Morgunblaðið - 15.06.1997, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.06.1997, Qupperneq 28
28 B SUNNUDAGUR 15 JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39 • Sími: 588 8500 • Bréfasími: 568 6270 Hjúkrunardeildarstjóri Staða hjúkrunardeildarstjóra á vistdeild Selja- hlíðar, dvalarheimili aldraða, Hjallaseli 55, er laus til umsóknar. Um er að ræða 38 manna deild, unnið er eftir skipulagsformi einstaklingshæfðrar hjúkrunar. Hjúkrunardeildarstjóri skipuleggur, stjórnar, ber ábyrgð á hjúkrun og mönnum á sinni deild í samráði við forstöðumann. Óskað er eftir hjúkrunarfræðingi í 100% starf sem ertilbúinn að takast á við krefjandi starf og uppbyggingu á öldrunarhjúkrun. Reynsla í öldrunarhjúkrun og stjórnun er æskileg. Umsóknarfrestur er til 27. júní nk. Umsóknir, ásamt upplýsingum um náms- og starfsferil, sendist Guðrúnu Björgu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Seljahlíðar, sem einnig veitir upplýsingar í síma 557 3633. Menningarmiðstöðin Gerðuberg auglýsir stöðu deildarstjóra listadeildar lausa til umsóknar. Starfssvið: Yfirumsjón með starfsemi listadeildar, þ.m.t. kynningar- og útgáfumál og erlend samskipti. Æskilegt er að umsækjandi hafi víðtæka reynslu af skipulagningu og framkvæmd listviðburða. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku og einu Norðurlanda- máli, auktölvukunnáttu (td.QuarkXpress og Claris Works). Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrifstofu Gerðubergs, ber að skila eigi síðar en 20. júní. Laun samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar. s Menningarmiðstöðin Gerðuberg 111 Reykjavík sími 567 4070. Áhaldahús Mosfellsbæjar Tækjamaður Áhaldahús Mosfellsbæjar óskar eftirtækja- manni með þungavinnuvélaréttindi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélags Mosfellsbæjar og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Jón Friðjónsson, for- stöðumaðurÁhaldahús, í síma 566 8450. Skrif- legar umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, skulu sendarofangreindum forstöðumanni fyrir 23. júní nk. Áhaldahús Mosfellsbæjar er staðsett við Völu- teig í nýlegu húsi og er starfsaðstaða þar eins og bestverðurá kosið. Starfamannafjöldi Áhaldahúss og veitna eru 13. Tækni- og umhverfissvið Mosfellsbæjar. Grænlenskt hótel óskar eftir matreiðslumanni Við óskum eftir matreiðslumanni, sem erfær um að framreiða „Buffet" og „A la carte". Hótelið er staðsett á austurströnd Grænlands, 2 tíma flug frá Reykjavík. Tveggja mánaða ráðningartími lágmark (júlí—ágúst) með mög- uleika á framlengdum tíma. Upplýsingar eru veittar í síma 565 5533 eða 893 7389. Sölumaður innréttinga Byko hf. óskar eftir að ráða sölumann til starfa í Hólf og gólf, Breiddinni. Starfið felst í hönnun og sölu innréttinga, sér- staklega til verktaka. Hæfniskröfur eru að umsækjandi sé bygg- ingatæknimenntaðurog/eða hafi reynslu á þessu sviði. Hann þarf að vera þjónustu- lundaður og geta unnið sjálfstætt. Um er að ræða framtíðarstarf. Umsóknarfrestur er til og með 19. júní nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru eingöngu veittar á skrifstofu Liðsauka frá kl. 9 til 14. Fólk og þekking Lidsauki ehf. W Skipholt 50c. 105 Reykjavik sími 562 1355, fax 562 1311 Leikskólar Seltjarnarness Lausarstöður við leikskólann Mánabrekku v/Suðurströnd Leikskólakennarar eða starfsmenn með sam- bærilega menntun óskasttil starfa við leikskól- ann Mánabrekku frá 1. ágúst nk. Uppeldisstefna leikskólans er umhverfis- og náttúruvernd. Hafið samband og kynnið ykkur starfsemina. Upplýsingar gefur Dagrún Ársælsdóttir, leik- skólastjóri, í síma 561 1375. Einnig veitir leikskólafulltrúi upplýsingar um störfin í síma 561 2100. Leikskólar Seltjarnarness eru reyklausir vinnustaðir. Leikskólafulltrúi. Lausar kennarastöður skólaárið 1997-1998 Á Seltjarnarnesi eru um 700 nemendur í tveimur grunnskólum, Mýrar- húsaskóla og Valhúsaskóla. Áhugasömum kennurum gefst kostur á að sækja fræðslufundi, námskeið og vinna að þróunarstarfi í skólun- um á Seltjarnarnesi. Við auglýsum eftir áhugasömum og metnaðarfullum kennurum. í Valhúsaskóla, þar sem eru 8.