Morgunblaðið - 25.06.1997, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1997 23
LISTIR
Munn-söfnuður
MYNDLIST
Gallcrí Sævars
Karls, Bankastræti 9
BLÖNDUÐ TÆKNI
RAGNA ST. INGADÓTTIR
Opið á verslunartíma tíl 9. júlí, að-
gangur ókeypis.
EFTIRMYNDIR af varalituðum
munni sem þrýst er á pappír eru
í samhangandi röð og þekja að
mestu veggi rýmisins. Verkið sam-
anstendur af hliðstæðum einingum
sem samsettar eru úr þremur
myndum þrykktum í sama litatón.
Fyrir neðan myndirnar er hand-
skrifaður texti á ensku og er orða-
lag setningana eins og mælt af
munni fram ?...I place you; I take
you; I move you; I see you; I hold
you ...?. Fullyrðingar sem textinn
felur í sér eru settar fram á hlut-
lægan hátt og endurspegla með
margþvældum setningum ímynd
karla og kvenna á goðsagnakennd-
an liátt. Ragna notar varir sínar
sem stimpilmerki með hefðbundn-
um varalitum og er skírskotun um
hvatleika sem á einnig við um full-
yrðingar textans. Henni tekst að
láta verkið taka á sig efnisform
með framleiðslu eftirmynda en út-
færslan er of augljós til að vekja
forvitni áhorfandans. Framsetning
verksins er ekki nógu ögrandi, til
dæmis eru myndimar í smekkleg-
um viðarrömmum og er útlit þeirra
ekki í samræmi við innihaldið. Hug-
myndin að verkinu er góð en krefst
djarfari vinnubragða og minni um-
búnaðar til að nálgast viðfangsefn-
ið og markmið sýningarinnar.
Hulda Ágústsdóttir
*
Islenskar
kvikmyndir
í Liechten-
stein
Ziirich. Morgunblaðið.
UM 240 manns sóttu kvikmyndahá-
tíð helgaða íslenskum kvikmyndum
í Liechtenstein um helgina. Geir
Haarde, alþingismaður, og Gunnar
Snorri Gunnarsson, sendiherra,
voru viðstaddir formlega ognun á
laugardag ásamt Þorfinni Ómars-
syni, formanni kvikmyndasjóðs, og
Asdísi Thoroddsen, leikstjóra Ing-
aló, en hún var meðal sjö kvik-
mynda sem voru sýndar á hátíð-
inni. Tjarnarkvartettinn söng við
opnun hátíðarinnar.
Daniel Quaderer, 32 ára Liecht-
enstein-búi, sem starfar hjá sviss-
neska sjónvarpinu, var fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar. Hann
hefur hug á að halda árlega hátíð
með myndum frá Evrópuþjóðum
með færri en 10 milljón íbúum. Is-
lenskar myndir urðu meðal annars
fyrst fyrir valinu af því að hann
hélt að það væri minna umstang
að fá myndir frá smáu landi en
stóru. Hann hefur komist að raun
um að stærð þjóðarinnar skiptir
ekki máli, innflutningur á myndum
frá íslandi er jafn mikið stórmál
og frá öðrum þjóðum.
Það er sama og engin_ kvik-
myndagerð í Liechtenstein. í land-
inu búa um 30.000 manns.
Morgunblaðið/Hermína Gunnþórsdóttir
Leiklistarskóli á Húsabakka
Dalvík. Morgunblaðið.
HÓPUR áhugafólks um leiklist
kom saman á Húsabakka í Svarf-
aðardal nýlega og settist á skóla-
bekk. Þetta voru þátttakendur á
sumarnámskeiði Bandalags ís-
lenskra leikfélaga sem héðan í frá
mun verða árlega fyrstu vikuna í
júní, víðs vegar um landið.
Að þessu sinni voru þrjú nám-
skeið í boði, leiktextasmiðja undir
stjórn Þorgeirs Tryggvasonar,
leikstjóranámskeið þar sem leið-
beinandi var Sigrún Valbergsdótt-
ir og leikaranámskeið sem Harpa
Arnardóttir sá um. Þátttakendur
voru alls 42 og komu þeir víða að
af landinu auk þess sem einn kom
frá Færeyjum.
Þetta form námskeiðs er nýjung
hjá Bandalaginu og er tilgangur
þess að byggja upp markvisst leik-
listarnám fyrir áhugafólk. I febr-
úar ár hvert kemur út námskrá
þar sem námskeið sumarsins eru
kynnt. Námskeiðin eru öllum opin
og ekki bundin við fólk innan vé-
banda áhugaleikfélaganna, en nán-
ari upplýsingar um þau fást hjá
Bandalagi íslenskra leikfélaga.
Nýjar
• ÚT er komin bókin Sorgarvið-
brögð, huggun íharmi eftir breska
sálfræðinginn Úrsúlu Markham.
í kynningu segir að heimild hafi
fengist til að aðlaga bókina íslensk-
um aðstæðum og er þar því m.a.
að finna yfirlit yfír fjölþætta starf-
semi samtakanna Ný dögun, sem
hafa verið virk á þessu sviði hér á
landi, ásamt tilvísunum í fjölda ís-
lenskra rita og ræður, þar sem fjall-
að hefur verið um þetta efni, m.a.
