Morgunblaðið - 25.06.1997, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Leiðarvísir
um íslenskt
handverk
Hnífjafnt á toppi
Evrópumótsins
BRIDS
Montccatini, Itaiíu
EVRÓPUMÓTí
S VEIT AKEPPNI
Evrópumótið í sveitakeppni er
haldið í Montecatini Terme á
Italiu dagana 14.-29. júní. Island
tekur þátt í opnum flokki og
kvennaflokki.
eftir að hafa átt 11 stiga forustu
í hálfleik.
Fyrri hálfleikurinn var frekar
rólegur, en stærsta sveiflan í hálf-
leiknum lenti íslendinga megin í
þessu spili:
Vestur gefur, allir á hættu
Norður
♦ ÁKD1097
VK85
♦ 107
STAÐAN í opna flokknum á Evr-
ópumótinu í brids var með ólíkind-
um jöfn þegar tæplega 2A hlutar
mótsins voru búnir. Aðeins 15 stig
skildu 2. og 8. sætið að en ítalir
höfðu enn góða forustu þrátt fyrir
nokkuð erfiðan kafla um miðbik
mótsins. Þá voru þeir m.a. heppn-
ir með að ná jafntefli við „litlu
bræður“ sína frá San Marínó, en
það er raunar ekki ný saga á
Evrópumótum.
íslendingar voru í 5. sæti eftir
að hafa setið yfir í 23. umferð í
gær. Þá voru ítalir með 442,5 stig,
Pólveijar með 425,5, Norðmenn
með 425, Spánveijar með 422,
íslendingar 420, Hollendingar
418, Frakkar með 416 og Danir
með 410 stig.
Eftir tvo góða leiki gegn Búlg-
aríu og Sviss fyrri hluta mánu-
dagsins misstu Islendingar aðeins
flugið þegar þeir mættu fjandvin-
um sínum Pólveijum um kvöldið
í sýningarleik 22. umferðar. ís-
lendingar töpuðu leiknum 10-20,
+ G5
Vestur
♦ G542
V 643
♦ KG93
♦ 96
Austur
♦ 85
▼ D972
♦ D85
♦ ÁK83
Suður
♦ 6
VÁG10
♦ Á642
♦ D10742
Við annað borðið spiluðu Pól-
veijarnir Jacek Pszczola og Mich-
ael Kwiecien 4 spaða í NS og fóru
einn niður þegar sagnhafi gaf tvo
slagi á lauf, einn á tígul og einn
á spaða. Við hitt borðið sátu Guð-
mundur Páll Arnarson og Þorlákur
Jónsson NS gegn Apolinary Kow-
alsky og Jacek Romanski.
Vestur Norður Austur Suður
JR ÞJ AP GPA
1 lauf pass
1 tígull 1 spaði pass 1 grand
pass 3 grönd//
Laufopnun austurs var sam-
kvæmt pólska laufinu, sem er
raunar einskonar nútímaútgáfa af
vínarlaufinu góða og gamla. 1 tíg-
ull var afmelding og síðan tóku
Þorlákur og Guðmundur Páll við.
Vestur spilaði út tígli og Guð-
mundur Páll gaf tvisvar en tók
þriðja tígulinn með ás. Hann þurfti
að henda í borði og eftir á sagði
Guðmundur að hann hefði átt að
láta spaða, en í raun henti hann
tígli eins og virðist liggja beinast
við.
Nú tók Guðmundur þijá efstu
í spaða, henti tígli og laufi heima,
en gosinn kom ekki, austur henti
hjarta. Guðmundur spilaði þá litlu
laufi úr borði og reiknaði með
austur myndi setja lítið; ætlaði þá
að eiga á tíuna, taka þijá hjarta-
slagi með svíningu og spila laufi
á gosann, og austur yrði að gefa
blindum 9. slaginn á laufadrottn-
ingu.
En austur sá við þessu. Hann
stakk upp laufakóngi og spilaði
hjarta og skyndilega var Guð-
mundur í vanda. Hann varð að
drepa heima á kóng, og spila
laufagosa, og ,nú gat austur
hnekkt spilinu með því að drepa
á ás, spila Guðmundi inn á lauf
og bíða eftir slag á hjartadrottn--
inguna.
