Morgunblaðið - 25.06.1997, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Deild fyrir langlegnsj úklinera á Sjúkrahúsi Þingeyinga hefur verið lokað vegna verkfalls
HARKA er komin í kjaradeilur á Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsavík.
„ÞIÐ eruð vonandi á hreinum skóm - því hér
er ekkert skúrað,“ segir Soffía Anna Steinars-
dóttir og horfír áhyggjufull á blaðamann og
ljósmyndara sem komnir eru í heimsókn. Soff-
ía Anna er deiidarstjóri öldrunardeildar
Sjúkrahúss Þingeyinga, þar sem verkfall ófag-
lærðs starfsfólks hófst síðastliðið sunnudags-
kvöld.
„Þetta kemur mjög illa niður á starfi sjúkra-
hússins," segir hún. „Við höfum verið að senda
heim langlegusjúklinga og þurft að leita á
náðir ættingja. Þeir hafa reyndar tekið því
mjög vel og dæmi eru um að fólk hafi tekið
sér leyfi frá störfum til að sinna ættingjum
sínum.“
Ellefu langlegusjúklingar hafa verið sendir
heim og eru 28 sjúklingar eftir, en með fullri
nýtingu getur sjúkrahúsið sinnt 54 sjúkling-
um. Búið er að loka annarri af tveimur deild-
um sjúkrahússins fyrir langlegusjúklinga.
„Verkfallið hefur það í för með sér að við
getum aðeins sinnt frumþörfum; önnur þjón-
usta á borð við böð verður erfíðari í fram-
kvæmd," segir Soffía Anna. „Auðvitað er þetta
ófremdarástand."
Reynum að gera okkar besta
Rétt fyrir helgi var hringt í Ásdísi Þórsdótt-
ur á Bergsstöðum í Aðaldal og henni borin
þau tíðindi að hún yrði að taka Helgu Bene-
diktsdóttur, tengdamóður sína, heim af sjúkra-
húsinu. Helga er 76 ára og með sjúkdóminn
alzheimer. Hún hefur verið langlegusjúklingur
á sjúkrahúsinu síðan í fyrrahaust.
„Við vorum tilbúin að reyna að taka við
henni, þrátt fyrir að aðstæður hér væru ekki
góðar fyrir veikburða fólk,“ segir Ásdís. „Þetta
er gamalt hús; hér er stigi sem er ekki með
„Reynuin að
bjarga málunum
frá degi til dags“
góðu handriði, baðherbergið er
niðri og svefnherbergin eru uppi.“
Það frestaðist um tvo daga að
Helga væri send heim vegna þess
að hún var ekki talin ferðafær,
að sögn Ásdísar. „Svo var hringt
og við beðin um að taka við
henni.“
Starfsfólk sjúkrahússins hefur
lofað að vera henni innan handar
ef eitthvað kemur upp á. „Ég er
auðvitað illa að mér í umönnun-
arstörfum," segir hún. „Ég hef
aldrei komið nálægt slíkri vinnu
og hef ekki hugmynd um hvað
ég er að fara út í. Ætli við verð-
um ekki að reyna að gera okkar
besta.“
Að sögn Ásdísar er dagamunur
á heilsu Helgu. „Öll viðbrigði eru mjög slæm
fyrir alzheimer-sjúklinga," segir hún. „Hún
er orðin frekar veikburða líkamlega og þarfn-
ast mikillar aðstoðar. Tíminn verður að leiða
í ljós hvort ég er fær um að veita
hana. Maður vonar að þetta verk-
fall verði sem styst, en mér skilst
að ástandið sé orðið mjög vont
og horfur slæmar í samningamál-
um.“
Hún segir að þetta komi óhjá-
kvæmilega niður á störfum sínum
í sveitinni. „Ég vinn yfirleitt úti
allan daginn alia daga. Það breyt-
ist við þetta, sem er slæmt vegna
þess að það er mikill annatími
núna,“ segir hún, brosir og bætir
við: „Ætli ég reyni ekki bara að
taka til hendinni inni við í stað-
inn.“
Aðstandendur taka þessu
með jafnaðargeði
„Ástandið er þannig að við erum búin að
senda alla heim sem við getum,“ segir Frið-
finnur Hermannsson, framkvæmdastjóri
Sjúkrahúss Þingeyinga. Hann hefur varla tíma
Friðfinnur
Hermannsson
til að ræða við blaðamenn vegna anna í eldhús-
inu og kvartar undan því að hann þyrfti að
fá sér blaðafulltrúa.
„Við reynum að halda uppi viðunandi þjón-
ustu við sjúklinga með því starfsfólki sem er
fyrir hendi, þ.e. hjúkrunarfræðingum og
sjúkraliðum," segir hann. „Það sem er erfíð-
ast að leysa er ræstingin, þvotturinn og matur-
inn. Við þurfum helst að fá undanþágu svo
það gangi upp, en annars verðum við að leysa
málið öðruvísi."
Friðfinnur segir að ástandið gæti gengið
endalaust með þessum hætti. „Við höldum
áfram að reyna að bjarga málunum frá degi
til dags. Það verður þó væntanlega erfíðara
og erfíðara og gæti endað með því að við
þyrftum að flytja þetta fólk yfír á aðrar stofn-
anir.“
Verkfallið bitnar langverst á sjúklingum og
aðstandendum, að sögn Friðfínns. „Eins og
gildir um önnur verkföll bitnar það líka illa á
þeim sem fara í verkfall." Hann segir að að-
standendur taki þessu með jafnaðargeði. Þeir
skilji hvernig málum sé háttað og reyni að
bjarga því sem bjargað verður.