þættir og ræður eftir prestana Jón
Auðuns og Jakob Jónsson.
Bókin er í mörgum köflum og
fjallar um sorgina bæði í almennum
og sérhæfðum tilvikum. í hinum al-
menna kafia „Um sorgaráföll" er
m.a. í viðbæti fjallað um tvö áhrifa-
mikil sonatorrek í íslenskum bók-
menntum, þeirra Egils Skallagríms-
sonar og Gríms Thomsens.
Margvíslegum vanda er lýst, sorg-
inni, reiðinni, sektarkenndinni, ótt-
anum, léttinum. Sérstakir kaflar eru
um viðhorfín þegar fólk veit að dauð-
inn nálgast, „Meðan enn er tími til
stefnu", og rædd frá ýmsum hliðum
hin ólíku viðhorf manna til fram-
haldslífs.
Mestur hluti bókarinnar fjallar um
viðbrögð hinna nánustu, gefin ráð
um hvernig hægt er að sigrast á
sorginni, hvernig fólk á að minnast
hins látna. Þá eru sérstakir þættir
um börnin, bæði um sorgmædda
barnið og hinsvegar um missi barns,
sorgina við skyndidauða, sjálfsmorð,
missi maka, fórnarlömb glæpa. Einn
kafli er um „Tignun lífsins" og þar
vitnað í margt sem getur orðið til
huggunar. í viðbótarköflum er svo
fjallað um sorgarsamtök almennt og
bækur
sérstaklega á íslandi.
Útgefandi bókarinnar, sem er 160
síður, erFjöiva-Vasaútgáfan. Þýð-
andierEva Ólafsdóttir. Prentun:
Grafík hf.
• EIN af þekktustu skáldsögum
rússneska skáldjöfursins Maxims
Gorki (1868-1936), Móðirin, hefur
verið endurútgefin. Hún kom fyrst
út árið 1906. Þar segir af ólæsri
bóndakonu, Pelageju Vlassovu, sem
vaknar til vitund-
ar um ranglætið
í þjóðfélaginu og
þegar sonur
herinar er sendur
burt frá henni
nauðugur heldur
hún ótrauð áfram
baráttunni. Bók-
in er rituð
skömmu eftir
uppþot sem áttu
sér stað í Rúss-
landi árið 1905
og ber hún tíma sínum og eindreg-
inni samúð Gorkís með lítilmagnanum
glöggt vitni, en sagan er bæði áhri-
farík og spennandi, segir í kynningu.
Bókmenntafélagið Mál og menn-
ing var stofnað 17. júní árið 1937
í þeim tilgangi að koma þekktum
bókum á framfæri við almenning á
lágu verði. Árið eftir gaf félagið út
Móðurina, fyrsta skáldverkið á sín-
um vegum, í þýðingu Halldórs Stef-
ánssonar rithöfundar sem einnig rit-
ar eftirmála. í tilefni af 60 ára af-
mæli Máls og menningar er Móðirin
nú endurprentuð.
Móðirin er 524 síður, prentuð í
Svíþjóð. Verð 60 kr.
BÍLATORG FUNAHÖFDA 1 S. 587 7777
Ragnar Lövdal,
lögg. bifreiðasali
Volvo 850 GLE drg. 1995. Toyota Cavny 2000 GLi STW Renault Laguna RT drg. Nissan Patrol GR drg. 1993, Honda Prelutle drg. 1996, Dodge Neoti drg.
Grdsans, sjdlfskiptur ABS, drg. 1991, bldsans., 5 gíra, ck. 1996, grænsans., sjdlfsk., mj'óg grdsans., dlfelgut; 32“ dekk, rauður, dlfelgut; leðursæti, grœnsans., ek.57 þús. km.
ekinn 25.000 km. lóþús.km. fallegur bíll, ek. 31 þtís. km. ek. 85þús. km. sóllúga, ek. 17þiís. knt. Verð 1.330.000. Skipti.
Verð 2.290.000. skipti. Verð 1.180.000. skipti. Verð 1.790.000. Verð 2.690.000. Skipti. Verð 2.450.000. Skipti.
BMW 750i drg. 1991, dökk- Mazda 323 LXi drg. 1995, Mercedes Benz 230 TE drg. Toyota 4Runner dísel drg.
grdsans., einn með öllum auka- vínrauður, ek. 53 þús. km. 1992, hvitur, sóllúga, dlfelgur, 1994, vinrauður, upphækkaður,
hlutum. Sjón er sögu ríkari.
Verð 3.350.000.'
Verð 1.030.000.
mjógfallegur bíll.
Verð 2.680.000. Skipti.
33“ dekk, ek. 77þús.km.
Verð 2.490.000. Skipti.
MMC Eclipce drg. 1995,
rauður, sólliiga, dlfelgut; ABS,
ek. 24 þtís. km.
Verð 2.150.000. Skipti.
BMIV 520i Touríng drg.
1996, dökkgrdsans., dlfelgut;
ABS, leðursæti, ek. 26 þús. km.
Verð 3.490.000.
An',zf:zr' VANTAR ALLAR GERDIR BILA A SKRA - VISA OG EURO RAÐGREIÐSLUR