við rœstingar á vegum fyrirtœkisins víðsvegar í borginni og nágrenni. Ræstingastjóri í dag eru starfandi 10 ræstingastjórar hjá Ræstingadeild Securitas ehf. Vegna stóraukinna verkefna undanfarið óskar fyrirtækið eftir að fjölga í hópinn. Ræstingastjóri mun hafa eftirlit með ræstingum og annast starfsmannahald. Hann hefur umsjón með verkframkvæmd og þjálfun starfsmanna auk þess að halda utan um og rækta tengsl við viðskiptavini og starfsmenn. Vinnutími er frá kl. 13:00 alla virka daga. Góð laun eru í boði fyrir rétta manneskju. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu sjálfstæðir í vinnubrögðum og nákvæmir. Áhersla er lögð á lipurð í mannlegum samskiptum og ríka þjónustulund. Viðkomandi þurfa að geta unnið hratt og skipulega. Kostur er ef einhver reynsla af mannahaldi er fyrir hendi. Umsóknarfrestur er til og með 23. júní. Ráðning verður sem fyrst. Æskilegur aldur er 25-45 ára. Guðrún Hjörleifsdóttir veitir nánari upplýsingar. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar frá kl.10-13. STRA ehf. STARFSRAÐNINGAR GUÐNY HARÐARDOTTIR Mörkinní 3,108 Reykjavík, sími: 588 3031, bréfsími 588 3044 Tölvunarfræðingur / Kerfisfræðingur Starfið: Verkefnin felast í forritun kerfa fyrir handtölvur, uppsetningu og þjónustu við þráðlaus Spectrum24 netkerfi og tengingu strikamerkjalesara. Einnig við farsölukerfi þar sem unnið er náið með erlendu og innlendum hugbúnaðarfyrirtækjum. Tengd verkefni em þarfa- og kerfisgreiningar fyrir viðskiptavini og þátttaka í sölustarfi. Starfið er því fjölbreytt og lifandi. VERKFRÆÐISTOFA Menntun: Við leitum helst að tölvunarfræðingi B.Sc. eða kerfisfræðingi TVÍ. Þekking á forritun í C++, tengingu gagnagrunna og rekstri netkerfa er æskileg. Véla- og/eða iðnaðarverkfræðingur Rafmagnsverkfræðingur Starfið: Verkefnin felast í þarfagreiningum og verkefnastjómun ásamt uppbyggingu nýrra lausna. Starfið er fjölbreytt og það teygir sig allt frá forritun til sölu- og markaðsstarfa. Króli verkfrœðistofa starfar við upplýsingatœkni fyrir vöru- og framleiðslustjórnun. Lausnir frá Króla verkfrœðistofu byggja á strika- merkjatækni þar sem við bjóðum þráðlaus handtölvukerfi, farsölu- kerfi, miðaprentunarkerfi, sjálfvirkar Menntun: álímingarvélar ofl. Stofan er m.a. Við leitum að verkfræðingi með C.Sc. eða M.Sc.gráðu á ofangreindum sviðum. einkaumboðsaðili Symbol Techno- Nánari upplýsingar veittar hjá Ráðningarþjónustunni V ! RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík Sími 588 3309 Fax 588 3659 Netfang: radning@skima.is logies sem er leiðandi á þessu sviði. Starfsmenn eru 5 en verkefnastaða stofunnar kallar á fleiri til starfa. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Stærðfræðikennarar Flensborgarskólinn í Hafnarfirði ítrekar fyrri auglýsingar eftir kennara í stærðfræði og er sérstaklega leitað eftir kennara sem getur jafn- framt tekið að sér deildarstjórn í greininni. Laun fara eftir kjarasamningum kennarasam- takanna. Umsóknarfrestur er til 7. júní 1997. Skólameistari. IÐNSKðUNN f REYKJAVlK Rafeindafræðingar og verkfræðingar Kennara vantar í rafeindavirkjun í tölvugrein- um og öðrum rafeindagreinum. Ráðning í báðarstöðurnarerfrá 1. ágúst 1997. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri rafiðna eða skólameistari í síma 552 6240. Umsóknum skal skila til ritara skólameistara í síðasta lagi 23. júní nk. Öllum umsóknum verður svarað. Þjónustumiðstöð í Grafarvogi Lausar stöður Reykjavíkurborg undirbýr nú stofnun þjónustu- miðstöðvarfyrir Grafarvogshverfin, sem mun annast samþætta íbúaþjónustu á sviði félags-, dagvistar- og skólamála, menningar-, tóm- stunda og íþróttamála. Stofnun þjónustumiðstöðvarinnar er þáttur í þróunarverkefni Reykjavíkurborgar skv. lög- um nr. 82/1994 um reynslusveitarfélög. Til viðbótar við það fagfólk miðstöðvarinnar, sem kemurfrá öðrum borgarstofnunum, ósk- um við eftir að ráða eftirtalda starfsmenn: — Leikskólakennara með framhaldsmennt- un í 50% stöðu. Meðal helstu verkefna eru ráðgjöf við leikskóla í Grafarvogi auk þess að annast eftirlit og ráð- gjöf við starfandi dagmæður í hverfinu. — Félagsráðgjafa. Helstu verkefni eru félagsleg ráðgjöf, vinna viðfjárhagsaðstoð og stuðningsstarf við ein- staklinga og fjölskyldur. — Sálfræðing. Helstu verkefni eru á sviði sálfræðiþjónustu við grunnskólana í Grafarvogi. Fyrir allar ofangreindar stöður gildir sú stefna þjónustumiðstöðvarinnar að starfssvið ein- stakra fagmanna verði í stöðugri þróun og end- urskoðun og er það mikilvægur liður í tilrauna- verkefninu. Við leitum að fagfólki sem setur þverfaglega vinnu í öndvegi, hefur reynslu á viðkomandi starfssviði, er hugmyndaríkt og lipurt í mann- legum samskiptum og á gott með að tjá sig í ræðu og riti. Nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála í síma 563 2000 í Ráðhúsi Reykja- víkur. Laun skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfé- lags við Reykjavíkurborg. í umsóknum þurfa m.a. að koma fram upplýs- ingar um menntun og fyrri störf ásamt nöfnum á tveimur meðmælendum. Umsóknirnar skulu sendartil framkvæmda- stjóra menningar-, uppeldis- og félagsmála, Ráðhúsi Reykjavíkur, merktar Grafarvogur. Umsóknarfrestur er til 1. júlí nk. Laus störf Efnafræðingur eða lyfjafræðingur óskast til starfa á rannsóknarstofu fyrir- tækisins. Starfið felst í þróun og/eða aðlögun á mæliaðferðum, gildingu (valdiation) á mæliaðferðum og mælingu sýna. Reynsla af HPLC, GC og GCMS mæliaðferðum æskileg. Meinatæknir/líffræðingur eða einstaklingur með sambærilega menntun óskasttil starfa á rannsóknarstofu fyrirtækis- ins. Starfið felst í mælingu á lyfjum í blóð- sýnum. Æskilegt er að umsækjendur geti einnig unnið utan hefbundins vinnutíma. Vinntuími frá kl. 08—16.00. Um framtíðarstarf er að ræða. Reyklaus vinnustaður. Skriflegar umsóknir óskast sendar fyrir 21. júní nk. Þeir, sem áður hafa sótt um sambærilegar stöður hjá fyrirtækinu, vinsamlega endurnýið umsóknirnar. Öllum umsóknum verður svarað. Delta hf., Reykjavíkurvegi 78, Pósthólf 420, 222 Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.