En Romanski missti einbeiting-
una eitt augnablik. Hann gaf Guð-
mundi á laufagosann og þá gat
hann svínað hjarta og brotið út
laufaás svo spilið vannst á end-
anum.
Guðm. Sv. Hermannsson
SVR tekur við akstrinum í Mosfellsbæ
Fargjöld
munu lækka
Á NÆSTU dögum kemur út á
vegum reynsluverkefnisins Hand-
verks bæklingur sem hefur að
geyma upplýsingar um framleið-
endur og sölustaði íslensks hand-
verks um allt land. Að sögn Guð-
rúnar Hannele, verkefnisstjóra
Handverks, er bæklingurinn hugs-
aður sem einskonar leiðarvísir fyr-
ir ferðamenn sem hafa áhuga á
að sjá og kaupa vandað íslenskt
handverk.
Handverk var upphaflega
reynsluverkefni til þriggja ára,
styrkt af forsætisráðuneytinu, í
þeim tilgangi að efla hefðbundinn
heimilisiðnað, handverks- og list-
munagerð sem stunduð er af ein-
staklingum og smáfyrirtækjum.
Markmið verkefnisins er að stuðla
að vöruþróun í handverki og efla
gæðavitund. Þriggja ára verkefn-
inu lauk sl. áramót og var sam-
þykkt að veita því rekstrarstyrk í
tvö ár til viðbótar. Þar eru nú tveir
starfsmenn í einni og hálfri stöðu.
Skrifstofa Handverks flutti nýverið
um set og er nú til húsa að Amt-
mannsstíg 1, þar sem einnig er
rekið gallerí.
Hönnuðir og handverksmenn
leiddir saman
Ymislegt er á pijónunum um
þessar mundir, að sögn Guðrúnar.
Aætlun um
ofanbyggða-
veg endur-
skoðuð
BÆJARSTJÓRN Hafnar-
fjarðar samþykkti á bæjar-
stjórnarfundi í gær að áætlan-
ir um framtíðarlegu ofan-
byggðavegar verði teknar til
gagngerrar endurskoðunar og
að leitað verði eftir samstarfi
við yfirvöld í Garðabæ, Vega-
gerðina og Skipulag ríkisins.
Jafnframt var tekið fram að
forsenda samþykktar þessarar
væri sú að skipulagsstjórn rík-
isins frestaði skipulagi að
vegarstæði Reykjanesbrautar
frá Garðabæ að Kaldársels-
vegi I samræmi við 20. gr.
skipulagslaga.
Þá var samþykkt að þessi
málsmeðferð frestaði ekki
endurbótum á Reykjanesbraut
sem tæki mið af þörfum vax-
andi umferðar og umferðarör-
yggis og þeirri útfærslu í
meginatriðum sem gildandi
aðalskipulag segði fyrir um.
Endanlegt aðalskipulag
samþykkt
Bæjarstjórn samþykkti enn-
fremur á fundi sínum í gær
breytta tillögu bæjarskipulags
Hafnarfjarðar dagsetta 24.
júní 1997, að aðalskipulagi
Hafnarijarðar 1995-2015,
þ.e. landnotkun og kort ásamt
greinargerð. Jóhannesi Kjar-
val, skipulagsstjóra bæjarins,
var falið að ganga að fullu frá
gögnum málsins, þ.e. land-
notkun, uppdrætti og greinar-
gerð í samræmi við löggjöf og
hefðir og leggja fyrir skipu-
lagsstjóm ríkisins.
í samtali við Morgunblaðið
sagðist Jóhannes vonast til
þess að skipulagsstjórn af-
greiddi aðalskipulagið 9. júlí
næstkomandi.
„Nýverið tókum við t.d. að okkur
að vera ráðgjafar fyrir nýja hand-
verksverslun sem verið var að opna
á svokölluðu Bakaralofti, á annarri
hæð fyrir ofan Upplýsingamiðstöð
ferðamála við Bankastræti í
Reykjavik. Við erum að reyna að
finna leiðir til að auka og bæta
gæðin í handverki, en við teljum
það vera lykilinn að því að hand-
verk geti orðið alvöruatvinnuveg-
ur. Þá rekum við einnig gallerí hér
í húsinu, þar sem við erum að reyna
að koma handverksfólki á fram-
færi með því að halda sýningar á
verkum þess,“ sagði Guðrún.
