Morgunblaðið - 25.06.1997, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997
ERLEfUT
MORGUNBLAÐIÐ
Yfirlýsing Hashimotos lækkaði gengi á dollara
Japanir segja um-
mælin misskilin
Bond-bíl
stolið
SEAN Connery hallar sér hér
að bifreið þeirri sem hann ók
í hlutverki James Bonds í kvik-
myndinni „Goldfinger“ árið
1964. Þessum sögulega sportbíl
af gerðinni Aston Martin DB5,
sem þjónaði sem farkostur 007
í fyrstu myndunum um ævintýri
kappans, hefur nú verið stolið
úr flugskýli í baðstrandarbæn-
um Boca Raton á Flórída og
telur lögregla líklegt að þjóf-
arnir hyggist selja bílinn vel
stæðum safnara.
Hraðskreiðar glæsibifreiðir
eru reyndar ekki sjaldséð sjón
á götum Boca Raton, en líkleg-
ast myndi hinn silfurliti vagn
með stýrinu hægra megin, inn-
byggðum vélbyssum, skotheldu
gleri og búnaði til að skjóta
farþeganum út úr bílnum skera
sig úr þannig að auðvelt væri
að bera kennsl á hann.
Tókýó. Reuter.
STJÓRNVÖLD I Japan reyndu í
gær að bæta fyrir hvatskeytleg
ummæli Ryutaro Hashimotos, for-
sætisráðherra landsins, í New York
í fyrradag en þau höfðu veruleg
áhrif á bandarískum fjármála-
markaði. Þótt japanska fjármála-
ráðuneytið segi, að ummælin hafi
verið misskilin, er talið, að þau
geti haft slæm áhrif á samskipti
ríkjanna.
Hashimoto flutti ræðu í Columb-
ia-háskóla í New York í fyrradag
og þegar hann svaraði spurningum
að henni lokinni, sagði hann, að
Japanir hefðu oft hugleitt að selja
það, sem þeir ættu af bandarískum
ríkisskuldabréfum, og fjárfesta
þess í stað í gulli. Það hefðu þeir
þó ekki gert og kvaðst hann vona,
að Bandaríkjastjóm ynni að stöð-
ugleika á gjaldeyrismarkaði til að
ekki þyrfti til þess að koma, að
Japanir seldu ríkisskuldabréfin.
Mesta lækkun
frá 1987
Þessi ummæli höfðu þau áhrif,
að gengi dollarans og bandarískra
verðbréfa lækkaði meira en það
hefur gert síðan í hruninu 1987,
í yfirlýsingu japanska fjármála-
ráðuneytisins sagði, að ummælin
hefðu verið misskilin og vildu Jap-
anir vinna að því ásamt Banda-
ríkjamönnum að gæta stöðugleika
á fjármálamarkaði.
Talið er, að ummæli Hashimotos
endurspegli óánægju hans með
gagnrýni Bandaríkjamanna á fjár-
málastefnu japönsku stjórnarinnar
en þeir eru farnir að ókyrrast
vegna sívaxandi afgangs Japana í
viðskiptum ríkjanna. Þá er sagt,
að Hashimoto sé einnig óánægður
með litla hrifningu Bandaríkja-
stjórnar á efnahagsumbótum hans,
„Hvellinum mikla“, sem er ætlað
að auka samkeppni á japönskum
fjármálamarkaði.
Ekki er líklegt, að Japanir muni
láta verða af hótun Hashimotos
því að það myndi koma þeim sjálf-
um verst. Þá myndi dollarinn
lækka en japanska jenið hækka
og gera þar með japönskum út-
flutningi erfiðara fyrir.
Reuter
Tyrkland
Yilmaz og
Ciller í
viðræðum
Ankara. Reuter.
MESUT Yilmaz, formaður Föður-
landsflokksins í Tyrklandi, átti í gær
stjórnarmyndunarviðræður við for-
menn fjögurra stjórnmálaflokka.
Tveir vinstri flokkar og lítill hægri
flokkur eru sagðir styðja Yilmaz en
hann vantar þó enn nokkra stuðn-
ingsmenn til að standast vantrausts-
yfirlýsingu á þingi. Meðal þeirra sem
hann átti fund með var Tansu Ciller
formaður Sannleiksstígsins. Fyrir
fundinn hafði Ciller lýst því yfír að
hún muni aldrei ganga til liðs við
ríkisstjóm undir forsæti Yilmaz.
Yilmaz fékk umboð til stjórnar-
myndunar á föstudag, eftir að Sul-
eyman Demirel, forseti Tyrklands,
hunsaði samkomulag Necmettins
Erbakans, fyrrum forsætisráðherra,
og Cillers um að hún tæki við for-
sæti samsteypustjómar þeirra.
Ávarp Davíðs Oddssonar á Umhverfisráðstefnu SÞ
Efnaliagxir og- umhverfi
eru óaðskiljanleg
VIRÐA verður réttindi, hagsmuni og
skyldu þjóðríkja til að nýta lifandi nátt-
úruauðlindir sínar með sjálfbærum
hætti, sagði Davíð Oddsson, forsætis-
ráðherra, m.a. í ræðu sinni á Umhverfis-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í
New York í gær.
