Morgunblaðið - 25.06.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 11
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Björn Gislason
PRESTAR gengu hempuklæddir frá Sigurhæðum til messu i Akureyrarkirkju við upphaf Prestastefnunnar
í gærmorgun og gerði biskup þá göngu að umtalsefni í yfirlitsræðu sinni.
Herra Ólafur Skúlason biskup við upphaf Prestastefnu á Akureyri
Vinnuálag á presta í
þéttbýli er yfirþyrmandi
HERRA Ólafur Skúlason, biskup
íslands, sagði í yfirlitsræðu sinni
við upphaf Prestastefnu á Akureyri
í gær að verði tillögur sem liggja
fyrir Prestastefnu um þjálfun
prestsefna samþykktar, verði ekki
lengur um það að ræða að allir
kandídatar hljóti slíka þjálfun.
Hann sagði guðfræðiprófið eitt ekki
tryggja getu til þess að verða prest-
ur.
„Engum er greiði gerður með því
að veita honum möguleika til emb-
ættis ef ekki eru líkur á því að
hann valdi því. Þetta er hvorki gott
fyrir viðkomandi né kirkjuna. Það
er því áformað samkvæmt þessum
tillögum að rætt verði við stúdenta
strax á fyrsta ári og síðan fylgst
með þeim. Ekki aðeins til að forða
kirkjunni frá því að þeir leiti eftir
embætti, sem ekki er talið mögu-
legt að valdi prestþjónustunni, held-
ur einnig og ekki síður til að hjálpa
þeim sjálfum til að leita annarra
leiða.“
Yfirþyrmandi vinnuálag
Ólafur sagði það nú á valdi kjör-
inna fulltrúa að gera tillögur um
breytingar á prestakallaskipaninni
og sjá til þess að prestar nýtist sem
allra best. Hann sagði vinnuálag
presta í þéttbýli vera yfirþyrmandi
og ekki næði nokkru lagi að einn
prestur annist fleiri þúsundir sókn-
arbarna. „Það er heldur ekki gott
fyrir prest ef fámennið er orðið það
mikið að erfitt reynist að finna sér
verkefni. Sjálfur sagði ég reyndar
á árum áður að af tvennu óæskilegu
kysi ég þó heldur að sjá ekki út
úr verkefnum, heldur en að þurfa
að leita þeirra.
En hvernig sem litið er á þessi
mál verður að taka tillit til fólksins
í hinum dreifðu byggðum og ekki
svipta það eðlilegri kirkjulegri þjón-
ustu, þótt einnig verði að horfa til
breytinga á samgöngum, sem auð-
velda bæði prestum og sóknarbörn-
um að sækja lengra til kirkju en
fyrr var talið unnt, er farið var fót-
gangandi eða ríðandi.“
Prestar gengu hempuklæddir frá
Sigurhæðum til messu í Akureyrar-
kirkju í gærmorgun og gerði biskup
þá göngu að umtalsefni í ræðu
sinni. Hann sagði margt breytast,
enda haldið fram að það sé svo
bágt að standa í stað. Því þurfí að
gaumgæfa stefnuna með meiri at-
hygli og forðast að hlaupa eftir
hverri skoðanagolu eða láta nýja-
brumið slá sig slíkri glýju að ekki
sé það metið sem fyrr gagnaði vel.
„í góðu samræmi við langa hefð
héldum við til guðsþjónustu í morg-
un. Fylkingin liðaðist áfram og
minnir um margt á sjálfan tímann.
Ásjónur göngumanna veita tilbreyt-
ingu, sums staðar má sjá bros, aðr-
ir eru ofurseldir alvöru stundarinnar
en enn aðrir huga að því einu að
halda röð og níða hvorki skó af
öðrum né verða þess valdandi að
fylking riðlist. Og er það þá vitan-
lega fordæmi sem kirkjunni ber vel
að virða og má yfirfæra á svo margt
í samskiptum okkar og þjónustu."
RÚSSAFISKI landað til vinnslunnar.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
UNNIÐ var af kappi í frystihúsi Rauðsíðu í gær.
500 tonnum af rússafiski landað hjá Rauðsíðu á Þingeyri
30 manns við vinnu og hráefni tryggt
STARFSEMI er komin í fullan gang
í frystihúsinu sem var áður í eigu
Fáfnis hf. á Þingeyri en vinnsla hef-
ur legið þar niðri frá því á síðasta
ári. I gærmorgun hófst þar fisk-
vinnsla á vegum hins nýja fyrirtækis
Rauðsíðu ehf. Fyrsti farmurinn barst
á sunnudag þegar landað var 500
tonnum af rússafiski.
