Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Formaður Sambands sveitarfélaga á ráðstefnu á Sauðárkróki
Of mörg mál hanga í lausu lofti
Morgunblaðið/Björn Björnsson
FRUMMÆLENDUR f.v. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Árni Gunn-
arsson og Skúli Þórðarson í ræðustól.
Heita vatnið
breytir bæj-
arbragnum
Drangsnesi - Það var um hádeg-
isbilið hinn 10. júní sem heita
vatnið fór að streyma úr borhol-
unni á Drangsnesi og á fimmtu-
dagskvöld voru komnir heitir
pottar í fjöruna. Reyndar var sett
upp bráðabrigðaaðstaða í veg-
kantinum strax á þriðjudag því
rúmlega fjórum tímum eftir að
borinn var tekinn úr holunni voru
komin fiskikör á vegkantinn, full
af heitu vatni og hamingjusömu
fólki.
Krakkarnir vildu fá sundlaug
strax en það er kannski ekki
hægt að ætlast til að hún sé kom-
in í sömu vikunni og vatnið fer
að streyma. En menn brugðust
skjótt við og Guðmundur Hall-
dórsson, sem er með fiskeldi á
Ásmundarnesi, gaf þeim tvö fjög-
urra fermetra eldisker svo þau
gætu að minnsta kosti leikið sér
í vatninu.
Þess má geta hér til gamans
að Guðmundur var á sínum yngri
árum mikill sundmaður og var
hann fyrsti Islendingurinn sem
hlaut afreksmerki hins íslenska
Iýðveldis fyrir frækilega björgun
félaga sinna er Vörður fórst 29.
janúar 1950.
Kerin voru sótt norður í Bjarn-
arfjörð, þeim komið fyrir í fjör-
unni fyrir neðan skólann, vatnið
leitt í þau og heitir pottar orðnir
að veruleika.
Sauðárkróki - Á ráðstefnu um
stjórnmálaflokka og sveitarstjórn-
armál, sem haldin var í Bóknáms-
húsi Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra á Sauðárkróki 14. júní sl.,
ræddu fulltrúar flestra stjórnmála-
flokkanna samskipti ríkisvalds og
sveitarstjórnanna, og þær verulegu
breytingar sem orðið hafa með til-
færslu grunnskólans og þær breyt-
ingar aðrar sem mjög líklega fylgja
í kjölfarið.
Ráðstefnan hófst á ávörpum
þeirra Björns Sigurbjörnssonar for-
manns Bæjarráðs Sauðárkróks og
Ragnars Garðarssonar formanns
Félags stjórnmálafræðinga, en síð-
an fluttu framsöguerindi um „Stöðu
sveitarstjórna innan stjórnkerfis-
ins“, þeir Skúli Þórðarson bæjar-
stjóri Blönduóss, sem varaði við
auknum flutningum verkefna frá
ríki til sveitarfélaga fyrr en frekari
sameining þeirra hefði farið fram,
þannig að þau væru í stakk búin
til þess að takast á við þau verk-
efni sem þeim væru falin. Taldi
Skúli að stefna ætti að frjálsri sam-
einingu, og gefa til þess nokkurn
tíma, en ef ekki yrði af, þyrfti að
lögbinda sameininguna og miða þá
við eitt þúsund manna sveitarfélag.
Árni Gunnarsson aðstoðarmaður
félagsmálaráðherra ræddi um til-
raunasveitarfélög og þær athyglis-
verðu tilraunir sem þar væri verið
að gera og benti meðal annars á
það verkefni Reykjavíkurborgar að
sameina alla félagsþjónustu undir
eina stjóm í Grafarvogi, en einnig
benti hann á að á Akureyri og
Hornafirði væri verið að vinna að
tilraunum um sameiginlega stjórn-
un reksturs öldrunarstofnana og
málefna fatlaðra, og virtust þessar
tilraunir lofa góðu. Árni taldi efl-
ingu sveitarstjómarstigsins hreint
byggðamál og taldi að það hamiaði
gegn fólksflótta frá landsbyggðinni
til suðvesturhornsins.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson for-
maður Sambands íslenskra sveitar-
félaga benti á að þörf væri á skýrri
verkaskiptareglu milli ríkis og sveit-
arfélaga, og taldi allt of mörg mál
hanga í lausu lofti, en benti um
leið á mjög mikinn mismun milli
verkaskiptingar þessara aðila, hér-
lendis og í nágrannalöndunum.
Þá gerði Vilhjálmur grein fyrir
þeim málum sem nú eru í brenni-
depli, meðal annars skattbreyting-
um í kjölfar nýgerðra kjarasamn-
inga, og taldi eins og aðrir ræðu-
menn að sameining sveitarfélag-
anna væri stærsta hagsmunamálið,
og mikilvægasta verkefni sveitar-
stjórnarmanna að vinna að. Stærri
sveitarfélög taldi Vilhjálmur hafa
alla burði til að taka að sér mun
fleiri verkefni en nú væri, en til
þess þyrfti einnig að tryggja að
nægilegt fjármagn fylgdi. Finna
þyrfti nýjum verkefnum farveg í
stjórnkerfi sveitarfélaganna, og
samskipti ríkis og sveitarfélaganna
þyrftu að byggjast á traustum og
skýrt afmörkuðum grunni.