—10. bekkur með 220 nemendur, vantar sérkennara í u.þ.b. 50% stöðu og kennara í heimilisfræði í 50% stöðu. Auk þes vantar kennara til að kenna 6 stundir á viku í sænsku. Skólastjóri, Ólafur H. Óskars- son, vs. 561 2040, hs. 553 0871. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skólaskrif- stofu Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla eldri v/ Nesveg og í skólanum. Umsóknir beristtil skólastjóra, sem veitir allar nánari upplýsingar um stöðurnar. Umsóknarfrestur til 29. júní 1997. Byggðasamlag Heiðarskóla í Leirár- og Melahreppi. Fulltrúi skólastjóra Byggðasamlagið auglýsir til umsóknar stöðu fulltrúa skólastjóra. Starfssvið Annast bókhald og fjárreiður Heiðarskóla í um- boði skólastjóra. í því felst m.a. útreikningur launa og greiðslur launa. Að annast almenn skrifstofustörf við skólann. Um krefjandi og áhugavert starf er að ræða. Við leitum að hæfum einstaklingi með reynslu. Gerð er krafa um góða bókhaldsþekkingu. Við- komandi þarf að geta hafið störf 18. ágúst. Umsóknarfrestur er til 26. júní. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 433 8920 eða 433 8884 og formaður Byggða- samlagsins í síma 433 8968. Umsókn skal send til Byggðasamlags Heiðarskóla, Leirár- og Melahreppi, 301 Akranesi. Tæknimenn í Sjónvarpi Ríkisútvarpið auglýsir störf við kvikmyndatöku, klippingar og aðra tæknivinnu laus til umsókn- ar hjá tæknideild Sjónvarps. Menntun eða starfsreynsla í sjónvarpstækni eða rafeindavirkjun er nauðsynleg til þessara starfa. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur ertil 26. júní nk. og ber að skila umsóknumtil Sjónvarpsins, Laugavegi 176, eða í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1, á eyðu- blöðum sem fást á báðum stöðunum. Nánari upplýsingar í síma 515 3900. Tónlistarskóli Dalvíkur Ertu metnaðarfullur tónlistarkennari og langar til að fara út á land? Þá er Dalvík staðurinn fyrir þig. Við skólann okkar eru þrjár lausar stöður sem gefa mikla möguleika. Okkur vantar kennara til að kenna á málmblásturshljóðfæri, tréblást- urshljóðfæri, blokkflautu (sópran og alt), píanó, tónfræði, tónheyrn, tónlistarsögu, forskóla og stjórnanda fyrir lúðrasveitina okkar og barnakór. Dalvík er vaxandi bær með blómstrandi menningarlífi, mikilli kóra- starfsemi, leiklistarstarfi o.s.frv. Héreru miklir möguleikar til útilífs, s.s. góðar skíðabrekkur, skemmtilegt svæði fyrir gönguskíðafólk og aðra göngugarpa, golfvöllur o.fl. Hér eru hagstæð skilyrði fyrir barnafólk. Frá Dalvík er aðeins rúmlega hálftíma akstur til Akureyrar. Upplýsingar um önnur atriði, s.s. húsnæðis- mál, flutninga o.fl., gefur Hlín Torfadóttir, skólastjóri, í símum 466 1493 og 466 1863. Óvenjulegur vinnutími Læknamiðstöð miðsvæðis í Reykjavík, óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar við ræstingar. Vinnutími er frá kl. 19-02 alla virka daga. Ráðningartími erfrá 2. júlí til og með 15. sept- ember 1997. Umsóknarfrestur ertil og með 19. júní nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er frá kl. 9-14. Skipholt 50c. 105 Reykjavik slmi 562 1355, fax 562 1311 Framkvæmdastjóri Kvenréttindafélag íslands óskar eftir fram- kvæmdastjóra á skrifstofu félagsins í fullt starf. Framkvæmdastjóri starfar náið með stjórn fél- agsins og hefur umsjón með rekstri Hall- veigarstaða í samvinnu við önnurfélög hús- sins. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti starfað sjálfstætt, hafi yfirsýn og skipulagshæf- ileika. Þekking á erlendum tungumálum og bókhaldskunnátta er nauðsynleg. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu KRFÍ, s. 551 8156. Umsóknir þurfa að berast fyrir 27. júní til KRFÍ, Túngötu 14, 101 Reykjavík. Byggingarstjóri Byggingarstjóri óskast í krefjandi verkefni. Þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Upplýsingar í síma 896 5207.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.