Rauðsíða ehf. keypti fyrir nokkru
eignir Fáfnis hf. sem Byggðastofnun,
Fiskveiðasjóður og Landsbanki ís-
lands höfðu leyst til sín. Gera áætlan-
ir ráð fyrir að unninn verði Rússa-
fiskur í fyrirtækinu. Að sögn Ketils
Helgasonar, framkvæmdastjóra
Rauðsíðu, sóttu 30 manns um vinnu
í fiskvinnslunni og voru allir ráðnir.
Ketill kvaðst vonast til að unnt
yrði að halda uppi samfelldri vinnslu
hjá fyrirtækinu á næstu árum og
sagði að fyrirtækið hefði tryggt sér
nægilegt hráefni á næstu mánuðum.
„Þetta er fyrsti farmurinn sem kemur
hingað til Þingeyrar á vegum þessa
fyrirtækis. Það er nógan fisk að
hafa,“ sagði Ketill. Sagði hann um
væri að ræða fyrsta flokks hráefni.
Fimm prófastar
létu af störfum
í máli biskups kom fram að á
þessu ári létu 5 prófastar af störfum
auk biskups og er þar um að ræða
þriðjung prófastastéttarinnar. Nýr
prófastur hefur þegar verið skipað-
ur í Kjalarnesprófastsdæmi, séra
Gunnar Kristjánsson. Staða prests
til þjónustu við íslendinga í Noregi
hefur verið auglýst laus til umsókn-
ar en formlegur söfnuður hefur
þegar verið stofnaður í Ósló og
nágrenni.
Tryggingastofnun
hættir að borga
„Brugðist var við beiðni íslend-
inga um prestþjónustu í Vestur-
Evrópu. Brást ríkisstjórnin við af
miklum skilningi og hét launum til
þessa starfs og skyldi kannað um
eins árs skeið hvort þörf væri fyrir
hana. Séra Flóki Kristinsson var
ráðinn til að vinna þetta brautryðj-
andastarf og hvarvetna þar sem
hann hefur komið hefur beiðni um
áframhaldandi þjónustu verið ítrek-
uð,“ sagði Ólafur og bætti við að
embættið yrði auglýst laust til um-
sóknar síðar í sumar.
Tryggingastofnun ríkisins hefur
tilkynnt biskupi að stofnunin muni
hætta að greiða hluta af launum
og kostnaði íslenska prestsins í
London frá næstu áramótum. Sagði
biskup það mál í uppnámi og að
leita þyrfti annarra leiða. „Mikill
kostnaður er samfara þessari þjón-
ustu við landa erlendis, þótt enginn
dragi í efa gagnsemi hennar. Kem-
ur þar ekki aðeins til hinn trúarlegi
þáttur, heldur og þjóðernisrækt og
tungumál."
Þjónusta byggð
á kærleika
Ólafur sagði að þó farið væri
yfir þau atriði sem hæst bæri þegar
litið er til baka, væri vitanlega einn-
ig svipast til framtíðar og ber þar
hæst tímamótaárið tvö þúsund.
Hann sagði undirbúning kominn vel
af stað en gríðarlega mikið væri
þó eftir.
„Felst í þessari nánd þúsund ára
afmælisins áminning til okkar, til
íslensku kirkjunnar og ekki síst ís-
lenskra presta. Ég taldi presta í
Reykjavík fyrir þijátíu ánim ekki
mundu setja sterkan svip á bæjarlíf-
ið, svo það breyttist fyrir nálægð
þeirra. Ekki veit ég nú um Akur-
eyri og áhrif okkar hér. Hitt veit
ég, að prestar í þjóðkirkjunni eru
kallaðir til þess að láta muna um
sig. Ekki í brambolti og stórum
orðum heldur í þjónustu byggðri á
kærleika. Þannig á að muna um
okkur svo breyting jákvæðra áhrifa
fylgi,“ sagði biskup.
Aðalfundur Presta-
félags íslands
Prestkosn-
ingar verði
afnumdar
AÐALFUNDUR Prestafélags
Islands, sem haldinn var í
Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju sl. mánudag, samþykkti
að fela stjórn prestafélagsins
að beita sér fyrir því að prest-
kosningar verði með öllu af-
numdar.
Jafnframt að tekið verði upp
svipað fyrirkomulag við veit-
ingu prestsembætta og tíðkast
hjá öðrum embættisstéttum í
landinu. Aðalfundurinn fól
stjórn prestafélagsins að beij-
ast fyrir þessari stefnumörk-
um.
Þá samþykkti aðalfundur-
inn að veita Djáknafélagi Is-
lands aukaaðild að Prestafé-
lagi íslands. í aukaaðild fellst
réttur til að senda fulltrúa á
fulltrúaráðsfund prestafélags-
ins, málfrelsi og tillöguréttur
á fundum félagsins.