Sýning á Hrafnagili
í ágúst
„Við tökum þátt í að undirbúa
handverkssýningu á Hrafnagili I
ágúst og einnig er í bígerð ráð-
stefna handverksfólks í Noregi.
Enn eitt verkefni sem við höfum
sett í gang er að leiða saman hönn-
uði og handverksmenn. Þá finnum
við handverksmann sem þarf á
hönnuði að halda og finnum svo
hönnuð fyrir hann. Þeir vinna svo
saman að því að þróa nýja vöru.
í sem stystu máli, þá vinnum við
stöðugt að því markmiði okkar að
finna allar leiðir til að auka gæðin
og styrkja fólk í því að gera hand-
verk að atvinnu,“ segir Guðrún.
Haukadalsá
byijar vel
VEL hefur aflast í Haukadalsá í
Dölum, en þar hófst veiði 14.júní
síðast liðinn. Hópur ítala hefur
staðið vaktina frá því að áin var
opnuð og þrátt fyrir að ekki var
hægt að veiða í þijá daga vegna
vetrarkulda voru í gærdag
komnir 22 laxar á land að sögn
Júlíönu Guðmundsdóttur bústýru
í veiðihúsinu. Laxarnir voru allir
dregnir á maðk og voru á bilinu
7 til 15 pund.
64 laxa holl
Alls voru komnir 295 laxar á
land úr Norðurá á hádegi í gær.
Þá var holl að hætta sem náði
64 löxum á þurrt. Voru þá komn-
ir 266 laxar af aðalsvæðinu, en
29 fiskar af Munaðarnessvæðinu.
Laxinn er nú blandaður, stór og
smár. Mikill kraftur hefur verið
í göngum að undanförnu. Á
föstudaginn gengu t.d. 114 laxar
um teljarann á rúmum sex
klukkustundum, rauk talan þá
úr 88 í 202, auk þess sem menn
hafa séð laxinn ganga Laxfoss á
fleiristöðum en í gegn um teljar-
ann. í gærmorgun veiddist 9
punda hrygna í Króksfossi og er
það fáheyrt að lax veiðist svo
ofarlega svo snemma á veiðitíma.
Fleiri fiskar sáust, einnig undir
Króksbrú.
Góð veiði í Þverá
Veiði gengur vel þessa dagana
í Þverá og Kjarrá og á hádegi í
gær voru komnir 225 laxar á
land að sögn Jóns Þórs Friðgeirs-
sonar, kokks í veiðihúsinu að
Helgavatni. Voru komnir 133 lax-
ar úr Þverá og 92 úr Kjarrá. Jón
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
FRÁ Dulsum í Laxá á Ásum.
Þar hefur heldur glæðst eftir
mjög dapra byrjun.
Þór sagði aflann blandaðan, ann-
ars vegar væri um 5-7 punda
fiska að ræða og síðan slangur
af 9-11 punda. Stærsti laxinn var
20 pund, en síðan kemur 17
punda stærst.
Úr ýmsum áttum
Um 30 laxar hafa veiðst á
Brennunni, bæði vænir og smáir.
Besta hollið var fyrir skömmu
ogfékk 12 laxa.
Laxá í Kjós er komin í 60 laxa,
en þar er laxinn „leiðinlegur
þessa dagana“ eins og Ásgeir
Heiðar leigutaki orðaði það í
gærdag. Atti hann við að ýmist
gengi laxinn hratt fram og týnd-
ist, eða að þeir bunka sig upp,
taka illa og láta eins og selur sé
í hylnum ef agn sést á sveimi.
Aðeins um 30 laxar eru komn-
ir úr Elliðaánum. Þar er reyting-
ur af laxi en tekur afar illa. Fjór-
ir komu á land í gærmorgun, þar
af þrír á sömu stöngina.