Flokkspólitík í sveitarstjórnum
Að loknum framsöguerindum
var fjallað um „Flokkspólitík í
sveitarstjórnum" og voru þar frum-
mælendur Jóhann Geirdal, Siv Frið-
leifsdóttir og Sturla Böðvarsson, en
að loknum þeirra ávörpum voru
pallborðsumræður, en þá bættist í
hóp þátttakenda Steinunn Óskars-
dóttir fulltrúi R-Iistans í Reykjavík.
Urðu fjörugar og skemmtilegar
umræður, þar sem þátttakendur
fjölluðu um ýmis mál, svo sem hvort
stjórnmálaflokkar samræmdu hver
og einn stefnu sína í sveitarstjórnar-
málum, hvort marktækur munur
væri á stefnu flokkanna, og hvort
sveitarstjórnir væru kjörinn vett-
vangur til sameiningar flokka.
Varð þátttaka almenn og fengu
ræðumenn margar spurningar úr
sal til meðferðar, og þótti ráðstefn-
an takast með ágætum.
Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir
DRANGSNESBÖRN ásamt sumargestum að sunnan skemmta sér í pottinum. Þau eru frá vinstri
Villi, Berglind, Helga, Anna Guðrún, Hófí og Ingólfur.
Norskir dagar
á Seyðisfirði
EFTIR vel heppnaða 100 ára af-
mælishátíð Seyðisfjarðarkaupstað-
ar, sem haldin var síðustu helgi
júnímánaðar 1996, var ákveðið að
halda svokallaða norska daga á
Seyðisfirði 1997.
„I samvinnu við norska sendiráð-
ið í Reykjavík, Nils 0. Diets sendi-
herra, og vinnuhóp á vegum Seyðis-
fjarðarkaupstaðar hefur undirbún-
ingsvinna verið i gangi í eitt og
hálft ár. Helgina 27.-29. júní nk.
verður ijölbreytt dagskrá í gangi
þar sem m.a. gestir frá Mandal,
Askim og Bergen í Noregi verða
meðal þátttakenda,“ segir í frétta-
tilkynningu frá Seyðisfirði.
Dagskráin verður svohljóðandi:
Föstudag 27. júní: Norska leikrit-
ið „Dýrin í Hálsaskógi" eftir Tor-
björn Egner, norska spennumyndin
„Hoodet over vannet" í Félagsheim-
ilinu Herðubreið. Listsýningar „A
Seyði 1997“ verða formlega opnað-
ar og meðal annarra sýnd verk 8
norskra listamanna.
Laugardag 28. júní: Gönguferð
um bæinn og m.a. norsku húsin
skoðuð. Hátíðardagskrá verður við
minnisvarða Otto Wathne við Fjarð-
ará og á Miðbæjartorgi. Þar koma
m.a. fram skólalúðrasveit, barna-
kór, samkór og kirkjukór, sönghóp-
ur, einnig norskur stúdentakór frá
Bergen o.fl. o.fl. Leiktækja-tívolí
fyrir börn á öllum aldri verður í
gangi. Fallbyssuskot við bæjar-
skrifstofur og stórdansleikur í
Herðubreið um kvöldið með „norsku
ívafi“.
Sunnudag 29. júní: Listsýningar
verða opnar. Lokasýning Leikfélags
Seyðisfjarðar á Dýrunum í Hálsa-
skógi. Norskir gestir verða kvaddir.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Sleppitúr austur 1 sveitir
Syðra-Langholti - Helgina 14.-15.
júní fóru hundruð hestamanna
við sunnanverðan Faxaflóa með
þúsundir hesta í sína árlegu
sleppitúra austur í sveitir þar sem
hestarnir verða í hagagöngu
fram á haust eða vetur. Þetta er
með seinasta móti sem megin-
þorri hestamanna sleppir í haga.
Vorkuldarnir hafa valdið því að
ekki hefur orðið af því fyrr. Þess-
ir Fáksfélagar voru á ferð í
Grafningi fyrir skömmu og var
ferðinni heitið í Biskupstungur.
Steindir gluggar í Víkurkirkju
Fagradal - Vegleg gjöf eiginmanns
og barna Laufeyjar Helgadóttur
sem ættuð var úr Vík í Mýrdal var
færð Víkurkirkju til minningar um
hana fyrir skömmu. Haraldur M.
Kristjánsson, sóknarprestur í Vík
telur þetta með þeim merkustu gjöf-
um sem Víkurkirkju hefur áskotn-
ast.
Um er að ræða steint gler í alla
glugga kirkjunnar með fagurlega
gerðum táknmyndum og boðskap.
Það var Hrafnhildur Ágústsdóttir,
glerlistakona, sem vann verkið en
hún er búsett og starfar í New
York.
Dr. Sigurbjörn Einarsson, bisk-
up, predikaði af þessu tilefni og
afhenti gjöfina fyrir hönd fjölskyld-
unnar. I messunni söng kór Víkur-
kirkju ásamt sænskum drengjakór,
St Jakobs Gosskör frá Stokkhólmi
sem er stjórnað af John Wiklund
en kórinn er nú á tónleikaferð um
landið. Heimildarmynd um ferð
kórsins, unnin af Helga Felixsyni,
kvikmyndagerðarmanni, verður
sýnd i sænska sjónvarpinu í haust.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
A MYNDINNI eru f.v.: Haraldur M. Krisijánsson, sóknarprestur
í Vík, Áslaug Vilhjálmsdóttir, formaður sóknarnefndar sem tekur
við gjafabréfi úr hendi Hrafnhildar Ágústsdóttur glerlistakonu.