„Við erum ekki aðilar að deilunni og getum
afskaplega lítið gert nema hvetja fólk til að
semja," segir hann. „Stjórn sjúkrahússins hef-
ur sent frá sér ályktun þar sem hún hvetur
deiluaðila til þess að semja áður en verkfallið
fari að bitna verulega á sjúklingum, aðstand-
endum og stofnuninni. Svo tók stjórnin sér-
staklega fram að öll almenn læknis- og bráða-
þjónusta væri veitt hér sem fyrr.“
Friðfinnur segir að óformlegar viðræður séu
í gangi hjá ríkissáttasemjara milli deiluaðila.
„Eg er ekki bjartsýnn á lausn deilunnar," seg-
ir hann. „Mér sýnist allt vera komið í hnút.“
ÁSDÍS aðstoðar Helgu tengdamóður sína úr kápunni
eftir að hafa sótt hana á sjúkrahúsið.
Morgunblaðið/Þorkell
ÞEIR ERU annasamir dagarnir á Sjúkrahúsi Þingeyinga.
Tveir piltar dæmd-
ir fyrir líkamsárás
Framsalsmál á hendur Hanes-hjónum í dómskerfinu
Yonir um niðurstöðu
um miðjan júlímánuð
GÓÐAR líkur eru taldar á að fyrir-
taka í máli Hanes-hjónanna verði í
Héraðsdómi Reykjavíkur í þessari
viku eða byijun næstu og úrskurður
hans liggi fyrir innan tveggja til
þriggja vikna. Veijandi Hanes-hjón-
anna kveðst gera sér vonir um end-
anlega niðurstöðu dómskerfísins um
miðjan næsta mánuð.
Málsmeðferðin sem fyrir höndum
er má teljast endurtekning þess sem
búið er að eiga sér stað, en þó er
gagnaöflun og undirbúningi lokið
að mestu vegna fyrri málsmeðferð-
ar, og því fyrirsjáanlegt að málið
muni taka styttri tíma en áður. Fyrri
úrskurður Héraðsdóms lá fyrir um
tveimur vikum eftir málflutning, eða
3. júní, og þremur dögum síðar var
hann kærður til Hæstaréttar og
barst réttinum ásamt kærumáls-
gögnum 9. júní sl. Niðurstaða
Hæstaréttar lá síðan fyrir á mánu-
dag, 23. júní, tveimur vikum eftir
að kæran barst réttinum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er búist við að úrskurður
Héraðsdóms verði kærður til Hæsta-
réttar, hvort sem niðurstaða hans
verði sú að lagalegar forsendur
framsals séu til staðar eða ekki.
Héraðsdómur þarf þó væntanlega
nokkurn tíma til að semja rökstuðn-
ing fyrir ákvörðun sinni og sömuleið-
is Hæstaréttur eftir að úrskurður
dómsins er kærður.
Hæstiréttur er í réttarhléi í júlí
og ágúst, en meðan á því stendur
eru þó til staðar starfandi dómarar
til að Qalla um mál sem þarfnast
sérstakrar flýtimeðferðar, eins og
t.d. þegar gæsluvarðhaldsúrskurður
er kærður til Hæstaréttar. Lög um
framsal gera ráð fyrir skjótri með-
ferð, og því má ætla að þegar og
ef væntanlegur úrskurður Héraðs-
dóms liggur fyrir, muni Hæstaréttur
fjalla um hann þrátt fyrir réttarhléið.
Ragnar Tómas Árnason, skipaður
veijandi Hanes-hjónanna, kvaðst í
samtali við Morgunblaðið gera sér
vonir um að heildarmálsmeðferð taki
ekki lengri tíma en þtjár vikur, eða
til miðs júlímánaðar.
TVEIR piltar, 18 og 19 ára gamlir,
voru í gær í Héraðsdómi Reykjavík-
ur dæmdir í fangelsi til annars veg-
ar 9 mánaða og hins vegar 3 mán-
aða, fyrir að hafa ráðist á 23 ára
gamlan mann í júní á seinasta ári
og veitt honum mikla áverka. Refs-
ing piltanna er skilorðsbundin í þijú
ár. Þriðji pilturinn, sem var ákærð-
ur vegna sömu árásar, var sýknað-
ur.
Þá voru piltarnir tveir dæmdir
til að greiða þeim sem fyrir árás-
inni varð samtals rúmlega 87 þús-
und krónur ásamt vöxtum í miska-
bætur og vegna útlagðs kostnaðar
og allan sakarkostnað.
Hnefahögg og spörk
Piltarnir þrír voru ákærðir fyrir
að hafa ráðist á fórnarlambið 9.
júní 1996 á Lækjartorgi við Dóm-
húsið og veitt því hnefahögg og
spörk, með þeim afleiðingum að
sá sem fyrir árásinni varð hlaut
opið sár og margvíslegt mar og
áverka aðra. Báru lögreglumenn
sem urðu vitni að árásinni meðal
annars að árásarmennirnir hefðu
sparkað í kvið og höfuð fórnar-
lambsins. Einn árásarmanna var
handtekinn á staðnum en við rann-
sókn málsins kom í ljós að hann
hafði ekki verið einn á ferð.
Annar þeirra sem hlaut dóm var
dæmdur í 6 mánaða fangelsi, skil-
orðsbundið í tvö ár, fyrir þjófnað
og líkamsárás í apríl síðastliðnum,
en hinn pilturinn hafði þrívegis
gengist undir lögreglustjórasátt,
bæði fyrir ávana- og fíkniefnabrot
og umferðarlagabrot.