FRÁ og með 1. september munu
Strætisvagnar Reykjavíkur taka að
sér umsjón og rekstur almennings-
samgangna í Mosfellsbæ. Að sögn
Jóhanns Siguijónssonar bæjarstjóra
í Mosfellsbæ mun breytingin hafa í
för með sér iækkun á fargjöldum
en ekki er gert ráð fyrir breytingum
á leiðakerfinu fyrst um sinn. Að
sögn Lilju Ólafsdóttur, forstjóra
SVR, er gert ráð fyrir að samið verði
við undirverktaka um akstur í Mos-
fellsbæ og á Kjalarnesi.
Almenningsvagnar bs. hafa séð
um rekstur almenningsvagna í Mos-
fellsbæ og munu gera það fram til
1. september. Sagði Jóhann að þeg-
ar SVR tæki við yrði helsta breyting-
in að fargjöld lækkuðu. „Við kom-
umst einnig inn í skiptimiðakerfið,
sem er stórt mál fyrir okkur,“ sagði
hann. „Nú er það þannig að þeir
farþegar sem staðgreiða og eru að
fara úr eða í Mosfellsbæ verða að
greiða sérstaklega fyrir ferðina þeg-
ar skipt erum vagn í Ártúnsholti og
kostar orðið um 500 kr. að komast
fram og til baka.“
Að sögn Jóhanns verður leiðakerf-
ið fyrst um sinn óbreytt með sama
þjónustustig og nú er en í samningn-
um við SVR, væri gert ráð fyrir
hugsanlegri hagræðingu í framtíð-
inni og samnýtingu á leiðakerfinu.
„í því sambandi erum við að horfa
á að Reykjavíkurborg er að byggja
upp austursvæðin," sagði hann.
„Byggðin fer að komast að bæjar-
mörkum Mosfellsbæjar og aðal-
skipulag okkar beggja gerir ráð fyr-
ir tengingu á því svæði milli sveitar-
féiaganna. Við erum með sameigin-
legan framhaldsskóla í Borgarholti
þangað sem okkar nemendum er
stefnt og það kallar á þann mögu-
leika að leiðir, sem koma frá Mos-
felisbæ geti tekið hluta af austur-
hverfunum á leið í Ártún og þannig
verður betri nýting á vögnum héðan
til Reykjavíkur.“
Óbreytt leiðakerfi |
Lilja Ólafsdóttir forstjóri SVR, j
sagði að ekið yrði frá Ártúni um ,
Mosfellsbæ samkvæmt gildandi '
leiðakerfi í fyrstu og til baka að
Ártúni en ef Mosfellingar óskuðu
eftir breytingum yrði gert um það
samkomulag. Sagði hún að í ráði
væri að semja við undirverktaka um
aksturinn. Það sama ætti við um
akstur SVR á Kjalarnesi og er búið
að leggja niður ramma um hvernig
þar verður staðið að málum. Akstur- i
inn yrði eftir sem áður hluti af leiða- ^
kerfi SVR og yrði honum stjórnað .
frá stjórnstöð SVR, þaðan sem allar *
leiðir og ferðir væru samhæfðar.
„Talað hefur verið um að hag-
kvæmt yrði að samnýta ferðir um
Mosfellsbæ af Kjalarnesi en þær
ferðir verða stijálli og ekið á minni
vögnum og munu því ekki draga úr
ferðum, sem þarf að skipuleggja um
Mosfellsbæ," sagði Lilja.
Pétur Fenger, framkvæmdastjóri j
Almenningsvagna bs., sagði það |
lengi hafa verið stefnu stjórnar fyr- í
irtækisins að sameina allt svæðið frá I
Hafnarfirði upp á Kjalarnes í eitt
leiðarkerfi. Almenningsvagnar bs.
er í eigu sveitarfélaganna og er allur
akstur á þess vegum boðinn út en
fyrirtækið sér um reksturinn fyrir
sveitarfélögin, kynningar og upplýs-
ingar. „Við höfum ekki náð að sam-
nýta leiðir í Mosfellsbæ eins og við
höfum getað gert á suðursvæðinu í j
Kópavogi, Hafnarfirði og í Garðabæ. |
Leggurinn er mjög langur fyrir okk- í
ur þangað og hefur hann verið dýr- I
ari en gengur og gerist,“ sagði hann.