í ræðu sinni sagði forsætisráðherra
ennfremur: „Ef við viljum vernda og
styrkja eindrægni okkar um forgang
umhverfismála hljótum við að gæta
þess, að verða ekki fyrir áhrifum frá
einfeldningslegum og villandi áróðri
sem, þegar til kastanna kemur, grefur
undan henni. Samstarf við stofnanir,
sem ekki tengjast stjórnvöldum, er
ákaflega mikilvægt, en einnig er mikil-
vægt að standast þrýsting óábyrgra
umhverfisverndunarhópa sem vilja slíta
hin nauðsynlegu tengsl milli umhverfis
og efnahags og líta síður á umhverfið
sem auðlind fyrir afkomu fólks en
verndaða náttúru.“
Davíð minnti á, að næsta ár sé af
SÞ helgað úthöfunum. Sagði hann, að
ríkisstjórn íslands liti svo á, að þá gæf-
ist mikilvægt tækifæri til þess að endur-
skoða mál er varða sjávarumhverfi, en
þau hefðu hingað til ekki notið þeirrar
athygli sem þau verðskulduðu.
Forsætisráðherra lagði áherslu á, að
vemdun sjávarumhverfis og sjálfbær
nýting allra sjávarauðlinda yrði talin til
forgangsverkefna. Vernda verði lífkerfi
sjávar fyrir úrgangi og eiturefnum, og
Washington-aðgerðaáætlunin, sem miði
að því að hefta mengun frá starfsemi
á landi, skuli þegar öðlast fullt gildi.
Davíð sagði, að í sumum tilvikum
mætti beinlínis rekja slæmt ásigkomu-
lag fiskistofna til niðurgreiðslna til sjáv-
arútvegsins. Þó mætti ekki gleyma því,
að mikil árangur hefði náðst á mörgum
sviðum við að samhæfa leyfða veiði vís-
indalega ákvarðaðri og sjálfbærri stöðu.
„Sífellt fleiri lönd hafa áttað sig á því,
að til skamms og langs tíma litið eru
markmið í efnahagsmálum og umhverf-
Eeuter ismálum óaðskiljanleg,“ sagði Davíð
DAVÍÐ Oddsson ávarpar Umhverfisráðstefnu SÞ. Oddsson.
Voðaverk
í Alsír
SKÆRULIÐAR bókstafstrú-
aðra múslima myrtu 18 manns
í þorpinu Mouzaia í Alsír í síð-
ustu viku. Sagði alsírska dag-
blaðið El Watan frá því í gær
en meðal hinna látnu voru fjög-
urra ára gamalt bam og annað
16 mánaða. Fólk á þessum slóð-
um hefur nú tekið höndum sam-
an, vopnast og ætlar að elta
uppi morðingjana. Blaðið sagði,
að þrátt fyrir hryllileg ódæðis-
verk væri farið að fjara undan
skæruliðum, sem skorti vopn og
nýja liðsmenn.
Ekkja Malc-
olms X látin
BETTY Shabazz, ekkja banda-
ríska blökkumannaleiðtogans
Malcolms X, lést í fyrradag af
brunasárum en hún brenndist
mikið í eldi, sem kom upp í íbúð
hennar aðafararnótt 1. júní sl.
Talið er, að Malcolm, 12 ára
gamalt barnabam hennar, hafi
valdið eldinum en hann hefur
átt við andlega erfiðleika að
etja. Malcolm X var myrtur
1965 en fyrir tveimur árum var
ein dóttir hans ákærð fyrir að
hafa ætlað að ráða Louis Farr-
akhan, leiðtoga samtakanna
Þjóðar íslams, af dögum. Hafði
móðir hennar sakað Farrakhan
um aðild að morðinu á manni
sínum.
Átöká
Filippsexjum
MEIRA en 30 manns hafa látið
lífið og um 10.000 hafa flúið
heimili sín vegna vikulangra
átaka filippískra stjórnarher-
manna og múslimskra uppreisn-
armanna. Hófust þau á mánu-
dag í síðustu viku en þá höfðu
skæruliðar lagt undir sig bygg-
ingarsvæði fílippíska rikisolíufé-
lagsins í bænum Sultan-sa-Bar-
ongis. Stjórnvöld segja, að
skæruliðar stundi það helst að
ræna fólki og krefjast lausnar-
gjalds.
Spor eftir
Stórfót
KÍNVERSKA fréttastofan Xin-
hua sagði í gær, að vísindamenn
hefðu hugsanlega fundið fót-
spor eftir hinn dularfulla „Stór-
fót“. Hefðu hundruð spora, sem
líktust fari eftir mannsfót en
væru miklu stærri, fundist í
skógum Shennongjia-þjóð-
garðsins í Hubei-héraði. Var
haft eftir einum vísindamann-
anna, að stærsta sporið væri
37 sm langt en samkvæmt sög-
unum er Stórfótur tveggja
metra hár og alþakinn rauðu
hári.
Lúkashenko
fær aukin
völd
ÞINGIÐ í Hvíta Rússlandi gerði
í gær að lögum niðurstöðu mjög
umdeildrar þjóðaratkvæða-
greiðslu á síðasta ári en sam-
kvæmt henni fær Alexander
Lúkashenko, forseti landsins,
mjög mikil völd. Valdatími hans
var framlengdur til ársins 2002
og hann sér um að tilnefna for-
seta og helming dómara stjóm-
arskrárréttarins, forystumenn
efnahagsréttarins, seðlabanka-
stjórann og fleiri frammámenn
í þjóðlífinu.